Dagur - 28.03.1980, Side 1
LXIII. árgangur Akureyri, föstudagur 28. mars 1980 24. tölublað
Flokksræði — lýðræði
ÞAÐ FER í taugamar á mörgum stjórnmálamönnum hve
almenningur er tregur til þátttöku i starfi stjórnmálaflokk-
anna. Sárafáir bætast við hóp flokksbundinna, og er það sér-
staklega áberandi hvað ungt fólk varðar. Flokksfélögin em að
eldast upp og tréna, og lifandi þjóðfélagsumræða er víðast
hvar annars staðar en þar. Þetta er orðið alvarlegt vandamál
allra flokka, sem forystumenn þeirra eru jafnvel farnir að
viðurkenna, og er óhætt að taka undir það, að þetta er á
hættubraut. Þingræðiskerfið byggir nefnilega á þeim grund-
velli að flokkarnir séu handhafar valdsins. Afleiðing fyrr-
nefndrar þróunar er því sú að valdið safnast á æ færri hendur
og gagnrýni á valdhafa og umræða meðal samflokksmanna er
æ minni, eftir því sem endurnýjun þeirra minnkar.
Hverra sök er þessi þróun? Er við unga fólkið að sakast,
eða stjórnmálaflokkana?
Flokkarnir krefjast þess af meðlimum sínum að þeir hafi
skoðanir. Sá sem ekki hefur skoðun rækir ekki lýðræðislegar
skyldur sínar, eins og það er gjarnan nefnt. En við erum ekki
skyldug að hafa skoðun á öllum sköpuðum hlutum. Við meg-
um segja að okkur sé alveg sama. En þá kemur stjórnmála-
maðurinn og segir okkur hvað það sé ábyrgðarlaust að hafa
enga skoðun á málinu. Það snerti okkur svo mikið að við
verðum hreinlega að taka afstöðu.
Ef við ætlum aftur á móti að taka þátt í gangi mála með því
að starfa í flokksfélagi, þá blasir við okkur heil flóra af
„hugsjónum“: frjálshyggja, einstaklingsframtak, jöfnuður,
samvinna ... og guð veit hvað. Það er bara að tileinka sér
einhverja „hugsjón“ og þá er maður gjaldgengur í flokk, þó
maður sé í raun fátækur af öðrum hugsjónum en þeim, að
standa sig og klára afborgunina af vaxtaaukaláninu. En ég
held að dæmið sé einfaldlega þannig að ekki er hægt að
þrengja svo að umhugsun okkar að hún rúmist þægilega innan
ákveðins hugmyndakerfis.
Stjórnmálaflokkarnir hafa því hlutverki að gegna m.a. að
unga út valdhöfum. Má sjálfsagt telja þá á fingrum sér sem
ganga í stjórnmálaflokk með öðru hugarfari en þvi að nota
flokkinn sér til framdráttar; að komast í valdaaðstöðu. (Eða
er það e.t.v. flokkurinn sem notar þá?) Með þessu er ég ekki
að segja að flokkarnir séu slæmir, enda er vald í sjálfu sér ekki
slæmt — nema það sé misnotað.
Hættan við þá þróun að of lítil endurnýjun verði innan
flokkanna er sú, að þeir sem þar eftir sitja, reyni að halda i
völd sfn og vilji ekki láta þau af hendi. En lýðræðið er allt of
mikilvægt okkur öllum, svo að við getum látið það renna
okkur úr greipum. Við megum ekki láta það gerast að það
verði harðsoðinn kjarni atvinnu-stjórnmálamanna sem
ráðskist með okkur. Það er ekki lýðræði, það er flokksræði.
Allt er þetta erfitt viðureignar, og ég viðurkenni að auð-
veldara er að benda á veilurnar en laga þær. Eg er t.d. ekki
tilbúinn að segja fyrir um það hvernig þetta vandamál skal
leyst. Eigum við að fylkja okkur undir merki flokkanna?, eða
eiga stjómmálaflokkarnir að opna sig fyrir almenningi með
nýjum hætti og leita meira til hins almenna bæjarbúa um
lausn bæjarmála, eða þjóðarinnar þegar um þjóðmál er að
ræða? Við verðum a.m.k. að dreifa valdinu, þannig að réttur
okkar og möguleikar til áhrifa sé meiri. Þannig minnkum við
hættuna á því að valdið takmarkist við hendur fámenns hóps
stjórnmálamanna.
Hleypt af stokkunum
ÞAÐ BLAÐ sem hér fer af stað, Helgar-Dagur, hefur það að
markmiði fyrst og fremst að vera fróðlegt aflestrar, jafnvel
skemmtilegt. Ekki verða hér fréttir i hefðbundnum skilningi,
heldur viðtöl, greinar um menningarmál og fleira sem tengist
Norðurlandi á einhvern hátt. Við höfum leitað til nokkuð
stórs hóps manna til að skrifa um hinar ýmsu greinar menn-
ingarlifsins, og vonumst til að geta gert menningarlífi Akur-
eyrar og Norðurlands nokkuð góð skil.
Fyrst um sinn kemur Helgar-Dagur út mánaðarlega, en
markmiðið er að gefa hann út vikulega, og er stefnt að því að
smáþétta útgáfuna þangað til því marki verður náð.
Guðbrandur Magnússon.
Blóð
og
eldur
BLÓÐ OG ELDUR! eru einkennisorð hersins, og maður sér
fyrir sér æpandi stríðsmenn, sem æða fram með brugðna branda
tilbúna að drepa og eyða öllu sem fyrir verður. En þessi her er
vopnlaus, það er að segja, vopn hans eru ekki sjáanleg með
berum augum. Og hermenn þessa hers eru dreifðir um 82 lönd og
þeir berja ekki hver á öðrum. Skrítinn her þetta, og það sem
meira er, þeir hrópa „hallelúja“ og klappa saman lófunum. —
MIÐOPNAN.
Vörubíll
er
eitthvað
sem
allir skilja
Siá Leiklist
eftir
Viðar Eggertsson
á bls. 7