Dagur - 12.06.1980, Blaðsíða 8
DAGUR
Akureyri, fimmtudagur 12. júní 1980
EINANGRUNARBAND
TRYGGVI GfSLASON SKOLAMEISTARI M.A.:
„Varðveitum gamla hefð
og svörum nýrri þörffi fi
Hundraðasta starfsári M.A. að Ijúka
Menntaskólinn á Akureyri, sem
löngum hefur verið stolt Norð-
lendinga, er 100 ára um þessar
mundir og verður afmælisins
minnst á veglegan hátt nú i
kringum 17. júní. Starf
Menntaskólans á Akureyri hef-
ur verið gagnmerkt og án efa
verið lyftistöng öllum byggðum
á Norðurlandi og þá ekki síst
Akureyri. Tilefni hátíðahald-
anna nú, er því fyrst og fremst
hið merka starf skólans í 100 ár.
Að þessu sinni verða braut-
skráðir um 125 nýstúdentar og með
þeim talið hefur Menntaskólinn þá
brautskráð 3.323 stúdenta á 50 ár-
um, þ.e. síðan skólinn varð
menntaskóli. Frá 1880 til um 1930
eru gagnfræðingar frá skólanum
um 1100 talsins og lætur því nærri
að nemendur sem lokapróf hafa
tekið við skólann séu um 4.500
talsins og þá eru þeir ekki taldir
með sem bæði luku gagnfræða- og
stúdentsprófi við skólann á árunum
1930 til um 1950.
í tilefni hátíðahaldanna hafði
Dagur samband við Tryggva
Gíslason skólameistara og sagði
hann að reynt yrði að fylgja því sem
kalla mætti kjörorð skólans en það
er, að varðveita gamla hefð og
svara hinni nýju þörf.
Afmælishátíðin verður í stórum
dráttum á þá leið að hún hefst með
minningarhátíð á Möðruvöllum í
Hörgárdal, sunnudaginn 15. júní
kl. 14, með ávarpi dr. Kristjáns
Eldjárns, forseta íslands. Síðan
verður þar helgistund sem sr. Þór-
hallur Höskuldsson annast og org-
anleikur Jakobs Tryggvasonar.
Hátíðarræðu flytur Steindór Stein-
Tryggvi Gíslason, skólameistari
dórsson frá Hlöðum, fyrrum skóla-
meistari. Það er dálítið sérkennilegt
að hann man alla skólameistara
skólans í 100 ár, allt frá Jóni
Hjaltalín og fram á þennan dag.
Annar þáttur hátíðahaldanna er
málverkasýning sem opnuð verður
sama dag kl. 18 í kjallara Möðru-
valla á Akureyri. Þar verða sýnd
um 70 málverk og myndir eftir 25
gamla nemendur skólans, allt frá
Freymóði Jóhannssyni og Tryggva
Magnússyni og til ungu kynslóðar-
innar, Erlings Páls Ingvarssonar og
Þóru Sigurðardóttur. I þessum hópi
eru margir af ágætustu myndlistar-
mönnum þjóðarinnar. Sýningin
verður opin til 22. júní.
Þriðji þátturinn er hátíðarveisla í
Menntaskólanum að kvöldi 16.
júní. Þangað verður boðið forseta
íslands, ráðherrum, fulltrúum bæj-
arins, starfsmönnum skólans, ný-
stúdentum og fulltrúum afmælis-
árganga. Þarna verða um 400
manns og verður þetta langfjöl-
mennasta veisla á vegum skólans
fram til þessa.
17. júní verða skólaslitin 1
íþróttaskemmunni, en undanfarin
ár hafa þau farið fram í Akureyr-
arkirkju. En sökum hins mikla
fjölda sem búist er við, en það eru
um 1000 manns, er kirkjan orðin of
lítil. Á undan skólaslitaathöfninni
leikur Lúðrasveit Akureyrar undir
stjórn Stefáns Bergþórssonar. I
lúðrasveitinni leikur Sigtryggur
Helgason gullsmiður, en hann lék
einmitt með fyrir 50 árum þegar 50
ára afmælis skólans var minnst.
Við skólaslitin verða að venju
tónleikar, blásarakvartett sem
Manuela Wiesler, Sigurður 1.
Snorrason, Stefán Stefensen og
Bjöm Árnason skipa. Síðan eru við
skólaslitin ávörp, ræða skólameist-
ara og brautskráning nýstúdenta.
Síðdegis 17. júní má segja að
aðalþáttur hátíðahaldanna verði,
en það er opið hús í skólanum og er
þangað boðið öllum gestum og
nemendum bæði fyrr og síðar. Þar
verða á boðstólum látlausar veit-
ingar og geta nemendur og fleiri
gengið um skólann, hist og rifjað
upp gömul kynni og endurminn-
ingar við skólann. „Mér finnst
þetta vera mikilsverðasti, ánægju-
legasti og frjálslegasti þátturinn í
þessum hátíðahöldum, þegar fólk
fær tækifæri til að koma hér í skól-
ann, hittast og ræðast við,“ sagði
Tryggvi í samtalinu.
Þess má geta að elsti núlifandi
kennari skólans er Hulda Stefáns-
dóttir, Stefánssonar skólameistara
á Möðruvöllum, fædd 1897 og er
hún því nú á níræðisaldri. Hún
verður gestur skólans við þessi
hátíðahöld.
Menntaskólinn á Akureyri.
Övenju mörg bflhræ
eru í bæjarlandinu
„Um þessar mundir er óvenju
mikið af bílhræjum í bæjar-
landinu. Starfsmenn heil-
brigðisnefndar hafa staðið í
því að fjarlægja flökin ásamt
ýmsu rusli í bæjarlandinu.
Heldur hefur sigið á ógæfu-
hliðina í þessum málum, en ein
skýringin er sú að bærinn hefur
stækkað mjög mikið á undan-
förnum árum,“ sagði Jó-
hannes Sigvaldason, formaður
heilbrigðisnefndar Akureyrar.
Jóhannes sagði að þátttaka
bæjarbúa í hreinsunarvikunni
hefði verið ágæt. Fyrirtæki tóku
ekki mikinn þátt í herferðinni, en
Jóhannes kvað mestu slóðana
hafa haldið að sér höndum í þetta
sinn eins og oft áður. I því sam-
bandi nefndi hann lóð bygginga-
fyrirtækisins Smára h/f við Lund
og öll smáfyrirtækin sem eru 1
húsnæði tunnuverksmiðjunnar
við Hafnarstræti, en þeir sem
hafa þar aðsetur vita vart hvað er
sæmileg umgengni eða málning.
Ber starfsemi heilbrigðis-
nefndar einhvern árangur?
„Starfsmenn nefndarinnar full-
yrða að allir taki mjög vel í að
bæta og laga. En hlutirnir gerast
afskaplega hægt og seint eða alls
ekki. Þeir sem hlut eiga að máli
eru jafn prúðir þegar starfs-
mennirnir koma næst.“
Samkvæmt reglugerð hefur
heilbrigðisnefnd heimild til að
hreinsa á lóðum ef þörf krefur.
Til þessa hefur nefndin ekki not-
fært sér heimildina svo neinu
nemur, nema hvað snerlir bíl-
hræin.
Norðurlandsmeistarar í bridge 1980. Standandi frá vinstri: Ævar, Magnús og Gunn-
laugur. Sitjandi frá vinstri: Soffía, Páll og Frímann. Ljósmynd: Norðurmynd, Akur-
eyri.
Bridge:
Sveit Páls Norður-
landsmeistari
í síðustu viku var haldið
Norðurlandsmót í bridge á
Dalvík. AIls spiluðu þar tíu
sveitir — ein frá Hvamms-
tanga, Blönduósi, Skagafirði,
Dalvík, Húsavík og Mývatns-
sveit, og tvær frá Siglufirði og
Akureyri.
Keppnin í mótinu var mjög
jöfn og spennandi. Sem dæmi má
nefna að í lok mótsins voru tvær
sveitir jafnar og efstar með 127
stig, sveit Páls Pálssonar frá Ak-
ureyri og sveit Boga Sigurbjörns-
sonar frá Siglufirði. Sveit Páls
hafði sigrað sveit Boga í mótinu
20 -=- 2 og var því Norðurlands-
meistari í bridge 1980. Auk Páls
Pálssonar eru í sveitinni: Frí-
mann Frímannsson, Gunnlaugur
Guðmundsson, Magnús Aðal-
bjömsson, Soffía Guðmunds-
dóttir og Ævar Karlesson.
Röð efstu sveita var þessi:
Stig
1. sveit Páls Pálssonar Akureyri 127
2. sveit Boga Sigurbjömss. Siglufirði 127
3. sveit Hermanns Tómass. Dalvík 109
4. sveit Alfreðs Pálssonar Akureyri 109
5. sveit Bjöms Þórðarsonar Siglufirði 105
6. sveit Maríu Guðmundsd. Húsavík 100
7. sveit Reynis Pálssonar Skagafirði 74
Mótsstjóri var Ingólfur Lillen-
dal, en keppnisstjóri Albert Sig-
urðsson. Að sögn þátttakenda frá
Akureyri var mótið Dalvíkingum
til mikils sóma. Næsta Norður-
landsmót verður haldið í Skaga-
firði að ári og þá líklega spilað að
Hólum í Hjaltadal.
# Japanskt
stripl
Eftir að hafa séð Ijósmyndir
og kvikmyndir frá listahátíð í
höfuðborginni sagðist kunn-
ingi Dags ekki vera í nokkrum
vafa um af hverju japönsku
margir eru orðnir dauðþreytt-
ír á sífelldum fréttaflutningi
um að þessi eða hínn fram-
bjóðandinn sé: „Á toppnum",
„Sigurvegari“, „Langefstur"
svo dæmi séu tekin.
þjóðinni fjölgaði eins ört og
raun ber vitni.
Kosninga-
baráttan
# Skoðana-
kannanir
Það er í tísku á vinnustöðum
að efna til skoðanakannana
vegna forsetakosninganna.
Ekki er að efa að þær gefa
grófa hugmynd um vilja fólks
— þ.e. þess hluta sem er bú-
inn að gera upp hug sinn.
Hins vegar verður að hafa í
huga að mikill fjöldi er óráð-
inn með öllu og eins víst að
ólíklegasti frambjóðandinn
hljóti kosningu. Það er
spurning hvort rétt sé að
hlaupa með niðurstöður um-
ræddra kannana í blöð, en
Nú er baráttan um utnefningu
í forsetaembættið komin inn
á annarlegar brautir. í blaði
stuðningsmanna eins fram-
bjóðandans fá mótframbjóð-
endur heldur ömurleg um-
mæli eins og „óhæfur“, ann-
ar er afgreiddur ósköp
snyrtilega með „litiaus“ og
um stuðningsmenn og vænt-
anlega kjósendur þess þriðja
segir: „Guð hjálp þeim því
þeir vita ekki hvað þeir gera."
Aðferð sem þessi er tæplega
viðkomandl aðilum til fram-
dráttar né heldur er hún tíl
þess fallin að auka virðfngu
þjóðarinnar fyrir embætti for-
seta íslands.