Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 . Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Baráttudagar? íslendingar eru af mörgu kunnir meðal þjóða. Þróun efnahags- mála hefur verið nefnt efnahags- undur, sem brýtur öll viðtekin lög- mál hagkerfa og stjórnsýslu. Landsmenn hafa gengið langt í lántökum sínum og nema erlendu skuldirnar nokkrum milljónum á hverja fjölskyldu. íslenska myntin nýtur engrar virðingar og rætt er um það í alvöru, að víkja henni að nokkru til hliðar í almennum við- skiptum og fslendingar hafa sætt sig við meiri eignatilfærslu en áð- ur hefur þekkst. Sparifé almenn- ings hefur rýrnað til hagsældar skuldurum. Þess er engin von, að íslenska efnahagsundrið verði varanlegt og hætt við, að hrunið verði mikið, er það springur. At- burðir allra síðustu tíma benda til þessa. En íslendingar halda sína mörgu hátíðisdaga hátíðlega og hafa búið sér fleiri frídaga en nokkur þjóð. Skammt er liðið síð- an verkafólk hélt í. maí hátíðlegan, innan tíðar fagna sjómenn sjó- mannadeginum og í sumar er frí- dagur verslunarmanna. Sú spurn- ing vaknar, hvort 1. maí, sjó- mannadagurinn og frídagur versl- unarmanna, séu enn helgaðir baráttu þessara stétta fyrir bætt- um lífskjörum í svipuðum mæli og áður. Lúðrablástur, kröfugöngur og ýmis óskapnaður af skemmti- efni, auk hástemmdra ræðu- manna, höfða ekki til fólks í svip- uðum mæli og áður. í hugum alls almennings eru þessir dagar nú aðeins frídagar en ekki baráttu- dagar. Þegar svo er komið virðist það harla lítils virði, að sérstakir hátíðis- og frídagar séu sérstak- lega helgaðir þessum stéttum. Samkvæmt umsögnum fólks í útvarpi 1. maí sl. greiðir fólk fé- lagsgjöld sín, en lætur síðar for- ystumennina ráða ferðinni og tel- ur, að engu sé hægt að breyta. En samkvæmt þessu hlýtur að mega álykta, að áhuginn á sjálfum „baráttudeginum“ geti naumast verið mikill. En að þessum „baráttudögum“ hinna einstöku stétta frátöldum, hafa verið búnir frídagar af óiík- ustu tilefnum. Þannig voru vinnu- dagarnir aðeins 17 talsins í apríl- mánuði. Þegar það liggur Ijóst fyrir, að stór hluti fólks hefur aldrei lært þá list að lifa skynsamlega á frídögum, eru þeir naumast miklir hamingjudagar. Á þessu þarf að verða breyting. Frídagar, sem hafa þegar tapað sínum tilgangi, á að leggja niður og taka þá ekki upp á ný, fyrr en sýnt er, að þeir séu nauðsynlegir baráttudagar fyrir viðkomandi stéttir. Við eigum einnig að fækka öðrum frídögum til mikilla muna, jafnframt því að stytta vinnudag yfirvinnufólks. Það er óþarfi að kynna fröken Jón- innu Sigurðardóttur fyrír eldra fólki, því hún var mjög vel þekkt og sjálfsagt mörgum minnisstæð. Margt af því fólki er man liðna tíð, mun hugsa til hennar, er það Iftur augum hið stórmyndarlega hús Hú- mæðraskóla Akureyrar, þvf án hennar eldlega áhuga og framsýni hefði það aldrei risið. Það þarf allt- af góða og dugmikla forystu til að vinna stórvirki. Fröken Jóninna var mjög mikil manndómskona, fyrirmannleg og hógvær, föst fyrir en svo prúð í framkomu, að aldrei sást eða heyrðist hún skipta skapi, aðeins leiftrin í augunum voru breytileg. Það er mjög lærdómsríkt að athuga lífsgöngu hennar, uppruna og uppeldi. Fröken Jóninna Sigurðardóttir, (en svo var hún löngum kölluð) var fædd á Þúfu í Fnjóskadal 11 apríl 1879, dóttir hjónanna Sigurðar 'Jónssonar bónda á Syðra-Hóli, Kristjánssonar og Helgu Sigurðar- dóttur bónda á Veisu og Drafla- stöðum, Þorsteinssonar. Þau hjón voru af þekktum ættum og traust- um, úr Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslum. Þau fluttu snemma að Draflastöðum, byggðu vel upp bæ sinn og bættu jörðina. Bæjarhúsin munu hafa verið einhver hin stærstu í sveitinni, því að þar munu hafa verið fundir haldnir og sam- komur, mikill gestagangur og öll- um veitt af rausn. Þau hjónin eignuðust 9 börn, misstu 4, þrjú ung, en uppkominn Ingimar, búfræðing og kennara á Hólum. Hann varð úti á leið þang- að, mjög harmdauði öllum. Hin voru: 1. Sigurður búnaðarmálastjóri og mikill ræktunarmaður lands og manna. Elsta barn hans var Helga, skólastýra Húsmæðraskóla Islands, er hún stjórnaði með miklum myndabrag í mörg ár. Önnur börn hans eru mikið blóma- og jarð- ræktarfólk. 2. Karl bóndi á Draflastöðum, á mörg myndarleg börn. 3. Guðrún kona Kristjáns Sig- urðssonar á Halldórsstöðum í Kinn. 4. Karítas, kona Karls Arn- grímssonar á Veisu. Sonur þeirra var Kristján, skólastjóri á Hólum, látinn fyrir mörgum árum og margt fleira myndarlegt og duglegt fólk. 5. Jóninna. Fósturdóttir þeirra Draflastaða- hjóna var systir húsfreyju, Friðrika Sigurðardóttir, seinni kona Sigur- hjartar Jóhannessonar á Urðum í Svarfaðardal, móðir Soffíu konu Pálma Einarssonar, landnáms- stjóra og Sigfúsar alþingismanns. Þetta er stutt og ófullkomin lýs- ing af æskuheimilinu og greint frá nánustu ættingjum frk. Jóninnu en þó mun mega renna grun í að hún hefur aldrei vanist neinum kot- ungsbrag, enda bar hún alla æfi svipmót þess, hún var fyrirmannleg og háttvís höfðingskona. Hún fór ung til náms í Kvenna- skóla Akureyrar en hugur hennar stóð til meiri menntunar. Fór hún fyrst til Noregs og dvaldi þar í hálft ár en síðan til Danmerkur og dvaldi þar í 2'A ár við áframhaldandi hús- mæðrastjómarnám, fyrst á Væll- egaard í Sorö, en síðan á Statens Lærerhöjskkole í Kaupmanna- höfn, 2 ár. Heimkomin að þessu námi loknu, hóf hún umferðarkennslu í matreiðslu með svolitlum styrk frá Búnaðarfélagi fslands. Aðstæður til kennslunnar voru mjög slæmar, sem gefur að skilja, húsnreði víðast þröngt og lítið fyrir kennara og nemendur, hún þurfti að flytja með sér öll áhöld og efni til kennslunnar á klyfjahestum, oft auðvitað í vondum veðrum og færð. Henni lét mjög vel að kenna, hún hafði kynnst svo mörgu nýju og merkilegu, sem kom eins og hress- andi andblær og vakning frá hinum stóra heimi. Hin skýra og líflega tilsögn hennar féll í frjóan jarðveg, ALDARMINNING: Jóninna Sigurðardóttir hún var alls staðar kærkomin og fræðsla hennar þakklátlega þegin. Hún ferðaðist í þrjá vetur um Þingeyjarsýslur báðar, Eyjafjarðar- sýslu, Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslur. Þessi erfiðu ferðalög munu hafa orðið ofraun heilsu hennar og hún setti nú á stofn fastan skóla í húsi Ræktunarfélags Norðurlands, en En ef til vill hefur það verið stærsta og erfiðasta átak lífs hennar er hún tókst á hendur að stofna Kvennaskóla á Akureyri. Hún var búin að tala við nokkrar áhuga- konur og þær boðuðu 28. mars 1942 til kvennafundar, er var mjög vel sóttur. Þar var rætt um og sam- þykkt að stofna félag til að koma málinu í framkvæmd. Talað var var kjörin formaður, Laufey Páls- dóttir ritari, Halldóra Bjamadóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir og Sigríður Baldvinsdóttir. Formaður tilkynnti að hún hefði, samkvæmt tillögu síðasta fundar, talað við fræðslumálastjóra um það hvort fjárveiting mundi fást til skólabyggingar og hvort fræðslu- málastjóri vildi veita meðmæli sín. Án hins eldlega áhuga Jóninnu hefði Húsmæðraskólinn tæplega risið. síðar mun heilsa hennar ekki alltaf hafa leyft fasta kennslu og því hafði hún aðeins námskeið öðru hverju um hríð. Síðan var hún ráskona sjúkrahússins Gudmanns Minde í fjögur ár. Keypti síðan húsið við Hafnarstræti og setti á fót þar „Hótel Goðafoss," sem hún rak í fjölda mörg ár við miklar vinsældir og álit. Margir nutu á þessum árum fyrirgreiðslu hennar, því hún var bæði hjálpfús og greiðug. Hún samdi „Matreiðslubók Jón- innu Sigurðardóttur," er hefur ver- ið gefin út fimm sinnum. Oft hafa komið stórhöfðingjar í himsókn hingað til Akureyrar jafnvel þjóðhöfðingjar, og þá var hún alltaf fengin til að sjá um mót- tökurnar, er hennar sviði heyrðu til. Hún var alltaf prófdómari við húsmæðraskólana á Laugalandi og Akureyri og við barna og ung- lingafræðsluna í matreiðslu. um að fá gamalt húsnæði til bráðabirgða, en þessar stórhuga höfðingskonur samþykktu svo- hljóðandi tillögu: „Almennur kvennafundur, haldinn á Akureyri 28. mars 1942 til þess að ræða um stofnun húsmæðraskóla á Akureyri lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að sjálfsagt sé, að húsmæðraskóli á Akureyri sé algerlega sjálfstæð stofnun í eigin húsnæði, sem til þess verði reist, en sé ekki blandað saman við aðra unglingaskóla bæj- arins.“ Var síðan samþykkt að vinna öt- ullega að framkvæmd málsins, hefja fjáröflun og herða að bæ og ríki um fjárframlög til stofnunar skólans. Kosins nefnd til að semja lög og kalla saman fund. Hann var síðan haldinn, 13. apríl, lögin lesin upp og samþykkt lið fyrir lið, alls sjö liðir. Kosin stjóm: Fröken Jóninna Taldi hann það sjálfsagt ef ein- dreginn vilji bæjarkvenna kæmi fram í málinu. Þá kom fram tillaga á fundinum um að þakka bæjar- stjórn, og lýsa ánægju félagskvenna yfir samþykkt frá 24. mars um að hún vilji láta reisa hús fyrir hús- mæðraskóla í sumar ef tilskilið fé fáist úr ríkissjóði. Stjórn Húsmæðraskólafélagsins skrifaði bæjarstjórn og fór fram á að hún kysi nefnd, sem hefði á hendi framkvæmdir við væntan- lega skólabyggingu og að Hús- mæðraskólafélaginu yrði leyft að hafa 2 konur í nefndinni. Er fundur var haldinn 6. júní hafði borist bréf frá bæjarstjóm og var það lesið upp á fundinum. Skyldi nefndin skipuð 3 bæjarstjómarfulltrúum og 2 kon- um frá félaginu. Bæjarstjómarfull- trúamir höfðu verið kosnir og var forseti bæjarstjórnar fremstur í flokki. Fundurinn kaus í nefndina: Jóninnu Sigurðardóttur, Ingi- björgu Eiríksdóttur og Laufeyju Pálsdóttur, til vara. Talað var um að mjög væri áríðandi að velja skólanum góðan stað og hentugan. Sigríður Baldvinsdóttir, gjald- keri, upplýsti að félagskonur væru nú orðnar 640 og las upp nöfn þeirra. Rómaði hún mjög hversu fúsar konur væru að vinna að framkvæmdum málsins. Þetta er nú aðeins lítið sýnishom af því hvernig unnið var að undir- búningi byggingar húss Húmæðra- skóla Akureyrar, undir hinni ötulu og óþreytandi forystu frk. Jóninnu Sigurðardóttur. Áfram var haldið með sama hraða, formaðurinn fór á fundi margra framámanna þjóðar- innar, fræðslumálastjóra, ráðherra, þingmanna, húsameistara ríkisins og fleiri. Fljótlega fékk hún loforð fyrir 75 þúsund króna framlagi fyrir árið 1943, en öll fjárveiting til húsmæðraskóla í landinu var 150 þús. á ári. Var búið að ráðstafa því fyrir árið 1942 þegar beiðni félags- ins barst. Var lofað áframhaldandi styrk. Ómögulegt er að tíunda öll þau störf, sem leyst voru af hendi með mjög góðri samvinnu byggingar- nefndar, bæjarstjórnar og félagsins, en þó var það nú auðvitað formað- ur félagsins sém var driffjöðrin mesta, óþreytandi jafnvel að fara fleiri ferðir til Reykjavíkur. Hún var í ráðum með húsameistara rík- isins, kom með uppdrætti og til- lögur frá honum, og lét hún félags- konur skoða þær og ræða á fund- um. Spítalinn „Gudmanns Mindlc'* og nærliggjandi hús. Húsió með hvitmálaða stafninum og trénu er spftalinn. Einokunar- húsin eru þar fyrir neðan. I Gudmanns Mindle** var Jóninna ráðskona í fjögur ár. Jóninna Sigurðardóttir. Er að kosningu í skólanefnd kom var haldinn fundur í félaginu til að skýra lög um það hvemig það skyldi gert. Bæjarstjórnarfulltrúar höfðu upplýst, að samkvæmt lög- um ætti að kjósa skólanefnd með þeim hætti að kennslumálaráð- herra skipaði formann, en bæjar- stjórn hefði rétt á kosningu annarra nefndarmanna, nema ef kvenfélag væri á staðnum sem eitthvað hefði lagt af mörkum til væntanlegs skóla, þá hefði það rétt á fulltrúum í nefndina eftir úrskurði mennta- málaráðherra. Bæjarstjóri hafði skrifað ráð- herra og sent skýrslu um starfsemi félagsins frá byrjun. Á næsta fundi 8. mars 1945, las formaður upp bréf sem bæjarstjóra hafði borist frá menntamálaráuneytinu, þar sem skírskotað er til margra lagagreina og ráðuneytið ákvað (þar) að fé- lagið skuli kjósa tvo skólanefndar- menn. Félagið kaus Ingibjörgu Ei- ríksdóttur og Sigríði Baldvinsdótt- ur og til vara Laufeyju Pálsdóttur, og Ragnheiði O. Björnsson. 1 sama bréfi er tilkynnt að frk. Jóninna Sigurðardóttir hafi verið skipuð formaður skólanefndar. Einnig hafði borist bréf frá bæjarstjóra þar sem tilkynnt var að bæjarstjóm hafi, á fundi sínum 20. febrúar, kosið Áma Jóhannsson og Ólaf Thorarensen fulltrúa í skólanefnd. Umsóknir um skólavist höfðu borist svo margar, víðsvegar að af landinu, að fullskipað var til þriggja ára. Allt gekk þetta því ótrúlega fljótt og vel og 11 október 1945 var skólinn settur í fyrsta sinn. Félagskonur gáfu allt innbú og áh- öld (samtals kr. 52.000,- árið 1945). Þó vantaði margt, því erfitt var að útvega ýmsa hluti á þessum árum, en var svo keypt smámsaman. Allt var því mjög ánægjulegt, nema að heimavist við skólann vantaði. Það átti nú eftir að reynast ólán skólans, ásamt fleiri utanaðkomandi öflum og straumum. Það virðist svo sem að mjög mikið misstreymi sé í að- sókn að húsmæðraskólum og þá var að koma öldudalur ásamt auk- inni fræðslu bama- og unglinga í þessum fræðum. Reynslan hefur líka sýnt að illmögulegt var að reka húsmæðraskóla með heimilissiða- kennslu án heimavista því það út- heimtir rólegar handavinnustundir og fæði á stáðnum alla daga. Það verður aldrei nóg samheldni og fé- lagsskapur í slíkum skóla þegar nemendur þurfa að fara út um all- an bæ seinni hluta dags 5-6 daga vikunnar og allar helgar. Það reyndist mjög óhagstætt utanbæj- arstúlkum. Alltaf reyndi Jóninna að vinna að byggingu heimavistar og á síð- asta fundi hennar í félaginu, 16. júlí 1962 kom hún með mjög álitlega teikningu af viðbótarbyggingu við Húsmæðraskólahúsið. Þar átti að vera heimavist, borðsalur og margt fleira. Fulltrúum félagsins í skóla- nefnd var falið að fá nánari upp- lýsingar um margt í því sambandi og greina frá því á næsta fundi. En þá var nú skarð höggvið í starfsemi félagsins á þessum við- kvæma tíma, þegar ögn virtist vera að birta til. Frk. Jóninna lést 19. september 1962, aðeins tveim mánuðum eftir fundinn. Aldrei hafa fengist upplýsingar um þessa teikningu, þrátt fyrir eft- irgrennslanir. Á þessum síðasta fundi sínum í félaginu óskaði frk. Jóninna eftir að fljótlega yrði farið að vinna að undirbúningi að námskeiðum í matreiðslu, föndri og fleiru, á næstkomandi vetri, svo sem áður. Námskeið í handavinnu, saumum og vefnaði hafa alla tíð verið í skólanum. Sömu kennarar hafa kennt það við skóian í meira en 20 ár, frú Ólöf Þórhallsdóttir kennir vefnað, frk. Ingunn Björnsdóttir er saumakennari. Einnig kenndu frú Hjördís Stefánsdóttir og frk. Guð- rún Sigurðardóttir matreiðslu á lengri og skemmri námskeiðum í marga vetur. Margt fleira hefur verið kennt við skólan sem of langt er upp að telja. Það var áhugamál frk. Jóninnu til hinnstu stundar, að haldin væru námskeið hér í skól- anum. Húsmæðraskólafélagið samþykkti, á fyrsta fundi eftir lát hennar, að halda skyldi starfsemi félagsins áfram í minningu og anda frk. Jóninnu. Var talið að nauðsynlegt væri að fá forstöðukonu að skólanum og var unnið að þvi um margra ára skeið. Það voru skrifuð bréf, talað við ráðherra og bæjaryfirvöld, og um 1968 fengust munnleg loforð um það, en þó var ekki hægt að hefja fasta kennslu í húsinu fyrr en búið væri að lagfæra það, Skólar bæjarins höfðu á þessum árum haft mikil afnot af húsinu til kennslu: Gagnfræðaskólinn hefur haft mikla kennsluaðstöðu þar, bæði fyrir bóklegt nám og mat- reiðslukennslu alla tíð og hefur það enn. Iðnskólinn hefði sína kennslu þar í mörg ár svo og Barnaskólinn. Smábarnakennsla hefur einnig verið þar. Auðvitað hefur Hús- (Framhald á bls. 7). Á laugardaginn ki. 14,00 iiefst íslandsinótið í knattspyrnu á Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna á völlinn, cn Sanavellinum. Leiknir verða þrír leikir um heigina. KA ntuna að greiða aðgangscyrinn sem er 1000 krónur fyrir leikur við Hauka, Magni við Austra og Þór á sunnudag við fullorðna og 300 fyrir börn. Þrótt frá Ncskaupstað. Akureyrarmót í badminton: Fjölskylda gerir garðinn frægan Nýlokið er Akureyrarmóti í bad- minton en i því kepptu 40 manns. Þeir eru fleiri og fleiri sem æfa þessa íþrótt, og sér- staklega margir sem komnir eru af léttasta skeiði, en þeir æfa sér til heilsubótar. Svo eru einnig margir sem iðka badminton sem eru afreksmenn í öðrum íþrótt- um. Ein fjölskylda ber þó af í þessari keppni, en það eru syst- (Framhald á bls. 7). Fimmti flokkur Þórs Islandsmeistarar Það er ánægjulegt til þess að vita þegar ungum iþrótta- mönnum vegnar vel, en það gerðist einmitt um síðustu helgi. Þá var Icikið til úrslita í yngri flokkum í handknatt- leik. Lið úr KA og Þór áttu full- trúa í þessum keppnum. Fimmti flokkur Þórs stóð sig best, en drengirnir urðu Is- landsmeistarar í sínum flokki. Þjálfari þeirra er Samúel Jó- hannsson. og sendir blaðið þeim árnaðaróskir og harmar það að eiga ekki mynd til að birta af þeim, en handhafar mynda virðast liggja á þeim eins og ormur á gulli. A.M.K. var það reynsla eins Akureyrar- blaðanna Skíðalyfturnar opnar Að sögn ívars Sigmunds- ættu að nota þessa síðustu sonar er skíðasnjór nægur Hlíðarfjalli og hefur skíða- færið sennilega aldrei verið betra í vetur. Skíðalyfturnar verða opnar um helgina þannig að skíðaáhugamenn daga til að njóta útiverunn- ar. Ef sólskin verður um helgina getur dvölin í Hlíð- arfjalli orðið á við eina Spánarferð. Knattspyrnumenn eru nú sem óðast að taka frant skóna og eru æfingar þegar hafnar. Ætlunin var að birta æfingartöflur beggja Akureyrarfélaganna en tafla Þórs hefur ekki borist. Hún verður birt strax og hún berst blaðinu í hendur. Æfingatafla KA í knattsp. Mcistarafl. mánudaga. miðvikudaga. föstudaga kl. 19.00 2. fl. þriðjudaga, fimmtudaga kl. 20.00 3. fl. mánudaga, miðvikudaga, föstudaga kl. 20.30 4. fl. þriðjudaga, fimmtudaga kl. 18.30 5. fl. þriðjudaga, fimmtudaga kl. 14.00 6. fl. þriðjudaga, fimmtudaga kl. 16.00 Kvennafl. mánudaga, föstudaga kl. 18.00 Um helginá KA — Haukar Það verða KA og Haukar sem leika fyrsta lcikinn f íslandsmótinu á Sanavell- inum kl. 14.00 á laugar- daginn. Haukar eru nýliðar I fvrstu deild, en eru möl- inni vanir þannig að búast má við að þeir verði KA erfiður Ijár í þúfu. Ekki er mikið vitað unt lið þcirra — en það er skipað baráttu- glöðum einstaklingum. Þetta verður hörkuleikur og óniögulegt að spá um úrslit. Magni — Austri Strax á eftir leik KA og Hauka leika Magni frá Grenivík og Austri frá Eskifirði. Magna menn eru nýliðar í annarri deild, en lið Austra kom svo sannar- lega á óvart I fyrra. Þá þjálfaði liðið Hlöðver Rafnsson, sem nú þjálfar Þór. Austramenn hafa hins vegar misst nokkra af leik- mönnum sinum til annarra félaga. Lið Magna hefur staðið sig vel i leikjum vorsins og verður því gam- an að sjá þá leika í fyrsta sinn í deildinni. Þór — Þróttur Á sunnudag kl. 14.00 leika Þór og Þróttur frá Nes- kaupstað. Þórsurum Itefur gengið illa i leikjunt sínum í vor, en nú verða þeir að taka á stóra sinuni og leggja Þróttarana af velli. Þróttarar hafa verið í dcildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Flestir leik- manna þeirra eru leik- reyndir og geta orðið Þórsurum erfiðir. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.