Dagur - 05.06.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 05.06.1980, Blaðsíða 8
Hagkaup opnar á Akureyri í morgun opnaði Hagkaup nýja á Akureyri síðan 1966. Nýja verslun á Akureyri, en fyrirtækið verslunin er við Norðurgötu 62. hefur verið með verslunarrekstur Það kom fram á blaðamanna- F.v. Pálmi Jónsson, forstjóri, Magnús Ólafsson, aðalframkvæmdastjóri, Ragnar Haraldsson, framkvæmdastjóri, Sigurður Pálmason, aðalframkvæmdastjóri, Gestur Hjaltason, Stanlcy Carter, ráðunautur og Haraldur V. Haraldsson, arki- tekt. fundi i gær að framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu, sem áð- ur var bifreiðaverkstæði, hófust þann 5. október, en aðalvinnan hefur átt sér stað síðustu þrjá mánuðina. Stærð húsnæðisins er rúmir 1000 fermetrar og bílastæði eru fyrir 150 bíla. Fjöldi starfs- fólks er 30. Útibússtjóri er Berg- ljót Pálsdóttir og verslunarstjóri er Ómar Kristvinsson. í versluninni verður boðið mikið úrval af matvöru og hrein- lætisvöru — sömuleiðis er úrval af öðrum vörum t.d. barna, kvenna og herrafatnaði. Einnig má nefna hljómplötur, leikföng og búsáhöld. Allar vörur verslun- arinnar verða á sama verði og í Hagkaup í Reykjavík. Arkitekt hússins var Haraldur Haraldsson, verkfræðileg atriði voru í höndum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, en aðal- verktaki var Norðurverk h.f.. Aldraðir á Löngumýri Svarfaðardalur: Góðar horfur Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal 2. júní. Búskaparhorfur verða að teljast góðar í Svarfaðardal. Að vísu er allmikið um kalskemmdir, en þær geta átt eftir að iagast í suniar ef vel viðrar. Helst eru þetta blettir sem voru seinast slegnir í fyrra. Sauðburði er að Ijúka. Ekki hafa komið upp neinar teljandi pestar í fé. Nú eru bændur farnir að bera á og þeir sem fengu útsæði eru búnir að setja niður. Kartöflurækt er ekki mikil í Svarfaðardal — en hver ræktar fyrir sig og sína. I gær voru sjö börn fermd i Svarfaðardalskirkju. Við guðs- þjónustuna var skírt barn hjónanna Guðrúnar Ingvadóttur og Ingólfs Jónassonar. Barnið var stúlka og hlaut hún nafnið Ingibjörg Ösp. J.Ó. Grímsey: Bátarnir útbúnir Grímsey 2. júní Nú er lítið hægt að tala um aflabrögð hjá bátum Grímsey- inga. Sjómennirnir eru að útbúa bátana fyrir sumarvertíðina, en einn eða tveir hafa samt verið á netum. Einn bátanna er á Akur- eyri, en þar er verið að skipta um vél í honum. Um þessar mundir eru menn að fara að síga í bjargið. Fuglinn verpti óvenju snemma í vor, en hann ruglaðist eitthvað í ríminu vegna góða veðursins. Grímseyj- ingar stunda nú bjargsig eins og hvert annað sport. Þeir síga eftir eggjum handa vinum og kunningj- um, en ekki til að hafa upp úr því mikla peninga. Eftir að menn fóru að nota traktora við bjargsig þarf ekki nema 2 til 3 menn, en hér áður fyrr þurfti 8 til 10 menn í hvert skipti. S.S. Prýðih/f Veltan 120 millj. Aðalfundur saumastofunnar Prýði á Húsavík var haldinn fyrir skömmu. Heildarvelta fyr- irtækisins á árinu 1979 var rúm- ar 120 milljónir króna og hagnaður 858 þúsund — þegar búið var að taka í varasjóð og lögleyfða frádrætti. Hjá Prýði vinna í dag 15 manns miðað við full störf. Möguleiki er á að veita 3-4 atvinnu til viðbótar í núverandi húsnæði. Góðar horfur eru á sölu á framleiðsluvöru fyrir- tækisins á þessu ári. „Svo vil ég bæta því við að ég er orðin 83ja ára og þetta er fyrsta ræðan sem ég held á ævinni,“ sagði Guðrún Andrésdóttir úr Reykjavík, er hún gerði grein fyrir niðurstöðum umræðuhóps á Löngumýri í fyrrahaust. Umræðuefnið var, „kostir þess og gallar að eldast“. Þátttakendur í tilraunanámskeiði þjóðkirkjunnar fyrir aldraða höfðu margt um mál- ið að segja enda flestir komnir á eftirlaun eða í nánd þeirra. Þessi tilraun kirkjunnar til þjón- ustu við aldraða reyndist mæta umtalsverðri þörf í þjóðfélaginu. Aðsókn var mikil og rösklega gengið að verki. í sumar verða tvö slík 3ja vikna námskeið á Löngu- mýri í júní og í septemberlok. Á Sl. laugardag voru 12 íbúðir við Dvalarhcimilið Hlíð afhentar formlega, en þær eru í tveimur raðhúsum, 4 hjónaíbúðir og 8 cinstaklingsíbúðir. Aðalverktaki við framkvæmdirnar var Hamar s.f. Byggingakostnaður er um 170 milljónir króna. Vistmenn í Hlíð verða þá samtals 111, auk 83 í Skjaldarvík. Nú bíða tæplega 200 manns eftir dvöl í Hlíð og milli 240 og 250 manna biðlisti er að báðum heimilunum. Fyrir- hugað er að malbika og gróðursetja öðrum tímum sumarsins verður orlof aldraðra að Löngumýri. Þessi námskeið eru ætluð eldra fólki til undirbúnings þeim nýju aðstæðum sem ellin skapar gjarnan — þá er oft mikill frítími, breyttar heimilisaðstæður og jafnvel nokkur einmanaleiki. Á námskeiðunum eru tryggingamál kennd, hagnýt matargerð og líkamsrækt að hæfi aldraðra, leðurvinna og hnýtingar. Auk þess verða fyrirlestrar um bókmenntir, sögu og biblíufræði og mikil áherzla á þátttöku í umræð- um. Þátttakendur geta valið hversu margar greinar þeir stunda, því að hvíld og næði er líka nauðsynleg. Skipulögð verða ferðalög um hér- aðið og kvöldvökur með góðum gestum. Kostnaði verður mjög í hóf á lóð húsanna hið fyrsta. Myndin var tekin í einni íbúðinni á laugar- dag og er af stjórnarmönnunum Auði Þórhallsdóttur, Freyju Jóns- dóttur, Heiðdísi Norðfjörð í fremri röð, auk Ingibjargar Halldórsdótt- ur, fulltrúa kvenfélagsins Framtíð- arinnar, sem einnig situr stjórnar- fundi. I aftari röð eru Jón Kristins- son, forstöðumaður heimilanna, Magnús Ásmundsson, sem er varamaður Jóns Ingimarssonar í stjóm, og Ingólfur Jónsson, for- maður stjómar dvalarheimilanna. Mynd: h.s. stillt. Þátttakendur greiða fæði, efniskostnað og ferðir. Margrét Jónsdóttir, skólastjóri á Löngumýri stýrir námskeiðunum sem í fyrra. Veitir hún allar nánari upplýsingar og annast innritun (sími 95-6116), svo og Biskupsstofa. Vilja baka brauð á Þórshöfn Miklar f ramkvæmdir á döfinni hjá Kaupfé- lagi Langnesinga „Það á að byrja á nýju verslun- arhúsnæði í sumar. I þessu hús- næði, sem er 550 fermetrar, verður byggingarvörudeild kaupfélagsins. Um þessar mund- ir er trésmíðaverkstæði kaupfé- lagsins flytja í nýtt húsnæði, en eftir að það brann á sínum tíma hefur trésmíðaverkstæðið verið í leiguhúsnæði,“ sagði Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Á dagskrá er að stofna brauð- gerð á Þórshöfn, en Þórólfur sagði að tæplega yrði af stofnuninni á þessu ári. Sölusvæði brauðgerðar- innar yrði væntanlega nyrðri hluti Þingeyjarsýslu og austur á Hérað. Þess má geta að engin brauðgerð er starfrækt í Þingeyjarsýslu. Af öðr- um fyrirhuguðum framkvæmdum má nefna að endurbæta á sláturhús félagsins, nánar tiltekið fjárrétt og gærusöltun. Kaupfélag Langnesinga hefur staðið í miklum framkvæmdum undanfarin ár. I fyrra var nýtt hús- næði fyrir bílaverkstæðið tekið í notkun og á sama ári var lokið við endurbætur á matvöruversluninni. 0 Tommi, Jenni og Traustí Sjónvarpið llggur æði oft undir þungri gagnrýni lands- manna — það er sakað um lélega dagskrá, of fáar kvik- myndir, of margar kvikmyndir og allt þar á milli. Sumir velja úr einstaka þætti eins og kunningi Dags, sem sagðist aðeins horfa á Tomma, Jenna og Trausta. # Evita Söng- og dansleikritið Evita var frumsýnt í Sjallanum sl. töstudagskvöld við mikla hrifningu viðstaddra. Margir mættu hins vegar bæði mjög seint og illa og sýndu þar með þessu ágæta listafólki litla virðingu, atit að því lítils- virðlngu. Sumir hafa verið að gera þvi skóna, að aðstand- endur sýningarinnar hafí tek- ið á það ráð, að frumsýna verkið í dreifbýlinu og láta þannig reyna á það, hvernig fólki líkaði, áður en það væri sýnt meðal kröfuharðra lista- snobbara í Reykjavík. Hvað um það, sýningin var góð og aðstandendum öllum til sóma. Norðlendingar ættu hins vegar að hafa í huga, að meta að verðleikum og mæta vel og tímanlega á atburði, eins og frumsýninguna á Evitu. # Umgengni í þessum dálkl hefur stund- um verlð fundið að umgengnl bæjarbúa — kvartað undan sóðaskap og þ.h. Þess skal líka getið sem vel er gert, en nú er verið að mála húsnæði verslunarlnnar Vörubæjar við Tryggvabraut og í fyrradag var byrjað að máia kaffl- brennsiuna. Búið er að mal- bika bílastæði Þórshámars og Shell hússins við Tryggvabraut og nú er hafinn undlrbúningur að malbikun bílastæða hjá íþróttaskemm- unnl. • Unglingar og vinna Svo virðist vera að það sé miklum erfiðleikum bundið fyrir unglinga að fá vinnu í sumar. Nú er liðin sú tíð að unglingar, allt niður í 12-13 ára, gátu fengið sumarstarf og því mlður ganga of margir um götur, ón verkefna við sitt hæfi. Ef til vill ættu bæjarfé- lög að stórauka unglinga- vinnuna og sjá til þess, að þeir ynnu störf er vektu áhuga þelrra; störf sem eru að auki krefjandi og þokka- lega launuð. Það þýðir ekki að bjóða unglingunum eitt- hvað tllgangslaust dútl. Það getur komið sér vel fyrir þjóðfélagið að búa svo um hnútana að unglingarnir hafl nóg að gera yfir sumartímann DVALARHEIMILIÐ HLIÐ: Afhentu 12 íbúöir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.