Dagur - 12.02.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 12.02.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Ósvífni eða dóm- greindarleysi? Þó að margt furðulegt hafi yffir dunið á stjórnmálasviðinu síðustu mánuðina, þá taka öllu fram hugmyndir og til- lögugerð formanns Alþýðuflokksins, er hann lagði fyrir aðra stjórnmála- flokka 24. janúar s.l. varðandi stjórn- armyndunartilraun hans. í formála fyrir þessu plaggi segir meðal annars, að þar sé einnig höfð hliðsjón af hugmyndum og tillögum annarra flokka. Þetta sé tilraun til málamiðlunar og tilraun til þess að koma nýrri hreyfingu á stjórnarmynd- unarmálið. Annað kemur hins vegar í Ijós, þegar litið er á tillögurnar, því þær fela í sér enn meiri hægri stefnu, heldur en leiftursókn íhaldsins, þó svört væri. Gert er ráð fyrir að lög- binda allt kaup, lagt til að upp verði tekin slík aðhaldsstefna, að atvinnu- leysi væri óumflýjanlegt, væri eftir henni farið. Þá var gert ráð fyrir verð- tryggingu inn- og útlána og stefnt skyldi að jákvæðum raunvöxtum og að Seðlabankanum yrði að öllu leyti falin stjórn peningamála. Samkvæmt tillögum Alþýðuflokks- ins átti að taka til endurskoðunar allt verðlagningarkerfi búvöru, þannig að eðlileg skil, eins og það var orðað, áttu að vera milli hagsmuna bænda og vinnslustöðva. Með öðrum orðum átti að koma í veg fyrir að framleið- endurnir sjálfir gætu rekið vinnslu- stöðvarnar. Þá var gert ráð fyrir því að Byggðasjóður yrði lagður niður, há- mark útflutningsbóta yrði þegar á þessu ári lækkað í 9 prósent og áttu bæturnar að miðast eingöngu við sauðfjár- og nautgripaafurðir. Há- marksákvæði um útflutningsbætur skyldu eiga við um hvora afurðagrein fyrir sig, hámark sett á útflutnings- bætur fyrir hverja sölu, þannig að bætur yrðu greiddar í hlutfalli við út- flutningsverð og færu aldrei fram úr 100 prósentum af því. Hvorki átti að greiða vaxta- og geymslukostnað búvörubirgða, né umboðslaun til söluaðila, af útflutningsbótum. Lækka átti hámark útflutningsbóta í áföngum úr 10 prósentum, eins og nú er, í 7 prósent 1982. Fleira mætti upp telja af göfugum hugsjónum Alþýðuflokksins í þessu plaggi. Formaður Alþýðuflokksins varð undrandi á viðbrögðum fram- sóknarmanna við þessum tillögum og talaði um sprengingu í því sambandi, sem hann virtist ekki skilja hvernig stæði á. Þó ekki hafi verið nema vegna landbúnaðarkaflans eins, var fyllsta ástæða til að hafna algjörlega viðræðum um tillögurnar. Ef slíkar tillögur yrðu framkvæmdar, eins og mál standa nú, þá myndi slík stefnu- breyting leiða til þess, að fólkið í sveitunum yrði hrakið þaðan og ekki myndi það bæta hag margra þeirra, sem í þéttbýli búa. Ef þingflokkur Alþýðuflokksins hefur ekki áttað sig á, að það var blátt áfram ósvífni að sýna Framsóknar- flokknum slíkar tillögur, sem um- ræðugrundvöll til stjórnarmyndunar, þá er dómgreindarleysið í þeim flokki enn meira en menn hafa hingað til gert sér grein fyrir. Myndin er tekin vorið 1904. Á henni eru skólameistari Jón Hjaitalfn, kennararnir Magnús Einarsson, Halldór Briem og Stefán Stefánsson ásamt nemendum f efri bekk skólaár 1903-1904. Eftirtaldir nemendur hafa verið nafngreindir: í fremstu röð fyrir miðju situr Vilhelmina Sigurðardóttir, Ragnheiður og Lára Blöndal sitja sitthvorumegin við hana, en óvíst hvor er hvor. í 3ju röð er fyrsti maður frá vinstri Gunnlaúgur Tryggvi Jónsson, 3ji maður Kristinn Briem, 6ti maður Konráð Vilhjálmsson, og 8di maður er talinn vcra Sigdór Vilhjálmsson. í fjórðu og öftustu röð er 3ji maður frá vinstri Grfmur Grfmsson. Aðrir nemendur f efri bekk þetta skólaár voru: Björn H. Guðmundsson, Gfsli Þorgrfmsson, Guðmundur Ólafsson, Hannes Jónsson, Hjálmar Vil- hjálmsson, Jón Danfelsson, Jón Kr. Jónsson, Jón Sigurös- son, Magnús Matthfasson, Methúsalem Stcfánsson, Rögnvaldur Snorrason, Sigurður Guðmundsson og Þór- hallur Gunnlaugsson. Þeir sem geta nafngreint þá sem eru á myndinni, eru beðnir að koma upplýsingum til Tómasar Inga Olrich, konrektors Menntaskólans á Akureyri (sfmi: 22422) eða á rítstjóm Dags, Tryggvabraut 12, Akureyri. Ufgerðartæknar: SERMENNTUN í ÚTGERÐ FISKISKIPA ÞAÐ hefur verið fremur hljótt um útgerðardeild Tækniskóla ís- lands, en fyrstu útgerðartækn- arnir útskrifuðust vorið 1977 og nú hafa um 50 slíkir hafið störf í landinu. Þeir hafa fyrstir fslend- inga hlotið sérmenntun í útgerð fiskiskipa og allir hafa þeir orðið að vinna í ákveðinn tíma til sjós og lands áður en þeir hófu námið í Tækniskólanum. í skóianum fá nemendur bóklega og verklega fræðslu um viðskiptahlið þessara mála, ýmirkonar fræðslu um skip, tækjabúnað, veiðarfæri, fisk- vinnslu, stjórnun og bókhald. Lengd námstímans fer eftir und- irbúningsmenntun viðkomandi og tekur 3 annir eða VA náms- vetur. Fyrir nokkru komu nem- endur í umræddri deild til Akur- eyrar til að kynna sér starf ýmissa fyrirtækja hér í bæ — reymdar ætluðu þeir líka út á Dalvík, en vegna þess hve dagskráin var strembin sáu þeir sér það ekki fært. Dagur hitti tvo nemendur að máli — annar er reyndar fyrrum sjómaður á fertugsaldri — og þeir urðu fúslega við þeirri bón blaðsins að fræða lesendur um námið, en í upphafi þótti rétt að spyrja um hvaðan af landinu þeir kæmu. m I Pétur. Heimir. Starfið gott veganesti Pétur Olgeirsson er 34 ára, frá Húsavík, og hefur stundað sjó- mennsku í ein 20 ár. Hann gekk í stýrimannaskólann í Reykjavík, en hafði í hyggju að fara í land og komst þá að raun um að nú til dags verða menn að geta veifað prófblöðum ef þeir vilja fá vinnu við sitt hæfi. Heimir Hávarðsson kemur hins vegar frá Súganda- firði og er 25 ára að aldri. Heimir hafði verið 3 vetur í Menntaskól- anum á tsafirði og stundaði síðast sjómennsku á skuttogaranum Guðbjörgu. Eflaust munu þessir tveir og flestir sem taka próf sem útgerð- artæknar — hafa síðar með höndum útgerð fiskiskipa. Er það vel að nemendur hafa allir stundað sjómennsku og unnið í frystihúsum í landi því það mun ugglaust verða þeim gott vega- nesti. Náminu í útgerðartækni má í grófum dráttum skipta í tvo þætti, annars vegar í rekstrar- og við- skiptafræði og hinsvegar hrein útgerðarfræði. Rekstrarkennslan spannar yfir mjög vítt svið og er reynt að veita nemendum innsýn í sem flestar greinar. Helstu kennslugreinar rekstrarhlutans eru: 0 Bókfærsla og skrifstofu- störf. Nemendum er gert að kunna skil á almennri bókfærslu, uppgjöri reikinga og þekkja til skrifstofustarfa yfirleitt. 0 Þrjár Myndir úr sögu Mennta- skólans á Akureyri greinar hagfræði. Þjóðhagfræði sem fjallar um helstu hagfræði- kenningar, hag þjóðfélagsins og uppgjör þjóðarreikninga. Fiski- hagfræði. Hennar svið er auðæfi hafsins þ.e. fiskurinn og skyn- samleg nýting hans. 0 Rekstrar- hagfræði. Rekstur framleiðslunn- ar og hagræn stjórnun hennar £ Reksturstækni. Hún tekur yfir vítt svið og fjallar t.d. um at- vinnurannsóknir, afkastaaukandi kaupgreiðslukerfi, verksmiðju- skipulagningu, framkvæmda- áætlanir og fl. 0 Fjármál. I þeim er tekið fyrir innkaup birgða, birgðahald, framleiðslulotur, fjárfestingareikningar og greiðsluáætlanir. Auk þess er fjallað um lögfræði, trygginga- mál, ensk viðskiptabréf og skatt- skil. Þá er komið að þeim greinum sem snúa beint að útgerð og fisk- vinnslu % Veiðarfæri. Þar eru kynnt algengustu veiðarfæri og veiðiaðferðir, viðhald og þjón- usta könnuð og verðsamanburð- ur gerður. £ Fiskvinnsia Fjallað á mjög raunhæfan hátt um fisk- verkun og fiskmat. Menn úr greinum fiskvinslunnar koma og miðla af þekkingu sinni. og nem- endur komast í beina snertingu við fiskinn í frystihúsi fisk- vinnsluskólans í Hafnarfirði. 0 Veiðiaðferðir. Sú grein tekur fyrir stjórnun veiða og útgerðar svo og samskipti við lánastofnanir £ Skipið, vélin og rafeindatækni, eru þrjár greinar er fjalla um skipið tæknilega. Þá má að lokum nefna % fiskifræði og gerlafræði. Finna leiðir til úrbóta Námið er að stórum hluta byggt upp á heimsóknum og skoðunarferðum í fyrirtæki og stofnanir sjávarútvegsins og menn úr greinum hans koma í hverri viku og miðla af reynslu sinni. Þá eru farnar ferðir eins og sú sem nemendurnir fóru í til Akureyrar. Hins vegar telja margir nemendumir að mikil- vægasti þáttur námsins sé hið svo kallaða lokaverkefni, en þá velja nemendur sér, einn eða fleiri, fyrirtæki sem starfrækir bæði út- gerð og fiskvinnslu. Eiga þeir að fara yfir bókhald fyrirtækisins, reikna út fjárhagsstöðu þess, finna framlegð hinna ýmsu veiða og vinnslugreina, athuga stjórn- unarþætti, vinnslurásir, nýtingu á vinnslu aflans og reyna að benda á leiðir til úrbóta á ýmsum svið- um, ef hægt er að gera betur. Nemendur úr deildinni hafa gert slíka úttekt á Útgerðarfélagi Akureyringa og nú ætlar Pétur ásamt öðrum nemenda. að gera slíka úttekt á Fiskiðjunni á Húsa- vík. DAGUR: Svo virðist vera að fólk rugli oft saman Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði og út- gerðardeildinni í Tækniskólan- um. PÉTUR: Þetta kemur efalaust af því að deildin við Tækniskól- ann hefur lítið sem ekkert verið kynnt almenningi. Náminu í okkar deild hefur þegar verið lýst hér að framan, en Fiskvinnslu- skólinn í Hafnarfirði er m.a. ólíkur því okkar deild að því leyti að þeir fást við meðhöndlun matvælanna, en við um rekstur- inn. Annars er námið skylt á sumum sviðum en munurinn þó greinilegur. Þeir félagar sögðu að það væri athyglisvert hve mikil hiigarfars- breyting ætti sér stað meðal nem- enda meðan á náminu. stendur. Nemendum er veitt innsýn í vandamál, sem upp koma hjá fiskifræðingum svo dæmi sé nefnt og hvaða vandamál kunna að koma upp hjá frystihúsum. „Það er merkilegt að of lítið ec gert af UUUUUJB 4.DAGUR Trollið tekið inn um borð f Bjarna Herjúifssyni. Saltfiskverkun. því að stjórna fyrirtækjum I gegnum bókhaldið,“ sagði Pétur. „Það er frekar að stjórnendurnir hugsi aðeins um líðandi stund. Ef þetta eitt breyttist væri stóru tak- marki náð í sambandi við nýtingu á hráefni." DAGUR: „Þið viljið sem sagt halda því fram að útgerðartæknir eigi auðvelt með að gera rekstur margra frystihúsa hagkvæmari?" Heimir: „Það teljum við alveg tvímælalaust. Námið miðar allt að því og námsefnið er gott. í náminu er sífellt verið að reyna að svara þeim spurningum hvemig hægt er að bæta rekstur- inn tæknilega og bókhaldslega. Söngtæknir? Nú er starfandi nefnd innan Tækniskólans sem vinnur að því að fá nafnið „tæknir" löggilt þannig að enginn megi titla sig „tæknir“ án þess að hafa lokið prófi við Tækniskólann. M. ö. o. á að koma í veg fyrir að Guðrún Á Símonar geti nefnt sig „söng- tækni." Þá eru uppi um það raddir í Tækniskólanum að það sé ekki réttlátt að nemendur Fiskvinnsluskólans útskrifist með ákveðin réttindi, en útgerðar- tæknar fá í sjálfu sér engin starfs- réttindi að námi loknu. Hinsvegar útskrifast nemendur Fiskvinnslu- skólans með ákveðin réttindi. — t.d. matsréttindi. En hvaðaréttindi fá útgerðar- tæknar í aðra skóla? Pétur og Heimir sögðu að þess væru dæmi að menn færu til Tromsö í Noregi í 4ra ára nám í útgerðartækni. Eini gallinn við það nám er sá, að um nokkra endurtekningu er að ræða fyrsta árið. Einnig geta nemendur farið í viðskiptafræði- deild Háskóla fslands. Nokkrir útgerðartæknar eru í þeirri deild og sagði Heimir að þeim gengi yfirleitt ágætlega. HEIMIR: Það sem okkur vantar tilfinnanlega hér á landi er t.d. 2ja ára viðbótamám fyrir út- gerðartækna. Ég held að skólayf- irvöld séu að hugsa um þennan möguleika, en hvenær hann verður að veruleika er ekki gott að segja. Þetta viðbótarnám ætti ekki að vera hugsað eingöngu fyrir útgerðartækna, fisktæknar ættu líka að geta farið í þessa deild. DAGUR: Hvað ætlið þið svo að gera eftir útskrift í vor? PÉTUR: Ég lauk Stýrimanna- skólanum á sínum tíma og komst að því að sú menntun nýtist ekki nógu vel í landi. Ég fór fyrst og fremst í þetta nám til að öðlast meiri þekkingu sem gæti komið sér vel í landí. HEIMIR: Þarna var mér gef- inn kostur á stuttu námi. Ég hafði hætt í skóla og stofnað heimili og gat ekki auðveldlega farið í langt nám. Ég hef mikinn áhuga á sjávarútvegi og öllu sem honum viðkemur, en í land get ég ekki farið fyrr en búið er að greiða skuldimar sem hafa safnast sam- an. Ef til væri t.d. 2ja ára deild, sem væri beint framhald af nú- verandi námi, gæti ég vel hugsað mér að fara í það nám. DAGUR þakkar þeim Heimi og Pétri fyrir samtalið og vonar að þær upp- lýsingar sem þeir félagar veittu blað- inu, geti vakið áhuga einhverra fyrir námi í útgerðartækni við Tækniskóla Islands. (slandsmótið í körfubolta 1 deild: Þór sigraði Borgarnes í spennandi leik Á FÖSTUDAGKVÖLDIÐ léku Þór og Borgarnes í fyrstu deild í kröfubolta. Borgnesingar fengu til liðs við sig blökkumanninn Dak- asta Webster, eða „Spóann“ eins og hann er gjarnan nefndur og var því búist við spennandi leik. Þórsarar eru hins vegar í mikilli sókn í körfuboltanum og veittu því Borgnesingum verð- uga keppni. Þeir höfðu yfirleitt yfirhöndina, en einstöku sinn- um tókst Borgnesingum að jafna, en Þórsarar náðu alltaf yfirhöndinni strax aftur. Það var að venju Bandaríkja- maðurinn Gary sem var at- kvæðamestur í liði Þórs, en hann stóð sig mjög vel. I hálfleik var staðan 34-32 Þór í vil. Þór náði fljótlega 8-10 stiga mun í byrjun síðari hálfleiks, og hélt yfirhöndinni allan leikinn. Rétt fyrir lok leiksins lögðu Borgnesingar allt í sölurnar til að komast yfir, og gerðu síðustu körfurnar, en Þór sigraði með 78 stigum gegn 76. Gary var bestur hjá Þór og jafnframt stigahæstur með 42 stig, Eiríkur var með 16, Alfreð 10 og aðrir færri. „Spóinn“ var lang stigahæstur hjá Borgnes- ingum með 44 stig. 3. deild handbolti: Dalvík sigrar Selfoss UM HELGINA léku Dalvík- ingar og Selfyssingar í þriðju deild í handbolta, og var leikur- inn á Dalvík. Dalvíkingar sigr- uðu í leiknum, gerðu 26 gegn 23. Atkvæðamestur hjá Dalvfking- um var Vignir Hallgrfmsson en hann gerði 13 mörk. Þetta er annar sigur Dalvíkinga í deild- inni, en Selfyssingar eru á botn- inum. Aðalfundur KA SUNNUDAGINN 17. þ.m. kl. 13.30 verður aðalfundur KA og verður hann hald- inn að Hótel Varð- borg. Á fundinum verða venjuleg aðal- fundarstörf, og eru KA félagar hvattir til að fjölmenna. KA gjörsigraði Ármann KA MENN mættu ákveðnir til leiks þegar liðið tók Ár- mann í kennslustund um síð- ustu helgi. KA náði strax forystu og lét hana aldrei af hendi. Mestur var munurinn 10 mörk 24-14. í hálfleik var staðan 13-8. Strax í byrjun leiks kom það í ljós sem skóp stórsigur þeirra. Sterk vöm samfara stórgóðri markvörslu Gauta, sem varði meðal annars fjögur víti, og í sóknarleiknum var knötturinn látinn ganga og ekki skotið fyrr en í öruggu færi. Að vísu var vandséð í þessum leik hvað var óöruggt færi hjá Alfreð Gísla- syni, en hann átti stórleik bæði í vöm og sókn. I síðari hálfleik reyndu Ár- menningar að taka Alferð úr umferð í sókninni, enda rík ástæða til því hann hafði skorað átta af þrettán mörkum KA manna. Við þetta opnaðist leið fyrir Þorleif sem skoraði þá fjögur mörk úr horninu. Þá var Gunnar mjög ógnandi og skor- aði meðal annars tvö stórglæsi- leg mörk, annað úr horninu og hitt nokkuð fyrir utan punkta- línu, þar sem hann gnæfði yfir aðra leikmenn og þrumaði knettinum í netið. . Mörk KA Alferð 12 (3), Gunnar 6 (1), Þorleifur 5 og Ármann Sverrisson 2. Markahæstur í liði Ármenn- inga var Smári Jósafatsson 6. KA - Þróttur: Jafnað á síðustu sekúndu ÞEGAR ein mínúta var eftir af leik KA og Þróttar í Laugardalshöllinni skoraði Þorleifur fyrir KA og var þá staðan 20-22. Þróttarar voru einum færri. Knötturinn gekk á milli Þróttara og endaði með skoti sem Gauti varði, KA brunaði upp og Þorleifur skoraði. 20 sek eftir og allt orðið vitlaust í höllinni. Þróttur hóf leikinn og fóru sér rólega, en lánið var með KA mönnum og Þróttur missti knöttinn, KA brunar fram og Ármann nær að skjóta og um leið og knött- urínn small í netinu hringdi bjallan, leiknum lokið og KA menn fögnuðu stiginu. KA byrjaði leikinn af krafti og komst í 3-1. Þróttur jafnaði og komst yfir 4-3 og allt til síð- (Framhald á bls. 7). Úr leik Þórs og Borgarness. Mynd: Ketill. Þór fékk slæmar mót- tökur í Eyjum ÞÓRSARAR gerðu enga frægðarferð til Vestmann- eyja um heigina. Þeir fóru og léku við Eyjaliðin Þór og Tý í annarri deild í handbolta. Fyrst léku þeir við Tý, en það lið var talið sterkara. Þórs- arar höfðu yfirhöndina allan leikinn, þangað til á síðustu mín. Þeir höfðu þá fjögurra marka mun, en Týrurum tókst að jafna og komast yfir og sigruðu með einu marki. Daginn eftir léku Þórsarar við Eyja-Þór, sem ekki hafði hlotið nema tvö stig í deildinni til þessa. Eyja-Þór vann léttan sigur yfir nafna sínum frá Ak- ureyri. Staða Þórs í deildinni er mjög slæm eftir þessi töp, en þeir hafa áður staðið tæpt og bjargað sér, og það munu þeir eflaust gera nú. Viðmælandi íþróttasíðunn- ar sagði að eftir væri að leika við KA, en þar ættu þeir gefin tvö stig. Hvort handboltamenn KA sætta sig við þessi ummæli skal látið ósagt. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.