Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 7

Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 7
Sjálfstætt fólk Aukasýning n.k. sunnudag kl. 20.30. Allra síðasta sinn. Miðasala er opin daglega frá kl. 17 til 19 og frá kl. 17 til 20.30 á sunnudagskvöldið. Sími: 24073. Ýmislegt Léttisfélagar! Þar sem losnað hefur eitt land, tæpl. 1 hekt., í Kjarnalandi er auglýst eftir um- sóknum um landið. Skriflegar umsóknir sendist Bjarna Jóns- syni, Lönguhlíð 3b, fyrir 20. maí. — Jóninna (Framhald af bls. 4). mæðraskólafélagið og fleiri aðilar verið þar með sín námskeið þegar hægt hefur verið að komast að í húsinu með góðu móti. Það var oft mjög gott fyrir bæj- arfélagið að geta fengið þar inni, þegar húsnæði vantaði, jafnvel fyr- ir skyldunám. Margir hafa ágimst húsið og jafnvel sumir verið svo elskulegir, að telja sig reiðubúna til að taka við því sem gjöf! Það þurfti því oft staðfestu til að gefast ekki upp við að halda í það. Loks þegar hægt var að rýma kennslustofurnar í Húsmæðraskólanum var hægt að byrja að gera við í skólanum, en að vísu hafði þó verið byrjað á því áð- ur. Þá var nú hægt að fara að hugsa til að framkvæma von frk. Jóninnu um fasta kennslu í matreiðslu og fleiri heimilisgreinum athuga með að ráða forstöðukonu. Fyrir sjö ár- um var frú Margrét Kristinsdóttir ráðin forstöðukona að skólanum og nú eru haldin námskeið við skólann alla vetur. Námskeið skól- ans og félagsins hafa alltaf verið mjög vel sótt og þegin. Það má því með sanni segja að andi frk. Jón- innu hafi stjórnað ferðinni eftir því sem hægt hefur verið. Ef straumur tímans breytir stefnu í þá átt að eftirsóknarvert verði talið að efla menntun og þroska fólks í heimil- isfræðum, til að auka reisn heimil- islífsins, þá verður byggð heimavist við þetta ágæta hús og viðleitni frk. Jóninnu ber tilætlaðan ávöxt. Vonandi gerir fólk sér grein fyrir hinni óeigingjörnu baráttu frk. Jóninnu fyrir menntun kvenna, dugnaði hennar, sigrum og ósigr- um. Það þarf mikinn manndóm og þroska til þess að missa aldrei hug eða dug hversu hvasst sem móti blæs, en sem slík fyrirmyndar manndómskona lifir frk. Jóninna í minningu okkar, sem einhver kynni höfðum af störfum hennar og dugnaði. Slíkt fólk, sem fórnar kröftum sínum, tíma og fjármun- um fyrir þjóðþrifamál, fær sjaldan verðskuldaðar þakkir eða viður- kenningu. Ekki er alltaf ljóst hversu vonbrigði og erfiðleikar kunna að særa heithuga fólk, sem ekki ber slíka hluti á trog, en alltaf er sárt að sjá góða viðleitni og mikið erfiði ekki bera tilætlaðan árangur. Guð blessi Jóninnu Sigurðar- dóttur og gefi þjóðinni sem flestar slíkar sómakonur. Heimildir: íslenskar æfiskrár, Hver er mað- urinn? Æfisaga Sigurðar Sigurðs- sonar, búnaðarmálastjóra, Kenn- aratal, afmæliskveðja á 80 ára af- mæli frá Agli Þorlákssyni, fundar- gerðir og skjöl. Sigriður L. Árnadóttir rítaði greinina. Til sölu Vélbáturinn Sigrún Þ.H. 169 Grenivík er til sölu nú þegar. Báturinn, sem er 66 smálestir, er smíöaður í Danmörku 1955, endurbyggöur 1975, búinn GM aflvél, árgerö 1974, 480 ha, og fullkomnum fiskleit- artækjum. Línu og netaveiðarfæri fylgja og tvö rækjutroll, allt nýtt. Semja ber viö undirritaðan. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl., Brekkugötu 1, Akureyri sími 21721 Aðalfundur Glerárdeildar K.E.A. veröur haldin fimmtudaginn 17. maí kl. 20.00 í Glerárskóla. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kjör fulltrúa á aöalfund K.E.A. STJÓRNIN. Fjölskylda gerir garðinn ... (Framhald af bls. 5). urnar Bryndís og Ásdís Þor- valdsdætur, eiginmenn þeirra, og synir Bryndísar. Þau hirtu bróðurpartinn af verðlaunum mótsins. Annars urðu úrslit þessi: Drengir 12 ára og yngri Ak, meistari i einliðaleik: Fjölnir F. Guðmundsson. Ak. mestarar i tvíliðaleik: Fjölnir F. Guðmundsson og Árni Gfslason. Drengir 14-16 ára Ák. meistari í einliðaleik: Ómar Pétursson Drengir 16-18 ára Ak. meistari f einliðaleik: Grétar örlygsson Ak. meistarar í tviliðaleik: Ormar Örlygsson og Steinar Sveinsson Konur. Ak. meistarar í tviliðaleik: Brvndís Þorvaldsdóttir og Ásdís Þorvaldsdóttir T venndarkcppni Ak. meistarar: Ásdís Þorvaldsdóttir og Kári Árna- son Karlar b. flokkur. Ak meistari einliðaleik: Haukur Jóhannsson Ak. meistarar tvíliðaleik: Vilberg Alexandersson og Rafn Sveinsson. Karlar A. flokkur Ak. meistari einliðalcik: Kári Árnason. Ak. meistarar tvíliðalcik: örlygur fvarsson og Gunnar Blöndal. Ljósameistari Staöa Ijósameistara hjá Leikfélagi Akureyrar er laus til umsóknar. Hluti af vinnuskyldu fælist jafn- fram í öðrum störfum. Til greina kæmi ráöning í hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Uppl. í síma 24073 og 22668. LEIKFÉLAG AKUREYRAR. Vantar einn til tvo Múrara strax Upplýsingar í síma 23076 Sigurður Hannesson Atvinna í boði óskum eftir starfskrafti í framtíðarvinnu. Æskilegur aldur 20-40 ára. Upplýsingar á staönum ekki í síma. Norðurfell hf. Kaupangi Tún Til sölu eru erfðafestulönd mín no. 592 og 594 í landi Akureyrarbæjar, norðan Tjarnarhóls en aust- an Jaöarsvegar. Ræktað tún ca, 2,5 hekt. óræktaö ca, 1 hektari. Þeir sem áhuga hafa skili tilboöum í pósthólf 464 Akureyri fyrir 17. maí 1979. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari uppl. er að fá í síma 95-5773. FINNUR BJÖRNSSON. Er áfengi vandi í þinni fjölskyldu? Ef einhver nákominn þér drekkur um of eða hefur gert það án þess að þú hafir leitað þér aðstoðar, þá viljum við benda þér á það að haldið verður fjölskyldumánskeið fyrir aðstandendur alcoholista hér á Akureyri dagana 11 til 13. maí n.k.. (sjá auglýsingu í blaðinu). Áfengisvandamálið setur mark sitt á alla þá sem búa við það, jafnt alcoholistann sem og fjölskyldu hans. Því nefnist alcoholismi fjöl- skyldusjúkdómur. Til þess að koma fjölskyldulífinu í eðlilegt horf þarfnast fjölskyldan aðsoðar engu síður en alcaholistinn. Lífsstíll fjöl- skyldunnar hefur gengið úr skorð- um og hún þarfnast hjálpar til að stíga fyrstu skrefin til eðlilegs lífs á ný. Á fjölskyldunámskeiði fyrir aðstandendur alcaholista er leitast við að auka þekkingu þátttakenda á ávanasjúkdómum, einkennum þeirra, hvernig þau birtast og hver áhrif sjúkdómar þessir hafa á alla sem búa í nábýli við þá. Áhrif ávanasjúkdóma á líf fjölskyldunn- ar og mannleg samskipti eru könn- uð. Þá er og reynt að aðstoða þátt- takendur við að koma af stað breytingum til bóta í mannlegum samskiptum innan fjölskyldunnar og utan. Til þess að koma á breyt- ingum þarf sjálfsskoðun að eiga sér stað fyrst. Heimaverkefni eru not- uð til þess að kanna: Hvemig hefur áfengisvandamálið breytt mér hvemig get ég orðið ég sjálf(ur) á ný? Ef einhver nákominn þér drekk- ur um of þá getur þetta námskeið orðið að liði. Þá viljum við minna á að S.Á.Á. hefur opnað skrifstofu þar sem hægt er að fá leiðbeiningar vegna áfengisvandmálsins. Skrif- stofan er í Geislagötu 5. þriðju hæð og er opin á mánudögum miðviku- dögum og föstudögum kl. 4-6 e.h. Sími: 25880 EIÐFAXI MÁNAÐARBLAD UMHESTAOG HESTAMENNSKU FRÉTTIR OG FRÁSAGNIR í MÁLI OGMYNDUM ÁSKRIFT í SÍMA 85111 DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.