Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 6
Ferðafélag Akureyrar Möðru- fellshraun gönguferð 13. maí kl. 1 e.h. Þátttaka til- kynnist kl. 6-7 á laugardag í síma 22720. Kökubasar verður haldinn laugardaginn 12. maí kl. 4 e.h. í Varðborg. Siysavarn- arkonur vinsamlegast komið með kökurnar milli kl. 2 og 3 Nefndin. Kristniboðshúsið Zíon. Sam- koma verður sunnudaginn 13. maíkl. 20.30. TUNDIR Frá Akureyrardeild H.F.Í. Síð- asti fundur vetrarins verður haldin að Kristnesi mánu- daginn 14. maí 1979 kl. 20.30. Stjórnin. Áheit og gjafir á Hríseyjar- kirkju árið 1978. Alda Hall- dórsdóttir, kr. 6.000, Alfreð Konráðsson, kr. 3.000, MaríaogJón Valdemarsson, kr. 100,000, Sólveig og Sig- urður Jóhannsson, kr. 10.000, Sólveig og Sæmund- ur, kr. 10.000, Frá Félaga- samtökum í Hrísey, kr. 59,769, Jörundur og Bjarki, kr. 2.000, Eygló lngimars- dóttir, kr. 3.000, Valgerður Jónsdóttir, kr. 1.500, Sigríð- ur L. Ámadóttir, kr. 10.000, S.S., kr. 20.000, Sigfríður Jónsdóttir, kr. 5.000, Jón- heiður Björnsdóttir, kr. 10.000, E.S., kr. 10.000, Björg Sigurðardóttir, kr. 20.000, Óli D. Friðbjörns- son, kr. 5.000, Kvenfélag Hríseyjar, kr. 675.000, Óskar Hermannsson, kr. 35.000, Áslaug Ólafsdóttir, kr. 2.000, Jóhanna og Emil, kr. 2.500, Kvenfélag Hríseyjar, kr. 20.000, N.N., kr. 25.000, Skúli Gíslason, kr. 5.000, Hanna og Narfi, kr. 5.000, velunnari, kr. 24,398, Unnur Björnsdóttir gefur til minn- ingar um eiginmann sinn Ingimar Hallgrímsson, kr. 5.000, Egill Júlíusson, gefur til minningar um eiginkonu sína Guðfinnu Þorvalds- dóttur frá Hrísey kr. 100.000, Jenný Jörundsdóttir og börn gefa til minningar um feðg- ana Kristófer Guðmunds- son og Guðmund Kristó- fersson, kr. 100.000, Kjartan Stefánsson, gefur til minn- ingar um foreldra sína Jó- hönnu Sigurgeirsdóttur og Stefán Björnsson, kr. 50.000, Mikael Þorfinnsson, gefur til minningar um foreldra sína og systkini, kr. 100.000, Ingibjörg Ingimarsdóttir og fjölskylda, gefa til minning- ar um föður sinn Ingimar Hallgrímsson, kr. 20.000, Bára Sigtryggsdóttir gefur til minningar um eiginmann sinn Jóhann V. Einarsson, 70.000. — Samtals kr. 1.514.167.00 — Hrísey, 8. febrúar 1979. Innilegar þakkir til gefenda. — Sókn- arnefnd Hríseyjarkirkju. fORÐDjjfiSÍNS ’SÍMI Aðalfundur Mjólkursamlagsins: Bændur fengu grundvallarverð HUSDYR OG AÐALFUNDUR Mjólkursam- lags KEA var haldinn í Sam- komuhúsinu á Akureyri mánu- daginn 7. maí 1979 og hófst hann kl. 13. Formaður kaupfé- lagsstjórnar, Hjörtur E. Þórar- insson, Tjörn, setti fundinn, en fundarstjórar voru kjörnir Birg- ir Þórðarson, Öngulsstöðum, og Þórhallur Hermannsson, Kambsstöðum, og fundarritarar Halldór Jónsson, Jarðbrú, og Akureyr- ingar! Merkjasalan okkar 28. og 29. apríl s.l. gekk mjög vel. Enn sem fyrr 1 hafið þið sýnt lofsverðan áhuga fyrir málefnum þroskaheftra. Kærar þakkir. Stjórn Styktarfélags vangefinna. Ámi Hermannsson, Ytri-Bæg- isá. — Á fundinn mættu um 150 mjólkurframleiðendur. Innlagt mjólkurmagn var 24.887.285 lítrar og hafði aukist um 974.611 lítra eða 4,07% frá fyrra ári. 97,65% mjólkurinnar fór í 1. fl. Meðalfitumagn mjólkurinnar var 4,075%. Mjólkurframleiðendur 1978 voru 293 að tölu og hafði fækkað um 10. Meðalinnlegg á mjólkur- framleiðanda var 84.939 lítrar. 20% mjólkurinnar var seld sem neyslu- mjólk en 80% fór til framleiðslu á ýmsum mjólkurvörum. Á árinu 1978 var framleitt: 605 tonn smjör, 934 tonn ostur af ýmsum tegundum, 61 tonn mysu- ostur og mysingur, 158 tonn skyr, 193 tonn kasein, 30 tonn youghurt. Birgðir smjörs um síðustu ára- mót voru 494 tonn. Fram kom af reikningsyfirliti, að heildarverð til framleiðenda varð kr. 136,11 fyrir hvern lítra af inn- lagðri mjólk, að frádregnum kr. 4,28 í verðmiðlunargjald. Náðist þannig staðargrundvallarverð. Haraldur Hannesson, Víðigerði, var endurkosinn i samlagsráð og sem varamenn þeir Haukur Stein- dórsson, Þríhyrningi, og Arnsteinn Stefánsson, Stóra-Dunhaga. Fréttatilkynning. Akureyringar voru svo lánsamir að fá undanþágu frá almennu banni við hundahaldi í þéttbýli og var reglugerð þar um staðfest af Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu 1975, að ósk bæjarstjómar. En sú ósk byggðist á ákveðnum vilja fjölmargra dýravina og hundaeigenda í bænum. Þótt margt mæli með því að hús- dýrahald í þéttbýli sé takmarkað eða bannað, hefur þeirri skoðun víða vaxið fylgi erlendis, að hús- dýrahald að vissu marki hafi marga kosti og suma nær ómetanlega, einkum til aukins skilnings æsk- unnar á dýrum og um leið aukins skilnings á náttúrunni og umhverfi mannsins, sem stórborgarböm þekkja af afspum eða ekki. Nautgripimir eru horfnir úr þéttbýli Akureyrar, sauðfé er margt, samanlegt þótt hver hjörð sé smá og hestum virðist enn fjölga í eigu Akureyringa, svo sumum þykir ekki hóf á. Þó mun hópur hestamanna stækka ört á næstu ár- um, ef svo heldur sem horfir og fram verður haldið námskeiðum í reiðmennsku bama, svo sem verið hafa hin síðari ár og eru mjög örv- andi til þessa tómstundagamans. Fullyrða má, að sauðfé og hross veiti fjölmörgum bæjarbúum margar ánægjustundir og jafnvel hreina lífsnautn. En vitrastu húsdýrin, þau trygg- ustu og þau nátengdustu eigendum sínum, eru þó hundamir. Vegna hundaeigenda og hundavina var undanþága fengin fyrir Akur- eyri, svo hér má halda hunda, sé vissum skilyrðum fullnægt. Nú hefur það alloft komið fýrir, að hundar hafa bitið bæði böm og fullorðna, en þar verða eftirmál erfið. En slys og skaðar af þessu tagi verða eingöngu vegna þess, að skilyrðum er ekki fullnægt og hundaeigendur láta hunda sína ganga lausa, sem er algerlega þannað. I mínum höndum er afrit af samþykkt um hundahald á Akur- eyri og þar sem ljóst er, að mörgum er hún of lítið kunn fara hér á eftir meginatriði hennar: „Hundurinn skal skráður á skrifstofu heilbrigðisfulltrúa og þar fær eigandi merkta plötu, sem jafnan skal vera í ól um háls hundsins. Árlega skal greiða leyfisgjald í bæjarsjóð o.s.frv. Skylt er hundeig- SKÁK NÚ STENDUR yfir skákmót til minningar um Júlíus Bogason, sem var einn fremsti skákmaður Norðlendinga um áratuga skeið. Er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið. Eftir 5 umf. er staða efstu manna í fiokki fullorðinna þessi: Margeir Steingrímsson er með 5 vinn. og næstir koma Níels Ragnarsson og Þór Valtýsson með 3'Æ vinn. í unglingaflokki er keppni lokið. Sigurveigari varð Bogi Eymunds- son. Mótinu lýkur í þessari viku en tefldar eru 7 umf. Eftir Monrad- kerfi. Mótslit og verðlaunaafhend- ing verður sunnudaginn 13. maí kl. 14 í Félagsborg. Einnig verða veitt verðlaun fyrir önnur mót vetrarins og eru allir skákáhugamenn vel- komnir. Nýlega lauk einvígi þeirra Gylfa Þórhallssonar og Kára Elíssonar um tiltilinn Skákmeistari Akureyr- ar 1979 en þeir urðu efstir og jafnir á Skákþingi Akureyrar. Áttu þeir að tefla 4 skákir. Fyrstu 2 skákirnar vann Kári en Gylfi vann næstu 2 og þurfti því 2 skákir í viðbót til að úrslit fengust. Gylfi vann þær báð- ar og sigraði því með 4 vinn. gegn 2 vinn. “nda að hafa hund sinn ábyrgðar- tryggðan hjá viðurkenndu vátrygg- ingarfélagi o.s.frv. Hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með að- ila, sem hefur fullt vald á honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund inn í sjúkra- eða skólahús, mat- vöraverslanir eða aðra staði, þar sem matvara er höfð um hönd. Leyfi fyrir einstökum hundum er MENN jafnan háð því, að þeir raski ekki ró bæjarbúa og séu hvorki þeim, né öðram, sem um bæinn fara, til óþæginda.“ Þessi atriði og mörg fleiri, sem hundaeigendur hafa eflaust í höndum en geta annars fengið á lögreglustöðinni, gefa hugmynd um rétt og dkyldur eigenda, sem ekki veitir af að séu gleggri en verið hafa undanfarið. Bæjarbúi. % m Q fií i} % k Q % í % i % % % listakonunnar Iðunnar Agústsdóttur í tilefni listsýningar hennar í Myndhúsi Háhól áAkureyri 16.-25. febrúar 1979 Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi, hvorki fyrr né síðar séð fágaðri list, ekki einu sinni á göngu minni allt frá íslandi til endimarka Ítalíu, Feneyja — og heim aftur. Vermi þig vordaga langa vorsólin heit og blíð. Leiki þér létt um vanga ljúflingsblær alla tíð. Ég bað þess, að Guð þér gæfi gleðinnar léttu spor. Varðveittu alla ævi æsku þinnar vor. — Og listina. Eins og öllum mun kunnugt, er Iðunn dóttir listakonunnar í Fjörunni, eins og íslenskusnillingurinn og skáldið Konráð Vil- hjálmsson kallaði þessa frænku sína, Elísabetu Geirmunds- dóttur, og Ágústs Ásgrímssonar, mikils hagleiksmanns. Elísabet teiknaði fyrir mig hlífðarkápuna á fþróttamál IV, en Geir S. Björnsson prentaði sem prófverkefni. Ég mun gera tilraun til að sýna listaverkið, ef mögulegt reynist. Að dagslokum þessarar óviðjafnanlegu listsýningar ók sjálf listakonan mér heim. Eins og að líkum lætur, var eigi hægt að þakka listakonunni fyrir á karlmannlegri hátt, en með ramís- lenskum kossi. Og það var gert. Lái mér hver sem vill. Skyldi ekki blessaður Heimsfaðirinn eiga einhvern þátt í samdrætti karls og konu? Þótt ekki sé meira sagt. Að lokum fel ég þessa ritgerð mína í hendur þriggja vina minna, því að þeir vita allir nákvæmlega hvernig ég vil hafa það, þeirra Bjarna Sigurðssonar, sem sér um setningu og um- brot, Gísla Jónssonar, íslenskumeistara, sem ég fel prófarka- lestur, og síðast en ekki síst Erlings Davíðssonar ritstjóra, sem ég bið að birta greinina í hinu fjöllesna blaði sínu Degi. Lifið öll heil og blessuð. Jón Benediktsson, prentari. r 4 n i ] % a 4 n "4 r 4 n 4 n "4 Innilegar pakkir fœri ég öllum vinum og frœndfólki fvrir heimsóknir, blóm, góðar gjafir og heillaskeyti á níutíuára afmœli mínu 3. maí sl. Guð blessiykkur öll. VALGERÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR sti Þökkum innilega öllum sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDARJÓNSSONAR frá Mýrarlóni Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri fyrir veitta umönnun. Anna Jónsdóttir, Víkingur Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson, Svanhildur Leósdóttir, Sverrir Sigurjónsson. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.