Dagur - 30.01.1979, Side 1

Dagur - 30.01.1979, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, þriðjudagur 30. janúar 1979 5. töiublað Skilið hækjun- um Fólk, sem hefur fengið lánaðar hækjur hjá Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar á Akureyri og ekki hefur skilað þeim, er vinsamlega beðið að skila þeim sem fyrst. Vegna slysa og sjúk- dóma er mikil þörf á þessum nauðsynlegu tækjum. Skilið vinsam- lega hækjunum. Sjúkt og slasað fólk bíður. ★ ★ Skákkvöld fyrir konur og ungl- inga Skákfélag Akureyrar tekur nú upp sérstök skákkvöld fyrir konur og unglinga og hefst þessi starfsemi fimmtudag febr. kl. 20 í Félagsborg. Þar verður um að ræða æfingar og kennslu og e. t. v. fleira, svo sem fjöltefli. Er sérstök áh- erzla lögð á að fá konur til þátttöku, en vitað er að hér finnast ágætar skákkonur, þó að þær hafi ekki tekið þátt í skákmótum. ... . ★ ★ Skattframtalið Dagur vill minna fram- teljendur á að skatt- framtal fyrir árið 1979 þarf að hafa borist skattayfirvöldum fyrir 1. febrúar. Atvinnurek- endur, og þeir sem í sveitum búa, hafa þó skilafrest til febrúarloka. Viðurlög: 1% á hreinar tekjur og eign fyrir hvern dag sem skil framtals dragast framyfir lögboð- inn eða umsaminn frest, þó að hámarki 15% til 25% Það verður séð til þess að framteljendur geti komið framtölum sínum í póstkassa Skattstof- unnar í Norðurlands- umdæmi eystra, Hafn- arstræti 95 (inngangur hjá StjörnuApóteki) til miðnættis annað kvöld. Hólmur á strandstað. Skipið hefur lagst á þvi. Myndina tók Ármann Þórðarson i síðustu viku. og að sögn þeirra sem hafa farið um borð er lítið sem ekkert verðmætt f Fara í mál ef nauðsyn krefur Til að losna við færeyska flutningaskipið Hólm af strandstað Ólafsfirðingar eru nú orðnir langþreyttir á færeyska flutn- ingaskipinu Hólnii, sem strand- aði í Ólafsfirði fyrir tíu mánuð- um, og þeir vilja losna við skipið hið fyrsta. Að sögn Péturs M. Jónssonar, bæjarstjóra, telja forráðamenn bæjarins ekki ann- að fært eins og sakir standa en að fara í mál við hlutaðeigandi aðila, ef nauðsyn krefur. Eins og kunnugt er keypti inn- lendur aðili skipið og þegar kaupin fóru fram, tók bæjarstjórn Ólafs- fjarðar þá afstöðu að þrátt fyrir söluna væri upprunalegi eigandi og tryggingarfélag hans ábyrgir gagn- vart bæjarfélaginu. Flutningaskipið Hólmur var með saltfarm er það strandaði fyrir botni Ólafsfjarðar þann 29. mars á sl. ári. Skipið skemmdist lítið sem ekki neitt, en það þótti ekki svara kostnaði að ná því út enda er skipið 55 ára gamalt. Hvort Ólafsfjarðarbær neyðist til að fara í málarekstur ætti að skýrast innan tíðar. Heimamenn hafa full- an hug á því að losna við skipið úr fjörunni því lítil bæjarprýði er af skrokknum. Nýr framkvæmda stjóri SH: Strangari kröfur um klæðaburð gesta „Ég hef hugsað mér að reyna að breyta andrúmsioftinu innan veggja Sjálfstæðishússins og í því sambandi má geta þess að ég mun gera strangar kröfur um klæðaburð gesta“, sagði Svanur Ágústsson, sem tekur við fram- kvæmdastjórastarfi við Sjálf- stæðishúsið á Akureyri þann 1. febrúar. Svanur hefur verið framkvæmdastjóri Þjóðieik- hússkjallarans frá 1969. Svanur sagði að hann hefði á þessu stigi ekki ákveðið neinar sérstakar breytingar á Sjálf- stæðishúsinu aðrar en þær að gera staðinn að vistlegum skemmtistað, þar sem vel klætt fólk gæti gert sér dagamun í góðu andrúmslofti. Tvö blöð í viku Framvegis mun Dagur koma út tvisvar í viku. Auglýsendur eru í því sambandi minntir á eftirfarandi: Auglýsingar í þriðjudagsblað þurfa að hafa borist afgreiðslu blaðsins fyrir kl. 19 á mánudag. Auglýsingar í fimmtudagsblað þurfa að hafa borist fyrir kl. 19 á miðvikudag. Nyjar tillögur um skipan framhaldsskólans Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar fyrra þriðjudag voru lagðar fram fyrstu tillögur framhaldsskóianefndar um námsleiðir á framhalds- skólastigi, samstarf skóla og rekstur sérskóla á Akureyri. Var til- lögunum vísað til bæjarráðs, sem leita skal umsagnar hlutaðeigandi aðilja. Framhaldsskólanefnd Akureyrar gerir að tillögu sinfii að tveir meginskólar verði á framhaldsskólastigi á Akureyri og áfangakerfi verði tekið upp við skólana báða. Á fundi 11. júlí í fyrra kaus bæjarstjórn fimm manna nefnd að tillögu bæjarráðs til að fjalla um skipan náms á framhaldsskóla- og háskólastigi á Akureyri. 1 nefndinni eiga sæti Ingólfur Jónsson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Margrét Rögnvald- sdóttir, Sigurður J. Sigurðsson og Tryggvi Gíslason, sem er formaður nefndarinnar. Tillögur framhaldsskólanefndar byggjast á námsskipan þeirri sem er að finna í Frumvarpi til laga um framhaldsskóla sem kemur til af- greiðslu alþingis á næstu vikum. í frumvarpinu er ráð fyrir því gert að Akureyri verði miðstöð framhalds- náms á Norðurlandi auk þess sem nemendur af Austurlandi sæki þangað nám sem þeir fá ekki lokið heimafyrir. í hinu nýja frumvarpi, sem væntanlega verður að lögum fyrir vorið, er öllu námi á framhalds- skólastigi skipað á átta svið: al- mennt bóknámssvið, búfrœðisvið, heilbrigðissvið, hússtjórnarsvið, listasvið, tœknisvið, eppeldissvið og viðskiptasvið. Á hverju sviði eru þrjár til fimm misunandi náms- brautir, sem miðast við markmið það sem hver og einn nemandi stefnir að. Eru námsbrautir um 40 í fumvarpinu er ákvæði um full- orðinsfræðslu þar sem segir að stefnt skuli að því að framhalds- skólunum verði gert kleift að sinna menntun fullorðinna á þeim náms- brautum sem reglulegt starf skól- anna tekur til, og er þetta eitt af nýmælum þessarar námsskipunar. Meginmarkmið frumvarpsins er að öllum, sem lokið hafa grunnskóla- námi, skuli standa til boða eins til fjögurra ára nám ogframhaldsskól- inn skuli skipðulagður sem ein sam- rœmd heild. Er þetta án efa mikil framför frá því sem nú er, þegar um tuttugu mismunandi lög gilda um nám á framhaldsskólastigi. 1 greinargerð framhaldsskóla- nefndar Akureyrar með tillögun- um, sem að framan greinir, er sagt frá námsleiðum á Akureyri nú. Auk þess eru raktar þær leiðir sem (Framhald á bls. 2). I sfðustu viku kom Tómas Ámason, fjármálaráðherra, á fund hjá Framsóknarfélagi Akureyrar og gerði ráðherra grein fyrir stöðu efnahagsmála, auk þess sem hann ræddi stjórnarsam- starfið. Að lokinni framsöguræðu Tómasar Árnasonar og ávörpum þingmannanna Ingvars Gfslasonar og Stefáns Val- geirssonar, hófust almennar umræður. í opnu blaðsins f dag er viðtal við fjármálaráðherrann. Myndimar tók á.þ. af nokkrom fundargesta.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.