Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 2
ir Smáaug/ýsinöar
Sala
Nokkur hross til sölu. Uppl.
gefur Einar Eggertsson sími
23025.
Húsbóndastóll til sölu með
skemli, einnig borðstofuborð
með 6 stólum og svefnstóll.
Upplýsingar í síma 21372 eftir
kl. 7 á kvöldin.
Traktorsgröfur til sölu. J.C.B.
3C árg. 1965 og J.H.C. 2275
árg. 1965. Uppl. í síma 95-4692
eftir kl. 7 á kvöldin.
Barnagæsla
Stúlka óskast til að gæta
tveggja barna um helgar og á
kvöldin. (Ágætis aukavinna)
Uppl. í síma 22334.
Húsnæði
Þrír ungir námsmenn í M.A.
óska eftir að taka á leigu 2-3ja
herbergja íbúð frá og með 1.
okt. næstkomandi. Æskilegt að
hún sé sem næst M.A. Upplýs-
ingar í síma 23563 á kvöldin.
Tvær stúlkur óska eftir hús-
næði, helst með húsgögnum í
ca tvo mánuði í sumar. Upplýs-
ingar ísíma 91-35449.
Húsnæói
Tveggja herbergja íbúð eða
herbergi með aðgangi að baði
óskast um stundarsakir. Upp-
lýsingar gefur starfsmanna-
stjóri, Iðnaðardeildar SÍS í síma
21900 (23)
2ja-3ja herbergja íbúð óskast
til leigu nú þegar fyrir einstak-
ling. Upplýsingar í símum
91-20240 á daginn og
91-51419 á kvöldin.
Húseigendur látið Miðlun út-
vega yður leigjanda og gera
leigusamning yður að kostnað-
arlausu. Opið virka dága kl.
17.15-19.00. Hef leigjendur að
allskonar húsnæði bæði í stutt-
an og langan tíma. Vantar alls-
konar húsnæði á skrá.
Miðlun. Aðalstræti 63, sími
21788.
Kennari við Menntaskólann
óskar eftir 4-5 herbergja íbúð.
Vinsamlega sendið tilboð á af-
greiðslu Dags, Tryggvabraut
12, merkt „Húsnæði fyrir kenn-
ara“.
Vantar 3ja, til fjögurra her-
bergja íbúð eða einbýlishús
strax. Norðurverk h.f. Furuvöll-
um 13. Akureyri. Sími 21777.
Fundið
Giftingarhringur fannst við
Norðurgötu 35. Réttur eigandi
vitji hans þar.
Þiónusta
Teikningar. Skipuleggjum
skrúðgarða við íbúðarhús,
verksmiðjur, skóla o.fl. Einnig
hvers konar útivistarsvæði og
íþróttasvæði. Hringið f síma
22661 eða 25291 á kvöldin.
Ýmisleöt
Bókauppboð. Tekið á móti
bókum til uppboðs alla næstu
viku, kl. 16-18. Uppboðið verð-
ur líklega um n.k. mánaðamót.
Jóhannes Óli Sæmundsson,
Lönguhlíð 2, sími 23331.
Ungur reglusamur Akureyring-
ur óskar eftir að kynnast sem
vini, stúlku á aldrinum 23-30
ára. Áhugamál margvísleg.
Þær stúlkur, sem vilja sinna
þessu.sendi tilboðtil Dagsfyrir
20. maí merkt „Vinátta ‘79“
Harmonikkuunnendur Mætið í
Félagsborg (Gefjun) sunnu-
daginn 13. maí kl. 17.
Firmakeppni Léttis 19. maí
Flestir bestu gæðingar bæjarbúa spretta þar úr spori
orðnir hafið samband við
Ragnar Ingólfsson í síma 24628
sem gefur allar upplýsingar um
keppnistilhögun og tekur við
skráningu í knöpum.
Firmakeppnisnefnd.
VAKALAUS IS A
ÁM OG VÖTNUM
Firmakeppni Hestamannafé-
lagsins Léttis á Akureyri verður
haldin laugardaginn 19. maí kl.
2. Staðurinn verður auglýstur í
næstablaði.í firmakeppni fé-
lagsins í fyrra sigraði Óðinn,
Gunnars Jakobssonar.
Hestamennska hefur farið ört
vaxandi hér í bæ undanfarin ár
og eru menn hvattir til að taka
þátt í Firmakeppni félagsins.
Aðgangur er ókeypis og er
bæjarbúum bent á að koma kl 2
á laugardaginn 19. maí og sjá
flesta af beztu gæðingum Ak-
ureyringa.
Sú nýjung verður tekin upp
nú að keppt verður í tveimur
flokkum það er flokki ung-
linga, 15 ára og yngri, og svo
flokki fullorðinna.
Unglingar jafnt sem full-
Menn bíða þess að vorið komi
sunnan yfir sæinn og eru margir
orðnir óþolinmóðir. Sauðburður
er hafinn og folöldin fæðast, á
einum bæ eru níu þegar fædd.
Allur þarf búpeningurinn mikið
fóður á þessum tíma og mun það
víða farið að verða takmarkað.
Naumast heyrist í farfuglum, en
kórarnir bæta það upp söngleysi
vorsins. Hinn nýstofnaði karlakór
Sauðárkróks hafði kvöldvöku fyrir
boðsgesti í Hegranesinu sl. föstu-
dagskvöld.
t>að bar við þegar ísinn var hér á
Skagafirði, að með honum kom
rekaviður, sem bátar hirtu. Mun
bátur einn hafa hirt rekavið fyrir
eina milljón króna og eitthvað dá-
lítið rak á austanverðum Skaga.
Héraðsvötn hafa verið undir ís síð-
an fyrir áramót, svo hvergi sér í
vök. Gamlir menn segja, að slíkt
hafi ekki komið fyrir áður, svo þeir
muni, nema e.t.v. einu sinni, að
Héraðsvötn væru lögð þrjár vikur
af sumri, svo sem nú er.
Samkvæmt viðtali við
Guttorm Óskarsson, fréttaritara
blaðsins á Sauðárkróki.
Starfsmannafélag
Akureyrarbæjar
heldur aðalfund að Hótel Varðborg mánudaginn
21. maí 1979 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Listar til stjórnar og trúnaðarmannaráðs með 10
meðmælendum skulu hafa borist stjórn félagsins
eigi síðar en sunnudaginn 20. maí 1979.
Skrifstofa félagsins að Strandgötu 7, verður opin á
mánudögum frá kl. 17-19.
ORÐSENDINGAR
til félagsmanna
Léttis
Þeir sem hug hafa á að láta skoða kynbótahross sín fyrir n.k.
fjórðungsmót þurfa að útfylla þar til gert eyðublað sem fæst hjá
Árna Magnússyni. Skila þarf þessum blöðum aftur til hans fyrir
20. maí.
★ ★ ★
Þeir sem ætla sér að fara með kappreiðahross á þetta sama mót
þurfa að vera búnir að láta skrá þau fyrir 1. júní, einnig hjá Árna
Mágnússyni.
★ ★ ★
Þeir félagsmenn Léttis sem ætla að fá sér féiagsbúning fyrir
sumarið, eru beðnir að snúa sér nú þegar til Erlings í Herradeild
KEA og panta þar jakka.
★ ★ ★
Hestamenn og hestaáhugafólk! Landssamband hestamanna
hefur gefið út fróðlega og skemmtilega handbók fyrir hesta-
menn og kostar hún kr. 4.000 og er til sölu hjá Jóni Ólafi Sig-
fússyni, Grundargerði 2b.
Fjórðungsmót
norðlenskra hestamanna
verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði 28.
júní til 1. júlí. Keppt verður í eftirtöldum greinum:
Kappreiðar:
250 m. skeið 1. verðl. 200 þús. kr. og verðl. pen.
150 m. nýliðaskeið 1. verðl. 100 þús. kr. og verðl. pen.
250 m. folahlaup 1. verðl. 60 þús. kr. og verðl. pen.
350 m. stökk 1. verðl. 80 þús. kr. og verðl. pen.
800 m. stökk 1. verðl. 120 þús. kr. og verðl. pen.
800 m. brokk 1. verðl. 80 þús. kr. og verðl. pen.
Knapar beri öryggishjálma og séu þeir yngri en 16
ára, leggi þeir fram skriflegt samþykki foreldra eða
ábyrgðarmanns um þátttöku í kappreiðunum.
Þátttaka í kappreiðum er heimil hvaðanæva af
landinu.
Gæðingakeppni í A og B flokki. Verðlaunabikarar á
átta fyrstu sætin í hvorum flokki. Fjöldi hrossa í
samræmi við meðlimatölu félaganna.
Gæðingaskeið. Verðlaunabikarar á þrjú fyrstu
sætin.
Unglingakeppni. Leyfist tveim unglingum frá
hverju félagi á aldrinum 15 ára og yngri. Verð-
launabikarar á fimm fyrstu sætin.
Síðasttaldar þrjár keppnisgreinar eru eingöngu
miðaðar við Norðlendingafjórðung. Mótið slysa-
tryggir ekki knapa og þátttökugjald er ekkert. Til-
kynna þarf þátttöku kappreiðahesta til Gríms
Gíslasonar, Blönduósi fyrir 1. júní. Síminn er
95-4200 (á vinnustað) og 95-4245 (heima).
Eigendur kynbótahrossa, sem ætlað er að sýna á
Fjórðungsmótinu, þurfa að leggja inn skriflegar
beiðnir um forskoðun til viðkomandi Búnaðarsam-
bands og skal því lokið 20. maí. Hrossaræktar-
ráðunautur mun síðar auglýsa stað og tíma for-
skoðunar, en hún hefst þriðjudaginn 5. júní.
FRAMKVÆMDANEFNDIN.
2.DAGUR