Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 1. febrúar 1979 ÞJÓNUSTA FYRIR PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI OLÍUSLÖNGUR og BARKA VÖNDUÐ VINNA HÁÞRÝSTISLÖNGUR Ólafsfjörður: Fagnað áfanga í bygg- ingu dvalarheimilis og heilsugæslustöðvar Heildarflatarmál hússins er um 2100 ferm. og stendur það skammt vestan viö kaupstaðinn. Fyrir nokkru bauð byggingar- nefnd heilsugæslustöðvar og dvalarheimilis í Ólafsfirði og bæjarstjórn, bæjarbúum að skoða byggingu elliheimilisins. Þegar skoðunarferðinni lauk höfðu kvenfélögin í Ólafsfirði til sölu kaffi og pönnukökur í samkomusal hússins og rann hagnaður kaffisölunnar til styrktar byggingu elliheimilis- ins. Gert er ráð fyrir að bygg- ingin verði tilbúin undir tré- verk í sumar. Á síðasta ári var búið að verja 175 milljónum króna til byggingar elliheimil- isins og heilsugæslustöðvar- innar. Þá bárust gjafir til framkvæmdanna alls kr. 4.240.000 á árinu. Mörg ár eru liðin síðan fyrst var farið að ræða byggingu dvalar- heimilis í Ólafsfirði. Veruleg hreyfing mun þó fyrst hafa kom- ist á málið árið 1961, en þá kaus Bæjarstjóm Ólafsfjarðar sér- stakanefnd til þess að undirbúa málið. Árið 1966 var svo komið að teikningar af húsinu höfðu verið gerðar. Það sama ár var byggingunni valinn staður. Skv. teikningunum var gert ráð fyrir sjúkrahúsi og dvalarheimili í byggingunni. Árið 1967 var hafist handa um jarðvinnu og vinnu við sökkla. Það ár og árið 1968 voru steyptir sökklar að byggingunni. Árið 1973 voru samþykkt ný lög um heilbrigðisþjónustu. Var í samræmi við þau ákveðið að breyta fyrri teikningum og bæta við rými fyrir heilsugæslustöð. Voru síðan gerðar nýjar tillögu- teikningar og húsið stækkað nokkuð. Árið 1974 var svo hafist handa við framkvæmdir í grunni á ný og árin 1975 og 1976 var unnið við sökkla, uppsteypu kjallara og gólfplötu fyrstu hæðar. Haustið 1976 var lokið að mestu allri eindurskoðun teikninga. Sam- kvæmt hinum nýju teikningum verður heilsugæslustöð á 1. hæð ásamt þjónustuálmu. Á efri hæð verður sjúkrahús og dvalarheim- ili. I kjallara verða sameiginlegar geymslur fyrir allt húsið. Heild- arflatarmál hússins er um 2100 fermetrar og rúmmál um 7800 (Framhald á bls. 6). Ármann Hér sitja yfir kaffi og kökum (f.v.): Lovisa Friðriksdóttir, Freyja Þorsteinsdóttir, Eva Williamsdóttir, Sigríður Þor- steinsdóttir og William Þorsteinsson. Myndir: Þórðarson. 0 Óhagkvæm þróun Fyrir sex árum vöruðu bænd- ur við offramleiðslu en á þá var ekki hlustað, Nú er of- framleiðsla búvara talið efnahagsböl og hafa fjöl- mennir fundir verið haldnir um land allt til að reyna að finna aðferð til að snúa þró- uninni við, þar til jafnvægi næst á ný. I samræmi við þetta er málið nú í höndum hefur skuldarinn verið að græða en eigandi sparifjár að tapa og hafa þessi svik við heflbrigt efnahagslíf og óbeini þjófnaður lengi átt sér tryggt virðingarsæti við há- borð valdhafa og efnahags- sérfræðinga. Nú loks virðist sú stefnubreyting framund- an, að verðtryggja inn-og út- lán og virðast þó sumir hálf óttaslegnir yfir því að ganga svona beint framan að verð- bólgudraugnum. Alþingis. § Reynslu- vísindin Hugsuður einn, sem kom á skrifstofur Dags og tók þátt í umræðum um svokallaða umfram-framleiðslu lét svo ummælt, að stundum væri hollt að hafast ekki að. Kalár, óþurrkar, búfjársjúkdómar eða stjórnun peningamála geta þurrkað vandamálið út, sagði hann, ennfremur lækn- arog fjölmiðlafólk, sem kynni að vitkast og predika þjóð- inni að mjólk, rjómi, smjör og kjöt, ekkí síst feftt kjöt, sé mata best og hollast öllu fólki, svo sem reynsluvfsindi þjóðarinnar staðfesta. $ Mörg efna- hagsundur Þau eru æði mörg, efnahags- undrin á Islandi. Lengi hefur það tíðkast, þótt ótrúlegt sé, að lán hafa aðeins verið greidd að hluta (með minnk- andi krónum). Þess vegna 0 Svartolían hefur reynst vel Allir japönsku skuttogararnir brenna nú svartolíu og enn sem komið er hefur ekki komið fram óeðlilegt slit á vélum þeirra — og engin ástæða til að ætla að svo verði. Meira viðhald fylgir þeim vélum sem brenna svartolfu t. d. þarf oftar að skoða olíukerfin. Skuttogar- inn Rauðinúpur var fyrsti ís- lenski togarinn sem brenndi svartolfu, en þessi tækninýj- ung er talin geta sparað landsmönnum ótaldar mill- jónir króna. 0 Fjárhags- áætlun 1979 Almennur fundur verður haldinn í Hafnarstrætl 90, um fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar 1979 fimmtudaginn 1. febrúar og hefst kl. 20.30. Frummælandi verður Sigurð- ur Öli Brynjólfsson. Dálítið fjör í menn- ingunni Svefnlaus brúðgumi á Þórshöfn Gunnarsstöðum 29. janúar. Nú er sæmilegasta vetrarveður 10-12 stiga frost, andar af suðri. Menn blótuðu þorra á laugar- dagskvöldið að hefðbundnum hætti með heimafengnum skemmtiatriðum og skemmtu sér hið besta. Menn gera ofur- lítið gys hver að öðrum á þeim skemmtunum, bæði í bundnu máli og óbundnu, allt í meinleysi þó og skemmtiformi. Leikfélag á Þórshöfn er að æfa sjónleikinn, Svefnlausa brúðgum- ann og Leikfélag Þistilfjarðar æf ir Skjaldahamra Jónasar Árnasonar, svo það er dálítið fjör í menning- unni. Bátar róa en gæftir eru stopulai; Margrét móðursystir skrifaði mér núna frá Kanada. Þar var þá 10-12 stiga frost eins og hér og fólk væri að kvarta um kulda, sagði hún, en það væri nú bara kveifar- skapur. Ó. H. Feðgarmr fengu góðar viðtökur Sauðárkróki 29. janúar. Þótt veður sé rysjótt í dag, má heita snjólaust, vegir því greiðfærir og góð hestajörð um alla sýsluna. Hegranesið landar 115 tonnum i dag, Drangey landaði 110 tonn- ym fyrir helgina og fyrir skömmu landaði Skafti allt að 100 tonnum. Er þvi næg vinna í frystihúsunum og þessi góði afli lofar góðu. Hingað komu fyrir nokkru feðgarnir Kristján Jóhannsson og Jóhann Konráðsson, tenórsöngv- arar. Þeir héldu söngskemmtun í Miðgarði fyrir troðfullu húsi og við frábærlega góðar viðtökur. Jóhann Konráðsson söng hér árlega um langt skeið og vann sér miklar vin- sældir fyrir sinn góða söng, og var koma hans okkur mjög kær af þeim ástæðum. G. Ó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.