Dagur - 12.06.1980, Blaðsíða 7

Dagur - 12.06.1980, Blaðsíða 7
Els Comediants koma til Akureyrar Á föstudag í næstu viku munu Els Comediants koma til Akur- eyrar, beint af listahátíð og skemmta á götum bæjarins og í íþróttaskemmunni. Þessi kata- lónski leikhópur hefur hlotið frábærar undirtektir á lista- hátíð. Einn gagnrýnandi sagði í Reykjavíkurblaði að Els Come- diants væru allt í senn, leikarar, látbragðslistamenn, söngvarar, dansarar, trúðar og fimleika- menn. Leikhópurinn kemur til bæjarins á vegum Khattspyrnufélags Akur- eyrar og sagði Jón Arnþórsson, formaður félagsins að hann tryði ekki öðru en Akureyringar myndu fjölmenna í Skemmuna á föstudag, en sýning leikhópsins verður ekki endurtekin. Þess má geta að upp- selt hefur verið á allar sýningar Els Comediants í Þjóðleikhúsinu og Laugardalshöllinni. Forsala að- göngumiða verður í Bókabúð Jón- asar. Verðinu verður stillt í hóf — aðgöngumiði fullorðinna kostar fimm þúsund krónur, en börn greiða helmingi lægri upphæð. Pétur og Oddný á Akureyri Stuðningsmenn Péturs Thorsteins- sonar efndu til kynningarfundar að Hótel K.E.A. þann 29. maí s.l. og var húsið þétt skipað, 250-300 manns. Flutt voru ávörp. Frú Oddný og Pétur fluttu ræður auk þess sem frambjóðandinn svaraði fyrirspumum. Pétur Thorsteinsson hefur nú ferðast um bæði norður- landskjördæmin, haldið fjölda funda og heimsótt vinnustaði. Pét- ur hefur hitt fleira fólk hér norð- anlands en nokkur annar fram- bjóðandi. Hann mun aftur verða hér á ferð skömmu fyrir kosningar. (Fréttatilkynning). fslenski fáninn Á þriðjudaginn er 17. dagur júnímánaðar og munu margir draga fána að hún þann dag. Stundum virðist nokkuð á skorta að bæjarbúar þekki regl- ur sem gilda um íslenska fán- ann, en þær eru í stórum drátt- um sem hér segir: Á tímabilinu frá 1. mars til 31. október má ekki draga fána að hún fyrr en kl. 8 árd. og frá 1. nóvember til febrúarloka ekki fyrr en kl. 9 árdegis. Fáninn má ekki vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til kl. 8 síðdegis, nema flaggað sé á stað við úti- samkomur, þá má láta fánann vera uppi meðan samkoman varir og bjart er, þó ekki lengur en til miðnættis. Þess skal jafn- an gætt, þegar fáni er dreginn að hún, eða felldur, að hann snerti ekki jörð. Einnig skal flagglína vera vel strekkt, svo að fánajaðar liggi ávallt við stöng. Það er óheimilt að draga fána á stöng, sem er upplitaður, óhreinn, trosnaður eða skemmdur að öðru leyti, og verður jafnan að lagfæra hann strax, að öðrum kosti skal hann ónýttur, með því að brenna hann. AUGLÝSIÐ í DEGI erumeira virðií KJÖRNARHVÐE# COCOA PUFFS pk. CHEERIOS pk. KORNFLEX minni pk. ROYAL BÚÐINGAR pk. MAGGI SÚPUR pk. TÓMATSÓSA LIBBY’S minni TÓMATSÓSA LIBBY’S stærri kr. 910 - 490 - 686 - 180 - 185 - 340 - 656 HRISALUNDf 5 Nauðungaruppboð: Áður auglýst nauóungaruppboð á fasteigninni Hjallalundi 15d, Akureyri, þingl. eign Þins s.f. en talin eign Snæbjörns Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 20. júní 1980 kl. 14.00, að kröfu veðdeildar Landsbankans. Bæjarfógetinn á Akureyri Frá vistheimilinu Sólborg Matreiðslumaður óskast, nú þegar, eða síðar í sumar. Uppl. hjá forstöðumanni í síma 21757. Vantar mann til Lagerstarfa ekki yngri en 20 ára. Hagkaup sími 23999 ‘i i ii 111 mr rtl fTTl tiri Wi itn rtu. Scho innnynnn MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI a Akureyrensis Myndlist á Möðruvöllum í tengslum við 100 ára afmæli Menntaskólans á Akureyri verður myndlistarsýning í Möðruvalla- kjallara. Þar eru sýnd fjölmörg verk listamanna, sem allir eru gamlir nemendur skólans. Á Möðruvöllum verður einnig til sýnis úrval nýrra verka eftir kunnustu grafíklistamenn landsins. Sýningin veröur opnuð sunnudaginn 15. júní klukkan 18 og verður opin daglega klukkan 18-22 til 22. júní. Nauðungaruppboð: Áður auglýst nauðungaruppboð á fasteigninni Smárahlíð 2d, Akureyri, þingl. eign Aðalgeirs og Viðars h.f. en talin eign Guðrúnar Siguróladóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 20. júní 1980 kl. 15.30 að kröfu veðdeildar Landsbanka (siands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Dómhildur Sigfúsdóttir húsmæðrakennari kynnir osta og ostarétti Viðskiptavinir munið OSTA kynning í Kjörmarkaði KEA við Hrísalund á morgun föstudag 13/6 frá 2-6 e.h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.