Dagur - 12.06.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Orð og efndir
í þinglokin kom Iram umræða á
alþingi um málefni Bjargráða-
sjóðs og hvernig hefur verið stað-
ið við þau fyrirhejt sem gefin voru
19. maí 1979, af öllum stjórnmála-
foringjunum. Þeir ætiuðu að beita
sér fyrir því að þjóðarheildin kæmi
þeim til aðstoðar sem urðu fyrir
verulegu tjóni af völdum harðind-
anna á síðastliðnu ári, eins og
hefur verið gert þegar tjón hefur
hlotist af náttúruhamförum. Stef-
án Valgeirsson ræddi þetta mál
ítarlega á Alþingi og sagði þá
meðal annars: „Engar greiðslur
hafa enn komið til bænda vegna
fóðurkaupa á sl. hausti en sjóðs-
stjórnin telur að samkvæmt gild-
andi reglum hans ættu þær að
nema um 1100 milljónum króna
og í fóðurflutningastyrk á hey- og
graskögglum um 225 milljónum.
Ef tjón garðyrkjubænda væri met-
ið á svipaðan hátt og þegar um er
að ræða afiatjón hjá sjómönnum
þyrfti aðstoðin til þeirra að nema
fast að 500 milljónum kr. og þá er
eftir að afgreiða tjónbeiðnir vegna
búfjárdauða frá sl. ári sem nemur
verulegum upphæðum. Þannig að
fjárvöntunin, til að sjóðurinn geti
gegnt hlutverki sínu, mun vera í
kringum tvo milljarða kr. og þá er
ótalið allt það afurðatjón er sauð-
fjárbændur urðu fyrir vegna minni
fallþunga dilka en er í meðalár-
ferði. Öllum ætti því að vera Ijóst
að það er ekki sama hvenær að-
stoðin er veitt, fjármagnskostnað-
urinn er ekki svo lítill í landi okkar.
Hvort sem um er að ræða launa-
menn sem missa atvinnuna, afla-
tjón hjá sjómönnum eða upp-
skerubrest hjá bændum eða ef
þeir missa tekjur vegna minni
afurða, er það alltaf jafn tilfinnan-
legt fyrir þá sem fyrir slíku verða.
Ef launamenn missa atvinnuna þá
hafa þeir bætur úr atvinnuleysis-
tryggingarsjóði, 80% af launatekj-
um og það er framlag — ekki lán.
Ef afli bregst á tilteknu svæði þá fá
útgerðarmenn það bætt úr afla-
tryggingarsjóði allt að 75% af
meðalafla síðustu ára og það er
framlag — ekki lán. En þegar
kemur að bændum er annað uppi
á teningnum. T.d. varð afurðatjón
hjá sauðfjárbændum í mörgum
sveitum Norðanlands að meðal-
tali um 2 milljónir kr. á hvern
framleiðanda vegna minni fall-
þunga og í mörgum tilfellum var
tjónið mikið meira. I slíku árferði
verður tilkostnaður allur mikið
meiri við búreksturinn enda urðu
nettótekjur þessara bænda ekki
beysnar á síðasta ári.
Þá er tjón garðyrkjubændanna
tvímælalaust langmest og nú er
28. maí 1980 og engar greiðslur
hafa enn borist úr Bjargráðasjóði
til þessara aðila þrátt fyrir yfirlýs-
ingar stjórnmálaforingjanna sem
ég vitnaði til í upphafi máls míns.
— Hvað veldur?“
Vantar 26 kg!
Á laugardaginn kl. 13.30
verður haldið í íþróttahúsinu
í Glerárhverfi afmælismót
Þórs í lyftingum.
Leikja- og
íþrótta-
námskeið
Knattspyrnudeild
KA mun gangast fyrir
leikja- og íþrótta-
námskeiðum fyrir
börn og unglinga.
Námskeiðið verður
haldið á KA-svæðinu
við Lundarskóla.
Leiðbeinandi verður
Alec Willoghby,
þjálfari meistara-
flokks félagsins.
Námskeiðið mun fara
fram á morgnana frá
kl. 10.00 til 12.00 og
einnig eftir hádegi.
Reiknað er með að í
hverjum flokki verði
lOtil 12 þátttakendur.
Upplýsingar gefa
Ragnar í síma 21419
og Örlygur í síma
22173.
Þar munu allir bestu lyft-
ingamenn bæjarins keppa og
ef til vill einhverjir gestir. Þar
ætlar Arthur Bogason að
reyna að bæta ennþá
Evrópumet sitt í réttstöðu-
lyftu, en það skal fram tekið
að hann vantar aðeins 26 kg í
heimsmetið.
Á völlinn
Á föstudagskvöldið leikur
KA við Fylki á grasvellinum á
Akureyri og hefst leikurinn
kl. 20.00 Búast má við að
leikurinn verði fjörugur og
skemmtilegur því Fylkis-
menn eru taldir vera með
nokkuð sterkt lið.
Á laugardaginn leikur Þór við
Völsunga og fer leikurinn fram
á Húsavík. Völsungar eru
ennþá taplausir í deildinni, en
það eru Þórsarar líka, og verður
þama eflaust um hörkuviður-
eign að ræða.
Síðasta mótið
Síðasta skíðamótið seni haldið
var á vegum SRA var brunmót
yngstu keppendanna. Vegna
plássleysis í blaðinu hefur ekki
verið hægt að birta úrslitin fyrr
en nú og eru menn beðnir vel-
virðingar á því.
Úrslit urðu þessi:
7 ára stúlkur.
1. María Magnúsdóttir 54,2
2. Harpa Hauksdóttir 58,7
3. Harpa M. örlygsd. 68,3
7 ára drengir.
1. Magnús Karlsson 52,1
2. Stefán Jónsson 54,0
3. Sævar Guðmundsson 54,5
8 ára stúlkur.
1. Rakel Reynisdóttir 51,3
2. Sigríður Harðardóttir 53,3
8 ára drengir.
1. Vilhelm Þorsteinsson 48,3
2. Sigurbjörn Þorgeirss. 50,5
3. Sverrir Ragnarsson 52,5
9 ára stúlkur.
1. Sólveig Gísladóttir 51,5
2. Þorgerður Magnúsdóttir 52,4
9 ára drengir.
1. Stefán Ákason 48,6
2. Kristinn H. Svanbergss. 50,2
3. Jón Ingi Árnason 50,6
10 ára stúlkur.
1. Kristín Hilmarsd. 47,9
2. Þóra Víkingsdóttir 48,4
3. Hulda Svanbergsd. 49,1
10 ára drengir.
1. Jón Haukur Ingvason 45,0
2. Jón H. Harðarson 46,5
3. Kári Ellertsson 47,7
11 ára stúlkur.
1. Gréta Björnsdóttir 64,0
2. Erla Björnsdóttir 65,1
3. Helga Sigurjónsdóttir 66,4
I ára drengir.
1. Hilmir Valsson 60,1
2. Aðalsteinn Árnason 60,4
3. Gunnar Reynisson 64,5
12 ára stúlkur.
1. Guðrún Jóna Magnúsd. 58,2
2. Guðrún Helga Kristjánsd. 63,6
3. ÁrnýVatnsdal 79.1
12 ára drengir.
1. Smári Kristinsson 57,8
2. Guðmundur Sigurjónsson 59,2
3. Gunnar Sigurbjörnsson 59.7
13-15 ára stúlkur.
I. Hrefna Magnúsdóttir 55,2
2. Signe Viðarsdóttir 62,2
13-14 ára drengir.
1. Tryggvi Haraldsson 55,5
2-3 Ingólfur Gíslason 57,0
2-3 Gunnar Svanbergsson 57,0
Guðmundur Sigurjónsson og Smári
Kristinsson.
Guðrún Jóna Magnúsdóttir.
Stormasömu þingi er lokið. Þingmenn snúa heim í
sín kjördæmi og safna kröftum fyrir næstu lotu
sem hefst í haust. Við munum eflaust mæta vel
eftir skammdegiskosningunum sem heppnuðust
vel þrátt fyrir allt, enda var veður með eindæmum
gott og frambjóðendur gátu komist stóráfalla-
laust um kjördæmin. I hópi frambjóðenda voru
margir nýliðar sem biðluðu til kjósenda með mis-
góðum árangri eíns og gengur. Einn þeirra sem
hafði árangur sem erfiði var Guðmundur Bjarna-
son, en Guðmundur skipaði 3ja sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra.
Guðmundur hafði nýlega flutt frá Húsavík til
Keflavíkur og gegndí þar starfi sparisjóðsstjóra,
en hafði búið á Húsavík frá því að hann tók fyrstu
sporin. Lengi þráaðist Guðmundur við að gefa
kost á sér, og það var ekki fyrr en eftir áeggjan
mætustu manna að hann lét til leiðast. Það verður
mikil breyting á högum þeirra sem gerast aiþingis-
menn. Vinnudagurinn getur verið óheyrilega lang-
ur og honum lýkur ekki á neinum ákveðnum tím-
um. Ef þingmenn vilja fá frí og eyða því með fjöl-
skyldu sinni er oft nauðsynlegt að „fara í felur“
eins og einn þingmanna orðaði það. Guðmundur
er á ferðalagi um Norðurland um þessar mundlr
ásamt Stefáni Valgeirssyni, og þegar þeir félagar
komu á ritstjórnarskrifstofur Dags var Guðmund-
ur tekinn tali.
Jónas Jónsson.
staðinn: Bœtt kjör! Annars
verkföll! Foringinn sjálfur birt-
ist í sjónvarpi nýlega og taldi
það hneyksli, að þeim félögum
skyldi ekki bætt upp skerðing
kaupmáttar launa (þá miðað
við fyrri góðæri í þjóðar-
búskapnum.) — Maður skyldi
ætla, að „slíkir“ hefðu hug-
mynd um hag og aðstöðu þjóð-
arbúsins: stærð „kökunnar,"
framkvæmdaþörfina í óðaverð-
bólgu, skuldasöfnunina, hörm-
ungar atvinnuleysis og launa-
misréttið! Menntaðir menn á
ferð, — ætti ekki að mega
treysta þeim og fylgja? En eftir
orðum og framkomu sumra úr
þeim hópi gæti maður, nærri
því — í anda — heyrt þá segja:
„Ég gef djöfulinn í það allt
saman, ég vil bara fá mitt!“
Já — allir vilja víst „fd sitt“.
Sennilega fá alþingismenn fríið
og hverfa heim og treysta bara
sinni, okkar, góðu ríkisstjórn að
bjarga „skútunni“ á siglingunni
og í höfn, og láta hvern „fá sitt“!
Hún ætti að „hafa beinin til
þess“: 10 ráðherrar, og nærri
eins stór hópur „herra“ af 2.
gráðu! Það kemur nokkuð víða
fram, að „litla þjóðin“ vill sýn-
ast stór! Ég bið Guð að hjálpa
henni til að verða það stór í
hógvœrð og samtakamœtti í
hans friði.
Brekknakoti, 22. maí. 1980.
Jónas Jóhsson.
t fyrsta sinn á nýjum vinnustað. Guðmundur Bjarnason stendur í
dyrum Alþingishússins þann dag sem þingið var sett sl. haust.
Birgir tsleifur og Halldór Ásgrímsson eru á undan og það er
Guðrún Helgadóttir sem er að segja eitthvað skemmtilegt við
Kjartan Jóhannsson. Guðmundur G. Þórarinsson fylgist með.
Mynd: Þjóðviljinn.
við heita grautinn!“ Það er
meira en grátlegt, að þjóðinni
skuli hafa tekist að hóa saman
þessum 60 manna hópi, sem
óaflátanlega æpa um bölvun
verðbólgunnar, samtóna líka
um það, að „allir verði ein-
hverju að fórna“ (nema þá hinir
launalægstu), til þess að vinna
bug á henni. En hvað gera
þessir 60 kappar í málinu? Hver
er þeirra fórn? Þeir geta ekki
einu sinni komið sér saman um
að draga úr fáránlegum og
ógnvekjandi „fyrirskipunum“
vísitölunnar 1. júní n.k. Hvar er
ábyrgð slíkra manna? Er það
bara „flokkurinn“, sem ræður
og „gefur skít“ í ábyrgðina?
Við teljum, að alþingismenn
séu kjörnir (þ.e. kosnir) til þess
að stjórna landi og þjóð, og að
það verði varla gert sœmilega,
nema „taka vísitöluna til bæna“.
Hún er ein af höfuðrótum
„krabbameinsins“, verðbólg-
unnar. Önnur öflug rót hennar
er svo launamálin. Þar er allt í
lausu lofti, eða verra en það!
Laun „eiga“ að hækka al-
mennt um 11,7% þ. 1. júní.
Hvað skyldi sú hækkun nema í
gjöldum ríkisins til B.S.R.B. —
og þ. á m. eru alþingismenn —
þótt öðrum sé sleppt úr þessu
dæmi? Mun „summan“ vera til
í „kassanum“ eða á að „slá
lán“? Reyndar ákveða alþingis-
menn laun sín sjálfir (óbeint),
en engir verða fremur en þeir
taldir „starfsmenn ríkis og
bæja“.
Ráðamenn B.S.R.B. hafa enn
efni á að ferðast um landið vítt
og breitt, kalla til funda og
hvetja til samstöðu um mál-
— Hvernig var þetta þing sem
nú er að ljúka?
— Þetta er búið að vera anna-
samt þing. Starfstími þess var
styttri en venjulega vegna kosn-
inganna í desember. Langur tími
fór í stjórnarmyndun og það varð
að afgreiða mörg mál á óvenju
stuttum tíma eftir að stjórnin tók
við völdum. Ef við fjöllum um
stjórnarmyndunina sjálfa er
óhætt að segja að hún hafi borið
nokkuð óvænt að eftir langa
stjórnarkreppu. Auðvitað hefur
það sett sín mörk á þingið að það
varð klofningur í Sjálfstæðis-
flokknum.
— Hvað er þér efst í huga þeg-
ar þingi er lokið?
— Þau viðfangsefni sem ég hef
einkum tekist á við á þingi. Ég á
sæti í fjórum starfsnefndum
þingsins þ.e. fjárveitinganefnd,
félagsmálanefnd, fjárhags- og
viðskiptanefnd og sjávarútvegs-
nefnd. Vegna setu minnar í þeirri
fyrstnefndu hef ég orðið að vinna
að gerð fjárlaga. Óvissan á
stjórnmálasviðinu varð þess
valdandi að nefndin vann að gerð
þriggja fjárlaga! Félagsmála-
nefnd fékk ýmis mál til umfjöll-
unar. Hæst ber frumvarp um að-
búnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum og líka skal nefnt
frumvarpið um Húsnæðisstofnun
ríkisins, sem er nýr lagabálkur um
þá stofnun. Fjárhags- og við-
skiptanefnd fjallaði m.a. um
breytingar á skattalögunum.
Þessar þrjár nefndir hafa haft á
sinni könnu mál, sem hafa tekið
mikinn hluta þingtímans.
— Reyndist starfið öðruvisi en
þú hafðir gert ráð fyrir?
— Það gerðist með skjótum
hætti að ég tók sæti á Alþingi. Ég
hafði ekki velt því mikið fyrir mér
hvað tæki við og hvernig starfið
væri, en það sem mér fannst
Öðru hverju impra menn á
þeirri hugmynd, að eðlilegra og
heppilegra væri þessari litlu
þjóð, að fáta sér nægja 40 al-
þingismenn í stað 60. Með
þeirri breytingu yrðu engin
þrengsli í gamla, virðulega hús-
inu við Austurvöll, og það í
fullu gildi enn um sinn. Og
myndi ekki einnar deildar þing,
skipað 40 fulltrúum úr ein-
menningskjördæmum verða
ábyrgari, sterkari hópur en þeir
60, sem þessa dagana deila um
það og þumbast, hvort þingi
skuli slitið og frí fengið, áður en
hvítasunna rennur upp eða fám
dögum síðar!? En sennilega má
einu gilda, hvern daginn þeir
slíta þingi og renna heim, með-
an ekki er þar sameinast um að
leysa brýnustu verkefnin af
hendi. „Kötturinn er hræddur
Jónas Jónsson:
Hvað verður?
Jóhann Einvarðsson (t.v.) er nýliði á þingi eins og Guðmundur Bjarnason. Jóhann gegndi áður starfi bæjarstjóra i Keflavík. Á
milli þeirra stendur Stefán Valgeirsson. Mynd: Tíminn.
Borð, stóll og sími —
engin símaskrá!
— Hvað um vinnuaðstöðu
þingmanna?
— Starfsaðstaðan mætti vera
betri. Hver þingmaður hefur þó
litla skrifstofu, en það má með
sanni segja að í því sambandi
mætti margt laga. Ég hef litla
skrifstofu á fjórðu hæð undirsúð í
Þórshamri og kem þangað sjald-
an. Upphaflega var þar aðeins
borð, stóll og sími. Síðan hef ég
útvegað mér ýmislegt gagnlegt
svo sem gatara, heftara og síma-
skrá. En það er ýmislegt annað
sem veldur nýliða á þingi nokkr-
um erfiðleikum og í því sambandi
vil ég nefna upplýsingasöfnun, en
þingmenn þurfa á miklum
upplýsingum að halda í sam-
bandi við þau máí sem í gangi
eru. Einnig hafa t.d. sveitastjórn-
armenn úr kjördæminu samband
við þingmenn vegna ýmissa
mála og þá getur tekið nokkurn
tíma fyrir mann sem er ókunnur
kerfinu að afla svara. Eftir því
sem nýliðarnir sjóast verður auð-
veldara að fá kerfið til að svara.
— Þingmenn og sjómenn eiga
það sameiginlegt að hafa ákaflega
breytilegan vinnutíma. Ég veit að
þú fórst oft að heiman í býtið á
morgnana og komst seint heim á
kvöldin — hvernig tekur fjöl-
skyldan því að sparisjóðsstjórinn
Guðmundur Bjarnason sé orðinn
þingmaður?
— Já, það er óhætt að segja að
það hafi orðið veruleg breyting á
mínum vinnutíma sem var áður
venjulega frá klukkan 9 til 17 og
frí flestar helgar. í þingmanns-
starfinu er því ekki að heilsa.
Þegar þingmenn eru heima á
kvöldin og um helgar nota þeir
tækifærið og hringja í menn og
eins er mikið hringt í þá. Sam-
skiptin við fjölskylduna breytast
töluvert. Ég bý í Keflavík og er
því að heiman allan daginn. En
mín fjölskylda hefur tekið þessu
vel. Við gerðum okkur grein fyrir
því þegar ég gaf kost á mér í þetta
starf að það væri krefjandi og það
hefur komið á daginn.
Þó að þinghaldi sé lokið er
mikið eftir ógert. Ég og Stefán
Valgeirsson erum nú á ferð um
kjördæmið og tökum í það hálfan
mánuð. Eitthvað er um nefndar-
störf í sumar — t.d. fjárveitinga-
nefnd — og ég hef líka í hyggju að
vera eitthvað á skrifstofu flokks-
ins á Akureyri í sumar og með því
móti efla mitt samband við kjör-
dæmið og fólkið sem í því býr.
óvenjulegt við þetta starf miðað
við mörg önnur, er það að oft er
erfitt að sjá eftir sig dagsverkið.
Menn sitja gjarnan dögum og
vikum saman yfir ákveðnum
málum. Starfið er m.a. fólgið í
umræðum og upplýsingasöfnun
og viðræðum við hagsmunaaðila.
Er þingmannsstarf ið
skemmtilegt og
eftirsóknarvert?
— Guðmundur, er þingmanns-
starfið skemmtilegt starf?
— Það er frjótt starf og það
gefur þeim sem það stunda inn-
sýn í ákaflega marga þætti þjóð-
lífsins. Þingmenn þurfa að takast
á við mörg erfið mál og að þessu
leyti má segja að starfið sé
skemmtilegt, en oft er það erfitt.
Við þurfum að glíma við óvinsæl
verkefni jafnt sem vinsæl. Ætli
við getum ekki sagt að starfið sé
rnjög margbreytilegt?
— En er þingmannsstarfið
eftirsóknarvert?
Guðmundur brosir: — Það
hlýtur að vera eftirsóknarvert
fyrir hvern og einn að reyna að
leysa þau verkefni sem fyrir hann
eru lögð hverju sinni. Það er sama
hvar þú ert í starfi — ef þú sérð að
starf þitt ber jákvæðan árangur er
alltaf skemmtilegt að líta til baka.
Árangurinn kemur
ekki strax í Ijós
því oft er lengi setið yfir sumum málum
En mín þingseta er stutt og ég
get varla svarað spurningunni til
neinnar hlítar.
— Er gott að starfa á Alþingi?
— Á Alþingi ríkir yfirleitt
góður starfsandi. Sú stjórnmála-
umræða sem snýr að hinum al-
menna borgara og kemur fram í
fjölmiðlum gefur ekki æfinlega
rétta mynd af því sem gerist í Al-
þingishúsinu. Starf þingmannsins
er að verulegu leyti fólgið í
nefndarstörfum og þar starfa
menn saman að lausn hinna ýmsu
mála. Þau mál sem eru með öllu
ágreiningslaus eru mun fleiri en
hin.
DAGUR.5
4.DAGUR