Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 10. maí 1979 31. tölublað Bæjar- og ríkis- starfsmenn sögðu nei RÍKISSTARFSMENN og bæjarstarfsmenn höfnuðu mjög ákveðið samningi BSRB og fjár- málaráðherra um frest- un á 3% launahækkun. Verði þessi 3% greidd út frá 1. apríl til áramóta, mun upphæðin nálgast tvo milljarða króna, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum. Land og synir SKÁLDSAGA Indriða G. Þorsteinssonar, verð- ur kvikmynduð í sumar og hafa fjórir bankar lánað samtals 30 milljónir króna til myndatökunnar. Það er ísfilm, sem myndina gerir. Skáldsagan Land og synir hlaut mikið lof gagnrýnenda er hún kom út fyrir allmörgum árum. •K* Aukasýning á Sjálfstæðu fólki Vegna þess að margir urðu frá að hverfa er Sjálfstætt fólk var sýnt s.l. sunnudagskvöld, hefur verið ákveðið að sýna leikritið á sunnu- dagskvöldið kl. 20.30. Að sögn Odds Björns- sonar, leikhússtjóra, hafa um 3000 manns séð leikritið, og hefur að- sókn í vetur verið með besta móti. •K* Þær koma á laugardaginn Á laugardaginn er fjár- öflunardagur, Slysa- varnarfélags Islands. Hér á Akureyri verður basar klukkan 4 í Varð- borg. Einnig munu fé- lagskonur heimsækja bæjarbúa og bjóða happdrættismiða Slysa- varnarfélagsins. Kon- urnar vænta þess að er- indi þeirra verði vel tek- ið og tæpast þarf að draga í efa, að svo verði. Ljósmyndasýning í Möðruvöllum Hlustunar- dufl finnst á Þingeyrar- sandi UM HELGINA fannst stórt hlustunardufl á Þingeyrar- sandi, nánar tiltekið milli Bjargóss og Húnaóss. Lög- reglan á Blönduósi hefur þegar tilkynnt Landhelgisgæslunni um fundinn, en starfsmenn hcnnar munu ekki hafa ýkja mikinn áliuga fyrir duflinu, enda hafa þeir séð mörg slík. Hvort varnarliðið hirðir duflið skal ósagt látið, en faðcrni þess er með öllu óljóst. Getur það verið hvort sem er sovéskt eða bandarískt. „Hlustunarduflið er um 3 metrar á lengd og um 60 senti- metrar i þvermál. Duflið er úr járni og á því eru 4 takkaraðir og 8 takkar í hverri röð,“ sagði Guðmundur Gísiason. lögreglu- þjónn á Blönduósi. „Annar end- inn er opinn og þar korna út vírar og okkur virðist sem duflið hafi slitnað upp. Hinn endinn er kúptur og þar eru 3 lykkjur." Hlustunarduflið er orðið ryðg- að og hnoðað og sagði Guð- mundur, að ljóst væri að það hefði legið í sjó um alllangt skeið. Fleiri undarlegir hlutir hafa rekið á fjörur í Húnavatnssýslu. því í s.l. viku fannst risastórt frí- holt á Vatnsnesi. Fríholtið er sí- valningur um 3 metrar á lengd og 270 sentimetrar í ummál. Það er úr gúmmíi og á því eru 4 gúmmí- gjarðir og lykkjur á endunum. Annað kvöld veröur opnuð í kjallara Möðru- valla Ijósmyndasýning Blaðaljðsmyndarafé- lags íslands. Á sýningunni eru 211,1 myndir sem félagar í B.í. hafa lekið á undanförnum árum. >arna má sjá margar mjög vel teknar Ijós- myndir, enda naul sýningin mikilla vinsœlda þegar hún var í Rcykjavik. K.Á.L.M.A. gekksl fyrir því að fá sýninguna norður yfir fjöll og á fclagið þakkir sk'i Idar. Myndina. sem birlisl hér, lók Róbert Ágóslsson, Ijósmyndari Tim- ans, er verslun brann í Revkjavík fyrir nokkr- um árum. Sýningin í Möðruvöllum verður op- in sem hér segir: Föstudag kl. 20-22, laugar- dag kl. 13-22, sunnudag kl. 13-22. Aðgangs- eyrir cr kr. 500.00. Lokið fyrstu athugun á vatninu í borholu á Svalbarðsströnd: Ekki nógu heitt til upphitunar húsa Gert er ráð fyrir að fá megi heitara vatn ef borað er dýpra STARFSMENN Orkustofnun- ar hafa lokið frumrannsókn á borholunni sem boruð var á Svalbarðseyri á s.I. ári og kom í ljós að það vatn, sem fæst úr holunni er tæplega nógu heitt fyrir hitaveitu, nema skerpt sé á því. Hins vegar gefur efnainni- hald vatnsins til kynna að neðar megi finna allt upp í 65 stiga heitt vatn. Það vatn sem nú fæst úr holunni er 51 stig. Þegar borun lauk í nóvember var holan orðin 930 metra djúp, en þá gerðist það óhapp að borstöngin slitnaði og hvíla nú á botninum um 100 metrar af borstöngum. Borhol- an gefur um 8 sek/ltr. af 51 stigs heitu vatni. Hitamælingar sýna að neðst í holunni er vatnið um 54 stig. Vatnið er alveg á mörkunum að hagkvæmt sé að nota það til hitun- ar húsa — a.m.k. er það ekki nógu heitt svo hægt sé að nota það beint. Mælingar hafa einnig leitt það í ljós að litlu er hægt að bæta við með djúpdælu. Eins og fyrr sagði bendir efna- innihald vatnsins til þess að það gæti verið fáanlegt 65 stiga heitt vatn á mun meira dýpi, en senni- lega væri hægt að nýta það beint til hitaveitu ef nægjanlegt magn væri fyrir hendi. Á þessu stigi er erfitt að segja nokkuð til um hver verður fram- vinda hitaveitumála á Svalbarðs- strönd, en Orkustofnun sendi hreppsnefndinni skýrslu um niður- stöður athugana sinna s.l. föstudag. Hins vegar er ljóst að ýmsir val- kostir eru fyrir hendi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.