Dagur - 30.01.1979, Page 8

Dagur - 30.01.1979, Page 8
DAGUR RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Bannar Sveinafélagið yfirvinnu? Akveðið á fundi í kvöld hvort yfirvinna verði bönnuð í sumar í kvöld fjallar fundur í Sveinafélagi járniðnaðarmanna á Akur- eyri um hvort æskilegt sé að banna yfirvinnu á félagssvæðinu næsta sumar. Síðastliðið sumar beindi stjóm félagsins þeim til- mælum til félagsmanna sinna að þeir ynnu ekki yfirvinnu í tvo mánuði og reynslan sem fékkst af þeirri tilhögun var mjög góð. Svo virðist sem viðhorf manna til hins langa vinnudags, sem lengi hefur tíðkast hér á Jandi, sé að breytast. I því sambandi má benda á tilmæli verkalýðsfélag- anna um bann á yfirvinnu í frystihúsunum sl. sumar. Ef fundurinn í kvöld sam- þykkir að banna yfirvinnu hjá fé- lögum í Sveinafélaginu verður stórt skref stigið í þá átt að koma vinnudeginum í það horf, sem tíðkast víðast hvar erlendis. Af- köst manna eru talin síst minni þó einungis séu unnar átta stundir á dag og það hefur sýnt sig þegar yfirvinna hefur verið bönnuð. Lengd vinnutímans hefur verið til umræðu um langt skeið hjá ráðamönnum þjóðarinnar og má minna á tillögur Framsóknar- flokksins í þessu efni. Akureyrardeild Neyt- endasamtakanna Forráðamenn Neytendasamtak- anna vinna nú að því að stofna deild frá samtökunum á Akur- eyri og að sögn Reynis Ár- mannssonar, formanns samtak- Tæp þrjú þúsund tonn á land Á síðasta ári tók frystihús Kald- baks á Grenivík á móti 2844 tonnum af fiski. Framleiðsla frystihússins var 39 þúsund kassar af freðfiski, 663,5 tonn af saltfiski og 27 tonn skreið. Fyrir nokkru fékk frystihús- ið sina stærstu útskipun, sem var 4387 kassar í Hofsjökul. En fiskinn þurfti að flytja til Akur- eyrar vegna ófuilkominnar hafnaraðstöðu hér, sem vonir standa til að bætt verði úr á þessu ári. P.A. anna, verður stofnfundurinn væntanlega í næsta mánuði. Það er tiltölulega stutt síðan sam- tökin hófu að stofna deildir utan Reykjavíkursvæðisins, en þær fyrstu gefa góðar vonir. Sem dæmi má nefna að þegar deild var stofnuð í Borgarnesi voru fimm félagar í henni en eru í dag alls 120. Reynir sagði í samtali við Dag að Neytendasamtökin leggðu mikla áherslu á að styrkja stöðu sína í strjálbýlinu, auk þess sem samtökin hefðu á prjónunum fræðslu um neytendamál í grunnskólunum. „Það stendur samtökunum nokkuð fyrir þrifum að þau verða að fara eftir kauplögum frá 1922 og taka þau lög miklu frekar inið af rétti seljandans heldur en rétti neytend- ans,“ sagði Reynir. Akureyrardeildin mun t.a.m. leggja áherslu á verðkannanir sem birtar verða almenningi og taka til umfjöllunar deilumál kaupenda og seljanda, eftir að sáttaumleitanir hafa verið reyndar. „Ég er ákaflega ánægður með það að Neytendasamtökin ætla að stofna útibú hér á Akureyri“, sagði Níels Halldórsson, fulltrúi Verð- lagsstjóra á Akureyri. „Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavík eru fé- lagar í Neytendasamtökunum á Akureyri um 70 til 80 talsins, en virkir stofnfélagar verða sjálfsagt eitthvað færri“. # Hlutverk biaðanna er margþætt Bæjarblöðin á Akureyri, svo og önnur vikublöð og dag- blöð hafa miklu hlutverki að gegna og veita ómælda þjónustu í félagsiegum og öðrum mannlegum sam- skiptum. Þetta mun viður- kennt af flestum eða öllum. Blöðin eru opinn vettvangur fólks til umræðna um áhuga- málin, vettvangur til sóknar og varnar og hugsjóna- og framfarabaráttu. tekjur Blöðin á Akureyri þurfa tekjur til útgáfunnar. Þær eru aug- lýsingatekjur og áskriftatekj- ur og hrökkva naumast til að jafna útgáfukostnaðinn. Hér í bæ hafa orðið til smáblöð, einskonar uppvakningar, sem nefna sig „Dagskrá“ og „Á skjánum" og birta þau sjónvarps- og útvarpsdag- skrá en einnig ýmiskonar auglýslngar, sem þau ná (og fá greitt fyrir. Þessar auglýs- ingar eru fengnar f sam- keppni við bæjarblöðin og skerða hag þeirra. Þetta mál þarf athugunar við. $ Skörin færist upp í bekkinn Bæjarblöðin hafa aðstöðu til að gegna margvfslegum þjónustustörfum ffyrlr al- menning og nota þá aðstöðu, hvert eftir sinni getu. Þau birta fréttir, tflkynningar, ályktanir o. s. fry., en „upp- vakningarnir" birta aðeins auglýsingarnar, hafa ekki áhuga á öðru en þvi sem gef- ur tekjur. Þegar fyrirtækí Ak- ureyrarkaupstaðar eru farin að birta auglýsingar í „upp- vakningunum" en viija svo láta hin hefðbundnu vikublöð birta fyrir sig fréttatilkynning- arnar, er skörin farin að fær- ast upp í bekkinn. § Auglýsingar og almenn þjónusta Til þess verður að ætiast af blöðum, að þau veiti þá þjön- ustu er þau mega. Blöðin ætlast hins vegar til þess að þau njóti auglýsingatekna til þess að geta lifað og starfað. Þetta þarf bæjarstjórn og bæjarstofnanir að hafa í huga. Þetta eiga félög og einstaklingar einnig að hafa f huga, f sambandi við auglýs- ingar og almenna fréttaþjón- ustu. # Akureyrar- deild Neyt- endasamtak- anna Nu stendur til að Neytenda- samtökín stofni deild á Akur- eyri. Ef vel gengur hér og annarsstaðar má gera ráð fyrir að ráðamenn þjóðarinn- ar aðstóði samtökín enn frekar í þeirri viðleitnl að rétta hlut neytendans enda full þjörf á. Oft á tíðum getur neytandinn átt erfltt með að ná sínum rétti óstuddur og hér skal sagt frá örlitlu dæmi. Hjón í Húnavatnssýslu festu kaup á prjónavél í verslun í Reykjavík. Engar leiðbein- ingar fylgdu vélinni og fóru_ hjónin tvisvar til Reykjavíkur en fengu ekki úrlausn. Það var ekki fyrr en Neytenda- samtökin tóku málið i sínar hendur að seljandinn lét þýða leiðbeiningabækling, en það hafði hann ætlað að spara sér, þrátt fyrir að bækl- ingsins væri getið í auglýs- ingu um vélina. Sjúkrahúsi Húsavíkur gefið fullkomið tæki til magaskoðunar Ólafsfjörður: Ófremdarástand í læknamálum „Ekki hefur enn fundist varanleg lausn á læknavandamáli Ólafs- firðinga. Nú starfar hér Hilmir Jóhannsson læknir og verður hann á Ólafsfirði fram í febrúar, en hvað gerist þá er með öllu óvíst,“ sagði Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði í samtali við Dag. „Það þarf ekki að orðlengja það frekar að brýnt er að úrlausn fáist.“ Læknar frá Akureyri önnuðust betri þegar byggingu heilsugæslu- heilbrigðismál Ólafsfirðinga fram- stöðvarinnar er lokið, en gert er ráð an af vetri, og sagði Pétur að akur- fyrir að elliheimilið og heilsu- eyrsku læknamir ættu miklar gæslustöðin verði tilbúin undir tré- þakkir skildar. Aðstaða fyrir lækna verk í sumar. er ágæt á Ólafsfirði, og verður enn Krabbameinsfélag Suður-Þing- eyinga afhenti sjúkrahúsinu ný- lega að gjöf, mjög fullkomið tæki til magaskoðunar, (Gastrointestinal Fiberskop), sem er að verðmæti kr. 3,2 mill- jónir án innflutningsgjalda og söluskatts, en fjármálaráðu- neytið gaf þessi gjöld eftir. Krabbameinsfélagið stóð fyrir söfnun innan héraðsins til þessara kaupa. öll kvenfélög á svæðinu styrktu Krabbameinsfélagið til kaupanna svo og Lionskl. Húsa- víkur og Sig. Lúther, Kiwaniskl. Herðubreið og Skjálfandi, Rot- arikl. Húsavíkur, Kaupfélag Þing- eyinga og Búnaðarsamband S-Þingeyinga. Krabbameinsfélag S-Þingeyinga var stofnað að Breiðumýri í Reykjadal 29. ágúst 1968. Formaður félagsins frá upphafi hefur verið Kolbrún Bjarnadóttir, Yztafelli. Sjúkrahúsið þakkar af alhug þessa höfðinglegu gjöf. Krabba- meinsfélag Suður-Þingeyinga hef- ur á undanförnum árum fært sjúkrahúsinu margar stórgjafir. Á myndinni eru (f.v.): Þormóöur Jónsson, formaöur sjúkrahússtjórnar, Guómundur Óskarsson, læknir, Ólafur Erlendsson, framkv.stj., Ingimar Hjálmarsson, læknir, Gfsli G. Auðunsson, læknir, Jón Aðalsteinsson, yfiriæknir. f stjórn Krabbameinsfél. Suöur-Þingeyinga: Sigrfður Brna Ólafsdóttir, Kolbrún Bjamadóttir og Marfa K. Helgadóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.