Dagur - 05.06.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 05.06.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 5. júní 1980 40. tölublað. PLASTEINANGRUN: Framleiða fiskikassa Plasteinangrun h.f., hefur undirritað samning um fram- leiðsluréttindi á fiskkössum. Hér er um að ræða fiskkassa frá norska fyrirtækinu Per. S. Strömberg a/s. Framleiðsla mun hefjast í lok þessa árs. Fiskkassarnir verða einkum seldir innanlands, en einnig er ætlunin að flytja nokkurn hluta þeirra út. Starfsmenn norska samstarfs- aðilans voru brautryðjendur í framleiðslu fiskkassa. Þeir hafa nú stofnað nýtt fyrirtæki, og hannað nýjan og betri fiskkassa. Þessi nýi kassi er seidur undir nafninu Pers box. Hann hefur þegar sannað ágæti sitt, og hlotið góðar viðtökur hjá sjómönnum. Plasteinangrun hefur í nokkur ár framleitt trollkúlur og neta- hringi með góðum árangri. Plasteinangrun h.f., er nú nær allsráðandi á þessum markaði innanlands, jafnframt er nær helmingur framleiðslunnar fluttur út. Notkun fiskkassa hefur unt árabil verið allsráðandi á togur- um, enda eykur notkun þeirra nýtingu og geymsluþol fisks, og auðveldar ntjög alla meðferð. Ætla má að fluttir hafi verið inn fiskkassar fyrir allt að einn milljarð á ári, endan farin ár. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Gunnar Þórðarson, framkv.stjóri Plasteinangrunar h.f. Hjörtur Eiríks- son, stjórnarformaður Plastcin- angrunar h.f. Per Strömberg, for- stjóri frá Noregi. Gul eða græn? Samtök sykursjúkra á Akureyri, sem undanfarið hafa staðið fyrir einstæðri athugun á þvagsykri meðál 25-65 ára Akureyringa, hafa framlengt móttöku svar- blaða um niðurstöður hvers ein- staklings til mánudagsins 9. júní n.k., því að fleiri þurfa að skila svo að rétt mynd fáist. Það er afar áríðandi og mikil- vægt fyrir heildarniðurstöðu þessarar athugunar, að sem allra flestir skili blaði því, sem merkja skal inn á lit þann, sem þvagprufustrimillinn sýndi, hvort sem hann var gulur eöa grœnn. Þeir, sem kynnu í athugunarleysi að hafa kastað eða eyðilagt þetta blað, t.d. vegna þess að strimillinn sýndi gulan lit, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna litarniður- stöðu á miða, sem leggja má í móttökukassana í apótekunum, eða með því að hringja í Lækna- miðstöðina, síma 25511, og til- kynna litinn. Samtök sykursjúkra skora á alla 25-65 ára Akureyringa, sem bréf hafa fengið, að svara þessari einstæðu athugun og stuðla með því, að sönn mynd af ástandi þessa máls komi i ljós, rann- sóknaraðilum öllum til gagns. Gegn áfengi Formaður félagsmálanefndar Ólafsfjarðar, Björn Þór Ólafsson, kynnti nefndinni fyrir skömmu skilti sem komið hefur verið fyrir á vinnustöðum í Ólafsfirði þar sem frant koma tilmæli frá at- vinnurekendum til starfsfólks um að útvega ekki unglingum áfengi. Áfengisvarnarráð hefur með út- gáfu skiltanna að gera Þó að ýmsir kenni olíukrepp- unni margt það sem miður hefur farið í íslensku efnahagslífi, er hún ekki alvond, eins og greini- lega kom fram í skýrslu Erlend- ar Einarssonar á aðalfundi Samvinnutrygginga, sem hald- inn var á Akureyri á þriðjudag. Olíukreppan er sem sagt talin hafa haft góð áhrif á afkomu bifreiðardeildar Samvinnu- trygginga. Þar varð hagnaður að upphæð 35,3 milljónir króna á síðasta ári, á móti tapi upp á 151,3 milljónir 1978. Hækkun iðgjalda milli ára skýrir ekki þennan mismun, en hins vegar er talið að á síðastá ári hafi orðið 10 prósent bensínsparnaður, miðað við árið á undan, vegna minni og hægari aksturs, sem dregur úr bensínnotkun og jafn- fram tjónatíðni. Að öðru leyti má segja, að rekst- ur Samvinnutrygginga hafi gengið vel á síðasta ári og hagur fyrirtæk- isins verið góður. Samtals varð hagnaður af rekstri trygginga- greinanna 152,8 milljónir á móti 66,8 milljónum árið áður. Hagnað- ur varð af öllum greinum, nema endurtryggingum. í skýrslu fyrirtækisins kemur fram, að samtals hafa 8.274 öku- menn fengið frítt iðgjald vegna 10, 20 og 30 ára tjónlauss aksturs, þar af 90 sem hafa ekið tjónlaust í 30 ár. Auk þess hafa 16.835 ökumenn fengið viðurkenningu fyrir 5 ára tjónlausan akstur. Jafnframt aðalfundi Samvinnu- trygginga g.t. var haldinn aðal- fundur Líftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga. Hjá Andvöku varð metár í fyrra á sölu líftrygg- inga og frjálsra slysatrygginga. Líf- tryggingastofn jókst um 82,9% og varð 32,1 milljaður. Hagnaður árs- ins varð 37,2 milljónir og unnt var að leggja 33 milljónir í bónussjóð tryggingataka, sem ætti að auka bónusgreiðslur til þeirra á næsta ári. Hagnaður Endurtryggingafé- lagsins nam 4 milljónum, þegar búið var að leggja ríflega í iðgjalda- og bótasjóði. ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA: Rekstur gengur vel Aðalfundur Útgerðarfélags Ak- ureyringa var haldinn á mánu- dagskv91d. Rekstur félagsins ár- ið 1979 gekk vel þegar á heildina er litið, þrátt fyrir ýmsa erfið- leika vegna takmarkana á þorskveiðum. Þorskafli togar- anna varð 12.600 lestir, eða 58,3 prósent af heildaraflanum, sem varð 21.670 lestir. Árið 1978 varð þorskaflinn 12.470 lestir eða 65,3 prósent af 19.100 lesta heildarafla. Aflahæsta skipið varð Kaldbak- ur með 5.670 lestir og næstur varð Þessi mynd er tekin á aðalfundi Samvinnutrygginga, þegar Erlendur Einarsson, formaður stjórnar flutti skýrslu sína. Mynd: h.s. Harðbakur með 5.150 lestir. Lang- mestum hluta aflans, eða 20.780 lestum, var landað á Akureyri, 800 lestum utan Akureyrar og siglt var með einn 86 lesta farm til Eng- lands. Samkvæmt nýju reikningsupp- gjöri vegna nýrra skattalaga var mikið bókfært tap á rekstri togar- anna, nema á rekstri Sólbaks. Nokkurt tap var á sama hátt á rekstri frystihússins, en skreiðar- verkunin skilaði hagnaði og salt- fiskverkunin kom nær slétt út eftir árið. Á rekstrarreikningi eru 630 milljónir króna afgangs fyrir af- skriftir, sem nema nærri 600 milljónum króna. Hagnaður af heildarrekstri Ú.A. fyrir skatta og arðgreiðslur, nam 30,7 milljónum króna, en nettóhagnaður nam tæp- lega 2 milljónum króna. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 10% arð til hluthafa, samtals 6,6 milljónir. Þá var samþykkt á fundinum samkvæmt tillögum stjórnarinnar, að nafnverð hluta- bréfanna yrði 10-faldað, þannig að það verður nú 660 milljónir króna. Á aðalfundinum voru ennfremur gerðar verulegar breytingar á sam- þykktum félagsins, sem flestar voru vegna nýrra laga um hlutafélög. Á árinu stóð félagið í verulegum fjár- festingum vegna viðbyggingar og endurbóta á frystihúsinu og mikill- ar endurnýjunar og viðgerða á Sléttbak. Stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga var endurkjörin, en hana skipa: Jakob Frímannsson, Jón Helgason, Sigurður Óli Brynjólfs- son, Soffía Guðmundsdóttir og Sverrir Leósson. Endurskoðendur félagsins voru endurkjörnir Arn- grímur Bjarnason og Kristján Ein- arsson og ennfremur löggiltur end- urskoðandi. Dæla upp öryggis svæði „Það er á áætlun að malbika viðbótina 1982 og í sumar er ætlunin að dæla upp öryggis- svæði inn með nýju uppfylling- unni, en henni er nú lokið,“ sagði Rúnar Sigmundsson, flug- vallarstjóri um Akureyrarflug- völl. „Einnig er hugmyndin að bera ofan í lenginguna fínmalað efni svo hægt sé að nota nýja hlutann ef þörf krefur.“ Að sögn Rúnars lengist flug- brautin um hálfan kílómetra þegar nýi kaflinn kemst í notkun, sem verður á árinu 1982 eins og fyrr sagði. Hitt er svo aftur annað mál hvort umrædd áætlun stenst. BIFREIÐADEILD SAMVINNUTRYGGINGA: Olíukreppan dregur úr bifreiðatjónum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.