Dagur - 08.11.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri •
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm ). ERLINGUR DAVÍÐSSON
Blaöamaóur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Látum málefnin
ráða
í Alþingiskosningum þeim sem
fram eiga að fara eftir u.þ.b. 3 vik-
ur skiptir mestu að kjósendur láti
málefni ráða afstöðu sinni. Þess
vegna hvetur Dagur fólk til þess
að fylgjast vel með kosningabar-
áttunni og bera saman stefnumál
flokka og frambjóðenda.
Því fer fjarri að allir flokkar séu
eins. Flokkarnir eru aðgreindir af
miklum stefnumun sem á þeim er.
Og þó að svo vilji tii að frambjóð-
endur, hvar í flokki sem þeir eru,
séu góðir og gegnir menn í sjálfu
sér, þá býður staða þeirra upp á
það að þeir séu metnir „pólitískt“,
þ.e. eftir þeim málstað sem þeir
berjast fyrir aðallega þeirri pólit-
ísku stefnu sem flokkar þeirra
boða.
Að sjálfsögðu verður að gera
margvíslegar kröfur til frambjóð-
enda. Ef kjósendur gerðu t.d. þá
ákveðnu kröfu til frambjóðenda að
þeir væru málefnalegir, gerðu
skilmerkilega grein fyrir almenn-
um pólitískum viðhorfum sínum
og stefnu flokka sinna í umdeild-
um landsmálum í stað þess að
láta þá komast upp með skrum og
blekkingar eða skæting um and-
stæðinga, þá myndi pólitíkin í
heild breytast, umræður yrðu
málefnalegar, baráttuaðferðirnar
lýðræðislegri og skoðanamunur
kæmi skýrar í Ijós. Fólk á að kjósa
menn og flokka í samræmi við
skoðanir sínar, en ekki at ‘"linn-
ingaástæðum, svo sem eins og að
láta í Ijós samúð eða andúð vegna
persónumálefna sem kunna að
ýfa tilfinningar á líðandi stund,
þótt þær eigi ekkert skylt við póli-
tík í raun og veru.
Dagur getur haft samúð með
pólitískum andstæðingum sínum
og sett sig í þeirra spor, ef þeir
verða fyrir mótlæti innan flokka
sinna, eins og hent hefur menn
fyrr og síðar. En blaðið hlýtur að
vara fólk við að gera framboðs-
raunir og önnur þess háttar póli-
tísk tiifinningamál einstakra
manna — þó góðir séu — að mik-
ilvægu kosningamáli. f þessu
sambandi minnir blaðið á sundur-
lyndið í Sjálfstæðisflokknum. Þar
deila metnaðargjarnir menn svo
hart um vegtyllur að þeir geta ekki
komið sér saman um framboð.
Það er hægt að vorkenna þessum
mönnum pólitísk bræðravíg. En
Dagur vill leiða athygli manna að
kjarna málsins, sem er óstjórnin
og sundurlyndið í Sjálfstæðis-
flokknum. Sjálfstæðismenn geta
ekki stjórnað sjálfum sér hvað þá
öðrum. Hugsandi kjósendur Ijá
ekki slíkum mönnum atkvæði sitt,
hvort sem þeir heita Halldór
Blöndal eða Jón Sólnes.
Guðmundur Bjarnason skipar baráttusætið — 3ja sætið
I ----------------------------------------------------
Sjálfstœðisflokkurinn
fékk völdin á silfurfati.
—- Við vitum öll hvernig
stjórnarmyndunina bar að á
sínum tíma. Sigurvegarar
kosninganna, A-flokkarnir,
voru beðnir um að mynda
stjórn og takast á við vandann
sem við blasti. Þetta tókst ekki
og það var Framsóknarflokk-
urinn, sem endanlega leysti
vandann fyrir þessa „sigur-
vegara", en á því átti víst eng-
inn von að það yrði hlutverk
Framsóknarflokksins að
standa fyrir stjórnarmyndun.
Það þarf ekki að orðlengja
það frekar hvernig frammi-
staða A-flokkanna vari ríkis-
stjórninni, sem átti að vinna
að bættum hag launþega,
enda átti hún stuðning þeirra
vísan í upphafi, en vegna inn-
byrðis deilna sigurvegaranna,
sem virtust alltaf vera hræddir
hvor við annan, kom upp það
missætti sem olli stjórnarslit-
um. Hvort A-flokkarnir voru í
kapphlaupi um að rjúfa
stjórnina, er ekki hægt að
segja með neinni vissu, en
ýmis teikn voru á lofti í því
sambandi sem bentu til þess.
Hitt er svo aftur annað mál að
ég átti ekki von á að slitin
kæmu á þessum tíma því
flokkamir voru að glíma við
slíkt vandamál að það var
ábyrgðarhluti að stökkva
burtu.
— Ég held að núverandi
dómsmálaráðherra og hans
menn hafi átt mikinn þátt í því
hvernig fór. Þessi hópur var
frá upphafi í nokkurskonar
stjórnarandstöðu; vildi strax
annarskonar stjóm — nýja
viðreisnarstjórn. Og nú er
Alþýðuflokkurinn búinn að
rétta Sjálfstæðisflokknum
völdin á silfurfati.
Nýiar leiðir í iðnaði
— Iðnaðurinn er auðvitað
sá atvinnuvegur, sem við
verðum að efla til muna frá
því sem nú er. Ég tel að við
höfum ekki leitað nógu vel að
nýjum leiðum í sambandi við
iðnaðaruppbyggingu. Oft
hefur verið bent á að Akureyri
sem iðnaðarbær og e.t.v. hefur
núverandi iðnrekstur á Akur-
eyri að einhverju leyti staðið í
vegi fyrir að íeitað væri að
nýjum leiðum.
I litlu sjávarplássunum allt
frá Ólafsfirði og austur til
Þórshafnar er að sjáifsögðu of
einhæft atvinnulíf. Það snýst
allt í kringum útgerðina, en
framleiðsluiðnaður óskildur
vinnslu á sjávarafla hefur ekki
vaxið eðlilega. Það hefur að-
eins verið rætt um húsein-
ingaverksmiðju á Húsavík og
það mál er í athugun. Fiski-
rækt hefur átt marga
stuðningsmenn og er laxeldi
Iítilsháttar stundað á Laxa-
mýri í Aðaldal, en það er ef-
laust hægt að gera miklu
stærri hluti í þeim efnum hér á
Norðurlandi ef rétt er haldið á
málurn.
Vaxtabirgðin að lama
fyrirtæki
— Stærsta málið sem við er
að glíma í dag er auðvitað
verðbólguvandinn og þeir
erfiðleikar sem hann skapar
íslensku þjóðinni. En að mínu
áliti megum við ekki hafa
uppskurðinn við þessum
sjúkdómi svo óvandaðan að
sjúklingurinn liggi máttlaus
lengi á eftir — við verðum að
lækna þessa meinsemd á ann-
an hátt og ná verðbólgunni
niður án þess að aðgerðimar
lami atvinnulífið.
— Að undanförnu hefur
mest borið á vaxtastefnunni,
sem að mínu mati hefur verið
allt of hörð, og því ekki náð
þeim tilgangi sem hún hefði
hugsanlega getað gert í sam-
floti við aðrar aðgerðir. Með-
an verðbólgan í landinu er að
vaxa er ekki hægt að koma á
raunvaxtastefnu og þegar hún
er notuð nánast ein sér hlýtur
hún að magna verðbólgubál-
ið. Því miður er núverandi
vaxtastefna að stöðva at-
vinnufyrirtæki. Það var m.a.
ætlunin í upphafi að raun-
vaxtastefnan stöðvaði brask í
fjármálaheiminum, en því
miður stöðvar hún fleira
stefnan kemur t.d. niður á unga
fólkinu, sem er að byggja og svo
mætti lengi telja.
Fólk er þreytt á skrum-
kenndum yfirlýsingum
— Það er ljóst að miðað við
það tap sem Framsóknarflokkur-
inn varð fyrir í síðustu kosning-
um, þá hefur flokkurinn ekki náð
eyrum nýrra kjósenda — síðast
gerði flokkurinn meira en að tapa
nýjum kjósendum — hann missti
töluvert af eldra fylgi. Þetta staf-
aði ekki af því að Framsóknar-
flokkurinn og stefna hans sé
gömul og úrelt fyrirbrigði. Þvert á
móti. Þau grundvallarsjónarmið
sem flokkurinn byggir á, þ.e.
jöfnuður, samvinna og lýðræði,
eru hlutir sem alltaf eiga ítök í
fólki. Hins vegar hefur Fram-
sóknarflokknum mistekist að
haga áróðursstríði sínu þannig að
stefnumálin næðu til fólksins.
Einstaka flokkar, og þá sérstak-
lega Alþýðuflokkurinn, hefur
tekið auglýsingaskrumið í sína
þágu. Með hávaða hefur krötum
tekist að mynda ákveðna spennu
og fengið mikið fylgi.
— Núna er fólk orðið þreytt á
þeim vinnubrögðum sem ég var
að lýsa, og ég helda að almenn-
ingur kunni betur að meta að það
megi finna ábyrgð og festu í fari
stjórnmálaflokksins í síðustu rík-
isstjórn og ég tel að við munum
nú uppskera árangur þess að hafa
sýnt festu og drengsskap.
Framsóknarflokkurinn
hefur meðbyr
— Ég álít að það hljóti að vera
frambjóðanda mikill styrkur að
hann sé kunnugur málefnum
svæðisins, sem hann ætlar að
vinna fyrir. Hann verður að vita
hvernig á að bregðast við í ein-
stökum málefnum og hvað best
sé að gera til að efla kjördæmið.
Það er rétt að ég hef verið búsett-
ur í Keflavík tvö síðustu ár, en er
fæddur og uppalinn í þessu kjör-
Guðmundur Bjarnason, útibússtjóri, skipar þriðja sætið á
lista framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra.
Guðmundur er fæddur og alinn upp á Húsavík; lauk prófi
frá Samvinnuskólanum vorið 1963 og hóf þá störf hjá
Kaupfélagi Þingeyinga. Fjórum árum síðar gerðist Guð-
mundur starfsmaður Samvinnubankans á Húsavík og í
ágústmánuði 1977 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til
Keflavíkur, en þar gegnir hann starfi útibústjóra Sam-
vinnubankans. Guðmundur átti sæti i bæjarstjórn Húsa-
víkur frá 1970 og fram að þeim tíma er hann flyst suður.
Forseti bæjarstjórnar Húsavíkur var Guðmundur frá 1974
til 1977.
dæmi. Ég var t.d. í bæjarstjórn á
Húsavík í sjö ár og tel mig því alls
ekki aðkomumann. Hvað búset-
una varðar má geta þess að al-
þingismenn þurfa að búa í
Reykjavík rúmlega hálft árið.
— Ég er bjartsýnn fyrir hönd
okkar framsóknarmanna.
Straumarnir í íslenskum stjórn-
málum liggja á annan hátt en
fýrir síðustu kosningar. Fram-
sóknarflokkurinn hefur meðbyr.
Meðal framsóknarmanna í þessu
kjördæmi ríkir einhugur, en það
er ekki hægt að segja um aðra
flokka í kjördæminu og utan þess.
Hins vegar verða framsóknar-
menn og stuðningsmenn þeirra
að vinna mikið starf ef 3ja sætið á
að nást aftur. Ef Framsóknar-
flokkurinn kemur sterkur út úr
þessum kosningum er von til þess
að umbótasinnuð öfl ráði ferð-
inni næsta kjörtímabil.
Fjölbreyttara
atvinnulíf
Verði mér veitt umboð til setu á
Alþingi í komandi kosningum
mun ég fyrst og fremst beita mér
fyrir hinum ýmsu framfaramál-
um hér í kjördæminu. Ég vil vara
við öllum hrepparíg og innbyrðis
togstreitu. Þetta er eitt kjördæmi
og ég mun líta á mig sem fulltrúa
þess alls.
Segja má að hægt sé að skipta
kjördæminu I þrjá aðalþætti, þ.e.
Akureyri, þéttbýliskjarnana frá
Ólafsfirði til Þórshafnar, svo og
sveitahéruðin. Sérhvem þessara
þriggja þátta verður að byggja
þannig upp að þeir styðji og styrki
hver annan. Það þarf að gera at-
vinnulífið fjölbreyttara og gæta
þess vandlega að búseta raskist
ekki. Ég mun að sjálfsögðu leggja
því lið að kveða niður verð-
bólgudrauginn, en vara hins veg-
ar við róttækum aðgerðum, sem
geta orsakað samdrátt er bitnar
fyrst og fremst á félagslegri þjón-
ustu og uppbyggingu í hinum
dreifðu byggðum. .
««■■■■■/
Gylfi Þórhallsson skrifar um:
SKAK
NÚ STENDUR yfir Haustmót S.A.
1979. Teflt er í þrem flokkum. Staðan
eftir þrjár umf. f efsta flokki. 1.-2.
Áskell öm Kárason og Margeir
Steingrímsson 2 v. og óteflda skák sín
á milli. 3.-4. Jón Árni Jónsson og Kári
Elísson einnig með 2 v. 5.-6. Arn-
grímur Gunnhallsson og Níels Ragn-
arsson 1 v. og í 7.-8. sæti. Davíð Har-
aldsson og Jóhann Snorrason 'h v.
Guðmundur Svavarsson er efstur í B.
flokki mcð 3 v. af 3. Miklar sviftingar
áttu sér stað í skákinni, sem hér er birt,
en hún var tefld í 1. umf.
Hvítt. Jón Árni Jónsson
Svart. Davíð Haraldsson.
Kóngsbragð.
1. e4-e5
2. f4-
(Kóngsbragðið hefur verið lítið teflt
á skákmótum undanfarin ár, þar sem
rannsóknir hafa sýnt að svartur á að
geta jafnað taflið fljótt.) 2.-exf4
(einnig er talið gott 2.-d5).
3. Rf3-h6
4. Bc4-d6
5. d4-g5
6. 0-0-
(Nú er komin upp sama staða og í
skák Jóns L. Árnasonar og Bent
Larsen í 8. Reykjavíkurskákmótinu
1978. Larsen lék hér 6.-Bg7, og fram-
haldið var 7. g3!?-Rc6, 8. gxf4!?-g4, 9.
d5-gxf3, 10. dxc6-Df6! og svartur
stendur betur.) 6.-Be7 (?) (betra er 6.-
Bg7, þá er kominn þekkt staða í Han-
steinbragði, eða 6.-Rc6 ef 7. g3-g4, 8.
Rh4-f3 og síðan 9.-Be7.) 7. Rc3
(nákvæmari er 7. c3).
7. -Rc6
8. d5!?-Re5
9. Rxe5-dxe5
10. b3-Rf6
11. Ra4?-a6
12. Rc3-Bc5
13. Khl-Rg4
14. Df3?
(Betra er 14. De2) 14.-h5?? (hér gat
svartur gert út um skákina með 14.-
Rxh2!! 15. Kxh2-g4 16. De2-Dh4 mát
eða 15. De2-g4!, 16. g3-Rxfl, 17.
Dxfl-fxg3 og hvítur verður mát í
tveim leikjum.)
15. g3-Re3
16. Bxe3-Bg4!?
(Svartan grunar ekkert um áform
hvíts, svartur gat tekið þetta rólega
með 16.-Bxe3 þó svarta liðið sé nú
mest heima, þá stendur hann óneiti-
lega betur að vígi, hefur biskupaparið
og peð yfir, auk þess standa hvítu
mennirnir illa.)
17. Bxc5!!-Bxf3
18. Hxf3-g4
19. Hd3-Dd7?
(Betra er 19-h4! og reyna að skapa
sér góð sóknarfæri. Nú er ekki aftur
snúið, og hvítur gerir út um skákina
fljótt).
20. d6!-0-0-0
21. Rd5!-De8
22. dx7-Hxd5
23. Hxd5-Kc7
24. Bd6x-Kc6
25. Hadl-Hh6!?
26. b4-Hxd6
27. Hxd6x-Kc7
28. Hf6-da4
29. Hxf7x-Kb6
30. Hld7!-gefið.
Svartur kemst ekki hjá máti eða
gefa drottninguna. — Lífleg skák.
Sigurður Sigurðsson, (slandsmeistari i lyftingum, leiðbeindi á námskeiðinu. Sigurður er með auglýsingu fyrir
amerfska herinn á maganum. Mynd: Ó.Á.
Nei, alls ekki.
Firmakeppni í innanhúsknattspyrnu
Haustmót
HELGINA 24. og 25. nóv. n.k. gengst knattspyrnudeild
Þórs fyrir firmakeppni í innanhúsknattspyrnu, og verður
keppt í íþróttaskemmunni.
Tvö fyrirtæki með færri en 10 starfsmenn hvert mega
senda sameiginlegt lið til keppninnar.
Þátttökugjald er kr. 25.000,00 á lið.
Þátttökutilkynningar sendist fyrir 15. nóv. í pósthólf 615
merktar „firmakeppni.“ Þátttökutilkynningum skal fylgja
þátttökugjald og nafnalisti með 8 mönnum sem skipa lið
fyrirtækisins. Upplýsingar gefa Daníel Snorrason í síma
24702 og Ómar Kristvinsson í síma 24063.
leikanna m.a. hringjunum.
Hann hefur endurvakið áhuga á
þessari íþrótt, og hefur nú verið
stofnað fimleikaráð Akureyrar
sem hefur með höndum yfir-
stjórn íþróttarinnar.
Um síðustu helgi komu á
vegum ráðsins til Akureyrar
þekkt fimleikafólk úr Reykjavík
m.a. Sigurður Sigurðsson
Islandsmeistari, sem einnig er
íslandsmeistari í stangarstökki,
og Berglind Pétursdóttir ís-
landsmeistari kvenna.
Þau leiðbeindu fimleikafólki
alla helgina í íþróttahúsinu í
Glerárhverfi. Það íþróttahús er
mjög vel búið tækjum til fim-
leikaiðkunnar m.a. er þar eina
tvöfalda trambólínið á landinu.
Myndirnar hér á síðunni tók
blaðamaður íþróttasíðunnar á
sunnudaginn í íþróttahúsinu, en
þá voru allir aldurshópar á æf-
ingu.
Myndir; Ó.Á.
Flikk
flakk
Fimleikar
afturá
Akureyri!
FIMLEIKAR er íþróttagrein
sem lítið orð hefur farið af
hér á Akureyri undanfarin ár.
Þó hafa ávallt verið ein-
hverjir sem lagt hafa stund á
þá íþrótt, en þeir hafa yfir-
leitt verið úr skólum bæjarins
og undir stjórn viðkomandi
íþróttakennara. Áður fyrr
voru starfandi fimleikaflokk-
ar sem komu fram á
skemmtunum, og sýndu listir
sínar við mikla hrifningu.
Fyrir skömmu fluttist til bæj-
arins Herbert Halldórsson, en
hann er fyrrverandi Islands-
meistari í ýmsum greinum fim-
4.DAGUR
, ♦ ♦., < ♦
DAGUR.5