Dagur - 12.06.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 12.06.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 12. júní 1980 42. tölublað. Steinullarverksmiðjan: Ákvörðun í haust „Höfum ekkert annað uppá að hlaupa,“ segir bæjarstjórnarmaður á Sauðárkróki Á ári trésins keppist fólk um ailt land við að gróðursetja, mynd. Það voru félagasamtök f Ólafsfirði sem verkið unnu eins og þessir Ólafsfirðingar sem sjást á meðfylgjandi og áhugi og vangavcltur leyna sér ekki. Mynd: J.K. Fjölbrautarskólinn á Sauðárkróki: Aðsóknin eykst Fyrir nokkru skilaði starfsnefnd áliti um staðarval fyrir steinull- arverksmiðju, en ráðamenn á Sauðárkróki og í Þorlákshöfn hafa sýnt áhuga á að fá um- rædda verksmiðju til sín. Nú hefur það gerst í málinu að nefndin lagði áherslu á að kanna nákvæmlega hagkvæmni fyrir- tækisins og t.d. hvaða áhrif staðsetningin getur haft á byggðaþróun umhverfis og í kaupstöðunum. Iðnaðarráðu- neytið hefur falið nefndinni að gera tillögur um staðarval og eiga þær að liggja fyrir í haust. Páll Pétursson, alþingismaður sagði í samtali við Dag að sér sýndist allt bera að þeim brunni að steinullarverksmiðjan yrði reist á Sauðárkróki. „Auðvitað er þetta pólitísk ákvörðun að lokum, en út frá byggðaþróunarsjónarmiðum og vegna gæða hráefnis hjá Sauðár- króki, er sjálfsagt að setja verk- smiðjuna niður fyrir norðan," sagði Páll. Páll minnti á að hugmyndin að Lögreglan á Akureyri hefur fengið til umráða nýtt Harley Davidson mótorhjól. í eigu lög- reglunnar er fyrir ítalskt mótor- hjól. Síðan munu tveir nýir lög- reglubílar bætast í ökutækja- flota lögreglunnar. Ekki er vitað hvort lögreglan mun láta af hendi einn eða tvö af gömlu bíl- unum. Gísli Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn, sagði í samtali við blaðið að þeir Guðmundur Svanlaugsson og Gunnar Jóhannsson myndu aka mótorhjólunum, en Guðmundur er nýkominn frá Reykjavík þar sem hann fékk þjálfun í akstri mótor- hjóla. „Það má segja að hér sé kominn vísir að umferðardeild, þar sem báðir þessir menn verða ein- vörðungu I umferðareftirliti," sagði Gísli. „Hér eftir munum við getað steinullarverksmiðjunni hefði komið frá forráðamönnum Sauð- árkróks og að Sunnlendingarnir hefðu komið inn í málið eftir vafa- sömum leiðum mun síðar. Þess má einnig geta að rætt hefur verið um rekstur stálbræðslu fyrir sunnan og sömuleiðis um salt- og sykurverk- smiðju. Tæplega kemur til greina að reisa tvær síðastnefndu verk- smiðjurnar á Norðurlandi og með öllu óverjandi að öllum nýiðnaði verði hrúgað á Suðurland. Bæjarstjómarmaður á Sauðár- króki sagði í samtali við Dag að það væri bæjarfélaginu lífsnauðsyn að auka fjölbreytnina í atvinnulífi kaupstaðarins. Það skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli þótt nauðsyn- legt væri að bíða til haustsins — ef það væri tryggt að steinullarverk- smiðjan risi í nágrenni Sauðár- króks. „Það er hins vegar ljóst að bærinn kemst í verulegan vanda ef stjómvöld ákveða að reisa verk- smiðjuna fyrir sunnan, því bæjar- yfirvöld hafa ekki undirbúið neitt annað en þetta mál,“ sagði við- mælandi blaðsins á Sauðárkróki. aukið verulega þjónustu lögregl- unnar við bæjarbúa.“ Það er af lögreglubílunum tveimur að segja að annar þeirra Síðastliðinn þriðjudag höfðu 134 umsóknir borist um skóla- vist i Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki næsta vetur. í fyrra stunduðu 82 nemendur nám við skólann og verða þeir væntan- lega helmingi fleiri næsta vetur. Að sögn Jóns Hjartarsonar, verður sérstaklega útbúinn til akst- urs í snjó og við erfiðar aðstæður, enda með fjórhjóladrifi. Báðir bíl- amir eru frá Ford. skólameistara, liggur ekki fyrir á hvaða brautir nemendurnir skiptast næsta vetur, en reiknað er með að 30 til 40 nemendur verði á iðnnámsbrautum og að flestir stundi nám á viðskipta-, heislugæslu- og málabrautum. Fyrstu stúdentarnir munu út- skrifast frá Fjölbrautarskólan- um á Sauðárkróki vorið 1983, en skólinn tók til starfa i fyrra. í vor luku burtfararprófi 22 nem- endur, þar af voru 3 með al- mennt verslunarpróf, en hinir luku iðnnámi. í haust verður verknámshús skólans gert fokhelt. Þegar er búið að ganga frá samningi við verktaka og ef skólinn fær nægjanlegt fé til umráða verður verknámshúsið tekið í notkun eftir rúmt ár. Nú er verið að reisa nýja álmu við Gagn- fræðaskólann og fær Fjölbrautar- skólinn þá 5 nýjar kennslustofur sem verða tilbúnar í haust. Af öðr- um framkvæmdum má nefna að á dagskrá er að innrétta herbergi fyrir 18 nemendur í kjallara heimavistarinnar. Þegar því verki lýkur verður hægt að hýsa 46 nem- endur í heimavist skólans. Þess má geta að á vegum skólans er rek- in húsnæðismiðlun sem útvegar utanbæjarnemendum húsnæði úti í bæ. „Við ætlum okkur að starfrækja meistaraskóla í húsasmíði og múr- smíði eftir áramót. Eins og komið hefur fram er búið að samþykkja samræmda námsskrá fyrir allt Norðurland og í henni eru tillögur um meistaraskólann og mun Fjöl- brautarskólinn starfa eftir því skipulagi. Samkvæmt upplýsingum frá bygginganefnd er líklegt að 10-15 manns verði í meistaraskól- anum,“ sagði Jón Hjartarson. Nemendur í skólanum eru víðs- vegar að af landinu. í þeim um- sóknum sem hafa borist eru nöfn fólks frá Kópaskeri, Hofsósi, Snæ- fellsnesi og Súðavík svo eitthvað sé nefnt. Bróðurpartur nýnema á lög- heimili utan Sauðárkróks. Dauðaslys í Aðaldal Sá hörmulegi atburður gerðist í Aðaldalshrauni, laust eftir mið- nætti aðfaranótt sl. miðviku- dags, að ungur maður lcnti undir dráttarvél og beið bana. Piltur- inn, sem var 17 ára, var að flytja heim heyvinnslutæki á dráttar- vél og ienti út af veginum í hrauninu norðanverðu. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. DAGUR Þar sem 17. júní ber að þessu sinni upp á þriðjudag kcmur Dagur ekki út þann dag. Auglýsendur eru beðnir að athuga að skila- frestur auglýsinga í fimmtudagsblað er til klukkan 19 n.k. miðvikudag. Hér eru þeir Gunnar Jóhannsson og Guðmundur Svanlaugsson í fullum skrúða fyrir framan Lögreglustöðina. Gunnar (t.v.) er á nýja hjólinu. Mynd: Ó. Á. Vísir að umferðardeild á Akureyri Lögreglan fær nýtt mótorh jól Félagsmála- fulltrúi Ágúst Sigurlaugsson hefur verið ráðinn félagsmálafulltrúi Ólafs- fjarðarkaupstaðar í hálft starf. Mun hann hafa umsjón með fé- lagsmála- og tómsíundaþáttum í rekstri bæjarsjóðs. Ágúst hefur aðsetur í Einingarhúsinu við Ránargötu. Fermingar- barnamót Fermingarbarnamót Eyjafjarðar- prófastsdæmis var haldið í Hrísey hinn 4. júní. Til mótsins mættu um 190 fermingarbörn ásamt prestum sínum og nutu þau ver- unnar í eynni í ríkum mæli. Við guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju frumflutti leikklúbburinn Krafla leikþátt er nefndist: Nokkur blöð úr bréfasafni Jóhannesar skírara. Sóknarpresturinn í Hrísey séra Kári Valsson hafði tekið þáttinn saman. Norðurlandsmót í hestaíþróttum um helgina Um helgina verður haldið Norð- urlandsmót í hestaíþróttum að Melgerðismelum. Hestamanna- félögin Funi, Léttir og Þráinn munu annast mótshaldið. Á laugardag hefst mótið með hlýðnikeppni og síðasta atriðið þann dag er gæðingaskeið sem hefst klukkan 18.15. Dagskrá hefst á ný snemma á sunnudags- morgun og lýkur ekki fyrr en síð- degis sama dag. Veiðifélag Ólafs- fjarðarár Unnið er að endurreisn Veiðifé- lags Ólafsfjarðarár og er nú verið að undirbúa samningu svokall- aðrar arðskrár og hafa 2 aðilar verið dómkvaddir til þess. Nýstofnað félag um fiskeldi, Fiskeldi hf. hefur sýnt nokkurn áhuga á Ólafsfjarðarvatni sem hagstæðu til fiskiræktar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.