Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 3

Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 3
Árni Gunnarsson, alþingismaður: f tilefni ritsmíða Stefáns Valgeirsonar, alþingismanns Hr. ritstjóri. Fyrir skömmu rakst ég á grein í Degi, sem Stefán Valgeirsson, al- þingismaður, hafði ritað. Greinin er mjög í þeim anda, sem svifið hefur yfir vötnum í málflutningi Framsóknarmanna, „sumra“, þeg- ar þeir hafa tekið stráklingana í Alþýðuflokknum til bæna. — Mér þætti vænt um, ef ritstjóri Dags teldi það samræmast reglum blaðsins um birtingu efnis, að ljá mér nokkurt rúm á síðum þess til að svara grein Stefáns. Ég hefi áður sagt, að Stefán Val- geirsson væri mikill dugnaðar- og atorkumaður — ég held í svargrein í Tímanum — en að hann sæist vart fyrir í ákafa sínum, a.m.k. stund- um. Mér finnst eðlilegt, að þetta álit mitt komi strax fram, svo menn telji ekki tóma mannvonzku stýra penna mínum. — Menn skyldu ávallt leita hins jákvæða í fari hvers manns, en láta hið neikvæða liggja á milli hluta. Annars yrðu skrif af þessu tagi svo fjári löng. Að fá á heilann. Allt frá síðustu kosningum hefur Stefán Valgeirsson og tveir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins, fengið Alþýðuflokkinn og þing- menn hans á heilann. Verulegur hluti af málflutningi þeirra á þingi og skrif í blöð hafa farið í harðorða gagnrýni á Alþyðuflokkinn. Lýs- ingarorð hafa ekki verið notuð sparlega og viðkomandi ekki ávallt límdir við sammleikann. En svona ku þetta vera í pólitikinni; En kjósendur hafa ugglaust ætl- að þessum háttvirtu þingmönnum annað hlutverk en að eyða öllu sínu púðri á Alþýðuflokkinn. Fjendur Framsóknarflokksins finnast jú í öðrum flokkum. Og það eru ein- mitt þeir, sem geta orðið Framsókn skeinuhættir í næstu kosningum. Svo eru það öll landsmálin, sem þarf að sinna. En auðvitað ráða þessir menn hvernig þeir eyða tíma sínum, og kröfur Sambands ungra framsóknarmanna um endurnýjun í forystunni koma þeim ekkert við. Stefán Valgeirsson gerir því skóna í grein sinni, að breitt bil sé á milli ráðherra Alþýðuflokksins og þingflokksins. Þessa ályktun dregur hann af þeirri staðreynd, að ráð- herrar og þingflokkur hafa ekki alltaf talað einum rómi, þegar af- staða hefur verið tekin til mikil- vægra mála. En þetta breytir ná- kvæmlega engu um það, að þing- flokkurinn stendur sem órofa heild að baki ráðherrum sínum, ná- kvæmlega eins og ráðherrarnir taka mið af óskum þingflokksins. í þessum hópi er nefnilega notað kerfi, sem heitir lýðræði, og ráð- herrarnir eru aðeins fremstir meðal jafningja. Vera kynni að flokkur Stefáns Valgeirssonar væri sterkari í dag, ef þingmenn hans, þar á meðal Stefán sjálfur, teldu það ekki eina hlutverk sitt á þingflokksfundum að segja já við „hinum eina stóra sannleika“, er forystan flytur. Lögmálið gamla um flokksræðið gildir ekki lengur, a.m.k. ekki í Alþýðuflokknum. Þetta hafa ungir Framsóknarmenn skilið, og nú krefjast þeir opinskárri umræðu um málefni flokksins. — Þingflokkar eru hvorki leyndarráð né „einkastofnanir" þingmanna. Inn á fundi þeirra verða að berast óskir og kröfur almennings, kjós- endanna, — álit þeirra og afstaða til mála. Af þessum sökum einum gæti Stefán Valgeirsson sparað sér alla umræðu um óeiningu í þingflokki Alþýðuflokksins. Þar fara fram hressileg orðaskipti og menn berj- ast fyrir skoðunum sínum. Að lok- Árni Gunnarsson. um ræður svo meirihlutinn. Minnihlutinn hlýtir vilja hans, nema auðvitað ef niðurstaðan brýtur gegn samvisku einstakra þingmanna, en samkvæmt henni eiga þeir að starfa, eins og raunar segir fyrir um í stjórnarskránni. Þingmaður er engu háður nema eigin samvisku. Það er svo annað mál, að hinn svokallaði óróleiki í Alþýðu- flokknum er eindregin og ákveðin tilraun flokksins til að fá sam- starfsflokkana til að skilja nauðsyn gjörbreyttrar efnahagsstefnu. í þeim efnum hefur skilningur Framsóknar farið vaxandi, en „skilningsleysi" Alþýðubandalags- ins hefur litlum breytingum tekið. Á þessum vettvangi eiga Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn miklu meira sameiginlegt, og Framsóknarflokkurinn er mun ábyrgari flokkur, þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál. Það má flokkurinn eiga. Stefán Valgeirsson. Hvað veldur? En hvað veldur Stefáni Valgeirs- syni leiða? Fyrst og fremst kosn- ingaúrslitin, og sú staðreynd, að viðvaranir Alþýðuflokksins varð- andi óskynsamlega stefnu í land- búnaðarmálum áttu við rök að styðjast. Þessar viðvaranir komu fyrst fram fyrir góðum 15 árum. Þá voru Alþýðuflokksmenn kallaðir bændafjendur, sem vildu allan landbúnað feigan. En hefði verið hlustað þá, væri vandinn ekki eins mikill nú. Stefán og fleiri vita upp á sig skömmina, og reyna að bregða yfir sig huliðshjálmi, þegar þessi mál ber á góma. Stefán forðast t.d. að minnast á þátt Alþýðubandalagsins í land- búnaðarmálum. Hvers vegna? Hann minníst ekki á hin tröllauknu yfirboð Alþýðubandalagsins fyrir síðustu kosningar, þegar sá flokkur sendi um allar sveitir sérprentuð blöð með lausnum á öllum vand- anum. Offramleiðsluvandann átti að leysa með því að hækka kaupið á mölinni, svo launþegar gætu hreinlega keypt upp alla umfram- framleiðsluna. Alþýðubandalagið hlaut nokkra umbun fyrir lausnar- orðin. Margir efnaminni bændur trúðu og kusu „rétt“. Hver er svo árangurinn? Ekki ein einasta tillaga hefur komið fram frá Alþýðu- bandalaginu 1 ríkisstjórn um lausn vandans. En af hverju minnist Stefán Valgeirsson ekki á þetta? Alþýðuflokkurinn studdi ein- dregið frumvarp til laga um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, þar sem m.a. er fjallað um fóðurbætisskatt. Þetta gerði flokkurinn að ósk land- búnaðarráðherra, enda frumvarpið fyrir marga hluti skynsamlegt. — Alþýðubandalagið hafði einnig lofað að styðja frumvarpið. En þegar landbúnaðarráðherra hafði flutt framsögu fyrir frumvarpinu og Lúðvík Jósefsson hóf upp raust sína tók fyrsti steinninn úr. Hann kvaddi sér ekki hljóðs til að styðja frumvarpið, heldur til þess að vera á móti því. 1 ræðu hans bar mest á sömu yfirboðunum og áður. Land- búnaðarráðherra blöskraði svo, og raunar öllum þingheimi, að menn setti hljóða. Stefán Valgeirsson var í þeim hópi. En af hverju minnist hann ekki á þetta? Undirritaður sat í nefnd, er landbúnaðarráðherra skipaði til að kanna hvernig flýta megi uppgjöri og hækka greiðsluhlutfall fyrir sauðfjárafurðir bænda. Þar stóð undirritaður, ásamt m.a. fulltrúum Framsóknarflokksins að áliti, sem tekið hefur verið til greina og mun bæta stórlaga hag bænda á næst- unni, a.m.k. draga úr líkum á því, að fjármunir þeirra brenni eins ört á báli verðbólgunnar. Stefáni Val- geirssyni verður ekki tíðrætt um þátttöku Alþýðuflokksins í þessu framfaramáli. Undirritaður hefur flutt á þingi tillögu til þingsályktunar um fæð- ingarorlof kvenna í sveitum, eitt mesta réttlætismál af þessu tagi. Þar er gert ráð fyrir því, að konur í sveitum njóti sama fæðingarorlofs og konur, félagar í verkalúðshreyf- ingunni. Væntanlega mun félags- málaráðherra, Magnús H. Magnússon, fylgja þessu máli eftir og negla það fast í lög um al- mannatryggingar. Þetta hefði Stef- án Valgeirsson getað nefnt, þótt ekki væri nema í framhjáhlaupi. Svo er nú það. En Stefáni Valgeirssyni er meira í mun að hirta þessa stráklinga í Alþýuflokknum. Hann t.d. gerði mikið veður útaf þingsályktunar- tillögu, sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að, um sérstakt gjald á veiðileyfi útlendinga, sem hér renna fyrir lax. Þar er gert ráð fyrir því, að gjald þetta renni í sér- stakan sjóð, er varið skuli til efl- ingar fiskirækt og fiskbúskap. Var þá sérstaklega haft í huga hve margir bændur gætu aukið tekjur sínar með silungsrækt í vötnum og heimatjörnum. Þessum málum hefur alltof lítið verið sinnt hér á landi, en möguleikarnir eru nánast ótakmarkaðir. Landbúnaðarráð- herra tók mjög rösklega undir með fyrsta flutningsmanni, en fulltrúar nokkurra stærstu veiðiréttareig- enda landsins, höfðu allt á hornum sér. Stefán Valgeirsson var í hópi andstæðinga tillögunnar, og taldi hana fela í sér árás á bændastéttina. Þá skrifaði hann langt mál um mistök undirritaðs í umgengni við þingsköp. Síðar kom i ljós, að Stef- án hafði misskilið hrapalega og varð það tilefni nokkurrar kátínu meðal þingmanna. En nóg um það. Samstarfið framundan. En nú skyldi engin taka orð mín svo, að mér sé í nöp við Stefán Valgeirsson. Mér er kunnugt um, að hann vinnur betur fyrir kjör- dæmi sitt en margur annar þing- maðurinn. Til þess hefur hann og ágæta aðstöðu sem t.d. formaður bankaráðs Búnaðarbankans. Hins vegar hlýtur það angur, er Alþýðu- flokkurinn veldur honum, að draga nokkuð úr afköstum hans. Og í stað þessara látlausu árása á þingmenn Alþýðuflokksins, ætti Stefán Val- geirsson og aðrir þingmenn Fram- sóknarflokksins, að taka höndum saman við Alþýðuflokkinn í bar- áttunni við verðbólguna. f þeirri baráttu felst hið eiginlega verkefni núverandi ríkisstjórnar. í þeim efnum er Alþýðuflokkurinn ekki lakari bandamaður er hver annar. „Órólegu" mennirnir i Alþýðu- flokknum hafa lagt fram vandaða . stefnuskrá í efnahagsmálum til næstu ára. Margir þættir þeirrar stefnuskrár korria heim og saman við óskir margra Framsóknar- manna. Alþýðuflokkurinn hefur varað við því, að siglt verði inn í brimgarðinn. Nú ætti Stefán Val- geirsson og aðrir Framsóknar- menn, að hlusta á viðvaranir Al- þýðuflokksins, svo ekki fari eins og fyrir 15 árum. Af því yrðu þeir menn meiri. Alþýuflokkurinn mun ekki gef- ast upp í baráttu sinni, hvorki inn- an ríkisstjórnar né utan. Hann er óhræddur við kosningar, sem Stef- án hótar í grein sinni, ef strákling- arnir róist ekki. — En vonin er sú, að þessi stjórn fái setið út kjör- tímabilið. Önnur skárri verður ekki mynduð á næstunni. Fall þessarar stjórnar jafngildir því, að „vinstri stjórn" verður ekki aftur mynduð næstu áratugi. Hver vill bera ábyrgð á því? Varla jafnaðar- og samvinnumenn. Um það hljótum við Stefán Valgeirsson að geta orð- ið sammála. Með góðri kveðju. Árni Gunnarsson. — Röntgentæknar (Framhald af bls. 1). uppsögn þeirra gildi frá og með 31. mars n.k., en sjúkrahússstjórn hefur í hyggju að notfæra sér þann rétt sem hún hefur, til að framlengja uppsögnina til júní- loka. Torfi Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri FSA, sagði það sína skoðun að Kjaranefnd hefði átt að ganga í málið og leysa það, í stað þess að bíða þess að harka færðist 1 leikinn. „f haust var samið við meinatækna um veru- lega hækkun, en fram að þeim tíma hafði verið visst bil milli þeirra og röntgentækna. Að mínu áliti hefði átt að semja við röntgentæknana um leið og láta hlutfallið haldast óbreytt". Utsalan er í fullum gangi Enn má gera góð kaup. — Skíðaföt barna á kr. 10.000. — Skíðaföt á fuliorðna á kr. 17.000. — Úlpur á kr. 5.500. — Stakkar á kr. 8.000. — Vinnuskyrtur á kr. 2.500. — Blússur á kr. 1.000. — Gallabuxur á kr. 3.000 — og margt fleira ódýrt. Klæðaverslun Sig Guðmundssonar ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■"” SNýltoitiid U ii11iiii >ii M AVAXTASAFl frá Flóru 1/1 líters flöskur 1 /2 líters flöskur KJQRBUÐIR DAGUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.