Dagur - 08.05.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 08.05.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 8. maí 1980 M.A. fær hvalbein Sigurðar skólameistara Hver kannast ekki við mál- tækið „að taka e-n á beinið“ eða „taka e-n á hvalbeinið?“ Landsmenn allir skilja hvað við er átt með þessum orðum, sem sagt að taka einhvern fyrir og veita honum lexíu fyrir ein- hverjar ávirðingar. Þetta mál- tæki varð til á skrifstofu Sig- urðar Guðmundssonar, skóla- meistara Menntaskólans á Akureyri, og er nú landfleygt. Sigurði var gefið stórt og mikið hvalbein, en á árum áður voru Á sunnudaginn eru liðin 50 ár frá stofnun Skógræktarfélags Eyfirð- inga. í upphafi hét félagið reyndar Skógræktarfélag íslands og var fyrsta skógræktarfélag, sem stofnað var á landinu. Helsti hvatamaður að stofnun félagsins var Jón Rögn- valdsson frá Fífilgerði, sem þá var nýkominn frá skógræktarnámi í Kanada. í fyrstu stjórn félagsins voru auk Jóns Rögnvaldssonar, Jónas Þór, Bergsteinn Kolbeinsson, Axel Schiöth, Svanbjörn Frí- mannsson og Jón Steingrímsson. Markmið félagsins hefur frá upphafi verið að vinna að trjá- og skógrækt í héraðinu, eftir því sem föng og ástæður leyfa, eins og segir í 2. grein laga félagsins. Með stofn- un Skógræktarfélags Eyfirðinga hryggjarliðir í hval oft notaðir til að sitja á, ekki hvað síst sem ein- hvers konar garðstólar. Væru beinin stór voru þau gjarnan látin standa upp á endann og mynd- aðist þá bæði bak og seta og var hið besta hægindi. En hvað um það, sú sögn myndaðist fljótlega, að Sigurður skólameistari léti skólapilta (eða stúlkur, hafandi i huga jafnrétti kynjanna) setjast á hvalbeinið, þegar hann þurfti að veita þeim tiltal. Ekki mun þetta nú vera rétt, en sögnin varð til og í framhaldi af henni umrætt máltæki. var stigið mikilvægt spor til friðun- ar og ræktunar í sýslunni. Fyrstu verkefni félagsins voru friðun á birkileyfum í Garðsárgili 1931 og á Vöglum á Þelamörk 1934. Vaðlareitur var girtur 1936 og Leyningshólar voru friðaðir 1938. Plöntuuppeldi á vegum Skóg- ræktarfélagsins hófst 1947 í Kjarna við Akureyri. Þar eru nú höfuðað- setur Skógræktarfélags Eyfirðinga. Að loknu fimmtíu ára starfi Skógræktarfélags Eyfirðinga hafa verið gróðursettar um 1,5 milljón plantna. Girtir hafa verið 15 skóg- arreitir víðsvegar um sýsluna. Samanlagt flatarmál allra friðaðra skógræktarsvæða er nú um 500 ha. Helstu framtíðarverkefni Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga eru Þegar Sigurður lést, fékk ekkja hans hvalbeinið og nú er það í eigu Örlygs Sigurðssonar, list- málara, sonar skóiameistara. Á skrifstofu Tryggva Gíslasonar, núverandi skólameistara, er hvalbein, sem Þórarinn heitinn Björnsson, skólameistari, kom þar fyrir, en það er mun minna bein en það upprunalega. Nú hefur hins vegar svo um talast milli Tryggva og Örlygs, að sá siðarnefndi gefi Menntaskól- anum hvalbeinið góða í tilefni 100 ára afmælis skólans. Er það vel, að svo merkilegur og sögu- uppbygging plöntuuppeldis í Kjama og friðun og skógrækt á landi jarðarinnar að Laugalandi á Þelamörk, sem félagið hefur fengið til ráðstöfunar. Einnig hefur félagið gengið til samvinnu við bændur og Skógrækt ríkisins um aukna skjól- beltarækt í sýslunni. Frá 1972hefur Skógræktarfélagið unnið að gerð útivistarsvæðis í Kjarnaskögi í samvinnu við Akureyrarbæ. Fyrsti framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga var Ár- mann Dalmannsson 1947-1968, Gunnar Finnbogason var fram- kvæmdarstjóri frá 1969-1975. Núverandi framkvæmdastjóri er Hallgrímur Indriðason. Formaður Skógræktarfélagsins er Ingólfur Ármannsson, Akureyri. 1 tilefni af afmæli félagsins verð- ur aðalfundur haldinn laugardag- inn 10. maí að Hótel K.E.A. og hefst kl. 14. Sunnudaginn 11. maí verður hátíðarfundur að Galtar- læk. Þann 31. maí verður kynning á starfsemi félagsins í Kjarnaskógi. Fjölmennt bridgemót á Akureyri Dagana 9. og 10. maí verður keppni fjögurra brigdefélaga háð á Akureyri og er þetta eitt fjöl- mennasta bridgemót sem haldið hefur verið á landinu, en þátttak- endur verða um 150 manns. Þau félög er þátt taka í þessari svo- kallaðri „Fjórveldakeppni“, eru: Bridgefélagið Höfn í Hornafirði, Bridgefélag Fljótsdalshéraðs og nágrennis, Tafl- og Bridgeklúbb- urinn, Reykjavík, og Bridgefélag Akureyrar. f fyrra var spilað á Höfn, en Akureyri er síðasti spilastaðurinn í fyrstu umferð. Tafl- og Bridge- klúbburinn í Reykjavík hefur ávallt borið sigur úr bítum. Að þessu sinni er einnig ung- lingakeppni. Koma sveitir bæði frá Höfn og Fljótsdalshéraði til að spila við unglinga á Akureyri. Spilað verður að Félagsborg og hefst keppnin kl. 20, föstudaginn 9. maí. Keppnisstjóri er Albert Sigurðsson frá Akureyri. frægur gripur komist aftur á þann stað, þar sem máltækið varð til, og ef til vill verður beinið sá ógn- valdur sem það áður var, og auð- veldar þannig skólameistara að halda uppi góðum aga. Við höfum það mjög gott í Þistilfirði. Hér er komið sumar, en það eru mikil viðbrigði frá sama tíma í fyrra. Þá var hér stórhríð og fjörðurinn fullur af ís. Nú er hins vegar farið að slá grænuslikju á þau tún sem eru orðin þurr. Hvort eitthvað sé um kal er ekki gott að segja ennþá. Kal gæti e.t.v. verið á innstu bæjunum, en þar lá lengi svell í vetur. Ég keyrði fram hjá nýrækt í gær og sýndist mér hún ljót, en hún var lengi blaut í fyrrasumar og gæti það verið ástæðan. Aðalfundur Kaupfélags Þistil- fjarðar var haldinn síðastliðinn laugardag. Afkoma félagsins síð- asta ár var góð. Þetta er líklega eitt af fáum kaupfélögum á landinu sem skilar hagnaði en hann varð Þetta er teikning örlygs af hvalbeini föður sfns. Mynd þessi birtist i bókinni Prófflar og pamfílar. tæpar 7 milljónir. Kaupfélagið stóð í miklum framkvæmdum síðasta ár. T.d. var matvöruverslunin stækkuð. Hún skilaði rúmum átta milljónum í hagnað, en 1978 var hallinn næstum átta milljónir. Á sínum tíma brann vélaverkstæði sem kaupfélagið átti. Það var end- urbyggt og tekið í notkun á síðasta ári. Kaupfélagið tók á síðasta ári við rekstri trésmiðju á Þórshöfn. Það er búið að byggja yfir hana hús, sem vonandi verður tekið í notkun í júní. Kaupfélagsstjóri er Þórólfur Gíslason, en formaður kaupfélags- stjórnar er Sigtryggur Þórðarson. Aðrir í stjórn eru: Aðalbjörn Arn- grímsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ágúst Marinósson og Magnús Jóhannesson. Ágúst Marinósson átti að ganga úr stjórn en var end- urkjörinn. Ó.H. Hallgrfmur Indrióason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, lítur yfi myndarlegt beð i Kjarna. Mynd: E.D. # Veisluföng Á árinu 1977 keyptu ráðu- neytin 12.737 flöskur af áf- engi hjá Á.T.V.R. Á árinu 1978 var keypt 9.131 flaska og 1979 var keypt 9451 flaska. f janúar og febrúar 1980 hafa verið keyptar 2395 flöskur. Hér er bæði um að ræða borðvín og sterk vín. Mikill er þorsti ráðuneytis- manna og gesta þeirra. § Sérfræðinga- mál Að undanförnu hafa átt sér stað nokkrar umræður um hið svokallaða „sérfræð- ingamár og sýnlst þar sitt hverjum. f skýrslu nokkurri standa þessi fleygu orð: „UTVEGUN TÆKIFÆRA TIL AO LÆRA AF REYNSLUNNI. Fyrlr utan það sem kemur af sjálfu sér, er reynt meðvltað bæði á verkstæðum, kvöldvökum o.s.frv. að sjá fyrir næstum því eðlileg- um aðstöðum, þar sem hægt er að breyta um per- sónuleikastarfseml og reyna nýjar lelðir.“ Það þarf vart að taka það fram að félagsfræðingur skrifaði fyrr- greinda tilvitnun. Hvað hún þýðir höfum við ekki hug- mynd um. § Forseta- kosningarnar Nú eru frambjóðendur til for- setakosnfnga sem óðast að búa sig í slaginn, sem verður harður Ef að líkum lætur. Það veldur mörgum mætum manninum áhyggjum, að þegar er farið að hnakkbítast um ágæti einstakra fram- bjóðenda f dagblöðunum. Sumar greinarnar eru svo tágkúrulegar að tíðindum sætir að dagblöðin skuli blrta þær. Þessi þróun boðar ekk- ert gott um framtíðina. # Skipavið- gerðír Haft hefur verið eftir Tómasi Árnasyni, viðskiptaráðherra, að nú sé mikil ásókn f að láta gera vlð skip ytra. Á sama tíma er verkefnaskortur hjá járniönaðarmönnum. T.d. á að láta sklpta um vél f loðnu- skipinu Jóni Kjartanssynf frá Eskifirði, en á sama tfma vantar Vélsmiðjuna Héðin verkefni sem þetta. Skógræktarfélag Eyfirðinga fimmtíu ára Hafa gróðursett 1.5 milljónir plantna Kaupfélag Langnesinga: GÓÐ AFKOMA Gunnarsstöðum í Þistilfirði 5. maí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.