Dagur - 20.05.1980, Síða 6
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur
almennur fundur í félags-
heimilinu að Gránufélags-
götu 49, fimmtudaginn 22.
maí kl. 19.15. Ath. breyttan
fundarstað. Stjórnin.
Lionsklúbburinn Huginn. —
Fundur fimmtudag 22. maí
kl. 12.15 áHótelK.E.A.
Frá Ferðafélagi Akureyrar.
24.-26. maí. Hvítasunnuferð
■ Herðubreiðarlindir. Brott-
för úr Skipagötu 12 kl. 8.00
Hvítasunnuferð í Lamba.
Brottför úr Skipagötu 12 kl.
10.00 1. júní. Náttfaravíkur.
Ekið verður að Björgum í
Kinn og helst alveg út að
bjargi. Gengið þaðan 1
Náttfaravíkur og til baka.
Þetta er um 6 tíma gangur,
og brattalítið en urð er á
kafla. Brottför úr Skipagötu
12 kl. 8.00 7. júní. Skagi.
Ekið um Varmahlíð til
Sauðárkróks og þaðan fyrir
Skaga að Blönduósi. Á
heimleið verður komið við í
Víðimýrarkirkju. Brottför úr
Skipagötu 12 kl. 8.00. Kom-
ið verður heim kl. 22.00.
Næstu viku verður skrifstof-
an opin mánudag og
fimmtudagkl. 18.00-19.00.
Spilakvöld verður hjá Sjálfs-
björg í Alþýðuhúsinu
fimmtudaginn 22. maí kl.
20.30 Allir velkomnir.
Nefndin.
Plöntusala
Plöntusala Skógræktar ríkisins í
Vaglaskógi er hafin. Að venju er
til sölu fjölbreytt úrval trjáa og
runna. Að sögn ísleifs Sumar-
liðasonar, skógarvarðar, er nú til
mikið af Alaskaösp, en annars-
staðar mun lítið vera til af henni.
Einnig eru til stærri tré af lerki og
hvítgreni. ísleifur gat þess að
hjólhýsaeigendur væru vinsam-
lega beðnir að koma ekki með
hjólhýsin í Vaglaskóg fyrr en eftir
10. júní.
Akureyrarkirkja messað á
Hvítasunnudag kl. 11 f.h.
(ath. breyttan messutíma)
Sálmar nr. 171, 174, 177,
504. Sóknarprestar.
Akureyrarprestakall: Hvíta-
sunnudagur: Messað á
Fjórðungssjúkrahúsinu kl.
10 f.h. B.S. Hátíðarguðs-
þjónusta í Lögmannshlíðar-
kirkju kl. 2 e.h. Sálmar:
248-241-238-240. Bílferð
verður úr Glerárhverfi kl.
1.30. Messað verður að
Dvalarheimilinu Hlíð kl.
4.30. B.S.
möMiw
Sjónarhæð. Almenn samkoma
n.k. sunnudag kl. 17.00.
Biblíulestur á fimmtudag kl.
20.30. Verið velkomin.
Hjálpræðisherinn Hvítasunnu-
dagur kl. 13.30 sunnudaga-
skóli fyrir börn. Kl. 20.30
hátíðarsamkoma þar sem
verður m.a. hermanna-
vígsla. 2. hvítasunnudag kl.
11 f.h. helgunarsamkoma.
Deildarstjórinn kapteinn
Daníel Óskarsson og frú
ásamt herfólki og ungling-
um frá Reykjavík og Akur-
eyri munu stjórna, tala og
syngja. Allir velkomnir.
Fíladelfía Lundargötu 12.
Fimmtudag 22. samkoma kl.
8.30. Laugardag 24. safnað-
arsamkoma kl. 8.30. Hvíta-
sunnudag skirnarsamkoma
kl. 8.30. Allir velkomnir.
Brúðhjón: Hinn 8. maí voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju Soffía
Guðrún Ragnarsdóttir hús-
móðir og Steindór Haukur
Sigurðsson sjómaður.
Heimili þeirra verður að
Ásgarði Hauganesi.
LHDBtrilNCAIÍ
í síðasta tölublaði misritaðist
símanúmer í auglýsingu á
verslun í miðbænum og eru
hlutaðeigandi aðilar beðnir
velvirðingar á þessum mis-
tökum og er auglýsingin birt
rétt í þessu blaði.
M öðru vallakl aust urspres t akal 1.
Hátíðarmessa á Möðruvöll-
um n.k. sunnudag, hvíta-
sunnudag kl. 13.30. Ferm-
ing: Þessi börn verða fermd.
Dóra Bryndís Hauksdóttir,
Þrihyrningi, Hanna Rósa
Sveinsdóttir, Syðri-Reistará,
Jónína Sverrisdóttir Skriðu,
Níels Pétur Jósefsson Þrast-
arhóli, Pétur Karlsson
Grjótgarði, Sverrir Jóhann-
esson Hjalteyri, Valgerður
Brynjólfsdóttir Hjalteyri og
Þórgunnur Stefánsdóttir
Hlöðum. Sóknarprestur.
Fermingarbörn í Laugalands-
prestakalli:
Grund á hvítasunnudag, 25.
maí, kl. 12.00 Gunnhildur
Helgadóttir, Glerárgötu 18,
Akureyri, Guðrún Haralds-
dóttir, Víðigerði, Laufey
Haraldsdóttir, Víðigerði,
Valgerður Anna Jónsdóttir,
Espihóli, Ingvar Guðni
Brynjólfsson, Reykhúsum 1
og Þröstur Heiðar
Guðmundsson, Kristnes-
hæli 13.
Munkaþverá annan í hvíta-
sunnu, kl. 12.00 Hrönn
Vignisdóttir, Munkaþverár-
stræti 18, Akureyri, Kolbrún
Sigurgeirsdóttir, Staðarhóli,
Finnur Aðalbj örnsson,
Laugarholti og Gunnar
Jónsson, Hömrum.
Kaupangur sunnudaginn 15.
júní, kl. 11.00. Gunnar Eg-
ilsson, Syðri-Varðgjá og
Þórður Friðriksson, Brekku.
Ferming í Grenivíkurkirkju á
Hvítasunnudag kl. 13.30.
Fermdar verða Arna Gunn-
arsdóttir Ægissíðu, Friðrika
Ásmundsdóttir Höfða, Jór-
laug Guðrún Heimisdóttir
Gimli, Laufey Svavarsdóttir
Borg, Sigríður Soffía Ás-
geirsdóttir Stórasvæði 4.
Ásgeir Halldórsson, Hjarðar-
lundi 4, Hermann Björn
Árnason, Hjarðarlundi 6,
Arnarsson Björgvin Finns-
son, Tjarnarlundi 18 b, hafa
gefið Dvalarheimilinu Hlíð
ágóða af hlutaveltu kr.
58.700,- Þessir heiðursmenn
hafa áður gefið Hlíð gjafir
og eru þeim færðar bestu
þakkir fyrir dugnaðinn og
hugulsemina. Forstöðu-
maður.
AÐALFUNDUR
Kaupfélags Eyfirðinga veróur haldinn í Samkomuhúsi bæjarins
föstudaginn 30. og laugardaginn 31. maí 1980.
Fundurinn hefst kl. 10.00 árdegis föstudaginn 30. maí.
DAGSKRA:
1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins.
2. Skýrsla stjórnarinnar.
3. Skýrsla kaupfélagsstjóra - Reikningar félagsins - Umsögn
endurskoðenda.
4. Afgreiðsla reikninga og eftirstöóvar innlendra afurðareikn.
5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs.
6. Sérmál aðalfundar.
7. Erindi deilda.
8. Önnurmál.
9. Kosningar.
Akureyri, 19. maí 1980,
Stjórn Kaupfélags Eyfirðínga.
Litli sonur okkar og bróðir
STEFÁN ÖRN HAUKSSON,
Stórholtl 11, Akureyri,
sem andaðist laugardaginn 17. maí verður jarðsunginn í Akur-
eyrarkirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 4 e.h.
Haukur Hannesson, Elfa Stefánsdóttir,
Ágústa Berglind Hauksdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
SVEINS FRIÐBJÖRNSSONAR
Efstakoti Dalvík
Pálína Friðbjörnsdóttir
og systrabörn.
Hugheilar þakkir fyrir veitta vinarhlýju á sextíu
ára afmæli mínu þann 8. maí s.l. — heillaskeyti,
gjafir, blómakveðjur og símaviðtöl. Sérstakar
þakkir færi ég forstöðukonu og starfsstúlkum
Sjúkrahótels R.K.Í. Reykjavík fyrir gullfallega
gjöf ánœgjulega samverustund í völdu veilsuboði
og alla alúð. Söngfélaginu Gígjunni á Akureyri
sendi ég og sérstakar kveðjur og þakkir fyrir fagra
blómagjöf Megi blessuð vorsólin verma ykkur öll.
JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR
frá Sörlastöðum
AÐALFUNDUR
Mjólkursamlags KEA verður haldinn í Samkomu-
húsinu á Akureyri, miðvikudaginn 28. maí 1980.
Fundurinn hefst kl. 13.00 en hádegisverður er
framreiddur fyrir fundarmenn á Hótel KEA kl. 11.30.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnurmál.
STJÓRNIN.
Ék IfV IDK?VD Jft oD yCD
#%«%,Em » mSÞJHEm 1 %
Hitaveita Akureyrar
óskar eftir starfskrafti til sumarvinnu á skrifstofu.
Upplýsingar veitir Ingi Þór Jóhannsson á skrifstofu
Hitaveitunnar í síma 22105 og 22106 fyrir hádegi.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf skulu berast
fyrir 28. maí 1980.
Hitaveita Akureyrar
TILKYNNING
UM AÐSTÖÐUGJALD Á AKUREYRI
Samkvæmt heimild í V. kafla laga nr. 8/1972, um
tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum,
samanber reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald,
verður innheimt aðstöðugjald í sveitarfélaginu á
árinu 1980 samkvæmt eftirfarandi gjaldstiga:
0,33% — Af rekstri fiskiskipa og flugvéla.
0,65% — Af rekstri verslunarskipa og af fiskiðnaði.
1,00% — Af hvers konar iðnaðarrekstri öðrum.
1,30% — Af öðrum atvinnurekstri.
Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra.
6.DAGUR