Dagur - 05.06.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 05.06.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL 'ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Samvinnurekstur og einkarekstur •v , Nær eitt hundrað ár eru nú liðin, síðan samvinnuhreyfingin hóf starfsemi sína hér á landi. Á þessum tíma hafa orðið mikiar breytingar á öllum sviðum ís- lensks þjóðlífs, og íslendingar hafist úr örbirgð í það að verða auðug þjóð. Samvinnuhreyfingin hefur verið einn af aðalburðarás- unum í þessari þróun. Markmið íslensku samvinnufélaganna eru byggð á grundvallarreglum sam- vinnumanna um allan heim. Þau miða að framförum og jöfnuði og þessi markmið hafa haldist lítt breytt, þrátt fyrir öra þróun þjóð- félagsins og stóraukin umsvif hreyfingarinnar á flestum sviðum íslensks þjóðiífs. Eitt gleggsta dæmið um vel- gengni og réttmæti samvinnu- hreyfingarinnar er Kaupfélag Eyfirðinga. Það er ekki ofmælt að segja, að við Eyjafjörðinn hafi samvinnustarfið náð mestum þroska, til hagsbóta fyrir alla íbúa héraðsins. Kaupfélag Eyfirðinga spannar alla þætti atvinnulífsins, þar sem hver grein þess styrkir og styður aðra. Heildarútkoman er jafnan góð, þótt eitthvað bjáti á í einstökum greinum. Því má segja að samvinnureksturinn við Eyja- fjörð sé dæmigerður fyrir það, hvernig ætti að reka íslenska þjóðfélagið almennt. Fyrir íbúa Eyjafjarðarsvæðisins er það mikilvægt, að þeir geri sér grein fyrir því, að styrkur svæðis- ins og íbúa þess er nátengdur styrkleika og afkomu Kaupféiags Eyfirðinga. Framhjá þeirri stað- reynd verður ekki litið, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Stórfyrirtæki af Reykjavíkur- svæðinu, sem hafa einkagróða að meginmarkmiði, sækja það nú fastar en nokkru sinni að sækja ágóða í hendur Eyfirðinga. Þessi fyrirtæki róa einungis á þau mið, sem gefa góðan afla, en myndu aldrei láta sér koma til hugar, að reka útibú í smærri byggðum við Eyjafjörð, þar sem smásöluversl- un er nú rekin með tapi. Spurn- ingin sem vaknar í þessu sam- bandi er svo sú, hvort fjármagnið sem þessi fyrirtæki afla, sé lagt inn í lánastofnanir á Eyjafjarðar- svæðinu, og komi þannig at- vinnulífi á svæðinu tii góða. Margir efast um að svo sé, og telja að ágóðinn renni beint í vasa eig- endanna eða til atvinnuuppbygg- ingarinnar annarsstaðar en við Eyjafjörð. Samkeppni í verslunarrekstri getur verið neytendum til góðs, en menn ættu að hafa í huga, að það er hægt að kaupa samkeppnina of dýru verði. Fleiri og betri dagvistunarheimili Það er ánægjulegt að loks sé farið að skrifa um dagvistarmál í akur- eyrsku blaði. Ég hef áður fengið birtar greinar um sama efni í Degi, og gríp þess vegna tækifærið fegins hendi til að fara nánar í saumana á þessu málefní. Ég er alveg sammála áður nefndum konum um það að dag- vistarheimili eru ekki einungis geymslustaðir fyrir börnin á meðan foreldrarnir eru úti að vinna. Sonur minn, sem nú er 16 ára, var svo óheppinn að alast upp í hverfi, þar sem öll börn á svipuðu reki bjuggu hinum megin við mikla umferðargötu. Hann var einbirni og varð fljótt einmana. Ég fékk enga dagvistun fyrir hann. Ég var heimavinnandi og hafði þess vegna töluverðan tíma til að vera með honum. Ég las mikið fyrir hann, lék við hann, fór með honum í gönguferðir og ræddi við hann. Þetta leiddi til þess að hann varð óskaplega fullorðinslegur miðað við aidur, og átti í miklum erfið- leikum fyrstu 3 árin í skóla. Þá varð hann að læra að umgangast önnur böm og fullorðna. Á dagheimilum læra börn að umgangast hvert annað, taka tillit til annarra, hlusta þegar aðrir tala, að fullorðnir tali við þau og ráði yfir þeim. Þar er einnig mikið af þroskaleikföngum, sem ekkert venjulegt heimili hefur efni á eða aðstöðu til að hafa. Þar er góð að- staða úti með rólum og vegasalti, sandkössum, rennibrautum og hringekjum á afgritum svæðum, svo að engin hætta stafar af bíla- umferð. Meira að segja börnum í öruggri gæslu í einkagörðum stafar alltaf einhver hætta af umferð. Fimm ára gömul dóttir mín er á eldribamadeildinni á Pálmholti. Þar hafa nú í vetur og vor verið tekin fyrir ýmis efni, svo sem fjöl- skyldan, höfuðskepnurnar fjórar og nú síðast vorið. Hún hefur lært heilmikið, sem ég held að foreldr- um gleymist oft að segja börnum sínum frá. Það styrkir sjálfstraust hennar að öðlast þekkingu á þeim heimi sem hún lifir í. Það sem ég vil koma á framfæri með þessu er sú staðreynd að dagvistarheimili hafa mikilvægt uppeldislegt hlutverk, sem ekki er á færi venjulegrar fjöl- skyldu í nútímaþjóðfélagi að sinna. í bændaþjóðfélaginu voru börn- in með fjölskyldu sinni og foreldr- um við vinnu frá unga aldri. Þau kynntust á þann hátt framtíðar at- vinnu sinni og kjörum á eðlilegan hátt. Alveg eins og refurinn lærir að verða refur af að vera með foreldr- um sínum, eins og apinn lærir að verða api af að vera með félögum af eigin tegund. Það væri dásamlegt ef bömin okkar ættu einnig sinn eðlilega stað í þjóðfélaginu. Að þau uppfylltu þörf í samfélaginu, í stað þess að vera geymd frá æsku þar til þau komast á þann aldur að þörf er fyrir þau á vinnumarkaðnum. En hver okkar óskar í raun og veru eftir því að hverfa aftur um 100 ár, jafnvel þótt börnin hafi verið eðlilegur þáttur samfélagsins þá? Ekki ég. Vinna í samfélagi okkar er flókið fyrirbæri. Það væri ekki mikið vit í að fara með dóttur mína með mér í skólann þar sem ég kenni né fyrir slipparann, skrifstofustúlkuna, af- greiðslumanninn o.s.frv. að fara með börnin með sér. Þau myndu ekki læra neitt að ráði. Þeim mundi leiðast og þau gætu líka auðveld- lega meitt sig. Fyrst þjóðfélagið er nú einu sinni þannig verður að taka tillit til þess. Það verður einnig að taka tillit til barnanna okkar. Við megum ekki bara fleygja þeim frá okkur hingað og þangað. Við verð- um að hlúa sem best að þeim þar sem þeirra er gætt. Það er mín sterkasta sannfæring að það sé best gert með því að þau séu hluta úr deginum á dagvistarheimili undir leiðsögn velmenntaðs starfsfólks. Það er nauðsynlegt fyrir margt fullorðið fólk að börn þeirra séu á dagvistarheimilum, og nauðsyn fyrir öll börn að eiga kost á dvöl þar. Við Soffíu vil ég segja að það kemur mér spánskt fyrir sjónir að þú skulir ekki nefna einu orði hóp- inn sem þú veist að hefur barist fyrir úrbótum í dagvistarmálum í vetur og vor. Við höfum ekki bara setið og skrafað, heldur tekið þátt í kröfugöngu á Akureyri, gefið út dreifirit sem borið var í hvert hús að heita má, skrifað í blöðin, tekið upp önnur baráttumál eins og fæð- ingarorlof, að ógleymdri mis- heppnaðri tilraun til að ná tali af bæjarfulltrúum í vetur. Þetta allt veist þú. Þess vegna hefur það vak- ið furðu okkar að þú skulir ekki hafa haft sambandá við þennan hóp þegar þörf hefur verið. Það hefur stundum komið fyrir að við höfum komist að hinu og þessu af hreinni tilviljun og í gegnum krókaleiðir. Það hlýtur að vera afar gleðilegt fyrir þig eftir öll þessi ár sem þú hefur hvergi fundið fyrir neinum stuðningi, að hópur eins og þessi skuli standa þér að baki. Manaðu þig upp kona — og hafðu samvinnu við okkur! Við Ragnheiði vil ég segja að hvað sem öðru líður þá ræður for- stöðukona Pálmholts engu um hversu mörg dagheimili bæjar- stjómin byggir. Það liggur nefni- lega þannig í því að forstöðukonur dagvistarstofnana bæjarins lögðu þá ósk fyrir félagsmálaráð í nóvemberlok að breyta reglunni um að börn giftra foreldra gætu aðeins dvalið tvö ár í senn á dag- vistarheimili. Þetta gerðu þær fyrst og fremst af uppeldislegum ástæð- um. Þessu yrði sem sé breytt í 3 ár. Þær bentu á að þessu væri unnt að hrinda í framkvæmd án þess að biðlistar lengdust. Dagheimilið í Glerárþorpi yrði tilbúið vorið 1980, bæði samkvæmt kosningaloforð- um og loforðum við afgreiðslu næstu fjárhagsáætlunar á undan. Ráðið varð við þessari ósk án at- Annetta Bauder Jensen svarar Ragn- heiði Hansdóttur og Soffiu Cuðmunds- dóttur. hugasemda. Samt hlaut meðlimum ráðsins að vera það mætavel kunn- ugt á þessum tíma að þetta dag- heimili yrði ekki tilbúið á ráðgerð- um tíma, heldur mundi byggingu þess seinka um a.m.k. eitt ár. Þetta hafði forstöðukona Pálmholts eng- in tök á að vita né hafa áhrif á. Við söknum útskýringa félags- málaráðs á því, hvers vegna tveggja ára reglunni var breytt án þess að fleiri dagvistarrými yrðu til ráð- stöfunar. Sjálf er ég ánægð með þessa, að því er virðist, markverðu ákvörðun, því að þar með fékk dóttir mín það viðbótarár á Pálm- holti sem hún hefur þörf fyrir áður en hún byrjar í skóla. Ég vona að Ragnheiður og aðrir í svipaðri aðstöðu, í meiri eða minni bráðum vanda, hafi samband við mig eða einhvern í hópnum og gerist þátttakendur í starfi hans. Sennilega verður nú eitthvað minna starfað í sumar; en í byrjun september setjum við allt í gang. Við ætlum m.a. að safna því fylgi við málstaðinn sem þarf til að stjórnmálamennirnir gæti hags- muna bæjarbúa og haldi kosninga- loforðin sín. Þið eruð velkomin í hópinn. Með kærri kveðju, A nnetta Bauder Jensen Ránargötu 30, 600 Akureyri Sími 24979 E.S. Samkvæmt flugufregnum liggur allt tilbúið á borðum bæjar- stjómar til að hefja byggingu dag- heimilisins úti í Glerárþorpi. Að- eins vanti orðið: „BYRJIÐ!“ frá stjórnmálamönnum. Eru þessar flugufregnir réttar? A.B.J. 985 milljónir til gatnagerðar Bæjarverkfræðingur, hefur lagt fram tiliögur um framkvæmdir við gatnagerð á árinu 1980 og hefur bæjarstjórn samþykkt þær. Heildarupphæð fram- kvæmdafjár er 985 milljónir króna. Tillögurnar sundurliðast þannig: Endurbygging gatna 100 milljónir, nýbygging gatna 239 milljónir, malbikun gatna 340,5 milljónir og malbikun gang- stétta 61 milljón. Til þjóðvegar í þéttbýli (þ.e. vegurinn frá Höphnersbryggju að Torfunefs- bryggju) fara 120 milljónir og í ýmislegt annað eru áætlaðar 124 milljónir króna. Alls er áætlað að malbika 5.650 m í safnbrautum og húsagötum, 1.150 m í tengibrautum og lengd vegarins milli Torfunefsbryggju og Höphnersbryggju er svipuð. Af ýmsum smærri verkum má nefna að löguð verður aðkoman að Stekk, lagður kantsteinn við Tryggva- braut, lagt slitlag á veg í Kjarna- skógi og vegna hönnunar og undirbyggingar brúar á Glerá verður varið 5 milljónum króna. Eftirtaldar safnbrautir og húsa- götur verða malbikaðar í sumar: Lengd í metrum Grenilundur................. 280 Mýrarvegur................. 200 Kringlumýri ............... 315 Brekkugata................. 350 Helgamagrastræti.............. 70 Klapparstígur.............. 110 Sniðgata .................... 85 Árstígur .. 120 Eiðsvallagata .. 255 v/Eyrarveg .. 130 Fróðasund .. 40 Furuvellir .. 395 Gránufélagsgata .. 350 Grenivellir .. 140 Grundargata .. 80 Hríseyjargata .. 310 Lundargata .. 180 Ránargata .. 375 Ægisgata .. 360 Einholt .. 335 Langholt .. 470 Þverholt .. 205 Borgarhlíð .. 120 Fosshlíð .. 235 Smárahlíð .. 140 Samtals 5650 m Tengibrautir: Lengd í metrum Hlíðarbraut.................. 750 Þórunnarstræti............... 330 Undirhlíð .................... 70 Samtals: 1150m Eins og fyrr sagði verða malbik- aðir 5,5 kílómetrar af safnbrautum og húsagötum í ár. Að auki verða malbikaðir 2 kílómetrar í tengi- brautum og þjóðvegi í þéttbýli — samtals um 7,5 kílómetrar. Þetta er nokkur aukning frá fyrra ári og í haust ætti að vera búið að malbika nær alla Eyrina ofan Hríseyjargötu. 4.DAGUR fþróttafélagið Þór Akureyri var stofnað á Akureyri 6. júní 1915. Stofnendur voru nokkrir ungir og áhugasamir Akureyringar, sem vildu rækta heilbrigða sál í hraust- um líkama. Ekki er með öllu Ijóst hvar stofnfundurinn fór fram, því að í gjörðabók fé- lagsins frá þeim tíma er ekk- ert sagt um fundarstað. Þær upplýsingar sem blaðið hefur aflað sér eru þær að félagið hafi verið stofnað í vaska- húsinu í Strandgötu 5, kola- portinu hjá Ragnari Ólafs- syni, þar sem nú er afgreiðsla Drangs. En rétt áður en gengið var frá handritinu fullyrti einn að félagið hefði verið stofnað í vaskahúsinu i Brekkugötu 2. Vonandi verður þetta til að þessi mál komast á hreint, og að menn komi sér saman um hvar félagið var stofnað. í fyrstu stjórn voru kosnir: Friðrik Einarsson formaður, Jakob Thorarensen ritari, og Jörgen Hjaltalín, gjaldkeri. 1 varastjóm voru kosnir: Jakob Ásgrímsson og Einar Olgeirs- son. í gjörðabók félagsins frá þessum tíma segir að félagið skuli heita Þór, íþróttafélag Oddeyringa. Þór hefur nú sleppt úr nafni sínu því sem kennir það við Oddeyringa, enda teygja angar félagsins sig um allan bæinn, og gerði raunar mjög snemma. Annar fundur félagsins var haldinn þann 13. júní og þá hóf formaður félagsins mál sitt á því að spyrja hvort nokkur hefði brotið af sér, en sagt er að eng- inn hafi svarað. Á sama fundi voru einnig nafnarnir Jakob Frímannsson og Jakob Thorarensen kosnir til að koma með umræðuefni á næsta fund. Þá voru einnig Friðrik Einarsson og Jörgen Hjaltalín kosnir foringjar í fót- bolta. Á fyrsta starfsárinu voru haldnir samtals 16 fundir og sýnir það glöggt að starfsemi félagsins hefur verið blómleg. Tuttugu og átta mál voru tekin fyrir á fundum félagsins strax fyrsta árið, og voru þau m.a. reykingar (tvisvar), hegðun félagsmanna á fundum, hvað viltu helst verða þegar þú verð- ur stór, aðflutningsbannið, glímur og málfarið, en um það var ekki hægt að ræða sem skildi sökum „kjaftæðis í fundarmönnum," eins og segir í gjörðabókinni. Iþróttanefnd var starfandi til að koma á hlaupum og stökk- um, svo og til að skipuleggja „lautartúra". Á fyrsta starfsárinu var lög- um félagsins breitt á þá leið að aðalfundur skyldi haldinn á haustin, og í framhaldi af þvi var næsti aðalfundur haldinn 12. september 1915 og var þar öll stjórnin endurkjörin. Á þeim fundi var kosið lið hraustra sveina til að læra leikfimi um veturinn hjá Lárusi Rist. Næstu ár voru mjög grósku- mikil og smám saman komust á skipulögð íþróttamót, og með- limirnir fóru að leggja stund á hinar ýmsu greinar íþrótta. Árið 1924 segir til dæmis áð félagið hafi aðeins leikið fjóra knattspyrnuleiki og unnið þá alla. Þeir gerðu 24 mörk en fengu aðeins á sig 4. Árið 1931 segir að þá hafi fé- laginu í fyrsta sinn tekist að vinna sigur á KA í fyrsta flokki í Full vissa er ekki um tildrög stofnunar íþróttafelagsins Þór. Það eitt er vitað, að í maímánuði stofnuðu unglingar á Odd- eyri til félagsskapar, sem nátengdur var áhugamálum þeirra og treystur vináttuböndum. Þeir ákváðu stofndag 6. júní og fólu einum eða fleirum samning lagafrumvarps þess. sem héi fer á eftir. 65ÁRA 10. «r. 11. Lrr LÖG ÞÓR, ÍÞRÓTTAFÉLAGS ODDEYRINGA. — Félagið lieitir Þór, fþróttafélag Oddevringa. - Innf'öngu í félagió fá ekki aórir en þeir, sem ern lt) til lö ára. Undantekning ,verótir þó veitt, et' hún er s'amþykkt á félagsftindi. — Mark félagsins er aó efla allar islenzkar iþróttir. — Þeir, sent ganga í félagió, mega ekki neyta tóhaks eóa áfengis. — Fyrsta hrot varóar 10 anra sekt, annaó hrot 15 aura, þriója hrot 25 aura OH fjóróa hrot hnrtrekstri. — Nægilegt er, ef tveir félagsmenn sjá annan reykja og "eta þeir þá kært liann. — Þeir, sent hilma vfir meó hrotlegum félagsmanni, em jafnsekir. — Þeir, sem Itafa hrotió fjóruni sinnum og ern þvi htirtrækir eftir 5. gr., fá aftur inngöngu í féla.L'ió, ef þeir heióast þess, en ef þeir hrjóta tvisvar eftir þaó, þá eru þeir algerlefja útilokaóir frá félagimi. — Félagsmeiin eru heónir aó lejjgja nióur hlót og vera stilltir á ftindiim. — Félagsmenn veróa aó sækjti fimdi vel. — Félat'smenn geta ekki "engió úr félaginu nema á aóalfundi, sem er í janúar, o" veróa þeir þá aó mæta sjálfir eóa senda skrif- lega úrsöj'ii. — Inngangsevrir i félagió er 25 aurar oj> árstilla" 50 aurar. — Stjórn félagsins er skiptió þrem niönnum: Formanni, ritara og "jaldkera. Formaötirinn skal kosinn af meirihluta félaj'smanna, o" tilnefnir hann sióan menn meó sér í stjórnina. — Þeir, seni j'anga i félagió, veróa aó halda þessi löj*. eóa þaó jetnr valdió hnrtrekstri úr félaginu. Á þessari mynd sjást fyrstu lög félagsins, en búast má við að þau hafi tekið einhverjum breytingum á þeim 65 árum sem félagið hefur starfað! Friðrik Einarsson var fyrsti Haraldur Helgason var for- formaður Þórs. maður félagsins í 25 ár. knattspymu, og segir þar einnig að brúnir manna hafi mikið lyfst við þetta. Margir ágætismenn hafa starfað sem formenn félagsins þessi 65 ár, og enn fleiri hafa setið í stjórnum og ráðum þess. Lengst allra sem formaður hef- ur verið Haraldur Helgason, kaupfélagsstjóri í Kaupfélagi Verkamanna. Hann var við stjórnvölinn í 25 ár. Á síðasta aðalfundi gaf Haraldur ekki kost á sér lengur og í hans stað var kosinn Sigurður Oddsson, tæknifræðingur hjá Vegagerð- inni. Aðrir í núverandi stjórn eru: Arnar Einarsson, sem er varaformaður, Þóra Hjaltadótt- ir, Sigurður Pálmason og Haul^ur Jónsson. Á þessu afmælisári stendur mikið til hjá félaginu. I haust verður grasvöllur fé- lagsins vígður, en malarvöllur- inn á svæði félagsins í Glerár- hverfi var vígður fyrir 4 árum. Grasvöllurinn er við hlið malarvallarins en mikið verk hefur legið í gerð þessara valla, og hefur það mikið hvílt á herðum Hilmars Gíslasonar. Þórsarar hyggjast halda afmæl- ismót í öllum greinum íþrótta, sem iðkaðar eru á vegum fé- lagsins, og nú þegar er skíða- mótið búið. Á afmælisdaginn 6. júní leikur Þór sinn fyrsta leik í Islandsmótinu í knattspyrnu á þessu keppnistímabili. Verður sá leikur að öllum líkindum á grasvellinum, og mun lúðra- sveit leika fyrir leikinn, og reynt verður að hafa hátíðarstemn- ingu. Þórsarar hafa átt fyrstu deildar lið í öllum boltaíþrótt- um sem félagið hefur lagt stund á. Karlaliðið hefur leikið í fót- bolta, handbolta og körfubolta, og einnig hafa þeir átt úrvals- deildarlið í körfubolta. Kvennaliðið hefur leikið í fyrstu deild bæði í handbolta og körfubolta. Einn Þórsari hefur keppt á Ólympíuleikjum og er það Reynir Brynjólfsson, skíðamað- ur, sem keppti á vetrar- ólympíuleikunum í Grenoble í Frakklandi 1968. Núverandi stjórn Þórs, frá vinstri: Haukur Jónsson, Arnar Einarsson, Sigurður Oddsson formaður og Þóra Hjaltadóttir. Á myndina vantar Sigurð Pálmason. Myndir: ÓÁ. SIGURÐUR ODDSSON: Besta afmælis- gjöfin til Þórs var Evrópumet Arthurs Bogasonar í spjalli við Sigurð Oddsson mjög stóru í starfi þess, en ef- Hallfreð Sigtryggsson var einn af stofnfélögum Þórs og sést hann hér á myndinni með heiðursskjal, en hann er einn af heiðursfélögum félagsins. Mynd Ó.A. formann félagsins sagði hann að besta afmælisgjöfin sem félagið hefði fengið á þessum tímamótum væri Evrópumet Arthurs Bogasonar í kraft- lyftingum, en það bæri af öðrum íþróttaafrekum fé- lagsmanna. I þessari grein um afmælisár- ið hefur aðeins verið stiklað á laust verður saga félagsins ein- hvern tíma skráð, þannig að minningar og minnisblöð sam- einist í veglegu riti, en bók hefur verið gefin út af minna tilefni. Dagur óskar íþróttafélaginu Þór til hamingju á þessum tímamótum og vonast til þess að mörg afrek í íþróttum verði unnin í framtíðinni undir merkjum félagsins. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.