Dagur - 28.03.1980, Side 8

Dagur - 28.03.1980, Side 8
GUR LXIII. irgingur Akurcyri. fösiudagur 28. m*n 1980 24. Iðlublað Símar Dags eru: 24166 24167 23207 Umsjón: Guðbrandur Magnússon. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hermann Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Áskell Þórisson. Auglýsingastjóri: Jóhann Karl Sigurðsson. Útgefandi: Útgáfufélag Dags; skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri; prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. BAKSÍÐUDÁLKUR eftir Böövar Guðmundsson Hvað þurfa íslenskir framhaldsskólanemar að læra? Við, sem höfum valið okkur það ævistarf að kenna, verðum oft að líta í eigin barm, bæði hvað varðar aðferðir okkar og markmið. Það sem veldur er einkum og sér í lagi sú innbyggða tregða sem sérhver nemandi býr yfir, hann vill ekki læra eða leggja á sig að brjóta til mergjar annað en það sem hann getur fundið skynsamlega skýringu á að sé verið að kenna honum. Ég kalla þetta tregðu, — en því orði á ekki að fylgja neinn neikvæður merkingarþáttur. Nemendur eru tregir til að læra sögu eða efnafræði, — svo eitthvað sé nefnt, — vegna þess að þeir skilja ekki samband þess sem þeir læra í þessum greinum og ver- aldarinnar eins og hún er samkvæmt þeirra skömmu reynslu. Ekki er heldur von að nemendur skilji að nokk- urt samband sé á milli löngunar þeirra til að verða frægir og ríkir og kvæðis Steingríms Thorsteinssonar, Vorhvöt, — þú vorgyðja svífur. „Hvaða gagn hefur maður af svona lagaðri vitleysu?" spyrja þeir gjarnan og ekki nema von þeir spyrji. Það nám sem gagn er að, er það nám sem borgar sig, — það sem borgar sig er, — bæði hvað varðar orðanna hljóðan og orðanna notkun, — það sem maður græðir á. Við skulum ekki gleyma því þegar við fárumst út af bölvuðu ungviðinu sem ekkert vill hafa í heiðri af þvi sem okkur og foreldrum okkar var heilagt, að þetta sama ungviði ólum við upp til að verða þátttakendur í Hrunadansi neyslu og samkeppni, það vorum við sem innrættum ungviðinu að það að geta eignast hlutina, stóra, kraftmikla bílinn, litasjónvarpið fagra, höllina töfrum slungnu, væri það eitt sem máli skipti í þessum heimi, — auk nokkurra smáræða eins og til dæmis að vera góður við dýrin og gleyma ekki örvasa foreldrum. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Við sem fullorðin erum og stundum leiðum hugann að því hvað við erum að gera annað en að hirða kaupið okkar á vinnustaðnum, við eigum stundum í þó nokkrum vanda með að svara skynsömum og gagnrýnum nem- endum um okkar vondslegt athæfi, — það er ekki langur tími síðan flest vorum við í sömu sporum og samt hefur viðhorf okkar og skilningur breyst ótrúlega síðan við urðum þátttakendur í framvindu þjóðfélagsins og hætt- um að vera stikkfrí vegna prívatbaráttu okkar við leiðin- lega kennara og óréttlát skólayfirvöld. Eitt af því sem manni verður stundum á að hugleiða er það, hvemig á nám og menntun Islendinga að vera, — hvað borgar sig fyrir þjóðina að kenna þeim sem senn skulu land erfa? Sú forsenda sem við verðum að byggja á öll okkar svör er, að við, íslendingar, erum smáþjóð með 230,000 íbúa sem næstum allir vilja halda áfram að vera í þjóðfélagi velmegunar og öryggis. Öll sú velmegun og öryggi byggist á tæknivæddri hráefnaframleiðslu og iðnaði og sérfræð- ingum í hverju horni. Fjölmargt í daglegri neyslu okkar er fengið erlendis frá, vélar, matvæli, lyf, olíur, fatnaður og fleira. Framleiðsla okkar sjálfra er tiltölulega einhæf, matvæli (eggjahvíta), fatnaður (skinna- og ullarvörur) og nú á síðustu tímum orka (rafmagn). Það er því alveg ljóst, að við þurfum að eiga mikil samskipti við aðrar þjóðir. Til þess að við getum það þurfum við að kunna skil á tungumálum fjölmargra þjóða. Sjálf þurfum við að vanda framleiðslu okkar sem best og til þess þurfum við að vanda sem best til þeirra skólafaga sem lúta að fram- leiðsluvísindum, stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Grundvöllurinn sem öll þessi fög hvíla á er móðurmálið. Ónákvæmni og subbuskapur í meðferð þess þýðir þoku- kennda og ónákvæma hugsun sem svo aftur leiðir af sér heimskulega og vonda framleiðslu sem við getum ekkert gert við nema selja hvort öðru þegar við erum orðin ófær um öll samskipti við aðrar þjóðir vegna vankunnáttu í öðrum tungumálum og sljó af ræktarleysi við eigið tungumál. Sérfræðinga okkar menntum við nú orðið langflesta í íslenskum háskóla. Langstærstur hluti sérfræðináms fer þó fram á öðrum tungumálum en íslensku. Kennslu- bækur eru á ensku og skandínavískum málum, langflest- ar. Greinar og tímarit á ensku, skandinaviskum málum, þýsku og frönsku. Ef sérfræðinám er komið á mjög sértækt svið, t.d. í eðlisfræði, læknisfræði, stærðfræði, líffræði ofl. fer rússneska, og jafnvel japanska, að verða nauðsynleg. Almennar kennslubækur á íslensku eru álíka sjaldgæfar við Háskóla íslands og negrar í Þistilfirði. Meira að segja í íslenskum fræðum, sem undirritaður var að nema í Háskóla íslands fyrir 10-15 árum, var fæst á íslensku. Öll málfræði á skandínavisku, þýsku og ensku, bókmenntafræði að litlu leyti á íslensku en mest á þýsku og dönsku. Lítill hluti sértekinna greina sem ráðlagt var að lesa var á ensku og frönsku. Það virðist því liggja nokkuð ljóst fyrir, að sá grund- völlur sem almenn velmegun og öryggi íslenskrar þjóðar hvílir á er haldgóð þekking og leikni í meðferð eigin tungumáls að viðbættri lestrar- og talgetu í skandí- navískum tungumálum, ensku, dönsku og þýsku og að sjálfsögðu góðri þekkingu í stærðfræði, eðlis- og efna- fræði. Þessar greinir náms eiga fortakslaust að vera hin almenna menntun skólaskyldunnar og á sömu greinar skal leggja höfuðáherslu í bóknámsdeildum framhalds- skólanna, hvort sem þeir heita nú fjölbrautaskólar eða menntaskólar. Þar verður auðvitað bætt við fleiri grein- um sem að haldi mega koma við sértækt nám í háskóla, greinum eins og mannkynssögu, félagsfræði, sálarfræði, uppeldisfræði, líffræði, búfræði, verslunarfræði, auk annarra tungumála svo sem rússnesku, frönsku, latínu, japönsku og esperanto. Auðvitað mætti tína til fleiri fög sem nauðsynleg eru til undirbúnings sérfræðináms, — en meginatriðið er, — og á því má aldrei missa sjónir, að undirstaða nútímalífs íslenskrar þjóðar er haldgóð þekk- ing og leikni í að hugsa og tala á eigin tungumáli, kunn- átta í erlendum tungumálum og þekking á stærðfræði (tungumáli vísindanna) og fögum henni tengdum. .Um helginc. Myndlistasýning Þórunn Eiríksdóttir opnar myndlistasýningu í Gallerý Háhól laugardaginn, 29. mars, klukkan 16. Á sýningunni eru olíu- málverk. Sýningin er opin virka daga 20-22 og helgidaga 16-22. Kvikmyndir Nýja bíó sýnir um helgina myndina „Litla stúlkan við end- ann á trjágöngunum“ klukkan níu. Handrit myndarinnar er gert eftir samnefndri sögu eftir Laird Koenig, (The Little Girl Who Lives Down The Lane). Leikhús Leikfélag Akureyrar sýnir Herbergi 213 eftir Jökul Jakobs- son undir leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar á sunnudag- inn kl. 20.30. Miðasalan er opin á laugardaginn kl. 16-19. Síminn í aðgöngumiðasölunni er 24073. Dansleikir / Sjálfstœðishúsinu verður plötukynning á sunnudagskvöld. Kynnir er Vignir Sveinsson. Á föstudagskvöldið verður ferðakynning á vegum Ferðamiðstöðvarinnar. Jamica leikur fyrir dansi. A Hótel KEA leikur hljómsveit Ingimars Eydal fyrir dansi, en hann er nú byrjaður að leika fyrir dansi á ný við miklar vinsældir. Félagsstarf Kiwanismenn munu ganga í hús um helgina og bjóða fólki páskaegg til sölu. Rennur ágóðinn beint til líknar- og heil- brigðismála. BLÖNDUR GRASFRÆBLANDA A, Samsetning: 55% Val/arfoxgras, Korpa/Topas 30% Túnvingull, Ruina 15% Vallarsveifgras, Delft SÁÐMAGN PR.HEKEVRA 20—25 kg. GRASFRÆBLANDA B, Samsetning: 55% Túnvingull, Rubina 15% Skriðlíngresi 20% Háliðagras 10% Vallarsveifgras 25—30 SKRÚÐGARÐAFRÆBLANDA, Samsetning: 70% Rúnvingull, Rubina 10% Skriðlíngresi 20% Pýgresi, fjölært, Verna Paiberg ÓBLANDAÐ FRÆ: Túnvingull, Rubina Vallarfoxgras, Korpa Vallarsveifgras, Fylking Háliðagras, Oregon Rýgresi einært PRIMA, Vetrarrýgresi (Italicum, seinsprottið) Rýgresi einært TEWERA, Sumarrýgresi (Westervoldikum, snemmsprottið) Rýgresi fjölært, Verna Paiberg Repja, ensk, Rape Kale Risarepja, ensk Sumarrepja, dönsk (fljótvaxin) Fóðurmergkál Hvítsmári, Milka Sumarhafrar, Sol II Vetrarhafrar, Peniarth Sáðbygg, Rupal (tvíraða) 2,5 pr. 100 m2 , c . 25—30 hd- 12—16 30—50 25—30 30 30—35 25—30 3—6 3—6 10 4—5 160 2 00 -'V 160—200 150—180 KAUPFELOGIN UMAULTIAND

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.