Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 10.05.1979, Blaðsíða 8
DAGXJR Akureyri, fimmtudagur 10. maí 1979 ÞJÓNUSTA FYRIR PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI OLÍUSLÖNGUR og BARKA vönduð VINNA HÁÞRÝSTISLÖNGUR Jötunn kominn í Bjarnarf lag STÓRI jarðborinn Jötunn, er nú kominn í Bjarnarflag, en fiutningar á honum hafa staðið yfir undanfarna daga og með nokkrum töfum vegna snjóa. Gufuvöntun hefur háð starfsemi Kísiliðjunnar undanfarnar vikur og jafnvel ekki náðst nema helmings afköst af þessum sökum. Að öðru leyti er starfsemin í fullum gangi og dælingin úr vatninu hefur gengið mjög vel og engar tafir orðið á, þótt frost hafi oft verið mikil, sagði Jón Illugason, fréttaritari Dags í Mý- vatnssveit í gær. Álitið hefur verið. að Mývetn- ingar yrðu sjálfum sér nógir hvað heyfóður snertir, en enginn veit hvað verður í þessu óvenjulega tíð- Sumaráætlun innanlandsflugs: 37 ferðir í viku til Akur- eyrar SUMARÁÆTLUN innan- landsflugs Flugleiða tók gildi hinn 1. maí. Áætlunin verður nú með nýju sniði. Ferðum fjölgar til ýmissa staða. Þannig fjölgar ferðum um eina í viku til Egils- staða, Norðfjarðar, Patreks- fjarðar og Þingeyrar og um tvær í viku til ísafjarðar. Alls verða brottfarir frá Reykjavík 115 í viku, Þetta segir þó aðeins hálfa söguna, vegna þess að tenging Flugfélags Norðurlands og Flugfélags Austurlands við flug Flugleiða til staða víðs vegar um land hefur verið aukin og ferða- möguleikar eru nú miklu meiri en áður. Þannig má nefna að þótt aðeins sé flogið tvisvar í viku til Norðfjarðar beint frá Reykjavík, hefur staðurinn dag- legar flugsamgöngur við höfuð- borgina, auk fjölmargra staða annars staðar á landinu. Frá Reykjavík fljúga Flugleiðir 37 ferðir í viku til Akureyrar, 21 ferð til Vestmannaeyja, 17 til Eg- ilsstaða, 16 til ísafjarðar, níu til Húsavíkur, fimm ferðir til Hafnar í Hornafirði og Sauðárkróks, tvær ferðir í viku til Norðfjarðar og Þingeyrar, samtals 115 brottfarir frá Reykjavik. Sem fyrr segir hefur aukin áh- ersla verið lögð á tengingu ferða Flugfélags Norðurlands og Flugfé- lags Austurlands við áætlunarflug Flugleiða. Flugfélag Norðurlands flýgur áætlunarflug frá Akureyri til níu staða og Flugfélag Austurlands frá Egilsstöðum til átta áætlunar- staða. Frá Egilsstöðum eru einnig bílferðir í sambandi við flugið til margra nærliggjandi byggðarlaga. arfari. Mývatn hefur lagt á ný, þar sem áður var íslaust með löndum. Ekki mun ákveðið, hvort Jötunn verður notaður við Kröflu þegar hann hefur lokið sínu hlutverki í Bjarnarflagi eða borað eina holu þar, en mönnum sýnist liggja beint við að Kröfluvirkjun fái borinn, enda mikil þörf þar, sagði Jón að lokum. ■ • ■ r r y v -i I ' ■ ' [■ Vetrarríki i Bjarnarflagi. Mynd: S.B.Þ. Neskaupstaður fimmtugur: Myndasýning er í undirbúningi í TILEFNI 50 ára bæjarafmælis Neskaupstaðar er í undirbúningi myndasýning, sem ætlað er að sýna þróun byggðar og mannlífs í bænum þessi 50 ár og reyndar iengur. Líklegt er að brottfluttir Norðfirðingar eigi í fórum sín- um gamlar myndir. Myndir af gömlum atvinnuháttum, göml- um bátum eða húsum. Myndir af atburðum, fólki eða félagslífi svo eitthvað sé nefnt. Afmælisnefnd Neskaupstaðar beinir því til allra brottfluttra Norðfirðinga að þeir leiti að göml- um myndum og öðru sögulegu efni í fórum sínum og láni það til skoð- unar og ef til vill til eftirtöku og sýningar. Því er heitið að fara vel með myndirnar, skrá þær og skila þeim aftur sé þess óskað. Tíminn er naumur og því biðjum við alla að bregðast fljótt við. Senda má myndirnar til afmælis- nefndarinnar, en starfsmaður hennar er Ágúst Ármann Þorláks- son og sími hans er 7625. Ágúst gefur allar nánari upplýsingar og ennfremur formaður afmælis- nefndarinnar Kristinn V. Jóhanns- § Sömu vandamál risaveldanna Heimingur allra sjúkrarúma í Frakklandi er notaður fyrir tdrykkjusjúka eða þá, sem áfengið hefur leikið grátt á einhvern hátt. Heilbrigðis- yfirvöld í Rússlandi telja drykkjuskap alvarlegasta vandamálið hjá sér og eru nú gerðar margvíslegar ráðstaf- anir til að spoma við vín- neyslu almennings. Frá Bandaríkjunum berast þær fregnir, að alvarlegasti sjúk- dómurinn þar sé drykkjusýk- in. Þar er hún skilgreind sem sjúkdómur. Þannig er áfeng- isvandamálið álíka hjá risa- veldunum tveim, í austri og vestri og virðist ekki mikill munur á, þótt stjórnarfarið sé mjögólíkt. % Þórshöfn lokuð af ís í sjö vikur Þistilfjörður hefur verið fullur af ís í sjö vikur og höfnin lok- uð. Vörum hefur verið skipað upp í Bakkafirði og þeim ekið á bílum til Þórshafnar. En landleiðin hefur verið erfið vegna mikilla snjóa og renn- ings, sem fyllt hefur jafn- harðan í slóðir. # Lítið saltað af hrognum Um síðustu mánaðamót var búið að salta grásleppuhrogn í 800 tunnur, en í fyrra á sama tíma hafði verið saltað í 13000 tunnur. Þeir mörgu, einkum á Norðausturlandi, sem treystu á grásleppuveið- arnar, hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum og ómætdu tekjutapi og eru margir f fjár- hagsörðugleikum. Á sömu stöðum hafa aðrar veiðar brugðist vegna ísa og ótíðar. í þessu efni getur enginn hrósað happi nema grá- sleppan. 0 Einnfor- stjóri í stað þriggja í síðustu viku ákvað stjórn Flugleiða, að ráða Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða. En hvorkf Örn O. Johnson eða Alfreð Elíasson gáfu kost á sér til þessa starfs. Gildir ráðningin frá 1. júní n.k. og annast hann nú dagiegan rekstur félagsins, en stjórn- arformaður er Örn O. John- >on. Stérbruni á Skagaströnd AÐFARARNÓTT s.l. sunnu- dags varð elds vart í íbúðar- skúrum í eigu Síldarverk- smiðja ríkisins á Skagaströnd. Talið er að 6 til 8 skúrar séu ónýtir, en S.r. keypti 19 slíka af Kröflunefnd á s.l. ári og voru þeir reistir á Skagaströnd í haust sem leið. Fjórir nienn á vegum Olís bjuggu í skúrun- um. Lögreglurannsókn stendur nú yfir á eldsupptökum og sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar á Blönduósi er með öllu óvíst hver þau eru. Eins og fyrr sagði keypti S.r. 19 skúra eða einingar, af Kröflu- nefnd á s.l. ári, en svefnherbergi eru í 15 þeirra. Slökkvilið átti auðvelt með að ráða niðurlögum eldsins, en að sögn lögreglunnar logaði glatt i skúrunum þegar að var komið. Sektaður um 25 þúsund!! „ÖKUMAÐUR hemlar þá og rennur bifreið hans á hemluðum hjólum alls 121 meter og lendir aftan á A — nokkru sunnan gatnamóta Höfðahlíðar. Hemlaprófanir, sem fram fóru skömmu eftir slysið, gáfu til kynna að bifreiðinni hefði verið ekið töluvert yfir 100 km. hraða miðað við klst.“ (Úr lögreglu- skýrslu). Dagur greindi lítillega frá öku- manni þessum fyrir nokkru og gerði því skóna að hann myndi hljóta allharðan dóm fyrir gálausan akstur og var m.a. sagt frá dómi er féll yfir reykvískum ökumanni í því sambandi. En samkvæmt upplýs- ingum frá sýslumannsskrifstofunni á Húsavík, sem dæmdi í málinu, þar sem ökumaðurinn er búsettur í Þingeyjarsýslu, var honum gert að greiða 25 þúsund krónur í sekt! Og nú er það spurningin, gaf þetta umferðarlagabrot ekki ástæðu til harðari refsingar? Eða hverskonar brot gefa ástæðu til sviptingar ökuleyfis og hærri sekta?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.