Dagur - 08.01.1980, Síða 8
DAGUR
Akureyri, þriðjudagur 8. janúar 1980
ÞJÓNUSTA
FYRIR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
Ólafsfjörður:
Nýr sjúkrabíll
ólafsfirði 7. janúar
INNAN fárra vikna verður nýr
sjúkraflutningabfll tekinn í
notkun á Ólafsfirði. Bíllinn er í
eigu Rauðakrossdeildarinnar,
sem keypti hann á síðasta ári
fyrir tæpar fimm milljónir
króna.
Nú er unnið við innréttingar í
bílnum hjá verkstæðum á Ólafs-
firði. Bíllinn er af Chervolet gerð,
mjög fullkominn. í honum verður
m.a. súrefnistæki.
Til þessa hefur lögreglubíllinn
verið notaður í sjúkraflutninga, en
eins og kunnugt er var á sínum tíma
ákveðið að lögreglubílar skyldu
vera undanþegnir slíkum flutning-
um. Því hefur lögreglan helst ekki
viljað koma nálægt sjúkraflutning-
um nema brýna nauðsyn hafi borið
til. Það er því mikið öryggi I því
fólgið að hafa sérstakan sjúkrabíl.
Ár. Þ.
Landbúnaðar
ráðherra
spurður um
búvöruverð
Á ALÞINGI fyrir jól spurði
Stefán Valgeirsson landbúnað-
arráðherra eftirfarandi spurn-
inga um búvöruverð:
1. Á hvaða lagagrundvelli
ákvað ríkisstjórnin að fresta gildis-
töku þess búvöruverðs, er sex-
mannanefndin ákvað að ætti að
taka gildi 1. des. s.l.?
2. Telur ríkisstjórnin, að hún hafi
haft lagalegan rétt til að heimila, að
hluti af verðákvörðun sexmanna-
nefndar komi til framkvæmda 12.
þ.m., en synja framkvæmd hluta af
verðbreytingunni?
3. Fellur ekki sá hluti, sem synjað
var, undir þær verðbreytingar, sem
heimilar eru samkvæmt samþykkt
ríkisstjórnarinnar 17. þ.m., þar sem
þær eru að mestum hluta vegna
launabreytinga?
4. Hve hárri fjárhæð launa sinna
tapa bændur vegna umræddrar
frestunar, eða ætlar ríkisstjórnin að
bæta bændum tapið og þá hvenær?
Svör frá ráðherra eru væntanleg
þegar þing kemur saman á ný.
Enn er unnið við innréttingar áður en bíllinn verður tilbúinn.
Sauðárkrókur:
Gáfu útsetningar
og eina milljón
Sauðárkróki 7. janúar
LAUGARDAGINN 5. janúar
voru liðin 15 ár frá því að Eyþór
Stefánsson, tónskáld, setti Tón-
listarskólann á Sauðárkróki í
fyrsta sinn. Af þessu tilefni boð-
aði Eyþór til fundar á heimili
sínu og afhenti skólanum til
eignar og verðveislu tónverka-
handrit.
Um er að ræða útsetningar
Eyþórs á 24 þekktum lögum, sem
hann gerði, er hann var við tónlist-
arnám í Reykjavík í febrúar og
mars 1928. Þá er tónlistarútsetning
sem Karl O. Runólfsson gerði af
lagi Eyþórs — Mín heimabyggð —
sem hann samdi í tilefni 100 ára
afmælis Sauðárkróksbæjar 1971.
Nú hefur Eyþór skrifað allar
hljóðfæraraddir sérstaklega og
fylgir þeim handrit. Þá afhentu
Eyþór Stefánsson og kona hans,
Sigríður Stefánsdóttir, eina milljón
króna að gjöf til sjóðsstofnunar við
skólann. Hlutverk skólans verður
að styrkja nemendur til framhalds-
náms í hljóðfæraleik eða söng eftir
að þeir hafa lokið prófum við Tón-
listarskólann á Sauðárkróki.
í fyrri önn skólans í vetur voru
130 nemendur. Við hann starfa nú
3 fastránir kennarar og 3 aðrir í
hlutastarfi. Skólastjóri er Eva Snæ-
björnsdóttir. G.Ó.
'— •Jl
s )JL_
% Umhverfis-
vernd, land-
nýting og
skipulag
byggða
Á undanförnum árum hafa átt
sér stað miklar umræður á hln-
um Norðurlöndunum um um-
hverfisvernd og skipulag land-
nýtingar. Þannlg að ekki sé um
ot gengíð áland, sem vel er fallið
tíl landbúnaðar og það lagt undir
vegi og önnur mannvlrki. Þessar
umræður hafa ennfremur beinst
að því, að viðhalda byggð i af-
skekktari byggðarlögum. Á veg-
um Norrænu bændasamtak-
anna hefur þetta efni oft verið
rætt og haldnir fundir þar, sem
um það hefur verið fjaflað sér-
staklega. Nú fyrir skömmu var
háldin ráðstefna á vegum Rá-
herranefndar Norðuriandaráðs á
Helsingjaeyri í Danmörku, um
skipulagningu byggða og land-
nýtingu. Þátttakendur t ráð-
stefnunni voru náttúrufræðingar
og landslagsskipuleggjendur.
Frá Islandi mættu. prófessor
Agnar Ingólfsson og mag. Yngvi
Þorsteinsson, en sá síðamefndi
flutti erindi á ráðstefnunni, sem
hann nefndi „Gróðurkort sem
grundvöllur að skípulagðri land-
nýtingu í landbúnaði.“
Erindi Ingva vakti mikla at-
hygli og hann var beðinn um að
flytja erindi um sama efni við tvo
háskóla á Norðuriöndum. Nið-
urstaða ráðstefnunnar var sú að
unnið verði að söfnun gagna á
öllum Norðurlöndunum um nýt-
íngu lands og hvernig má koma í
veg fyrir skaðieg áhrif á
umhverfið.
£ Gaddavír
og smábörn
Lesandi kom að máli við
blaðið og vakti athygli á að í
nágrenni við leikvöll hér í bæ
er gaddavír notaður í girð-
ingu umhverfis löð. Húsráð-
andi mun nota einn streng og
er vírinn í þeirri hæð að
ungabörn eiga hægt með að
skaða sig á honum. Ekki vit-
um við hvort leytilegt sé að
nota gaddavír í bæjarlandinu,
en a.m.k. er það óheppllegt
girðingarefni ef mikið af
smáfólki er í nágrenninu.
35 ára kaupstaðarafmæli
Um þessar mundir eru 35
ár síðan Ólafsfjörður fékk
kaupstaðarréttindi. Nú-
verandi bæjarstjóri á
Ólafsfirði er Pétur Már
Jónsson. íbúum Ólafs-
fjarðar eru færðar ham-
ingjuóskir í tilefni afmæl-
isins.
Merkis-
kona
látin
Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. janúar
Hilmir er hið glæsilegasta skip. Mynd: á.þ.
Slippstöðin h.f. afhendir nýtt skip
ÞAÐ ER fremur gott hljóð í
mönnum enda hefur tíðarfar
verið gott í haust og vetur. Nú er
snjór yfir öllu, en allir vegir eru
færir það ég veit. í vetur hefur
aldrei snjóað svo mikið að stærri
bflar hafi ekki komist leiðar
sinnar.
Nú er látin sú aldna merkiskona
Þuríður Vilhjálmsdóttir frá Sval-
barði, á 91. aldursári. Þuríður var
gift Þorláki Stefánssyni og áttu þau
fimm sonu. Þuríður var kennari að
mennt.
Síðustu árin dvaldi hún í Skjald-
arvík og lést á Akureyrarspítala.
Jarðarförin fer fram frá Svalbarði á
morgun. Ó. H.
SÍÐASTLIÐINN laugardag var
sjósett frá Slippstöðinni h.f. á
Akureyri nýtt nótaveiðiskip og
hefur það hlotið nafnið Hilmir
SU 171. Eigandi skipsins er
Hilmir h.f. Fáskrúðsfirði.
Nýja skipið er að öllu leyti
hannað af starfsmönnum tækni-
deildar Slippstöðvarinnar. Lestar-
lengd þess er 56,5 metrar, lengd p p
49,20 metrar og breidd 11 metrar.
Dýpt að efra þilfari er 7,50 metrar
Og mesta djúprista 5,80 metrar.
Lestarrými er 1320 rúmmetrar og
þar af eru 580 rúmmetrar í sjó-
kældum tönkum. Burðargeta er
1360 tdw.
I skipinu eru íbúðir fyrir 16
menn, 5 tveggja manna klefar og 6
eins manns klefar, þar með talin
íbúð skipstjóra.
Aðalvélin er af gerðinni Wick-
mann 6AXHG, sem er útbúin fyrir
brennslu á svartolíu og afkastar
2400 hestöflum við 475 snúninga á
mínútu. Skipið er búið skipti-
skrúfu, sem drifin er um niður-
færslugír. Þvermál skrúfunnar eru
um 3 metrar og snúningshraði 200
snúningar á mínútu. Hjálparvélar
eru tvær, af gerðinni Caterpillar. Af
öðrum búnaði má nefna tvær
þverskrúfur, 350 og 500 hestöfl og
þrjá þilfarskrana, uggastýri af
Beckersgerð og vökvadrifinn viftu-
búnað, sem framleiddur er af Rapp
Heidermann A/S Noregi. Auk þess
eru öll siglingar og fiskleitartæki af
fullkomnustu gerð. Auk nótaveiði
er skipið útbúið fyrir skuttog með
flotvörpu.
Næstu verkefni hjá Slippstöðinni
á Akureyri eru smíði á togveiði-
skipi fyrir Höfða h.f. á Húsavik,
sem afhent verður í febrúar á næsta
ári og togveiðiskip, sem einnig
verður útbúið til rækjuveiða,
vinnslu og frystingar og er það
smíðað fyrir útgerðarfélag Skag-
strendinga og afhendist í ágúst
1981.