Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 4

Dagur - 01.02.1979, Blaðsíða 4
Karlakór Akureyrar Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAG“S Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.) ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Margt til betri vegar Við höfum nú lifað kaldasta janúarmánuð aldarinnar, þegar undan er skilinn sami mánuður 1918. Vetrarkuldinn var íslend- ingum löngum erfiður vegna lé- legra húsa og lítillar upphitunar. Nú hefur jarðhjitinn leyst upphit- unarvanda íbúðarhúsa að tveim þriðju hlutum, miðað við landið allt og má segja, að á þessu sviði hafi nánast gerst kraftaverk í nýt- ingu innlends orkugjafa. Hér á Akureyri, þar sem hita- veita er komin í verulegan hluta kaupstaðarins, má fagna merkum tímamótum, ekki síst vegna þess, að bærinn var fram til síðustu ára talinn kaldur staður, sem yrði að sætta sig við aðra orku en jarðhita til að hita upp hús og hýbýli, svo sem rafmagn eða olíu. En nú undirstrika febrúarfrostin ágæti hitaveitunnar meira en nokkuð annað. Um leið og minnt er á hina inn- lendu orku, sem nýtt er í vaxandi mæli á síðustu árum og sparar miklar fjárfúlgur í erlendum gjald- eyri, höfum við orðið svo háð raf- orkunni, að flest er við það miðað að hún sé fyrir hendi og ætíð næg. Hún færir okkur jafnvel heita vatnið og skammtar olíuna inn í miðstöðvarkatlana, þar sem hún er er ekki sjálfur hitagjafinn. En minnisverðum áfanga hefur einnig verið náð í raforkumálum þótt minna hafi verið um það rætt. Við njótum nú ríkilega þeirrar stórframkvæmdar í samtengingu orkuvera, sem nú nær frá Suð- vesturlandi tii Austurlands. Með Byggðalínunni að sunnan fáum við nú jafn mikla raforku inn á orkuveitusvæði Laxár og Laxár- virkjun framleiðir, eða um 18 megavött og ný austurlína flytur raforkuna til Austurlands, svo þar fá dísilvélarnar góða hvíld. Full- yrða má, að án Byggðalínunnar hefði hér orðið alvarlegt ástand í orkumálum, sem sjá má af fram- anskráðu. Síðan kemur svo við- bótarorka frá Kröflu, ekki mjög mikil næstu mánuðina, en eykst við framhaldsboranir við virkjun- arstað og mætti þá svo fara, að Kröfluvirkjun yrði ekki lengur not- uð sem almennt skammaryrði og viðmiðun misheppnaðra fram- kvæmda. Og enn verður það að teljast betri votturinn, að þennan kaldasta, nýliðinn vetrarmánuð var meira og betur unnið að rann- sókn og stefnumótun efnahags- og atvinnumála en áður hefur ver- ið gert og nú þegar er áfangasigur unninn í baráttunni við verðbólg- una. Þeim sigri þarf að fylgja eftir með sameiginlegu átaki. 1 Æft af kappi fyrir vortónleika sem fyrirhugaðir eru í apríl Segja má að síðasta starfsári Karlakórs Akureyrar lyki með þátttöku hans i söngmóti Sam- bands íslenskra karlakóra, sem haldið var í Reykjavík dagana 9. og 10. júní síðastliðinn. Starf- semin hófst að nýju að loknu sumarfríi, 12. okt. síðastliðinn og hinn 5. nóv. hélt kórinn tvo samsöngva fyrir Þingeyinga að Skúlagarði í Kelduhverfi og Breiðumýri í Reykjadal, við frá- bærar undirtektir áheyrenda. Síðan hefur kórinn æft af kappi fyrir væntanlega vortónleika 1979, sem fyrirhugaðir eru í aprilmánuði. Fleira er gert í kórnum en að syngja, t. d. eru árvissir einn til tveir dansleikir fyrir kórmenn, konur þeirra og gesti og einnig eru haldn- ar ein til tvær „kvöldvökur" á vetri hverjum þar sem kórmenn og makar þeirra sitja yfir fallegu kaffiborði, kvöldstund, við fræð- andi og skemmtandi efni í tali, tónum og myndum. Þá er fyrirhuguð árshátíð 10. febrúar næstkomandi, að Hótel K. E. A. En þar gefst einnig styrkt- arfélögum og öðrum velunnurum kórsins kostur á þátttöku, á meðan húsrúm leyfir, til að blanda geði og deila gleði með kórmönnum og gestui.'i beirra. Núverandi söngstjóri Karlakórs Akureyrar er Guðmundur Jó- hannsson. Hans Petersen sjötugur 12. des. 1978 (Starfsmaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar.) Heill sér sjötugum, höfðingja svína og manna. Hamingjan varði þá braut sem þú enn ert að fara. Háleitur gengur þú hring þinna daglegu anna. Horfir til lofts, þegar aðrir á tær sínar stara. Ennþá er hugur þinn hlæjandi, ungur og léttur. Hoppar sem þröstur um greinar á laufguðum runni. Þótt aldrei þú værir í háskóla heimsborga settur. Haldgóð og fjölbreytt er þekking í minnisins brunni. í suðri og norðri og einnig í austri og vestri. Allir sem Petersen þekkja, þeir vefja hann hrósi. Og verða ekki þreyttir á þesskonar hólsyrðalestri. Og þó er hann slunginn og meinlegur smáhrekkjabósi. Og þó að hann veiði úr Sjúrnalnum sögurnar margar. Og sæki til Dananna fyndnina, þekkta af öllum. Þá yrkir hann sjálfur þær bestu, sem verða til bjargar. Og brúninni lyfta á draugfúlum ólundarköllum. Og enn geta hásalir skolfið af tvíræðum skrýtlum. Og skartbúnar meyjarnar flykkjast að Petersens borði. Sem flugur að ljósi. Þær laumast frá skeggjuðum bítlum. Með loga í augum, þær bíða eftir sérhverju orði. Og svo eru konurnar allar, sem öfunda Rósu. Þær eigra um Þingvallastræti með skjálfta í taugum. Sem engin fær stjórnað. Þær dreymir í dimmu og ljósu. Danann sem kom yfir sundið með hlátur í augum. Hamingju þinni er ekki svo auðvelt að lýsa. Með orðum sem fákænum mönnum er gefið að hreyfa. Og enn fær þú sjötugur maðurá morgnum að rísa. Við manndóm og hreysti sem guðirnir útvöldum leyfa. Ogenn er þér gefið að glettast við þann sem þér mætir. Og greiða frá klæðið sem oft er um skrýtluna vafið. Við öskum að lengi þú lifir og umhverfið bætir. Uns lognaldan hjaðnar og kvöldsólin minnist við hafið. Jón Bjarnason frá Garðsvík. Arngrímur Gunnhallsson skrifar um SKÁK Einvígi Margeirs og Gylfa Eins og kunnugt er í fréttum urðu þeir Gylfi Þórhallsson og Margeir Steingrímsson efstir og jafnir í Haustmóti S. A. Þá var ákveðið að láta kappana tefia tveggja skáka einvígi um sigur í mótinu. Því er nú ný- lokið, með sigri Gylfa, sem vann báðar skákirnar. Nú skulum við fara yfir fyrri skákina, sem er æsispennandi. Hvítt: Margeir Steingrímsson Svart: Gylfi Þórhallsson Kóngindversk vöm 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4-d6 5. f4 - (fjögra peða árásin, hvassasta afbrigðið í Kóngind- verskri vörn) 5. - 0-0 6. Rf3 - c6 7. Be2 - Bg4 8. Be3 - Da5 9. Dd2 - Rbd7 10. 0-0 - (10. e5 kom einnig vel til greina) 10. ---e5! 11. fxe5 - dxe5 12. d5 - b5 ?! (þessi leikur er mjög tvíeggjaður, öruggara væri 12. Rc5 ef 13. Rxe5 - Bxe2 14. Dxe2 - Rfxe4 15. Rxe4 - Rxe4 16. Rf3 - cxd5 17. cxd5 - Dxd5 og svartur er með betra eða 13. Bd3 -cxd5 14. cxd5 - Bxf3 15. Hxf3 - Rxd3 16. Dxd3 - Db4 og staðan er í jafn- vægi) 13. dxc6 - b4 14. Rd5!----(verra er 14. cxd7? - bxc3 15. bxc3 - Rxe4 16. Dd3 - Dxc3! 17. Dxe4 - Bf5 18. Dd5 - Dxe3 + 19. Hf2 - Had8 og svartur stendur til vinnings eða 18. Bd2 - Dxal 19. Hxal - Bxe4 20. Ba5 - Bf6 21. c5 - Bc6 22. Hdl - e4 23. Rel - Bd8 24. Bc3 - a5! 25. Rc2 - Be7 og síðan Hd8 svartur stendur betur) 14. --Rxe4 15. Dxb4-Dxb4 16. Rxb4 - Rdc5 17. Rd5 - a5 (hvítur er með betra tafl og c peðið er ógnandi) 18. Habl (?)----(18. Hadl er ennþá öflugri leikur) 18. —-f5 19. h3 - Bh5 20. Hfel - f4 21. Bxc5 - Rxc5 22. c7! - e4 STÖÐUMYND 23. g4?? - — (hvítur gerir sér gre- in fyrir hvað peðið á c7 er sterkt. Svartur hótar að vísu að ýta f peðinu fram, en hvítur á hér skemmtilega leið 23. Rd2! - f3 24. gxf3 - exf3 25. Bxf3 - Bxf3 26. Rxf3 og svartur kemst ekki hjá því að tapa skiftamun og þar með skákinni, en með 23. g4? breytir hann unninni stöðu í rjúkandi rúst) 23. — - fxg3 24. Rd2 - Bd4 25. Khl----(eða 25. Kg2 - Hf2 + 26. Kxg3 - Bxe2 27. c8 = D+ - Hxc8 28. Re7+ - Kg7 29. Rxc8 - e3 30. Rb3 - Re4+ 31. Kh4 - g5 + og mát) 25. —-Hf2! 26. Rfl - Bxe2 27. Hxe2----(þvingað) 27. --g2 +! 28. Kgl - Hxe2 + 29. Rle3 - Re6 30. Hdl - Rg5! 31. Kh2 - Be5 + Gefið Arngr. Gunnhallsson. 4.DAGUR Otrúlega margir unglingar taka ívörina ... — segir Haraldur Hansen, framkvæmda- stjóri Dynheima, sem brá sér yfir pollinn til að kynna sér æskulýðsmál í Svíþjóð Fyrir skömmu fór Haraldur Hansen, framkvæmdastjóri Dynheima, til Svíþjóð- ar, nánar tiltekið til Vásterás sem er vinabær Akureyrar, og kynnti sér æsku- lýðs- og félagsmál. Vásterás er á stærð við stór-Reykjavíkursvæðið, en vandamálin sem við er glímt eru í mörgu áþekk þeim sem þekkjast hér norður á hjara veraldar. Haraldur dvaldi í fimm vikur í Vásterás og tók þátt í störfum hjá Park- og fritid — I deild er annast tómstundastarfsemi fyrir alla aldursflokka. Haraldur Hansen. Park- og f ritids- forvaltningen Á skrifstofu Park- og fritid vinnur fjöldi manns, en u.þ.b. 15 til 20 manns við æskulýðsmál eðá frí- stundastarfsemi. Bænum er skipt í átta hverfi og er einn fulltrúi í hverju hverfi. I Vástaras eru 25 æskulýðsheimili og forstöðumað- ur á hverju heimilanna. Alls erU u.þ.b. 40 full störf við æskulýðs- heimilin eða um 60 til 70 manns. Auk þess eru ráðnir kennarar til að veita námskeiðunurh forstöðu. Kostnaður við þetta starf þ.e. tómstundastarfið er úirr'22 til 23 milljónir sænskra króna á ári, en það samsvarar 1760 til 1840 milljónum íslenskra króna. Á æskulýðsheimilunum vinna einnig stuttan tíma aðilar frá fé- lagsmálaskólum til þess að kynna sér starfsemina. Þá starfa í mörg- um æskulýðshúsanna 2 til 3 ung- lingar (16 til 18 ára) sem eru at- vinnulausir og fá þeir ekki laun fyrir vinnu sína. Lengst af starfaði Haraldur við Vallby æskulýðsheimilið, sem er í útjaðri borgarinnar, en þar býr 12 til 13 þúsund manns. Um 13% íbúa hverfisins eru innflytjendur, svo sem Finnar, og Tyrkir. Æði margir eiga erfitt með að laga sig að sænskum þjóðfélagsháttum og sagði Haraldur að vandamálin sem skytu upp kollinum væru mörg hver erfið úrlausnar. Þrjú æskulýðsheimili eru í hverfinu og sem dæmi um hve miklu fjármagni er varið til æskulúðsmaía má geta þess að launa kostnaður fastráðins starfs- fólks í hverfinu er um 80 milljónir króna á ári. Vallby heimilið er opið fjóra daga vikunnar (virka daga) frá kl. 16 til 21.30. Frá klukkan 16 til 20 er ekkert ald- urstakmark. Þá koma aðallega unglingar og börn sem flest eru á aldrinum 7 til 11 ára. Aðgangur er ókeypis. Frá klukkan 20 og fram að lokun er 13 ára aldurstakmark, Haraldur sagði að aðsóknin eftir klukkan 20 væri ákaflega dræm og oft kæmi það fyrir að starfs- fólkið væri fjölmennara en gestir, en mæður með ungbörn koma á hin ýmsu námskeð s.s. í keramik. Um hádegisbil virka daga er hlé eða matartími í skólanum sem er rétt við Vallby heimilið og er það þá opið, en lokað um helgar. Eins og fyrr sagði eru æsku- lýðsheimilin í Vasteras 25 talsins. Flest eru þau rekin á svipuðum grundvelli og Vallby-heimilið. Reykingar eru leyfðar í þeim heimilum sem ekki eru rekin í tengslum við skóla. „Unglingar á þessum slóðum reykja mikið, en það kom mér spánskt fyrir sjónir hve ótrúlega margir unglingar taka í vörina,“ sagði Haraldur. Tvö æskulýðsheimili í Vásterás eru með ýmiskonar skepnur til sýnis - sem dæmi má nefna kind- ur, geitur og kanínur. Þau hafa opið á sunnudögúm. Eitt heimil- anna er opið á laugardagskvöld- um og er þá diskótek fram að miðnætti. Diskótek eru í Vallby-heimilinu einu sinni í mánuði og hefjast kl. 16 og lýkur á tíunda tímanum. Ná ekki til ung- linganna En hvað geta unglingarnir gert í Vallby-heimilinu? Haraldur sagði að við myndum kalla starf- semina „opið hús“ því boðið væri upp á borðtennis, sjónvarp, tón- list (í sérstökum herbergjum) og ýmiskonar spil. Einnig liggja frammi blöð og ýmiskonar tíma- rit. Krakkamir föndra mikið, haldnar eru leiksýningar (af ut- anaðkomandi aðilum) og sýndar eru kvikmyndir svo eitthvað sé nefnt. „Þeir Svíar sem ég hafði kynni af vilja helst engin aldurs- takmörk hafa og stefna að því að gera heimilin að tómstunda- og afþreyingastað fyrir alla fjöld- skylduna. Því miður virðist mér árangurinn ekki vera í samræmi við fjárframlög hins opinbera. Stefnan er góð, en Svíarnir virð- ast ekki ná til unglinga á aldrin- um 13 til 18 ára sem ætla mætti að hefðu mesta þörf á hollri tóm- stundastarfsemi. Það kom fram hér á undan að flestir gestanna eru á aldrinum 7 til 11 ára,“ sagði Haraldur. „Hér á Akureyri aftur á móti vinnum við aðallega fyrir ung- linga á aldrinum 13 til 18 ára. Fram að þessu hafa diskótek borið einna hæst, en við verðum að auka til muna tómstunda- starfsemi í einhvers konar opnum húsum fyrir þennan aldursflokk. Mér virðist sem Svíarnir vanræki táningaaldurinn, en það megum við alls ekki gera. Það verður að koma til móts við þarfir ungling- anna á þessum aldri og þótt blási ekki alltaf byrlega megum við aldrei gefast upp. Að lokum vildi ég koma á framfæri þakklæti til bæjaryfir- valda, æskulýðsráðs, formanns þess og æskulýðsfulltrúa, fyrir að hafa stuðlað að því að ég gat farið í þessa ferð,“ sagði Haraldur Hansen að lokum. Táningamir virðast hafa lftinn áhuga á Vásterás-heimilinu'og öðmm áþckkum, en hér gefur á að Ifta tvær sænskar smámeyjar. Mynd: H. H. ........................ • Takið þáttí Get- raunum og eflið Akur- eyrarfélögin Hver vann firmakeppnina? Um sfðustu helgi var haldin firmakeppni f innanhússknattspyrnu og tóku þátt f keppninni 19 lið frá jafnmörgum fyrirtækum. Eitthvað mun óljóst um úrslit keppninnar, en kærumál eru á lofti vegna leikmanna sem ekki vinna hjá þeim aðilum sem þeir kepptu fyrir. Knattspyrnuráð Akureyrar, sem sá um mótið, mun athuga þessi kærumál og veita verðlaun um næstu helgi, og verður þvf nánar getið um keppnina f næsta blaði. Sala getraunaseðla hefur stór- aukist hérlendis undanfarið. Vinningar hafa þar að leiðandi hækkað, og vinningsvon aukist. Segja má að getraunirnar geti gefið mönnum þó nokkuð í sinn hlut ef heppnin er með þeim. Ekki þurfa menn að vera sér- fræðingar í ensku knattspyrn- unni til að geta tekið þátt í get- raununum, því það er staðreynd að flestir sem hreppa hæstu vinningana hafa ekki hundsvit á knattspymu. Hægt er að tipppa á mismundandi hátt, t. d. eins og sést á meðfylgjandi get- raunaseðli, en á hann er merkt- ur eftir ákveðnu munstri, án þess að líta á hvaða lið leika saman. Þá skal þess getið að fé- lögin Þór og KA fá ákveðna söluprósentu af getraunaseðl- unum þannig að þeir sem kaupa getraunamiða styrkja um leið sitt félag. Meðfylgjandi get- raunaseðill kostar 200 krónur og gefur fjórfaldan möguleika á vinningi. Undanfarið hefur verið nokkuð um frestanir á leikjum vegna slæms veðurs í Englandi, en nú fer sól að hækka á lofti og að vora á meginlandinu þannig að minna ætti að verða um frestanir. KA selur getrauna- seðla í Shell stöðinni við Mýr- arveg, Sport og Hljóðfæraversl- uninni og í Sporthúsinu. Þór selur hins vegar í Versluninni Esju, Brekku og í Raforku í Hafnarstræti og í BP stöðinni við Tryggvabraut. Stórhríðarmótið um helgina Um næstu helgi verður haldið Stórhríðarmótið svokallaða, en því skíðamóti var frestað um siðustu helgi. Algengt er að þessu móti sé frestað einu sinni eða tvisvar vegna stórhríðar, þannig að það ber nafn með rentu. Þá er áformað að nýr snjótroðari taki til starfa i fjallinu um næstu helgi, en hann hefur nú verið keyptur til bæjarins. Þórsarar rassskelltir í Rvík Geir Guðsteinsson Geir Guð- steinsson k]ör inn formaður Knattspyrnu ráðs Ak Þar sem Guðmundur Sigur- björnsson hefur tekið við starfi formanns knattspyrnudeildar Þórs, hefur hann ekki leyfi til að sitja sem formaður Knatt- spyrnuráðs Akureyrar, og við því starfi tekur því Geir Guðsteins- son sem áður var varaformaður. í stað Geirs i ráðinu kemur fyrsti varamaður Haukur Jó- hannsson skíðakappi. Körfuknattleikslið Þórs i úr- valsdeild fór enga frægðarför tii Reykjavíkur um síðustu helgi. Á föstudagskvöldið léku þeir við ÍR og máttu þola slæmt tap. Það sama var uppi á teningunum daginn eftir, en þá léku þeir við Njarðvíkinga. Heimamönnum tókst mjög vel upp í þeim leik settu m. a. stigamet í deildinni, skoruðu 125 stig gegn 80 hjá Þór. Ein- hver forföll voru í liði Þórs í þessum leik en nokkrir fasta- Ólafsfjörður: Lýsa upp skíðastökk brautina á Kleifar- horni „Við erum að undirbúa upp- setningu ljósabúnaðar við skíðastökkbrautina á Kleifar- horni og ef vel gengur um næstu helgi má gera ráð fyrir að verk- inu verði lokið f næstu viku“, sagði Björn Þór Ólafsson, íþróttakennari á Ólafsfirði. „Þetta verður þessari iþrótta- grein eflaust til framdráttar, því dagurinn er stuttur og tími til æfinga einnig“. Búið er að setja upp staura við brautina og næsta skref er að flytja Ijósamótor á staðinn. Það var Skúli Pálsson sem gaf mót- orinn, en efnið í skúrinn kom úr ýmsum áttum. menn liðsins voru í erfiðum prófum hér í menntaskólanum, og gátu því ekki farið í þessa keppnisferð. Að venju var Mark Cristiansen aðaldriffjöður Þórs í þessum leik, en einnig voru atkvæðamiklir þeir Jón Indriðason og Eiríkur Sigurðsson. Þórsaraar hafa nú aðeins hlotið 4 stig í 13 leikjum, eða aðeins tveimur færri en ÍS í jafnmörgum leikjum. Þessi lið hafa dregist nokkuð afturúr í deildinni og er því líjdegt að það verði hlutskipti annars hvors þeirra að falla niður í fyrstu deild, að keppnistímabilinu loknu. Stúdentar hafa nú misst sinn am- eríkana, en heyrst hefur að von sé á öðrum, (guði sé lof að nóg er til af Könum) þannig að hann gæti leikið með í þeim leikjum sem eftir eru í mótinu. Vonandi tekst þó Mark og co. að næla sér í stig í næstu leikjum, en ef Þór tekst að halda sér í deildinni, er það Akureyrskum körfuknattleik til góða. UMSJON: ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Aðalfundur knattspyrnu- deildar Þórs Um síðustu helgi var haldinn aðalfundur knattspyrnu- deildar Þórs. Fráfarandi for- maður Þóroddur Hjaltalín las skýrslu stjórnar og þar kom fram að starf dcildar- innar var gróskumikið á s.l. ári. t stjórn fyrir næsta ár voru kjörnir Guðmundur Sigurbjörnsson formaður, Sigmar Bjarnason varaform- aður, Hallgrímur Skaptason gjaldkeri, Ómar Kristvins- son ritari og Sigurður Her- mannsson meðstjórnandi. Varamenn f stjórn voru kjömir Daníel Snorrason og Þorsteinn Pétursson. Að sögn Guðmundar Sigur- bjömssonar kemur þjálfari Þórs, Hlöðver Rafnsson tii Akureyrar um næstu helgi og á fimmtudagskvöldið verður fundur með leikmönnum, og siðan æfingar um helgina. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.