Dagur - 29.01.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 29.01.1980, Blaðsíða 6
Akureyrarkirkja. Messað verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 216-299- 120- 121 - 527. Kvenfélag Akureyrar- kirkju annast kaffiveitingar í kapellunni að lokinni messu. B.S. I.O.G.T. Bingó föstudaginn 1. febr. kl. 8.30 e.h. að Hótel Varðborg. Margt góðra vinninga. Fjölmennið. Nefndin. Spilavist. N.L.F.A. heldur spilavist í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Góð verðlaun. Nefndin. Hestamannafélagið Léttir. — Aðalfundur íþróttadeildar verður 1 Hótel Varðborg 31. janúar kl. 8.30 e.h. Gengið inn að vestan. Kvenfélagið Hlíf heldur aðal- fund sinn í Amaróhúsinu fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.30. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga. Afmælisfagnaður félagsins verður í Smiðjunni sunnu- daginn 3. febrúar kl. 20.30. Þátttaka tilkynnist á aðal- fundi og í síma 23050 og 23717, fyrir 1. febrúar. Hlífarkonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. I.O.O.F. 2 — 161218V4 — v.h.m. — 9. —III. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn 3. febrúar kl. 13.30 er sunnudagaskóli og kl. 17 samkoma. Jón Viðar guð- laugsson talar. Mánudaginn 4. febrúar kl. 16 heimilis- samband. Fíiadelfía Lundargötu 12. Al- menn samkoma á fimmtu- dag 31. janúar kl. 20.30. Al- menn samkoma á n.k. sunnudag 3. febrúar kl. 20. Söngur, vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 10.30. Öll börn velkomin. Fíladelfía. Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 3. febr. er sunnu- dagaskóli kl. 11. öll böm velkomin. Samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS ÞORVALDSSONAR, Stórholti 4, Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa félögum úr Geysi fyrir frábæran söng. Kristjana Steinþórsdóttir og aðrir aðstandendur. Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og jarðarför sonar, bróður og mágs, INGIMUNDAR ÁRNASONAR. Auður Kristinsdóttir, Árni Ingimundarson, Guðrún Arnadóttir, Ólafur H. Ólafsson, Kristín S. Árnadóttir og Friðrik V. Guðjónsson. Vilhjálmur Hjálmarsson, f.v. alþm. skrifar: Það er búið að kjósa Dagur fór þess á leii við Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku, fyrrverandi ráð- herra og alþingismann, að hann segði álil silt á þvi sem er að gerasl i sijórnmálun- um. Fer grein Villtjálms hér á eflir. Gestur Pálsson átti beittan penna og skrifaði sögu og blaðagreinar: Skipshöfn stóð í flæðarmáli og studdist fram á skip sitt, áraskip. — Eigum við að setja? sagði formað- urinn og aðrir bátverjar tóku undir: — Já, eigum við að setja? Þeir ræddu málið um hríð og voru fyrr en varði komnir út í allt aðra sálma, þar til einhver spurði á ný: — Eig- um við að setja? Þá hófst næsta umferð og síðan koll af kolli. Að lokum hljóðnaði hópurinn og mennirnir tíndust í burtu einn af öðrum og skildu skipið eftir þar sem það stóð — í flæðarmálinu. Oft hefur mér komið þessi saga í hug, þegar „þóf gengur langt úr hófi“ við myndun ríkisstjórnar. Við skulum ekki álasa þingmönnum, sem eru, hvað sem hver segir, þverskurður af samfélaginu, sömu kostum búnir og háðir sömu tak- mörkunum. En menn hugsa sitt af hverju og stundum upphátt. Ég hugsa svona: Það er skylda kjör- inna þingmanna að mynda ríkis- stjórn, sjálfsögð skylda, engu síður þegar þungt er fyrir fæti. Utanþingsstjórnir eru öryggis- loki, sem þó er óvirkur, nema Al- þingi sjái fyrir löggjöf. Alþingismenn eru kosnir til að hafa jákvæð áhrif á gang þjóðmála. Samningum sagt upp fyrir mis- skilning í NÓVEMBER sagði Far- manna- og Fiskimannasam- band íslands upp samningum fyrir hönd Aðildarfélaga sinna og þeirra á meðal Skipstjórafé- lags Norðlendinga. 1 síðustu viku dró FFSI uppsögn S.N. til baka þar sem hún var send LÍÚ á sínum tíma án þess að haft væri samband við S.N. Félagar í S.N. hafa ekki í hyggju að segja upp samningum og var það fyrir mistök hjá FFSI að nafn Skipstjórafélags Norðlendinga flaut með þegar LIU fékk til- kynninguna. Möguleikar til þess aukast með að- ild að ríkisstjórn. í lýræðisþjóðfélögum byggjast lyktir mála á samkomulagi um lausnina, innan landsmálaflokka og flokka í milli. Þetta er sameiginlegt einkenni Vilhjálmur Hjálmarsson. lýðræðis og almennrar siðvæðing- ar. Óskoruð drottnun hins sterkasta gildir aftur á móti á vígvöllum og meðal villidýra. Samsteypustjórn er fyllilega eðlilegt úrræði. Meirihluti eins flokks verður ekki tryggður í lýðræðisþjóðfélög um. Hér-verður-ekki-stjórnað-án- kerfisbreytingar-kenningin er kjaftæði. Vitanlega verður að vanda gerð grundvallarlaga sem má. Eitt saman leysir það þó ekki vanda stjórnunar. Þar þarf menn til. Hollt er að festa sér í minni meginatriði. Rósemi og varúð eru góðir förunautar. Hik og ótti afleit. íslenskir stjórnmálamenn hafa um sinn gert einkunnarorð skips- hafnarinnar hjá Gesti Pálssyni að sínum: Eigum við? Þetta gengur ekki öllu lengur. Landið er fjárlagalaust og reyndar stjórnlaust. Það er búið að kjósa. Níutíu hundraðshlutar lcjósenda greiddu Blómlegt starf AKUREYRSKIR skákmenn tefldu nýlega tvær umferðir í 1. deildarkeppninni í skák. Teflt var við Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Hafnarfjarðar. Lauk þeirri viðureign á þann veg að T.R. fékk 5 v. gegn 3 v. Akur- eyringa, en síðan unnu Akur- eyringar Hafnfirðinga með 7 v. T. R 1. borð Margeir Pétursson 0 v. 2. — Jón L. Árnason 'h v. 3- — Haukur Angantýsson I v. 4. — Ásgeir Þ. Árnason 1 v. 5. — Björn Þorsteinsson 1 v. 6. — Stefán Briem 0 v. 7. — Jóhann Hjartarson 'h v. 8. — Jóhannes Gísli Jónsson 1 v. gegn 1 v. Akureyringar eru nú efstir í deildarkeppninni með 32.5 v. að loknum 6 umferðum, en þess ber að gæta að T.R. hefur leikið einni umferð minna, en þeir eru í öðru sæti. Einstök úrslit i keppni T.R. og Skákfélags Akureyrar urðu þessi: S. A. Helgi Ólafsson 1 v. Gylfi Þórhallsson 'h v. Áskell Kárason 0 v. Halldór Jónsson 0 v. Jón Björgvinsson 0 v. Kári Elísson 1. v. Þór Valtýsson 'h v. Margeir Steingrímsson 0 v. Skákþing Akureyrar hefst mánudaginn 4. febrúar. Teflt verð- ur í Lundarskóla og teflt verður mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir sunnudag 3. febrúar og ber að skila þeim til Atla Bene- diktssonar í síma 21612 eða Sig- urjóns Sigurbjörnssonar í síma 25245. Nú stendur yfir á vegum Skák- félags Akureyrar námskeið í skák fyrir félaga í S.A. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Helgi Ólafsson al- þjóðlegur skákmeistari. Námskeið- ið er haldið í Lundarskóla og stendur yfir þessa viku. Helgi leið- beinir unglingum frá 17—19 ára en fullorðnum frá 20—22. Vænta menn góðs af starfi Helga. Húsnæðisvandræði hafa mjög háð starfsemi skákfélagsins undan- farin ár og gerir enn. Nú hafa for- ráðamenn Lundarskóla ljáð S.A. húsnæði fyrir Akureyrarmótið og skáknámskeið. Ber þeim góðar þakkir fyrir það. Skákfélagið væntir þess að senn styttist í að bæjarfélagið skapi fé- lagasamtökum nauðsynlega hús- næðisaðstöðu, sem er forsenda þess að eðlilegt félagsstarf dafni í bæn- um. (Fréttatilkynning) atkvæði. Það er krafa þessa fólks að Alþingi myndi ríkisstjórn og að þingið og stjórnin hefjist þeg ar handa. Svo sem lög gera ráð fyrir! Eins og fyrri daginn veit enginn á þessari stundu hvað upp kemur í næstu kosningum. En það er ekki málið. — Karlakór Akureyrar 50 ára ... (Framhald af bls. 8). kórfélaga lagt drjúgan skerf til fjáröflunar og í fyrra nam styrkur frá bænum 450 þúsund krónum. Starfsemi kórsins hefur ekki ein- göngu verið bundin við Akureyri, heldur hefur hann á liðnum árum sungið um nær allt land og árið 1967 fór hann í söngför til Norður- landa. Hljómplata kom út á vegum kórsins árið 1975. Fyrsti formaður Karlakórs Ak- ureyrar var Áskell Snorrason, en hann var aðalhvatamaður að stofnun hans, ásamt Þóri Jónssyni. Jónas Jónsson frá Brekknakoti á lengstan feril sem formaður, á annan áratug. Sá sem lengst hefur setið í stjórn kórsins er Steingrímur Eggertsson, samtals í 24 ár. Söngstjórar hafa verið frá upp- hafi: Áskell Snorrason, Sveinn Bjarman, Áskell Jónsson, Jakob Tryggvason, Jón Þórarinsson, Guðmundur Jóhannsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Jón Hjörleifur Jónsson, Guðmundur Þorsteinsson og 1977 tók Guðmundur Jóhanns- son aftur við söngstjórn kórsins. Þess má geta, að Karlakór Akur- eyrar var fyrr á árum oft nefndur „Rauði kórinn“ sökum þess, að kórfélagar þóttu þá hafa nokkuð einlitar stjórnmálaskoðanir. Tveir nýir framkvæmda- stjórar JÓN SIGURÐARSON, verk- smstj. Plasteinangrunar hf. á Akureyri, hefur verið ráðinn að- stoðarverksmiðjustjóri við Skinnaverksmiðjuna Iðunni. Mun hann starfa þar með Ragnari Ólasyni verksmiðju- stjóra. Eftirmaður Jóns við Plasteinangrun hf. hefur verið ráðinn Gunnar Þórðarson. Jón Sigurðarson er 27 ára gam- all. Hann lauk námi í efnaverk- fræði frá Verkfræðiháskólanum í Danmörku 1977, og hefur síðan starfað hjá Plasteinangrun hf„ þar af sem verksmiðjustjóri frá því í júní 1977. Hann tekur við nýja starfinu hinn 1. maí. Jón er kvænt- ur Sigríði Pétursdóttur, og eiga þau tvö börn. Gunnar Þórðarson er 27 ára gamall, og lauk hann prófi í efna- verkfræði frá Imperial College í London 1977. Síðan hefur hann starfað hjá Iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri við ýmis sér- verkefni, m.a. á sviði áætlanagerð- ar. Hann tekur til starfa hjá Plast- einangrun hf. hinn 1. mars. Kelduhverfi: HART IBAK UNGMENNAFÉLAGIÐ Leifur heppni í Kelduhverfi hóf fyrir skömmu æfingar á leikritinu Hart i bak Jökul Jakobsson. Leikstjóri er leikarinn Saga Jónsdóttir. Áætlað er að frumsýna leik- ritið um mánaðamótin febrúar — mars. Ungmennafélagarnir æfa nú af Jcappi og eflaust verður sýningin ágæt. Brottfluttir Önguls- staðahreppsbúar ÞORRABLÓT verður í Freyvangi laugardaginn 9. febrúar kl. 20.30 stundvíslega. Miðapantanir hjá Ævari í síma 23019 eftir kl. 7 á kvöldin til og með mánudegi 4. febrúar. Takmarka verður boðsgesti vió tvo á hvert þátt- tökuheimili innan hreppsins. Brottfluttum hrepps- búum er óheimilt að taka með sér gesti. Aldurstak- mark ’64 og eldra. Verið öll velkomin. ÁRROÐINN. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.