Dagur - 08.05.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 08.05.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 8. maí 1980 33. tölublað Alvarlegt ástand á Norðurlandi árið 1983? 1550 MANNS VERÐA ATVINNU- LAUSIR EÐA FLYTJA Á BROTT nema 880 ný störf verði sköpuð í iðnaði Að öllu óbreyttu mun iðnaður á manns atvinnu árið 1983. Ef fjölgað vantar atvinnu fyrir um Norðurlandi veita um 2.900 störfum í iðnaði verður ekki 1.550 manns, ef allir nýliðar á Menningardagar á Akureyri hefjast i kvöld með sýningu á Passíukórsins og fleiri. Myndin var tekin i gærdag, þegar frfstundaverkefnum starfsmanna Slippstöðvarinnar. Annað starfsmenn voru önnum kafnir við undirbúning sýningar- kvöld hefjast svo tónlistardagamir með tónleikum Sin- salarins, sem er f nýbyggingu mötubeytis Slippstöðvarinnar. fóníuhljómsvcitar íslands og á sunnudag verða tónleikar Mynd: á.þ. vinnumarkaði norðanlands eiga að geta fengið atvinnu heima fyrir. Þegar tekið er tillit til þess mannafla, sem landbúnaður, fiskveiðar, fiskvinnsla og bygg- ingastarfsemi geta bætt við sig, og ef miðað er við að þjónustu- greinar taki til sín sama hlutfall af nýjum störfum og á árabilinu 1972-1977, þá þarf að skapa hvorki meira né minna en 880 ný starfstækifæri í iðnaði fram til ársins 1983, en vegna margfeld- isáhrifa fengjust með því 670 ný störf í þjónustugreinum, eða samtals 1.550 störf. Þessar upplýsingar koma fram í uppkasti að Iðnþróunaráætlun fyr- ir Norðurland, sem nú er unnið að á vegum Framkvæmdastofnunar ríkisins og í samvinnu við Fjórð- ungssamband Norðlendinga. Þar segir ennfremur, að af framan- sögðu sé ljóst, að sérstakt átak þurfi að koma til eflingar iðnþróunar á Norðurlandi. Vegna framtíðar- horfa í atvinnu við landbúnað og sjávarútveg, verði iðnaður í vax- andi mæli að taka á sig það hlut- verk að vera vaxtarstofn fram- leiðsluatvinnuvega og þar með tryggja eðlilegan vöxt viðskipta- og þjónustugreina og þar með byggðaþróun. Ennfremur segir í þessu uppkasti að iðnþróunaráætlun, að átak í iðnþróun muni stuðla að því, að ungt fólk þurfi ekki að flytjast á brott vegna skorts á atvinnu, eins Næturgestir í sundlauginni: Kærðir og sektaðir ? Dregið í áttundu myndagátunni Búið er að draga í áttundu myndagátunni og upp kom nafn Jóns Gislasonar, Hvannavöllum 6, Akureyri. Að þessu sinni voru verðlaunin vöruúttekt í Sport- húsinu. Það var Sigbjörn Gunn- arsson, eigandi Sporthússins, sem dró nafn hins heppna úr bunkanum. Það fólk sem til þessa hefur verið tekið að næturþeli innan girðingar hjá Sundlaug Akur- eyrar hefur ekki verið kært, en að sögn Hauks Bergs, sund- laugarstjóra, hefur fyllilega komið til álita að slíkt verði gert í framtíðinni. I framhaldi af því getur viðkomandi átt von á að þurfa að greiða sekt og lenda á sakaskrá. Að auki hefur verið um það rætt að það fólk sem verður eftirleiðis uppvíst að næturferð i sundlaugina verði útilokað frá Sundlaug Akureyr- ar um óákveðinn tíma. Haukur Berg sagði að undan- famar 3 helgar hefði ástandið verið einna verst þ.e. eftir dansleiki í Gagnfræðaskólanum og Dyn- heimum. Hins vegar leggja full- orðnir leið sína í sundlaugina ekki síður en unglingarnir, en ekki hóp- um saman. Sumir unglinganna hafa gengið svo langt að geyma handklæði í sólbekkjum svo þau væru til taks um nætur, en aðrir fóru t.d. eitt sinn og stálu 8 hand- klæðum af snúru í nærliggjandi garði. Lögreglan hefur gert það sem í hennar valdi stendur til að fylgjast með sundlauginni um helgar, en þar er við ramman reip að draga, því lögreglumennirnir eru fáir og oft mikið um að vera á öðrum víg- stöðvum. Haukur sagði að það væri líka erfitt fyrir fáa lögreglumenn að eiga við tugi karla og kvenna eins og gerðist hér á dögunum. Haukur sagði að ef þessu linnti ekki ætti hann alveg eins von á að almenningur myndi krefjast þess að laugin væri hreinsuð í hvert sinn eftir að fólk færi í hana að nætur- lagi „og þá getum við hreinlega orðið að loka,“ sagði Haukur Berg, og verið hafi. Því þurfi að skapa tæplega 900 ný atvinnutækifæri í iðnaði á Norðurlandi fram til 1983, umfram þann 3-4% vöxt, sem verið hafi árlega. Einnig beri að hafa í huga, að það sé alls ekki gefið, að 3-4% aukning mannafla í iðnaði haldi áfram, m.a. vegna mikils vaxtar í sauma- og prjónastofum frá 1972-1977, sem nú þegar sé far- ið að draga úr. Þá sé Ijóst, að þörf sé á atvinnu af öðru tagi en við landbúnað í sveit- um og að verulegt átak þurfi til uppbyggingar ýmiss konar smá- iðnaðar, til þess að ráða bót á. Framkvæmdastofnun hefur gert mannaflaspá fyrir 1983 og meðal þess sem þar kemur fram, og ekki hefur verið nefnt hér, varðandi Norðurland, er að sama þróun verði í landbúnaði og á árunum 1972-1977, það er fækkun starfandi fólks, fiskveiðar muni standa í stað og að aðeins muni myndast 1000 ný störf í fiskvinnslu á öllu landinu frá 1977-1983 ogjafnmörgstörf á sama tíma 1 byggingastarfsemi. Venjuleg fjölskylda í Hrísey Hrísey, 7. maí. Á þriðjudagskvöld frumsýndi Leikklúbburinn Krafla í Hrísey leikritið Venjuleg fjölskylda eftir Þorstein Marelsson. Þetta er með fyrstu verkum Þorsteins og annað tveggja, sem sett hefur verið á svið og þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sviðsett á Norðurlandi. Leikstjóri er Birgir Sigurðs- son, rithöfundur, sem hefur mikla reynslu sem leikhúsmað- ur, enda hefur tekist mjög vel upp og er sýningin afbragðsgóð. Leikmynd gerði Elsa Stefáns- dóttir og leikarar eru átta. Leikklúbburinn Krafla hefur ákveðið að heimsækja nágrannabyggðirnar nú um helgina og eru sýningar fyrir- hugaðar á Grenivík á föstudag, í Samkomuhúsinu á Akureyri laugardaginn 10. maí og að Melum í Hörgárdal sunnudag- inn 11. maí. G.J. Bændaklúbbs- fundur um skógrækt Bændaklúbbsfundur verður haldinn að Hótel KEA mánu- daginn 12. maí klukkan 21. Frummælandi verður Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri, og ræðir hann um skógrækt sem búgrein og heimilistrjárækt. Allir eru velkomnir á fundinn. Fyrsta málverka- uppboðið Laugardaginn 10. maí kl. 15.00 stendur Listhúsið s.f. Akureyri fyrir málverkauppboði að Hótel KEA. Myndirnar verða til Sýnis í Listhúsinu föstudaginn 9. maí kl. 20-23. Uppboðshaldari verður Jón G. Sólnes. Margt eigulegra verka verður á uppboði þessu svo sem eftir Gunnlaug Blöndal, Kjarval Höskuld Björnsson, Valtý Pétursson, Veturliða og fl. og fl. Listráðunautur Listhússins er Óli G. Jóhannsson. Elías Davíðsson á Akureyri Laugardaginn 10. maí n.k. kl. 1-6 e.h. verður haldin fræðsluráð- stefna í Félagsheimili Einingar að Þingvallastræti 14 á vegum Sam- taka herstöðvaandstæðinga á Akureyri. Elías Davíðsson, kerf- isfræðingur, kemur og heldur tvö erindi. Hið fyrra fjallar um þætti heimsvaldastefnunnar, þ.e. hinn efnahagslega, hernaðarlega, menningarlega og pólitíska. Einnig fjallar Elías um hvernig unnt sé að rannsaka heimsvalda- stefnuna. Síðara erindið fjallar um fjölþjóðaauðhringi Saga æfir „Blómarósir(< Um það bil sem Leikfélag Akur- eyrar er nú að ljúka störfum sín- um á þessum vetri hefur annað leikfélag í bænum, Leikklúbbur- inn Saga, verið að æfa íslenskt! leikrit, „Blómarósir“ eftir Ólaf ] Hauk Símonarson. Frumsýning j Blómarósa“ verður að líkindum | um miðjan maí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.