Dagur - 29.01.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 29.01.1980, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 29. janúar 1980 6. tölublað Krossanes Mengun úr sögunni? — kynna sér tæki sem eyða lykt og reyk UM HELGINA fóru Pétur Antonsson, forstjóri Krossa- nessverksmiðjunnar, og Gunnar Ólafsson, forstjóri Fiskiðjunnar í Keflavík, til Bandaríkjanna, til að skoða nýja tegund tækja til þurrkunar á mjöli, sem jafn- framt eyða bæði lykt og reyk frá loðnuverksmiðjunum. Tæki af þessari tegund eyða lítilli orku. Bæði þessi fyrirtæki hafa átt við mengunarerfiðleika að stríða, svo sem kunnugt er. Pétur sagði í viðtali við Dag, að þeir hefðu frétt af þessum tækjum í nóvember s.l., en áður hefðu þeir kynnt sér norsk tæki til að eyða mengun, og sem nýttu jafnframt hitann úr reyknum. Talið er að þessi norsku tæki kosti um 250 milljónir íslenskra króna, hingað komin, en auk þess þyrfti að kaupa á þau ýmis konar aukabúnað, s.s. gufuketil fyrir 70-80 milljónir og fleira. Áætlað er að bandarísku tækin kosti 250 milljónir króna í Bandaríkjunum. Óvissa ríkir um flutningskostnað og tollaflokkun og sagði Pétur, að þeir hefðu verið að giska á að verð tækjanna yrði um 500 milljónir, hingað komin. Hugsanlegt væri að smíða hluta bandarísku tækjanna hér á Akur- eyri, og þegar allt kæmi til alls yrðu þau hugsanlega ekkert dýrari en norsku tækin, með þeim aukabún- aði sem með þeim þarf. Pétur Antonsson sagði, að það væri nær ógerlegt fyrir verk- smiðjurnar hér á landi, að leggja í þennan mikla kostnað á eigin spýt- ur. Tillaga hefði komið um það á Alþingi, að ríkið hlypi undir bagga. Lykteyðingartæki eru þegar tollfrjáls, en þar sem meira fylgdi með í þeim bandarísku, væri enn ekki vitað hvernig þau yrðu tolluð, ef keypt yrðu. Hann sagðist að- spurður ekki vita enn, hvort þessi bandarísku mengunartæki gætu leyst vanda allra verksmiðjanna, — Það kæmi í ljós, en það yrði örugg- lega úr kaupum, ef þeim litist vel á það sem þeir sæju. Reykurinn frá Krossanesi hefur angrað marga. Keyptu 56fólksbfla á einu bretti BÍLALEIGA Akureyrar s/f hefur fest kaup á 56 Subaru bifreiðum sem komu til Akur- eyrar í gærkveldi með flutn- ingaskipinu Bifröst. Að sögn Kjúklingabúið Fjöregg Engin sýking fundist í kjötinu síðan í haust MJÖG mikill samdráttur hef- ur orðið í sölu kjúklingakjöts og rekja menn það helst til þess, að salmonellasýking fannst í kjúklingakjöti frá kjúklingabúinu Fjöreggi í Sveinbjarnargerði í ágúst í fyrra. Talið er að salan hafi Hænuungar í Sveinbjarnargerði. Mynd: H. S. farið allt niður í 30 prósent, af þeirri sölu sem áður var, og sé nú um 50 prósent heildarsöl- unnar. Að sögn Jónasar Halldórssonar í Sveinbjarnargerði, sem jafn- framt er formaður Félags kjúkl- ingabænda, eiga kjúklingabúin nú við mikla erfiðleika að stríða og horfur eru á að tvö eða þrjú bú sunnanlands verði að hætta rekstri. Miklar birgðir hafa safn- ast upp. Ekki hefur fundist salmonellu- sýking í framleiðslu Fjöreggs síð- an í haust, enda hafa nú verið gerðar slíkar varúðarráðstafanir, að slíkt á að vera óhugsandi. Öll framleiðsla búsins er nú sett í 90 gráðu heitt vatn í 15—20 sekúnd- ur, og nægir það til að drepa salmonellubakteríuna, ef svo skyldi vilja til að hún væri í kjöt- inu. Skúla Ágústssonar hjá B.A. er þetta mesta magn bíla sem fyrirtækið hefur keypt á einu bretti. Innkaupsverð bílanna, sem eru þeir síðustu af '19 ár- gerðinni, er um 170—180 milljónir króna. „Við erum að endurnýja bíla- Hafa aldrei aflað betur Grcnivík 25. janúar. FRYSTIHÚSIÐ tók á móti 3.400 tonnum í fyrra, sem er 430 tonnum meira en árið áður. Vinnslan skiptist þannig: Freð- fiskur 44 þúsund kassar eða 1.035 tonn, saltfiskur 135 tonn og skreið 80 tonn. Þetta er mesta aflamagn, sem við höfum tekið á móti á Grenivík á einu ári frá upphafi. í janúar hefur línufiskirí verið gott, bæði hjá stóru bátunum tveimur sem róa djúpt og eins hjá smábátunum, sem sækja sinn afla fram á fjörðinn. Þann 18. janúar voru alls 206 tonn komin á land. Netaveiði hefur verið léleg í vetur. Leikfélagið Vaka hefur nýhafið æfingar á gamanleiknum „Allir eru þeir eins“ eftir Joyce Rayburn. Þessu verki leikstýrir Auður Jóns- dóttir. Þetta er annað verkið sem hún leikstýrir fyrir klúbbinn. Leik- endur eru fimm. Stefnt er að frum- sýningu í lok febrúar. P. A. flotann og höfum nú þegar selt allmarga af gömlu bílunum og erum enn með nokkra bíla á söluskrá," sagði Skúli Ágústsson. „Subaru bílarnir eru af þremur gerðum, þ.e. 2ja, og 4ra dyra og Coupé. Þeir eru allir með fram- hjóladrifi." Bílaleiga Akureyrar er nú orðin stærsta bílaleiga landsins með um 170 bíla í flotanum. Skúli sagði að hún væri sú eina sem gæti t.d. boðið upp á jeppabifreiðir — nokkrar þeirra má sjá í kvik- myndinni „Út í óvissuna“ sem verið er að sýna í sjónvarpinu. „Ég vil taka það fram að við erum sérstaklega þakklátir um- boðsmanni Subaru á íslandi, Ingvari Helgasyni, fyrir að gefa leyfi sitt til að ganga inn í samn- ing sem hann átti í Belgíu, en þaðan koma bílarnir 56 til Is- lands,“ sagði Skúli að lokum. Ragnar Lár. skrifar um Punktiia og Matta í opnu Tengingar Hita- veitu Akureyrar í dag má tengja íbúðarhús í eftir- töldum hverfum: Oddeyri austan Glerárgötu, öll hús við Lyngholt og Stórholt. Hús við ytri „holtin“ geta fengið tengingu um miðja næstu viku og væntanlega verður 3ji áfangi hitaveitu í Önguls- staðahreppi tilbúinn til tenginga um svipað leyti. Nýnámskeiö Nú er hafin innritun á nám- skeið Myndlistaskólans á Ak- ureyri. Meðal nýmæla í starf- semi skólans má nefna nám- skeið í quilting, sem er klúta- og vattsaumur, og í leturgerð, og þá verður einnig starfrækt myndlistadeild, þar sem eink- um verður kennd nútímamál- un, nýlist, módelteiknun og listasaga og fagurfræði. Fyrir- hugað er að starfrækja dags- skóla í myndlistum, að mestu sniðinn eftir því sem tíðkast við Myndlista- og handíða- skóla Islands, strax næsta haust. Byrjendanámskeið til undir- búnings inntökuprófinu verða starfrækt í vetur. Skólastjóri Myndlistaskólans er Helgi Vilberg. Tvö blöð í viku! DAGUR kemur nú aftur út ivis- var i viku. Auglýsendur eru minntir á að skilafrestur auglýs- inga í fimmtudagsblaðið er klukkan nitján á miðvikudögum. Síðustu forvöð til að koma aug- lýsingum í þriðjudagsblaðið er klukkan 19 á mánudögum. Vilja vernda Torfunefs- bryggju Nú mun hafin undirskrifta- söfnun þeirra sem vilja vernda Torfunefsbrygguna, en svo sem kunnugt er á hún að hverfa undir malbik sam- kvæmt fyrirhuguðu mið- bæjarskipulagi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.