Dagur - 20.03.1980, Side 1

Dagur - 20.03.1980, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, fimmtudagur 20. mars 1980 21. tölublað HAGSTOFAN Um hundrað ,tómar‘ íbúðir á Akureyri KÆRUM VERÐUR BEITT TIL AÐ FÁ FÓLK TIL AÐ SINNA LAGASKYLDU UM FLUTNING LÖGHEIMILIS — SAMKVÆMT upplýsingum frá Hagstofunni ættu um 100 íbúðir hér á Akureyri að vera tómar. Við vitum hins vegar að svo er ekki og ein aðalskýringin á þessu er sú, að fjöldi fólks hefur lögheimili utan Akureyr- ar, en býr í rauninni í bænum og hefur þar atvinnu, sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri. — Við veitum þessu fólki alla sömu þjónustu og þeim sem eiga lögheimili á Akureyri, en það greiðir hins vegar ekkert til bæjar- félagsins i staðinn. Þess vegna munum við nú hefja herferð, til þess að fá þessa íbúa Akureyrar til að flytja lögheimili hingað og beita kærum, ef ekki vill betur, sagði Helgi Bergs ennfremur. Hann sagði, að Akureyrarbær yrði af tugum ef ekki hundruðum milljóna vegna þessa. Auk þess sem útsvörin gengju til annarra sveitar- félaga, væru greiðslur úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga miðaðar við íbúatölu, og einnig þéttbýlisvegafé. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir t.d. 43 þúsund krónur á hvern íbúa og ef reiknað er með fjórum íbúum að jafnaði í hverri þessara „tómu“ íbúða gerði það eitt tæpar 18 milljónir króna. Útsvarið sem bærinn yrði af væri svo miklu hærri tala. Helgi Bergs sagði, að skýringin gæti að einhverju leyti verið fólgin í því, að utanbæjarfólk hefði fjárfest í íbúðum á Akureyri, sem það síðan leigði út, en það eitt skýrði hins vegar ekki allan þennan fjölda „tórnra" íbúða. Hann sagðist ekki vilja geta sér til uijrástæður þessa, en þær gætu vafalaust verið marg- víslegar. Hvað skyldu margar af þeim fbúðum, sem sjást á þessari mynd, standa „auðar“, samkvæmt þeim tölum sem Hag- stofan hefur, vegna þess að fólk sinnir ekki lagaskyldu um flutning lögheimilis? Mynd: á.þ. Slökkviliðsstjóri um sinubruna: Vil að útköll séu greidd I FYRRAKVÖLD kveiktu ung- lingar í sinu i kvosinni austan við Langholt í Glerárhverfi. Slökkviliðið var kallað á staðinn og var eldurinn slökktur án mikillar fyrirhafnar. Hins vegar Dregið í þriðju myndayátunni SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var dregið í þriðju myndagátunni. Það var Baldur Ellertsson, ann- ar eigenda veitingastaðarins H-100 sem dró og vinninginn, sem er kvöldverður fyrir tvo f H-100, hlaut Freygarður Þor- steinsson, Uppsölum, Dalvík. Um næstu helgi verður dregið í fjórðu myndagátunni. Þeir, sem vilja eiga kost á að vera með þegar dregið er um aukavinning f myndagátunum verða að senda lausn ekki síðar en hálfum mánuði eftir að gátan birtist. Til að vera með þegar dregið er um aðalvinninginn verður þú að hafa tekið þátt í öllum tíu myndagátunum. Saumastofan ÝLIR, Daivík: Starfsfólki sagtupp FYRIRTÆKIÐ Ýlir h.f. á Dal- vík, sem framleitt hefur og selt mokkaskinnsfatnað, er nú búið að segja upp starfsfólki, og hættir fólkið störfum nú um helgina. Hjá fyrirtækinu hafa að jafnaði starfað 9-10 konur, flestar í hálfu starfi, þannig að heilsdagsstörfin við framleiðsi- una hafa verið 5-6. Að sögn Júlíusar Snorrasonar, annars aðaleiganda Ýlis h.f., tengj- ast þessar uppsagnir og rekstrar- stöðvun fyrirtækisins þeim miklu erfiðleikum, sem nú er við að etja í ullar- og skinnaiðnaðinum al- mennt. Hjá Ýli h.f. hefur verið framleitt á lager, eftir að kemur fram í mars-apríl, sem síðan hefur verið seldur að hausti, en upp á Menningarvaka í Stórutjarnaskóla Á laugardag klukkan 21 hefst menningarvaka í Stórutjarna- skóla á vegum Lionsklúbbsins Sigurðar Lúther. Heiðrekur Guðmundsson, skáld, og Einar Kristjánsson, rithöfundur, lesa úr verkum sínum. Manuela Wiesler leikur á flautu og Garðar Cortes syngur. Undirleikari er Jón Stefánsson. Málverk verða til sýningar og sölu, m.a. eftir Hring Jóhannesson og Ingvar Þorvalds- son. Umferðarvika hjá Slysavarna- félaginu Slysavarnafélag íslands gengst fyrir umferðarviku dagana 23,- 29. mars og er ætlunin að hún nái síðkastið hefur þetta verið algjör- lega óframkvæmanlegt. Hráefnis- kostnaðurinn hefur hækkað svo mikið, að það er orðið of dýrt að framleiða á lager vegna vaxta- kostnaðarins. Auk þess er verðið á framleiðslunni orðið hærra en markaðurinn þolir, að sögn Júlíus- ar. Júlíus sagði að þeir hefðu aðal- lega framleitt fyrir innanlands- markað, en nú væri verðið á flík- unum orðið hærra en svo að mark- aðurinn þyldi það. Ennfremur vantaði talsvert upp á að verðið á erlendum mörkuðum væri sam- keppnisfært, vegna þeirra erfið- leika sem ríkja hér heima. Júlíus sagði að tíminn myndi leiða það í ljós, hvort tekin yrði upp framleiðsla á nýjan leik, ef og þegar úr rættist. til sem flestra um allt land. Aðal- áhersla verður lögð á efnið „Hvar göngum við?“ Kvennadeild SVFI á Akureyri annast framkvæmd vikunnar á Akureyri og verður m.a. daglega farið með skólanemendur á um- ferðarvöllinn við Oddeyrarskóla, auk þess sem völlurinn og sú starfsemi, sem þar fer fram, verð- ur kynnt almenningi um aðra helgi, sunnud 3Ö. mars kl. 14-16. eru útköll af þessu tagi dýr og geta orðið til þess að tefja slökkviliðið í öðrum og mikil- vægari útköllum. Töluvert hefur verið um sinubruna í bæjarland- inu í þurrkinum undanfarna daga. Enn sem komið er hefur ekki hlotist af stjórtjón. Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi- liðsstjóri sagði í viðtali við DAG að hann hefði í hyggju að fá því fram- gengt að þeir sem kveiktu í sinu yrðu látnir greiða kostnað við út- kallið. Ef unglingar væru að verki yrðu foreldrar eða umráðamenn ábyrgir. „Það er harðbannað að kveikja í sinu í bæjarlandinu á öllum árs- tímum, nema með leyfi slökkvi- liðsstjóra,“ sagði Tómas Búi, „og eftir 1. maí er bannað að kveikja í sinu hvar sem er á landinu.“ Kelduness- hreppur til liðs við Fiskeldi h.f. Á SUNNUDAGINN samþykkti hreppsnefnd Keldunesshrepps i N.-Þing. aðild að Fiskeldi h.f., en það er eitt þriggja félaga sem er að undirbúa fiskeldi í hreppn- um. Fiskeldi h.f. hefur i hyggju að rækta fisk á vatnasvæði Litl- ár sem rennur eftir miðri byggðinni. Forystumenn Fiskeldis h.f. hafa á því fullan hug að ganga til samstarfs við Tungulax h.f. og með því móti minnka hlut Norðmanna eða taka við hon- um. Tungulax h.f. hefur samið við landeigendur Lóns, Fjalla og Auðbjargarstaða um rétt til hafbeitar og fiskeldis í búrum. Fiskeldi h.f. hefur ekki samið við landeigendur og veiðifélag um starfsemina, en Tungulax h.f. hefur hins vegar samið við framantalda bæi. Þriðja félagið sem minnst var á í upphafi hef- ur keypt jörðina Árdal í Keldu- hverfi. Þjófnaður um hábjartan dag: Tölvuspjöldum stolið Síðastliðinn þriðjudag var stolið kassa með tölvuspjöldum . úr skrifstofuhúsnæði KEA við Kaupvangsstræti. Kassinn var, ásamt tveimur öðrum, á gangi í húsinu og var stolið einhvern- tíma frá hádegi og til klukkan 17. Að sögn rannsöknarlögreglunn- ar eru þessi tölvuspjöld mjög verð- mæt fyrir KEA, en enginn annar getur haft af þeim gagn eða selt þau. Kassinn er brúnn, úr pappa, svipaður á stærð og tveir skókass- ar. Hvert tölvuspjald er svipað á stærð og ávísanahefti. Lögreglan biður alla þá sem geta gefið upp- lýsingar að hafa samband við lög- regluna eða starfsfólk á aðalskrif- stofu KEA. Tónleikar í Borgarbíói HINIR ÁRLEGU tónleikar fyrir Minningarsjóð Þorgerðar Eiríks- dóttur verða í Borgarbíói næst- komandi sunnudag 23. mars og hefjast þeir kl. 19 (ath. 7 e.h.) Tíu tónlistarmenn koma fram á þess- um tónleikum og leika saman tónlist eftir Mozart, Poulenc og Frank Martin. Kiwanismenn selja páskaegg UM HELGINA 29-30 munu Kiwanismenn ganga í hús á Ak- ureyri og bjóða fólki páskaegg. Þetta hafa þeir gert undanfarin ár og ágóðinn hefur runnið óskiptur til líknar- og heilbrigðismála. Al- menningur er hvattur til að kaupa eggin af Kiwanismönnum — þeir munu bjóða upp á 2 stærðir

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.