Dagur - 12.02.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 12.02.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 12. febrúar 1980 SIMI 22875 22701 Slippstöðin afhendir nýtt skip: Smíðin tók 12 mánuði LAUGARDAGINN 9. febrúar var nýsmíði Slippstöðvarinnar h.f. nr. 62 afhent eigendum, Út- gerðarfélaginu Hilmir h.f. á Fá- skrúðsfirði. Samningurinn um smíði skipsins var undirritaður í apríl 1978 en fékk ekki stað- festingu hlutaðeigandi yfirvalda fyrr en í lok ágúst sama ár og tafði það nokkuð upphaf smíð- innar. Fyrsti botnhlutinn var lagður á garða um miðjan febrúar 1979, skipið var sjósett 4. janúar s.l. og var þá skírt Hilmir SU 171, og er nú smíði þess lokið réttum 12 mánuðum eftir „að kjölurinn var lagður.“ Hönnun skipsins og undirbún- ingur smíðinnar var að öllu leiti í höndum Slippstöðvarinnar h.f. Hönnunin miðaðist í megin drátt- um við það að skapa burðarmikið fiskiskip við takmarkaða djúpristu (vegna takmarkaðs dýpis fmörgum höfnum) og viðundandi gang- hraða. Að loknum líkantilraunum á mótstöðu og ganghraða var ákveð- ið að byggja svokallað perustefni á skipið sem eykur ganghraða þess um 0,7 hnúta við „ballest“ djúp- ristu og við mesta vélarafl eða minnkar orkuþörfina við samsvar- andi ganghraða um 23%. I reynslu- siglingu voru niðurstöður líkantil- raunanna staðfestar og reyndist meðalganghraði við „ballest“ djúpristu 14,0 hnútar. Vélarafls- þörf fyrir 12 linúta hraða og reynslusiglingaraðstæður er 995 hö í „ballest" og 1345 hö við fulla hleðslu. Hilmir er hannaður og útbúinn sem fiskiskip til hringnóta- og flot- vörpuveiða með 2 nótakassa, hvorn um 100 m3, sem er nægileg stærð fyrir stærstu hringnætur, og með flotvörpuvindu og sérstakar geymslutrommlur fyrir tog- eða snurpuvíra þannig að hægt er að skipta um veiðiaðferð fyrirvara- laust. Lestarrýminu, samtals 1330 m3, er skipt niður í einangraða kælilest, 6 einangraða sjókæligeyma og milliþilfarslest Allar lestar eru út- búnar til flutnings á lausum fisk- farmi svo sem loðnu. Andveltigeymir er innbyggður á milliþilfari framan við milliþilfars- lestina og á hann að minnka útslátt í veltingi um allt að 45-50% í vissum hleðslutilvikum. Til að auka stýris- og stjórnhæfni skipsins einkum með tilliti til nóta- veiða eru 2 þverskrúfur í skipinu: að framan 350 hö skiptiskrúfa, beint drifin um vinkilgír frá hjálp- arvél staðsettri fremst á milliþilfari, framan við andveltigeymi, aftari þverskrúfan er vökvadrifin, 500 hö, 1450 mm í þvermál. Þverskrúfurn- ar eru af gerðinni Brunvoll. Auk þess hefur skipið svokallað stýrisblað með „ugga“ og reyndist snúningsþvermál skipsins vera að- eins 120 m þegar stýri var lagt hart í borð á fullri ferð áfram. Aðalvél er af gerðinni WICHMANN. Hjálp- arvélar eru 2 af gerðinni CATER- PILLAR. Aðalvél er búin til brennslu á svartolíu. Til upphitunar á íbúðum, Tæknileg aðstoð FYRIR skömmu var stofnað nýtt fyrirtæki á Húsavík, Tækniþjónustan. I viðtali við einn starfsmann fyrirtækisins kom fram að 1967 var stofnsett á Húsavík fyrirtæki sem nefnd- ist Tækniþjónustan s/f. Um nokkurra ára skeið lá starfsemi fyrirtækisins niðri en hófst á ný um áramótin. Á sínum tíma var starfsemin Hrísey 11. febrúar. SNÆFELLIÐ kom með 143.6 tonn síðasta fimmtudag. Aflinn var mest þorskur. Skipið kom með til hafnar rúm 3000 tonn á síðasta ári, en hingað bárust þá tæp 4000 tonn. Hér er næg atvinna og við erum harðánægð með nýju stjórnina. Nú eingöngu bundin við ráðgjöf og hönnun á sviði byggingartækni, en verksviðið er nú víðtækara og tækniþjónustan veita alhliða þjón- ustu á sviði byggingar- rafmagns- og véltækni. Verkefni eru meðal annars á sviði hönnunar, eftirlits- störf, gerð útboðsgagna og öflun tilboða, eftirlitsstörf, gerð útboðs- gagna og öflun tilboða, svo eitthvað sé nefnt. Til að geta veitt við- skiptavinum sínum sem öruggasta róa tveir bátar með net og afla þeir sæmilega. Ein trilla, Sunnufell, rær með Lofotlínu. Leikfélagið Krafla æfir nú „Venjuleg fjölskylda" und- ir leikstjórn Árna Tryggvasonar. Hann er að æfa leikrit á Akureyri, en skreppur hingað til að segja okkur til. Leikfélagið stefnir að því að frumsýna í næsta mánuði. S.F. þjónustu og einnig til að geta sinnt umfangsmiklum verkefnum hefur Tækniþjónustan samvinnu við verkfræðistofur á Akureyri og Reykjavík. Löngum hafa fyrirtæki og ein- staklingar í Þingeyjarsýslu kvartað yfir því að þjónusta sem þessi væri ekki fáanleg í sýslunni. „Því vilja starfsmenn Tækniþjónustunnar bæta úr brýnni þörf og auðvelda mönnum leit á lausn á tæknilegum vandamálum heima í héraði,“ sagði viðmælandi blaðsins að lokum. Hjá Tækniþjónustunni starfa nú þegar þrír tæknifræðingar sem hver um sig hefur sitt sérsvið. Þeir eru: Egill Olgeirsson rafmagnstækni- fræðingur, Guðjón Halldórsson véltæknifræðingur og Þorvaldur Vestmann byggingatæknifræðing- ur. Tækniþjónustan er að Garðars- braut 12, Húsavík. Snæfellið aflar vel Ríkið veldur Skútu- staðahrepp vandræðum FYRRI umræða um fjárhags- áætlun Skútustaðahrepps var í síðustu viku. Síðari umræðan verður vart fyrr en fjárlög ríkis- sjóðs liggja fyrir, en frekari dráttur á þeim getur valdið hreppnum miklum erfiðleikum, t.d. í sambandi við útboð á sundlauginni. Heildartekjur hreppsins eru áætlaðar tæpar 200 milljónir króna. Rekstrargjöld eru áætluð röskar 130 milljónir og til eignabreytinga tæpar 70 milljónir. Útsvör eru áætluð 107,5 milljónir, aðstöðu- gjöld 10,9 milljónir, fasteignaskatt- ur 11,1 milljón og jöfnunarsjóðs- framlagið er 24,1 milljón. Kísiliðj- an og fyrirtæki á vegum hennar greiða samtals 37.250 þúsund í gjöld til hreppsins. Af gjaldaliðum má nefna að yfirstjórn sveitarfé- lagsins er áætluð að kosti 25,5 milljónir, til almannatrygginga og félagsmála fara tæpar 20 milljónir og til fræðslumála 28 milljónir. Styrkja Björn á vetrar- Olympíu- leikana Á SÍÐASTA bæjarstjórnarfundi á Húsavík kom fram eftirfarandi tillaga frá Frey Bjarnasyni: „Bæjarstjórn Húsavíkur veiti Birni Olgeirssyni, sem valinn hefur verið í Olympíulið Islands á vetrarolympíuleikana nú í febrúar, kr. 300.000,- í ferða- styrk.“ Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum. Á laugardaginn afhenti Slippstöðin h.f. nýjum eigendum nóta- og togveiðiskipið Hilmi SU. Siglt var um Eyjafjörð og var fjöldi gesta um borð, sem þáði veitingar fyrirtækisins. Myndin var tekin þegar Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, afhenti Jóhanni Antoníussyni, útgerðarmanni og eigenda skipsins, haffærisskirtein- in. Með þeim á myndinni eru Stefán Reykjalin, stjórnarformaður Slippstöðvarinnar, og Sverrir Júliusson, meðeigandi i Hilmi. Dagsmynd: h.s. neyzluvatni svo og ýmsum hiturum 1 sambandi við svartolíu- vélbún- aðinn er nýtt hitaorka frá kælivatni aðalvélarinnar sem annars væri dælt fyrir borð. Einnig tekur ferskvatnseymari gerð Atlas með afkastagetu 1,2 t/sólarhring nauðsynlega orku frá kælivatni. í vélarrúmi er hljóðeinangraður vélgæzluklefi. (Framhald á bls. 6). Samsýning í Háhóli LAUGARDAGINN 16. febrúar verður opnuð samsýning ungs myndlistarfólks 1 Gallery Háhó,' sem allt hefur vakið eftirtekt á síðustu árum fyrir góða mynd- gerð. Þeir sem sýna eru: Gunnar Öm, örn Þorsteinsson, Gunn- laugur Stefán Gíslason, Helgi Vilberg, Jónína Guðnadóttir og Guðmundur Ármann. Myndirn- ar eru unnar í olíu, vatnslit og leir og allar til sölu. Sýningin verður opnuð sem fyrr segir 16. feb. kl. 15.00 og stendur til 24. febr. Opin virka daga kl. 20.00 til 22.00 og um helgar kl. 15.00-22.00 Skákþing 1980 SKÁKÞING Norðlendinga 1980 verður haldið að Húna- völlum í A.-Húnavatnssýslu 21.-24. febrúar. Skákþingið er lialdið árlega og síðast var það á Akureyri. Þátttaka var þá góð. Teflt verður í meistaraflokki, unglingaflokki og kvennaflokki. í meistaraflokki verða tefldar sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Að skákþinginu loknu sunnu- daginn 24. febr., verður Hraðskák- mót Norðlendinga haldið á Húna- völlum. Þátttökutilkynningar á skák- þingið og hraðskákmótið þurfa að berast fyrir 15. febrúar til Jóhanns Guðmundssonar, Holti, sími 95- 7127 eða til Jóns Torfasonar, Torfalæk, sími 95-4286. 0 Ábreiður á hesta f nýjum Eiðtaxa er sagt frá því að Ertendur Erlendsson á Sólbergi við Hafnarfjörð hef- ur hafið framleiðslu á yflr- breiðslum á hesta. Þær eru úr ullaráklæði frá Álatossi, vandlega faldaðar og í ýms- um litum. skemmst að minnast átaka íbúa í raðhúsi nokkru á Akur- eyri við byggingafyrirtæki. Mál það er nú fyrir hæstarétti. Fólk sem hefur í hyggju að kaupa ibúðir af fyrirtækjum ætti að athuga vel sinn gang — t.d. að rannsaka í hljóði hvort fyrirtækið sé ekki stöndugt og hvort það hafi ekki greitt opinber gjöld, sé búið að gera hreint fyrir sín- um dyrum gagnvart opinber- um aðilum. • Húsbyggj- endur öðru hvoru má sjá í btöðum hrakfallasögu húsbyggjenda — eða réttara sagt þeirra sem kaupa íbúðir af bygg- ingaverktökum. í því tiiefni er % Hafbeit Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hafbeit. Sér- fræðingar telja margir að á því sé enginn vafi að hægt sá að útfæra hafbeit laxa með hagnaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.