Dagur - 12.06.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 12.06.1980, Blaðsíða 6
Frá afhendingunni f Hlíð. Mynd: M. Á. Gáfu sjónvarp Sunnudaginn 8. júní sl. færði Eyfirðingafélagið í Reykjavík, Dvalarheimilinu Hlíð á Akur- eyri sjónvarpstæki að gjöf. Guðrún Óskarsdóttir afhenti tækið fyrir hönd félagsins og í fjarveru Jóns Kristinssonar for- stöðumanns, tók Guðrún Árna- dóttir hjúkrunarkona við því. Eyfirðingafélagið er með elstu átthagafélögunum og í vetur átti það 40 ára afmæii. Félagið er ekki auðugt af peningum en þeim mun auðugra af dugmiklu fólki sem starfar svo til allt árið um kring og afraksturinn fer allur heim í Eyja- fjörð. Félagið hefur margt gott látið af sér leiða og nú á síðasta starfsári var ákveðið að gefa dvalarheimil- inu á Akureyri sjónvarpstæki. Formaður Eyfirðingafélagsins er Ásbjörn Magnússon og formaður kvennadeildar félagsins er Gunn- iaug Kristjánsdóttir. Meðlimir Eyfirðingafélagsins vona að vist- menn megi vel njóta og að kvöldin verði litauðugri í framtíðinni. Úr fréttatilkynningu. Tryggvi Aðalsteinsson frá Jórunnarstöðum F. 12. mars 1919 — D. 18. mars 1980 Leifturskilin lífs og dauða löngum vekja furðu manns. Söknuðýfir sætið auða, ersazt með prýði, heimaranns. Þó sé dökkur dauðans feldur drúpir ekki himins sól. Áfram lífið alltaf heldur ekkert stöðvar tímans hjól. Þig sem við með kveðjum klökkva, kœri vinur, nú um sinn, beriyfir djúpið dökkva dýrð í framlífs himininn. Tii ókannaðra œðri heima einlœg blessun fylgir þér. Astvinir þér aldrei gleyma, œ þín minning gleði ber. Hjartans þökk fyrir samvinnu og kynni á liðnum árum. Sigtryggur Símonarson. Hjartans þakkir til venslafólks míns og kunningja með þökk fyrir gjafir, blóm og skeyti á sjötugs afmæli mínu 6. júní sl. Lifið heil. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Ytra-Laugalandi. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir GISLI J. GUÐMANN, andaðist mánudaginn 9. júní. Jarðarförin fer fram mánudaginn 16. júníkl. 13.30. Stefanía Guðmann, Helga Guðmann, Baldvin Ólafsson, Jóhanna Guðmann, Elísabet Guðmann, Einar Jón Guðmann. 6. DAGUR 17. júní á Akur- eyri Undanfarin ár hafa hátíðahöld- in á 17. júní verið í höndum íþróttafélaganna Þórs og K.A. og skátanna. Að þessu sinni annast Þór þau, og er allur und- irbúningur í höndum þriggja manna nefndar sem skipuð er af félaginu. Skúli Lórenzson er formaður nefndarinnar en aðrir í henni eru María Daníelsdóttir og Sigurður Pálmason. Skúli sagði í samtali við DAG að þetta væri í fjórða skiptið sem Þór sæi um hátíðahöldin, síð- ast hefðu það verið skátarnir og næst yrðu það KA-menn. Dagskráin á 17. júní er með hefðbundnu sniði, kl. 8 um morg- uninn eru fánar dregnir að húni og stuttu síðar ekur blómabíll um bæ- inn. Kl. 10.30 verður skrautsigling á Pollinum í umsjá Nökkvafélaga en þeir sýna kúnstir sínar á hraðbát- um, skútum og sjóskíðum. Kl. 13.30 leikur lúðrasveit Akur- eyrar á Ráðhústorgi og síðan verð- ur farið í skrúðgöngu til íþrótta- vallarins. Þar setur Arnar Einars- son hátíðina og er hann jafnframt kynnir. Séra Pétur Sigurgeirsson flytur helgistund, Heiðdís Norð- fjörð flytur ávarp fjallkonunnar, Séra Pétur Þórarinsson á Hálsi flytur ræðu dagsins og Svanbjörg Sverrisdóttir ræðu nýstúdents. Fimleika annast Anna Her- mannsdóttir og Herbert Halldórs- son og Alice verður með djass- dansflokk. Síðan skemmtir Þjóð- þrif með söng og spili og þrír fé- lagar úr Fallhlífaklúbbi Akureyrar stökkva niður á völlinn. Lúðrasveit Akureyrar leikur milli atriða og á svæðinu verða hestar fyrir börn. Kl. 16.45 hefst barnaskemmtun á Ráðhústorgi. Þar verða eftirherm- urnar Kiss, Katla María syngur og þau Birgir Marinósson og Anna María Jóhannsdóttir syngja gam- anvísur. Þeir sívinsælu Halli, Laddi og Jörundur koma í heimsókn og sprella fyrir áhorfendur. Kl. 18 verður diskódans í tjaldinu á íþróttavellinum. Kl. 20.30 leikur lúðrasveitin aft- ur á Ráðhústorgi, Þjóðþrif skemmtir og Karlakórinn Geysir syngur. Birgir og Anna María syngja gamanvísur og Halli, Laddi og Jörundur koma aftur fram og leika listir sínar. Síðan verður dansað á Torginu til kl. 2 e.m. og er það Astro tríóið sem leikur fyrir dansi. Ólafsfirðingar. Á samkomunni í Betesda sunnudaginn n.k. 15. júní kl. 16 verður heim- sókn frá Hjálpræðishernum á Akureyri. Vitnisburðir og mikill söngur. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Filadelfía Lundargötu 12, Fimmtudag 12. júní er sam- koma kl. 20.30. Allir vel- komnir. Sunnudag 15. júní. Vakningarsamkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Hótelin: Sumarvertíðin hafin Með sól og sumri fer fólk að hugsa sér til hreyfings og fer nú aðalferðamannastraum- urinn að hefjast. Akureyri er mikill ferðamannabær og er ekki amalegt fyrir fólk að heimsækja staðinn ef veðrið helst svona gott eins og það hefur verið undanfarið. Á Hótel Varðborg fengust þær upplýsingar að bókanir í sumar væru alveg með ágætum og eru sumarmánuðirnir allir jafn vinsælir, júní, júlí og ágúst. Af erlendum ferðamönnum eru það helst Þjóðverjar, Banda- ríkjamenn og Englendingar sem ætla sér að gista á Varðborg. Seinni hluta ágústmánaðar verður haldið hér Kiwanisþing og eru þátttakendur í því bók- aðir á öllum hótelunum í bæn- um. Á Hótel Akureyri hafa frekar fáir verið bókaðir ennþá. En þeir sem það hafa gert eru bæði erlendir og innlendir, af erlend- um eru það helst Þjóðverjar, Hollendingar, Danir og Eng- lendingar. Á Hótel KEA er allt í meðal- lagi ennþá, ýmsar hóppantanir eru ekki enn komnar á hreint en þetta fer allt að skýrast núna hvað úr hverju. „Við byggjum miklu meira á einstökum ferðamönnum heldur en hóp- um, en í heildina lítur þetta allt saman vel út og yfirleitt er ekki bókað með mjög löngum fyrir- vara,“ sagði Gunnar Karlsson hótelstjóri. Hann sagði enn- fremur að af erlendum ferða- mönnum væru Þjóðverjarnir, sem hingað til hafa verið einna fjölmennastir, farnir að draga saman seglin en hins vegar virt- ust Bretarnir ætla að fjölmenna hingað í sumar. Þannig leit Smiðjan og næsta umhverfi út árið 1910. Smiðjan: Opið alla daga „Þetta hús er víst orðið 70 ára gamalt, en nú er fátt sem bendir til þess. Við hófum rekstur Smiðjunnar í apríl á síðasta ári, og allt síðasta ár og fram til 1. júní var einvörðungu opið fyrir hópa sem pantað höfðu með fyrirvara. Nú er hinsvegar opið alla daga frá 11.30 til 14 og frá 18.30 og fram eftir kvöldi. Mat- argestir verða helst að vera komnir fyrir klukkan 21,“ sagði Stefán Gunnlaugsson er hann kynnti Degi veitingasal Baut- ans, sem nefnist Smiðjan. Hallgrímur Arason yfirmat- reiðslumaður og Stefán Gunn- laugsson, sem eru eigendur Baut- áns, sögðu að í Smiðjunni væri stefnt að því að hafa ódýra „rétti dagsins", en einnig verður úrval sérrétta. Verðið er ögn hærra en á „grillum", enda er þjónað til borðs og umhverfið vinalegra en gerist og gengur í þeim. „Við höfum einnig vínveitingaleyfi, en það er rétt að það komi fram að aðrir en matar- gestir fá ekki afgreitt vín í hádeginu eða á kvöldin," sagði Hallgrímur. Það vekur athygli þegar komið er inn í Smiðjuna að gólfið er úr lerki, sem fengið er í Vaglaskógi. Það var Davíð Haraldsson sem átti hug- myndina að því eins og öðrum innréttingum í Smiðjunni og mun þetta líklega vera eina gólfið sinnar tegundar hér á landi. Alls geta matast 50 til 70 manns í Smiðjunni í einu. Þeir félagar Stefán og Hallgrímur sögðu að þeir reiknuðu fastlega með að Akureyringar kynnu vel að meta stað eins og Smiðjuna, þangað gæti fólk komið og etið áður en það færi út á dans- staði bæjarins „en að sjálfsögðu er gestum okkar heimilt að taka lífinu rólega og slappa af eftir matinn hjá okkur.“ Fyrir framan arininn í Smiðjunni: F. v. Hallgrimur, Sigmar Pétursson yfirþjónn og Stcfán. Mynd: á.þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.