Dagur - 28.03.1980, Side 2
Myndlistm biýst margefld fram
Oft hefir mátt heyra í umræðu um
íslenska myndlist að hún sé yngst
allra listgreina í okkar landi og
jafnvel að hér hafi ekki orðið til
myndlist fyrr en um eða eftir síð-
ustu aldamót. Það mun þó nær
sanni að myndlist eða öllu heldur
myndlistir hafi verið stundaðar hér
á landi lengur en aðrar listir.
Myndlistir segi ég því þær eru fleiri
en ein þ.e.a.s. málaralist, högg-
myndalist, húsagerðarlist og list-
iðnaður.
Menningu hverrar þjóðar eða
samfélagsheildar verður að skoða í
heild þó greina megi einstaka þætti
heildarinnar sér og skoða af var-
fæmi. Frá örófi alda hefir mynd-
listin fylgt manninum og mótast af
því samfélagi sem hann hefir gert
sér hverju sinni. Óhætt er að segja
að í hverju menningarsamfélagi
hefir myndlist eða sjónlist verið
einn snarasti þátturinn. Vitað er að
forfeður okkar er hér námu land
voru miklir dýrkendur sjónlistar,
það sjáum við af því menningar-
umhverfi er þeir komu úr og við
þekkjum, sem og þeim minjum er
varðveitst hafa hér á landi frá þeim
tíma. Myndlistir voru snar þáttur
heiðins átrúnaðar og hefur því vart
liðið á löngu þar til landnámsmenn
hófu að reisa sér hof og hefja á stall
líkneskjur Goðanna er þeir hugð-
ust blóta. Öndvegissúlurnar varð
að skera, og skreyta þurfti skála og
smíða varð margt er tilheyrði hí-
býlamennt víkingaaldarinnar.
Heimildir höfum við einnig úr
fomum kvæðum og sögum. Af
þeim brotum minja sem verðveist
hafa og eins af rituðum heimildum
er Ijóst að á miðöldum var hér
hámenning á sviði sjónlista ekki
síður en ritlistar. Kirkjan og stofn-
anir henni tengdar urðu athvarf
æðri lista og veraldlegir höfðingjar
kepptu við hana hvað þeirgátu auk
þess sem alþýðan með nytjalist sína
lagði sitt af mörkum.
Með siðaskiptunum má segja að
kirkjulist sé dæmd og útlæg gerð.
Siðaskiptamenn beittu kaþólska
kirkjulist mjög hörðu svo ekki sé
meira sagt. Frá Skálholti kom fyr-
irskipun til lærðra sem leikra um að
hreinsa þessar hneykslanlegu af-
guðamyndir úr kirkjum sínum og
höggva þær eða brenna. Varð hin-
um nýju herrum allvel ágengt
sunnanlands, en á Norðurlandi
gengu hlutirnir hægar fyrir sig og er
þar ef til vill að finna skýringu þess,
að velflest kirkjuleg verk er varð-
veitst hafa frá þessum tíma, eru
þaðan. Á tímum kaþólsku kirkj-
unnar var iðkun sjónlista taiin
sjálfsögð og nauðsynleg í þjóðfé-
laginu og gegndi bæði trúarlegu og
opinberu hlutverki. Eftir siðaskipt-
in hrakar sjónlistum mjög hér á
landi og einkum er kom að því
niðurlægingar tíma'oili í sögu þjóð-
arinnar, sem margir vilja kalla
„hinar myrku aldir“. En þrátt fyrir
niðurlægjandi tíma í sögu þjóðar-
innar hélt alþýðan áfram listiðkun,
svo ekki verður annað sagt en að
sjónlistir eigi sér óslitna sögu allt
fram á okkar daga, rétt eins og rit-
listin. Hinsvegar er það að sjón-
menntir okkar bundna og svifa-
seina bændasamfélags, sem stóð
fram á 19du öld, fylgdi í engu þeim
hræringum er áttu sér stað í Evrópu
frá því á 15du öld og fram á þá
19du. Vöxtur borga og viðgangur
borgarastéttar endurreisnarinnar
og efnahagslegrar þróunar I
2
Engar goðamyndir úr hofum hafa varðveist hér fremur en á hinum Norð-
urlöndunum. Hins vegar eigum við frábæran grip í Þjóðminjasafninu jarð-
fundinn að Eyrarlandi í Eyjafirði sem gefur okkur glögga hugmynd um
goðalíkneski. Það er lítil Þórsmynd steypt í brons um 6.7 sm. á hæð og mun
vera frá ofanverðri lOdu öld. Líkneskið situr á baklágum stól með keilulaga
hjálm og virðist styðja hökunni fram á hamar sinn. i myndinni gætir mik-
illar samanþjöppunar líkamsformanna sem bendir til þess að þar sem trjá-
bolurinn takmarkar umfangið. Yfir myndinni er afar þungbúinn og sterkur
blær. Smáar guðamyndir sem þessi virðast hafa verið algengar í heiðnum
sið. Menn báru þær á sér og blótuðu til er þeir voru fjarri hofunum eða á
laun eftir að kristinn siður komst á hér á landi. t Vatnsdælasögu segir um
Hallfreð vandræðaskáld: „Hann mun enn hafa vanða sinn, at blóta á laun,
ok hefir hann líkneski Þórs í pungi sínum af tönn gört,...“.
r---------------------------------n
Aóalfundur
Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu,
föstudaginn 2. maí 1980, kl. 13.30.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein
samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins samkvæmt 15. grein sam-
þykktanna.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík, 25. til
30. apríl.
Stjórnin
EIMSKIP
Evrópu gætir ekki hér, né heldur að
við vitum af barrok og rókókó;
nema hvað slíkra áhrifa gætir í
verkum örfárra menntamanna er
numið höfðu erlendis. Auk þeirrar
örlagaríku staðreyndar, að ísland
varð nýlenda og herraþjóðin rændi
okkur þeim fjármunum, er höfðu
verið undirstaða menningarlegs
frumkvæðis hér á landi.
Með 18du öldinni færðist yfir
myrkasti tíminn í sögu íslenskra
sjónlista. Alþýðulistin færist í æ
venjubundnara mót, í söðulklæð-
um og á rúmábreiðum vex upp
sami blaðstöngullinn, rómanski
teinungurinn á rúmfjölunum og
sama áttblaðarósin á asklokunum.
En þrátt fyrir staðnaða þjóðfélags-
hætti og menningarlega deyðu
bærist listþörfin með þjóðinni, sem
svo leiðir af sér blómann jafnskjótt
og losnar um. Á þessum tíma var
myndlistin ekki dauð úr öllum æð-
um. Alþýðulistamenn máluðu af
hjartans list altaristöflur í kirkjur er
byggðar voru af ágætum hand-
verksmönnum.
En smám saman, eftir 300 ára
niðurlægingu brýst myndlistar-
hneigð Islendinga margefld fram á
ný í kjölfar hinnar rómantísku
náttúrudýrkunar skáldanna. Og í
framhaldi af sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga hefst það gróskumikla
tímabil íslenskrar listasögu er flest-
um mun allvel kunnugt og ekki
verður rakið hér.
Heildarsaga íslenskrar sjónlistar
hefur ekki enn verið rituð, enda
óhægt um vik þar sem mörg verk-
anna eru dreifð um aila norðurálfu,
oft á torfundnum stöðum og upp-
runi þeirra hreinlega gleymdur. Þó
hefir allmikið verið ritað um ein-
»-j.________g._________1_______________ca
Bíddu andartak meðan ég mála
þetta;
staka þætti og tímabil sögunnar og
það oft myndarlega.
Ég mun síðar á þessum vettvangi
fjalla ítarlega um myndlistir að
fomu og nýju.
ÞOSÍ OG SIMAMALASTOFNUN
. Skilagrein yfir
greitt orlofsfé
'ív/,-•/- 3Sri- Á
Launa-
greiðendur
Kynnið yður skipan á
greiðslu orlofsfjár
Samkvæmt reglugerð nr. 161/1973 ber launagreiðendum að
gera skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar, vegna launa næsta
mánaðar á undan. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á þar til
gerðu eyðublaði sem Póstur og sími gefur út.
Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt.
Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaða fresti frá Pósti og
síma. Það sýnir hve mikið orlofsfé hefur verið móttekið þeirra
vegna.
Geyma þarf launaseðlana til að geta séð hvort rétt upphæð
hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn.
Við lok orlofsárs fær launþegi senda ávísun á orlofsfé sitt.
Eyðublöð fást á póststöðum og eru þar veittar nánari upplýs-
ingar.
PÓSTGÍRÓSTOFAN
Ármúla 6,105 Reykjavík. Sími 86777.