Dagur - 19.06.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 19.06.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 19. júní 1980 43. tölublað ttmui m^4a'ic\a 1 papP'* NLMUHOgyKM Dr. Krístján Eldjárn, forseti íslands, og Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur, ganga í Möðruvallakirkju. Mynd: h.s. 100. starfsári M.A. lokið Afmælishátíð Menntaskólans á Akureyri hófst með minningarhátíð í kirkjunni á Möðruvöllum sl. sunnudag. Það var Kristján Eldjárn, forseti íslands, sem ávarpaði fyrst samkomuna, en síðan var helgi- stund í umsjá sr. Þórhalls Höskuldssonar, sóknarprests á Möðru- völlum. Steindór Steindórsson, fyrrum skólameistari flutti hátíðar- ræðu. Fjölmargir komu til hátíðarinnar að Möðruvöllum og hið sarna má segja um skólaslit M.A. í íþrótta- skemmunni á Oddeyri. í tilefni 100 ára afmælishátíðar M.A. var einnig málverkasýning í Möðruvallakjall- ara og á mánudag var skáli skólans í Vaðlaheiði opinn og til sýnis. Um kvöldið sama dag var hátíðarveisla í salarkynnum heimavistar Menntaskólans. Skólaslit M.A. voru hin hátíð- legustu. í upphafi flutti blásara- kvartett verk eftir Rossini, fjölmörg ávörp voru flutt og skólinn fékk góðar gjafir frá ýmsum velunnur- um. Þess má geta að í hátiðarveislu skólans sl. mánudagskvöld voru forseti íslands, menntamálaráð- herra og 6 gamlir starfsmenn skól- Síðastliðinn mánudag afhentu hjónin Arngrímur Ingimundar- son, kaupmaður í Reykjavík og kona hans Bergþóra Jóhannes- dóttir Siglufjarðarbæ málverka- safn til eignar. Afhending verk- anna fór fram við hátíðlega at- höfn í ráðhúsi kaupstaðarins, en þar er þeim ætlaður staður. anssæmdirgullmerkjum M.A. Þeir eru Steindór Steindórsson fyrrv. skólameistari, Hermann Stefáns- son íþróttakennari, Hulda Stefáns- dóttir, elsti núlifandi kennari skól- ans, Margrét Eiríksdóttir, ekkja Þórarins Björnssonar fyrrum skólameistara, Brynjólfur Sveins- son, kennari við skólann í yfir 40 ár, og Árni Friðgeirsson gjaldkeri M.A. Þau hjónin hafa um áratugaskeið safnað saman miklu úrvali mál- verka eftir ýmsa höfunda. Að mati listfróðra manna er safnið eitt það vandaðasta og fjölbreyttasta, sem er í einkaeign hér á landi. í safninu eru um 120 verk eftir 70 höfunda. Safnið verður opið almenningi til sýnis frá kl. 20 til 22 hvern virkan dag og frá kl. 14 til 18 um helgar. Viðburður í norðlensku íþróttalífi: Katalónski leikhópurinn Els Comediants vakti almenna hrifn- ingu á Húsavík, en þar skemmti hópurinn á 17. júní. Leikararnir dönsuðu með fólki á götum Húsa- víkur í skrúðgöngunni og á sjálfum hátíðarhöldunum. Um kvöldið komu leikararnir óvænt frarn á unglingadansleiknum og leiddu dansgestina niður á bryggju og aft- ur í danshúsið. Spánverjarnir skemmtái Skemmunni á Akureyri annað kvöld. Aðeins verður þessi eina sýning. Forsala aðgöngumiða er í Bókabúð Jónasar. Nýja mjólkurstöðin vígð í dag Þrír lands- leikir eru fyrirhugaðir Grænlendingar leika landsleiki í fyrsta skipti I dag klukkan 15 var hin nýja mjólkurstöö Mjólkursamlags KEA vígð. Það var forseti ís- lands, dr. Kristján Eldjárn, sem vígði stöðina. Þar hefur öll mjólkurvinnsla Mjólkursam- lagsins farið fram um nokkurt skeið, nema mysuostagerð, sem líklega verður flutt þangað á ár- inu. Ostagerð var prófuð 4. des- ember í fyrra, fyrsta smjörið var strokkað 29. janúar, framlciðsla neyslumjólkur hófst 21. apríl og skyrgerð 29. apríl s.l. Nýja mjólkurstöðin er mjög fullkom- in og önnur stærsta mjólkurstöð á landinu. Mjólkursamlag KEA er elsta mjólkursamlagið á landinu, stofn- að 4. september 1927 og tók til starfa 6. mars 1928 í gömlu slátur- húsi í Grófargili, sem hafði verið endurbyggt. Húsrýmið sem vinnsl- an hafði til umráða var 351 fer- metri. Samanlagður gólfflötur nýju stöðvarinnar er 7533 m2 og þar af eru kaldar geymslur 1118 m2. Rúmmál hússins er rösklega 37 þúsund rúmmetrar. Skrifstofu- og starfsmannahús, sem lokið verður við síðar, verður 764 m2 á tveimur hæðum og 2731 m’. Sjá ágrip af framkvæmdasögu mjólkursamlagsins í opnu. Um mánaðamótin verða þrír landsleikir á Norðurlandi. Það eru knattspyrnulið Færeyja og Grænlands sem koma til lands- ins og munu lið þessara þjóða leika gegn íslendingum á Akur- eyri og Húsavík, auk þess sem Færeyingar leika gegn Græn- lendingum á Sauðárkróki. Þess- ir landsleikir eru þeir fyrstu, sem fara fram norðanlands og jafn- framt fyrstu A-landsleikir ís- lands sem leiknir eru utan Reykjavíkur. Mikið undir- búningsstarf varð að vinna vegna landsleikjanna, en nefnd sú sem annaðist framkvæmd keppninnar er skipuð þeim Rafni Hjaltalín, Helga Daníels- Els Comedi- ants á Húsavík og á Akureyri syni og Helga Þorvaldssyni. Það er óhætt að segja að þessir leikir marki tímamót í íþróttasögu Norðurlands. Það kom fram á fundi sem hald- inn var um sl. helgi að nauðsynlegt er að fá 3500 til 4000 áhorfendur á alla leikana svo K.S.Í. beri ekki fjárhagslegan skaða af fyrirtækinu. Ráðamenn fyrirtækja á Akureyri og víðar, bæjarstjórnir og félaga- samtök munu taka á móti erlendu gestunum og létta þannig K.S.l. róðurinn. Keppt verður um bikar sem Fjórðungssamband Norðlend- inga gaf til keppninnar. Vinnst hann til eignar. Grænlendingar virðast leggja mikið upp úr þessum leikjum, sem munu vera fyrstu landsleikirnir sem þeir leika. Ákveðið er að hing- að til lands komi útvarpsmaður með grænlenska hópnum, en út- varpsmaðurinn á að lýsa leikjunum beint til hlustenda á Grænlandi. Kostnaður við þetta fyritæki er sagður vera á bilinu 30 til 40 þús- und danskar krónur. Auk lands- leikjanna munu Grænlendingarnir leika við lið Magna frá Grenivík sunnudaginn 6. júlí. íslenska landsliðið mun leika við Færeyinga á Akureyri mánudaginn 30. júní, við Grænlendinga föstu- daginn 4. júlí á Húsavík, en Fær- eyingar og Grænlendingar munu leika á Sauðárkróki miðvikudaginn 2. júlí. Fjögur útköll hjá slökkviliði Húsavíkur Á síðasta ári voru 4 útköll hjá slökkviliði Húsavíkur, þar af voru 3 æfingar og 1 útkall að Vöku- holti, veiðiheimilinu á Laxamýri. Slökkviliðið fékk til umráða nýj- an bíl á síðasta ári. í bílinn voru settar slöngur, samtals um 500 metrar að lengd, auk reykköfun- artækja, lausrar dælu og annars búnaðar sem nauðsynlegur er. Skeljungur vill byggja Olíufélagið Skeljungur hefur óskað eftir lóð undir svartolíu- geymi á Siglufirði. Óskað er eftir um 1.200 fermetra lóð undir geymi, sem yrði um 880 rúm- metrar á stærð. Hafnarnefnd Siglufjarðar hefur fyrir sitt leyti samþykkt erindi félagsins, með því skilyrði þó að olíufélögin standi öll saman að byggingu svartolíugeymisins. Húnavaka Húnavaka, tuttugasti árgangur, er komin út. í formála ritsins er stutt yfirlit yfir það efni, sem birst hefur í Húnavöku og þar kemur glöggt í ljós að í ritinu er að finna gagnmerkar heimildir um lífið í Húnaþingi sl. 20 ár og raunar miklu lengri tíma. Hafnar- framkvæmdir Á þessu ári er áformað að vinna að framkvæmdum við Húsavík- urhöfn fyrir 68,4 milljónir króna sem skiptist þannig: til dýpkunar fara 44,0 milljónir. til grjótnáms og undirbúningsframkvæmda við ytri hafnarframkvæmdir fara 20 milljónir og til skipulagsmála og frágangs á hafnaruppfyllingu 4,4 milljónir. Vonir standa til að á næsta ári liggi fyrir nægjanlegar upplýsingar, svo að framkvæmdir geti hafist við ytri hafnarmann- virkin og hefur þegar verið sótt um fjármagn á fjárlögum ársins 1981 til þeirra framkvæmda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.