Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 6
Möðruvallaklaustsurspresta- kall. Guðsþjónusta að Möðruvöllum n.k. sunnu- dag 4. febrúar kl. 2 e.h. Séra Sigfús Jón Ámason Sauðár- króki prédikar. Sóknar- prestur. Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag 4. febrúar kl. 2 e.h. ORÐ DAGSINS SÍMI - 2 18 40 ÁTIIUCilD Munið Minningarspjöld kven- félagsins Hlífar. Allur ágóð- inn rennur til barnadeildar F.S.A. Spjöldin fást í bóka- búðinni Huld, hjá Laufeyju Sigurðardóttur, Hlíðargötu 3 og í símaafgreiðslu sjúkra- hússins. Pennavinur. 19 ára þýsk stúlka óskar eftir bréfaskiptum við íslenska stúlku eða mann. Helstu áhugamál eru nátt- úruvísindi. Hún skrifar bæði á ensku og þýsku. Heimilis- fang hennar er: Beate Scháfer, S6, 26, 68 Mann- heim. Kvenfélag Akureyrarkirkju annast kaffiveitingar fyrir kirkjugesti í kapellunni eftir messu sunnudaginn 4. fe- brúar. Stjómin. SUNNU HÁTÍD FERÐAKTNNING QRÍSAVEISLA í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 4. febrúar kl. 20. 1) GRÍSAVEISLA: Ljúffengur spænskur veislu- matur fyrir aðeins kr. 3.500. 2) FERÐAKYNNING: Guðni Þórðarson kynnir fjöl- breytta ferðamöguleika Sunnu sem bjóðast á þessu ári. Kynntur verður nýr bæklingur um Kanaríeyjar. 3) KVIKMYNDASÝNING: Nýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastöðum Sunnu á Kanaríeyj- um, Mallorca, Costa del Sol og Grikklandi, og einnig af skemmtiferðaskipinu Funchal sem Sunna leigir næsta sumar. 4) GLÆSILEGT FERÐABINGÓ: VINNINGAR: Þrjár sólarlandaferðir með Sunnu eftir eigin vali. 5) TÍSKUSÝNING: Fegurðardrottning íslands sýnir það nýjasta í kvenfatatískunni. 6) JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON skemmtir. 7) DANSAÐ til kl. 01. Hljómsveit Finns Eydal, Helena og Óli. ÓKEYPIS HAPPDRÆTTI: Þeir matargestir sem mæta fyrir kl. 21 fá ókeypis happdrættismiða, en vinningur er ferð til Kanaríeyja þann 16. febrúar. Aðgangseyrir rúllumiðagjald. Sunna Hafnarstræti 94 sími21835 BERGSTAÐASTRÆTI 37 SlMI 21011 Gistið í hjarta horgarinnar Bjóðum mjög hagstætt vetrarverð. Björt og rúmgóð herbergi og viðurkenndan veislumat. Sérstakt afsláttar- verð fyrir hópa. — Dvalarheimili og heilsugæslu stöð... (Framhald af bls. 8). rúmmetrar. f heilsugæslustöð verður aðstaða fyrir lækni, tann- lækni og hjúkrunarfólk. I suður- enda l. hæðar verður eldhús, matsalur ásamt tilheyrandi geymslum. f norðurenda 2. hæðar verður sjúkraskýli með plássi fyr- ir 8 sjúklinga. Dvalarheimilið sem er í suðurenda rúmar allt að 17 manns miðað við 1 einmanns- herbergi og 8 tveggja manna her- bergi eða íbúðir. Á efri hæðinni er einnig samkomusalur. Kostnaður um áramótin 1978/1979 var orðinn um kr. 175 millj. Þar af hefur bæjarsjóður greitt um kr. 78 millj., aðallega á árunum 1977 og 1978. Gert er ráð fyrir að húsið verði fullfrágengið að utan og tilbúið undir tréverk að innan á tilsettum' tíma í ágúst í sumar. Búast má við að kostnaður við að ljúka þessum áfanga verði í ár um 70 millj. en þar af þarf bæjarsjóður að greiða ca. kr. 33 millj. Framkvæmdir við lóðina eru þó ekki innifaldar í þessum tölum. Reikna má með að það kosti um 25 - 30 millj. að ljúka við lóðina. Reikna má með að það kosti að minnsta kosti kr. 150 millj. að ljúka við bygginguna. Verði nauðsynlegt fjármagn fyrir hendi frá ríki og bæ ætti að vera unnt að ljúka byggingu hússins seint á ár- inu 1980 eða snemma á árinu 1981. Fyrirhugað er að byggingunni verði gefið sérstakt nafn og er ráðgert að Ieita til almennings um tillögur að nafni, en ekki er ennþá ákveðið hvernig staðið verður að því. Ljóst er að bygging dvalar- heimilisins er mikið átak og til þess að ljúka byggingunni þarf samstillt átak allra Ólafsfirðinga. Að lokum skal þeim fjölmörgu sem stuðlað hafa að því að gera þessa byggingu mögulega þakkað framlag þeirra. Ástkær sonur okkar TRYGGVI GUÐMUNDSSON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Júlíanna Tryggvadóttir, Guðmundur Ingvi Gestsson, Eiðsvallagötu 13. INGVAR BRYNJÓLFSSON, menntaskólakennari, andaðist 28. janúar. Sigríður Hallgrímsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, INDRIÐI HALLGRÍMSSON, bókasatnstræðingur, Hjarðarhaga 36, Reykjavík, sem andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 27. janúar sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. febrúar kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Klara Hannesdóttir. Móðir okkar GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Kringlumýri 6, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. janúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. febrúar kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Finnur Sigurðsson, Krlstín Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir. „MOKA, MOKA!“ Fjölmiðlar kynna okkur hér — í orðum og myndum — glímu þeirra „fyrir sunnan" við þar sjaldgæfa veðravonzku, snjó og leka, svo að jafnvel Ómar er farinn að moka ofan af bágstöddum grönnum! En allt stendur nú til bóta. Við vorum farnir að kenna í brjósti um þá — þekkjum svo vel aðstöðuna í kaf- snjó og kófi, en erum líklega oftar betur búnir til atlögunnar en þeir nú. Hjá okkur, Akureyrarbúum, er ekki yfir miklu að kvarta, þótt kalt væri í veðri nokkur dægur, hefur þó í rauninni enginn vetur tekið hér völd, vikum saman stillt og gott, úrkoma lítil og nú um sinn þíðviðri dag og nótt — og skammdegið leið og er á hvörfum án átaka. Vonandi erum við fagnandi og þakklátir fyrir það, hvað sem þorrinn býður svo upp á. Þótt lítill væri snjórinn hér, mið- að við árstíma, var skafin gata okkar, Hrafnagilsstræti (efra) í gær. Sumum fannst það nú bara óþarfi, jafnvel til bölvunar. Samanþjöpp- uð krapastellan varð illviðráðanleg lélegum skóflum í kraftlitlum höndum, ef opna skyldi fyrir bíl eða bara tvo fætur! Og það reyndist sumum ofraun. Væri nú ekki mögulegt að láta vélskóflu fylgja sköfunni og opna leiðir að bílskúr og tröppum, taka 1—4 skóflur og kasta úr til hliðar? Meira þyrfti nú ekki. Eftir það yrði flestum auðvelt að hreinsa til, svo að gott yrði. Eins og nú var háttað snjólagi er varla um stórvirki að ræða, — og þó vitað, að mörgum var það of- raun að gera í þetta sinn „hreint fyrir sínum dyrum". Þegar snjór er meiri verða þetta stundum fjall- garðar yfir að fara, að og frá húsi, — og svo virðist mér sem sumir húseigendur skeyti því engu, þótt gestir þeirra, póstur eða aðrir brjóti háls eða skanka sína á þeim heljar- fjallvegi, þegar fryst hefur. Og sumir láta þá bíla sína standa „utangarðs" og torvelda umferð og síðari hreinsun götunnar, en bíla- stæðið „innangarðs" snjólaust að kalla. Sumum slíkum er varla við- hjálpandi, þegar hirðuleysi veldur. En ég veit þess mörg dæmi, nær og fjær, að íbúum húsa er ekki fært að opna sér eða bíl sínum færa leið frá og að húsi sínu eftir götu- hreinsun þessara stóru tækja. — Hvernig má úr þessu bæta? Eru ekki vélskóflur margar til í eigu bæjarins, og margir menn á föstum launum „til þjónustu reiðubúnir"? Þeim yrði vissulega víða fagnað, næst þegar hreinsað verður. En það verður kannske ekki þennan vetur- inn. Þorrinn er byrjaður, og blessuð sólin farin að skína! Á bóndadag, 1979. Jónas Jónsson, „Brekknakoti“. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.