Dagur - 22.04.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 22.04.1980, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMiÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. apríl 1980 29. tölublað paW" AUKIÐ VATN HJÁ HITAVEITU AKUREYRAR Þegar jarðborinn Narfi var við borun fyrir Hitaveitu Akureyrar að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði á fimmtudagsmorgun og kominn niður á rösklega 1530 metra dýpi, opnaðist nokkuð óvænt ný æð, sem liggur dýpra en þær æð- ar, sem áður hafa komið fram á svæðinu. Við dælingu á föstudag fengust 25 sekúndulítrar úr hol- unni, en aðfararnótt laugardags voru dælustangirnar dýpkaðar og með því móti fengust 35 sekúndulítrar af 77 gráðu heitu vatni. Talið er, að vatnið í þess- ari nýju æð geti orðið allt að 50 sekúndulítrar og 90 gráðu heitt, og að hér sé að mestu um viðbót að ræða, við það sem áður var talið að Ytri-Tjarnarsvæðið gæti gefið af sér, sem voru 60 sekúndulítrar. Gunnar Sverrisson, hitaveitu- stjóri, sagði í viðtali við DAG, að þetta væru mjög mikil tíðindi fyrir hitaveituna og Akureyringa. Þessi vatnsaukning hefur enn sem komið er haft sáralítil áhrif á vatnshæðina í öðrum holum á svæðinu, sem eru þrjár. Til þessa hafa aðeins fengist 15 sekúndulítrar úr holu númer tvö. Unnið hefur verið að hreinsun á holu eitt í sjö mánuði og hola þrjú er enn ekki fullboruð. Vatnskerfið á Ytri-Tjamarsvæð- inu er samtengt, þannig að aukið vatnsmagn í einni holunni hefur áhrif á vatnsmagn í annarri. Fyrstu þrjár holurnar voru boraðar í gegn um þrjá vatnsganga, en sú fjórða opnaðist í fjórða vathsganginum, og þess vegna eru taldar líkur á að þarna sé um viðbótarvatn að ræða. Aðfararnótt laugardags átti að mæla hitann í æðinni, en mælitæki biluðu og sandur eða svarf er nú kominn neðst í holuna, þannig að ekki er enn ljóst hvað úr verður. Holan verður nú fóðruð niður á um 400 metra dýpi og síðan verður væntanlega borað nokkru dýpra, um 50 metrar, þar sem svarf og önnur óhreinindi geta safnast fyrir án þess að stífla holuna. í dag er hitavatnsþörf Akureyrar um 180 sekúndulítrar, þegar miðað er við allt sem búið er að tengja, sem er um 65% af heildarrúmmáli húsa á Akureyri. Búið er að leggja hitaveituna í um 75% húsa, miðað við rúmmál, en fresta hefur þurft tengingu vegna vatnsskorts. Mun vænlegar horfir nú í hitaveitumál- um Akureyringa. Nú þegar er talið, að hitaveitan spari Akureyringum rösklega 2 milljarða króna, miðað við olíukyndingu. Buðu bænum Ikarus-vagna Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram bréf frá fyrirtæk- inu Samafl í Reykjavík, þar sem Akureyrarbæ er boðið að ganga inn í tilboð um kaup á Ikarus- strætisvögnum frá Ungverja- Fyrsti maí undirbúinn 1. maí nefnd verkalýðsfélag- anna er nú tekin til starfa og undirbúningur í fullum gangi. Stefnt er að því að fara í kröfugöngu frá Hrísalundi nið- ur á torg, þar sem haldinn verður útifundur með ræðum og söng. Kaffisala verður í Al- þýðuhúsinu og barnaskemmtun í Sjálfstæðishúsinu. Samstarfs- hópur um dagvistunarmál og Samtök hernámsandstæðinga verða aðilar að aðgerðunum 1. mai. Formaður 1. maí nefndár er Sigurður Randversson, tré- smiður, og geta þeir sem áhuga hafa á að starfa að undirbún- ingnum haftsamband við hann. Þegar vorar fara starfsmenn bæjarins á stúfana og gera við þær götur sem hafa skemmst um veturinn. Þeir brugðu ekki út af þeim vana sínum í vor, en myndina tók áþ af þcim við vinnu sína í Skipagötu fyrir fáum dögum. Enn er eftir að gera við göt í malbikinu og eru ökumenn hvattir tii að fara varlcga því illa farnar götur geta verið stórhættulegar' Bflstjórar neita að aka um Öldubrjótinn á Siglufirði landi, sem gert var Innkaupa- stofnun Reykjavíkur. Bæjarráð taldi ekki tímabært að taka ákvörðun um kaup strætis- vagna vegna endurskoðunar stræt- isvagnaaksturs á Akureyri, en fól bæjarstjóra að fylgjast með fram- vindu málsins. Ýmsir skipstjórnarmenn hafa nú neitað að leggja skipum að Öldubrjótnum á Siglufirði og bílstjórar í bænum hafa neitað að aka um hann, þrátt fyrir að bráðabirgðalagfæringar hafi átt sér stað nú nýverið. Vegna þessa hefur hafnarnefnd samþykkt að loka Öldubrjótnum, nema til olíuuppskipunar og lýsisútskip- unar. Jafnframt á að setja upp skilti sem bannar alla umferð um hann. Hafnarnefnd Siglufjarðar hefur beint þeim tilmælum til Vita- og hafnarmálastjóra, að nú þegar verði lögð drög að varanlegum úr- bótum brjótsins og óskaði þess að verkfræðingur Vita- og hafnar- málastofnunar komi norður til Siglufjarðar til skrafs og ráðagerða. Þar sem búið er að loka Öldu- brjótnum verður t.d. öll útskipun á mjöli að fara fram um Hafnar- bryggjuna og umferð vegna hennar fer um bæinn. Athafnasvæiji á Hafnarbryggjunni er tæplega nógu stórt til að anna umferð á méstu álagstímum. Að sögn Boga Sigurbjörnssonar, fréttaritara Dags á Siglufirði, er það hugmynd bæjarstjórnarmanna á Siglufirði að ekkert verði átt við Öldubrjótinn fyrr en heildarskipu- lag hafnarmála liggur fyrir. „At- hafnasvæðið á Hafnarbryggjunni er alltof lítið. Til þessa hefur þetta bjargast þar sem Öldubrjóturinn hefur verið notaður líka.“ Á Öldubrjótnum er stálþil sem er nú að brenna í sundur með þeim afleiðingum að sandurinn rennur út i höfnina. Fyrir skömmu var verið að skipa út og minnstu mun- aði að yrði stórslys þegar ein vöru- bifreiðin datt niður úr þekjunni. Eftir þetía óhapp neituðu vörubif- reiðastjórar að aka um bryggjuna. Mikil fjölbreytni á Húnavöku Sumarmála- skemmtun Kvenfélögin í Öngulsstaðahreppi efna til síðdegisskemmtunar á sumardaginn fyrsta, kl. 14.30 að Freyvangi. Tilgangurinn með þessari skemmtisamkomu, er bæði að fagna sumarkomu en einnig er fyrirhugað að allur ágóði af skemmtuninni renni til byggingar endurhæfingarstöðvar Sjálfsbjargar á Akureyri. Þarna verður ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar. Ávarp flytur Edda Eiríksdóttir, skólastjóri, Halla Árnadóttir syngur einsöng við undirleik Þórdísar Guðmunds- dóttur.Ungmenni úr Hrafnagils- skóla sýna Diskódans og ungt fólk af Akureyri sýnir tísku- fatnað. Einnig er boðið upp á veislukaffi með heimabökuðum kökum. Húnavaka, hin árlega skemmti- og fræðsluvaka Ungmennasam- bands Austur-Húnvetninga hófst að þessu sinni í dag þriðjudaginn 22. apríl, og stend- ur til sunnudags. Fjölbreytt efni verður að vanda á Vökunm og mikið um að vera. Leikritið Skáld-Rósa verður sýnt fjórum sinnum, barna- og unglinga- skemmtanir verða tvisvar, guðs- þjónusta verður á sumardaginn fyrsta, Húsbændavaka á föstu- Naglabyssuskot- um stolið Um síðustu helgi var stolið 300 naglabyssuskotum úr nýbyggingu á sundlaugartúninu. Þetta eru mjög hættuleg skot og því full ástæða til að aðvara foreldra og umráðamenn barna, ef þeir verða varir við skotin í fórum barnanna. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um málið eru vin- dagskvöld, tvær myndlistarsýn- ingar verða um Húnavöku, fjórir þekktir söngvarar koma úr Reykjavík og skemmta og sýnd- ar verða nokkrar kvikmyndir. Þá dunar dansinn i fjögur kvöld og um miðjan dag á sumardaginn fyrsta verður dansleikur, sér- staklega ætlaður börnum innan við 12 ára aldur, en öllum er þó heimill ókeypis aðgangur og foreldrar eru hvattir til þess að mæta með börnum sínum. samlegast beðnir um að snúa sér nú þegar til lögreglunnar. Vilja veiða eftir 1. maí Á fundi sem Útvegsmannafé- lag Norðurlands hélt á Akur- eyri á sunnudag var sam- þykkt ályktun, þar sem þeim tilmælum er beint til sjávar- útvegsráðherra, að veiðar með þorskanetum fyrir Norðurlandi verði ekki stöðvaðar 1. maí n.k. Fundurinn bendir á, að afla- brögð báta í fjórðungnum hafi verið mjög léleg það sem af er vertíðinni, eða 200 lestir á hvern bát að meðaltali, og útgerðirnar því engan veginn færar um að mæta takmörkunum. , ,F jórveldakeppn- inni“ frestað Svokallaðri „Fjórveldakeppni í bridge sem fram átti að fara hér á Akureyri 18. og J 9. apríl var frestað af óviðráðanlegum orsökum til 9. og 10. maí Fjögur félög taka þátt í keppni þessari auk unglingasveita. Frá ritstjórn Dags Þar sem sumardaginn fyrsta ber upp á fimmtudag kemur Dagur ekki út þann dag. Hins vegar kemur Helgar-DAGUR út í ann- að sinn á föstudaginn. Dagur kemur út n.k. þriðjudag og eru auglýsendur minntir á að skila handritum fyrir klukkan 19 á mánudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.