Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 1. febrúar 1979 6. tölublað Sjósett í dag var Á laugardaginn áformað að sjósetja nýj- an togara hjá Slippstöð- inni á Akureyri, sem smíðaður hefur verið fyrir Magnús Gamalí- elsson útgerðarmann í Ólafsfirði. Ekki viðraði til sjósetningar vegna norðan-hvassviðris, sem staðið hefur nær sleitu- laust síðan. Sjósetning á að fara fram síðdegis í dag, fimmtudag, og bíða fregnir af því næsta blaðs. 9| IS|| |jgj I Aðalfundur Þingeyingafé- lagsins Um síðustu helgi átti að halda aðalfund Þingey- ingafélagsins á Akur- eyri, en vegna ónógrar þátttöku varð að fresta fundi. Nú á að gera aðra tilraun n.k. sunnudag kl. 14 á Hótel K.E.A. Stjórn félagsins væntir þess að félagsmenn taki við sér og mæti allir sem einn á fundinn. Nýir fé- lagsmenn eru velkomn- ir. Sjá auglýsingu í blað- inu í dag. «i ■ Veit einhver um hjólið? Aðfaranótt föstudagsins 19. janúar var stolið léttu vélhjóli frá Aðalstræti 40. Númerið á hjólinu er A-21. Hjólið er af gerð- inni Honda ss 50 árgerð 1975 gult að lit. Hafi einhverjir orðið varið við hjólið eru þeir beðnir um að láta lögregluna vita. Pílagrímsferð Séra Frank M. Hall- dórsson, sem kunnugur er í Biblíulöndum, und- irbýr nú einskonar píla- grímsferð eða hópferð til Jerúsalem, Galíleu og fleiri þekktra staða í ísrael um hvítasunnu. Hér á Akureyri annast séra Pétur Sigurgeirsson og frú Sólveig Ásgeirs- dóttir kona hans bókanir og veita upplýsingar um þessa ferð. Erfiðleikar skipaiðnaðarins: Hafa beðið í 15 mánuði eftir nviu verkefni! Það hefur ekki dulist neinum að innlendur skipaiðnaður á við mikla erfiðleika að etja og ekki síst þær stöðvar sem eingöngu helga sig nýsmíði smærri dekkbáta. Að sögn Hallgríms Skaptasonar, fram- kvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinnar Varar h/f á Akureyri, hefur aðeins ein stöð af tíu, sem til eru í landinu og smíðar litla dekkbáta, verkefni um þessar mundir. Starfsmenn hinna stöðvanna hafa orðið að taka að sér verkefni allsendis óskyldum skipasmíðum. Þess má geta að nú eru liðnir fimmtán mánuðir síðan Vör h/f afhenti síðasta bátinn, en það var Flosi IS sem fór til Bolungarvíkur. Aðveiíustöðin á Kópaskeri. Ljósm.: G. ö. B. Af norðlenskum raforkumálum Ákvörðunar er að vænta á næst- unni um lánamál skipasmíðaiðn- Ólafsfjör^r: Skíðamenn til Finnlands og Svíþjóðar „Að vísu höfum við nægan snjó, en ég vona að þessar utanfarir verði til þess að hvetja aðra til að stunda skíðaíþróttina,“ sagði Bjöm Þór Ólafsson, íþrótta- kennari á Ólafsfirði, um fyrir- hugaðar utanferðir skíðamanna þaðan. Fjórir landsliðsmenn fara til Sviðþjóðar þann 6. febrúar og skömmu síðar fara fimm unglingar á aldrinum 13 til 16 ára til vinabæjar Ólafsfjarðar í Finnlandi og dvelja þar í tíu daga við æfingar og keppni. Haukur Sigurðsson, sem var val- inn í A-landsliðið, fer til Svíþjóðar á vegum Skíðasambands íslands, en B-landsliðsmennirnir Jón Kon- ráðsson, Guðmundur Garðarsson og Gottlieb Konráðsson fara á vegum Skíðadeildar Leifturs. Þeir dvelja í Svíþjóð í 20 daga við æf- ingar og keppni undir leiðsögn hins góðkunna þjálfara, Kurt Ekros. Björn Þór verður fararstjóri ung- linganna sem fara til Finnlands, nánar tiltekið til Lovisa, vinabæjar Ólafsfjarðar. Unglingarnir fara á eigin vegum, en uppihald greiðir vinabærinn og Skíðadeild Leifturs mun greiða helming fargjaldsins. Það eru þeir Hannes Garðarsson, Ágúst Grétarsson, Þorvaldur Jóns- son, Finnur Víðir Gunnarsson og Sigurður Sigurgeirsson sem fara til Lovisa þann 16. febrúar. Framkvæmdir við Heilsugæslu- stöðina á Dalvík hafa dregist mjög á langinn, en heimamenn byrjuðu lítillega á byggingunni haustið 1975. Árið eftir var húsið gert fok- aðarins, sem Seðlabankinn hefur haft til umfjöllunar að undanförnu. Er málið nú til afgreiðslu hjá ríkis- stjórninni og verður afgreitt sam- hliða lánsfjáráætluninni. Hér er ekki rúm til að rekja efni tillagn- anna að öðru leyti en því, að gert er ráð fyrir að skipasmíðastöðvum verði heimilað að taka jafn hátt lán erlendis og Fiskveiðisjóður lánar nú, eða 75% af kostnaðarverði skipa. Hallgrímur sagði að þær tillögur sem komið hefðu fram væru ein- göngu miðaðar við stóru skipa- smíðastöðvarnar „enda eru litlu stöðvarnar ekki eins mikilvægar í atvinnulegu tilliti", sagði Hall- grímur, „Á sama tíma og tekju- möguleikar stöðvanna minnka seilist ríkisvaldið í þessar óarðbæru fjárfestingar sem stöðvarnar hafa lagt í og skattleggur þær“. Frá þeim tíma að Flosi IS var afhentur hefur Vör h/f eingöngu sinnt viðgerðarverkefnum og húsa- smíði, en tæki stöðvarinnar eru á engan hátt miðuð við þau verkefni. „Ég á ekki von á að við fáum samning um nýjan bát á meðan ekki verða gerðar róttækar ráðstaf- anir til styrktar iðnaðinum", sagði Hallgrímur að lokum. helt og gengið frá því að utan sum- arið 1977 og ioft hússins var ein- angrað. Seint á siðasta ári voru veggir þess einangraðir. Allt frá því að húsið varð fokhelt áttu heima- Einu sinni bjuggu sælir Norð- lendingar við ódýrt rafmagn frá Laxárvirkjun. Aukin raforku- þörf leiddi til umræðna um framhald virkjunar við Laxá eða að fá „hund að sunnan.“ Þess þess yrði boðinn út, en það er ekki fyrr en nú sem það gerist. Það liggur ekki ljóst fyrir hver kostnaðurinn við lokafrágang verður þegar upp er staðið, en samkvæmt lauslegum útreikning- um nemur hann rúmum 200 millj. króna. Skúli sagði það liklegt að húsið yrði boðið út í einu lagi og í endurskoðaðri útboðslýsingu er tekið mið af heilsugæslustöðinni á Höfn í Hornafirði, sem er sams- konar og á Dalvík. var freistað að mæta orkuþörf- inni með nýrri og hagkvæmri áfangavirkjun á Laxá, en af því spruttu deilur en ekki raforka. Þá var ráðist í Kröfluvirkjun til að leysa bráðan vanda, en óróleiki í jörðu á þeim byggingarstað hefur til þessa komið í veg fyrir verulega orkuframleiðslu, sem nú er þó haf- in. En jafnfram framkvæmdum við Kröflu var unnið að lagningu Byggðalínunnar, sem á að tengja saman öll orkuver landsins. Þessi lína, sem fyrrum var án virðingar nefnd „hundurinn að sunnan“ varð staðreynd og hún er nú bjargvættur manna á Norðurlandi og Austur- landi í orkulegu tilliti. Á mánudaginn í þessari viku fengum við á orkuveitusvæði Lax- ár, 18 megavött eða jafn mikið og Laxárvirkjun framleiðir og 12 megavött fóru til Austurlands og má segja, að nýja raflínan frá Kröflu og austur í Skriðdal komi að góðu gagni, sagði IngólfurÁrnason rafveitustjóri. Á Brennimel syðra koma 50 megavött inn á Norðurlínuna, en frá Vatnshömrum fær Vesturland sína raforku og í Húnavatnssýslu er önnur dreifistöð við Laxárvatn og liggja þaðan dreifilínur um Húna- þing. Án efa væri hér hörmungar- ástand í raforkumálum, ef Byggða- línan væri ekki til. Og kærkomin er framleiðsla Kröfluvirkjunar, því nú þegar eru uppi áhyggjur sunn- anmanna um raforkuþurrð, ef eitt- hvað ber út af í vatnsrennsli eða öðrum þáttum, sem truflað geta framleiðslu raforkunnar. Röntgentæknar FSA hafa sagt upp störfum Um ármótin sendu röntgentæknar við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri sjúkrahússtjórninni upp- sagnarbréf, þar sem beiðni þeirra um hækkun um þrjá launaflokka hafði ekki verið svarað. Beiðnina sendu röntgentæknarnir til Kjaranefndar Akureyrar í nóvem- ber. Nefndin telur sig hins vegar ekki umkomna að fjalla um beiðni röntgentæknanna þar sem ríkið ei 85% rekstraraðili að sjúkrahúsinti og því sé rétt að bíða þess að samið verði við röntgentækna I Reykjavik, en þar hefur svipuð deila risið upp. Að sögn Jónínu Þorsteinsdótt- ur röntgentæknis, starfa fjórii röntgentæknar við FSA og tekui (Framhald á bls. 3). Lokafrágangur við heilsugæslu- stöðina boðinn út Gæti verið tilbúin á næsta ári „Hugmyndin er að bjóða heilsugæslustöðina á Dalvík út innan tíðar, en hvenær það verður nákvæmlega get ég ekki sagt, því eftir er að ganga frá gögnum vegna útboðsins“, sagði Skúli Guðmundsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. „Það er hins vegar Ijóst að framkvæmdum við heilsugæslustöðina lýkur ekki á þessu ári og hvort komi fjárveitingar á næsta ári, sem nægja til að Ijúka við húsið, get ég ekki svarað“. menn von á því að lokafrágangur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.