Dagur - 19.06.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 19.06.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 19. júní 1980 EINANGRUNARBAND Bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins á Húsavík, Jóhanna Aðal- steinsdóttir, bar fyrir skömniu fram einkennilega tillögu. Hún lagði til að bæjarstjórn sam- þykkti að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á að Húsavík- urbær gerðist eignaraðili að laxeldisstöð Norðurlax á Laxa- mýri. Tillagan sem slík er góðra gjalda verð, en hún kom bæjar- stjórnarmönnum ákaflega á óvart. Síðast þegar hlutabréf voru föl munu eigendurnir hafa skipt þeirn á milli sín og að auki er það ekki á stefnuskrá Húsavíkurbæjar að ger- ast eignaraðili að fyrirtækjum sern eru nú þegar í eigu einstaklinga. Til þess að það komi ekki fram strax að bærinn hefði ekki hug á að kanna málið var ákveðið að vísa því til bæjarráðs. Tillagan var ekki flutt í neinu samráði við aðra fulltrúa A.bl. og urðu þeir ekki síst hissa á tillögunni. Á aðalfundi Sölufélags Austur- Húnvetninga, sem haldinn var fyrir skömmu, var samþykkt heimild til að byggja stórgripasláturhús. Und- irbúningur er þegar hafinn og fyrstu teikningar eru að sjá dagsins Ijós. Að sögn Árna S. Jóhannsson- ar, kaupfélagsstjóra, verður vart farið í neinar byggingarfram- kvæmdir fyrr en á næsta ári. Rigning á 17. júní „Miðað við aðstæður gekk þetta þokkalega,“ sagði Arnar Ein- arsson, formaður handknatt- leiksdeildar Þórs, um hátíðar- höldin á 17. júní, en það var Þór sem annaðist framkvæmd þeirra að þessu sinni. Veður var gott fram að hádegi, en þá fór að rigna, og var stöðug væta fram að kvöldmat. Rigningin raskaði dagskránni töluvert og nauðsynlegt reyndist að flytja hluta hálíðarinnar í Skemm- una og í Dynheima. Felldar voru niður skemmtanir á torginu og þar var lítið um að vera þar til dans- leikur hófst þar seint um kvöldið. Arnar sagði að um 3000 manns hefðu sótt skemmtanirnar í Dyn- heimum og í Skemmunni. Ölvun var lítt áberandi. Stórgripaslátur- hús á Blönduósi Akureyringar fjölmenntu á bílasýningu Bílaklúbbs Akur- eyrar á 17. júní, þrátt fyrir afleitt veður. Þetta var 6. sýning klúbbsins og á sýningasvæðinu við Oddeyrarskólann var sanian kominn mikill fjöldi margvíslegra farartækja, sem komu frá Reykjavíkursvæðinu og Mývatnssveit, og auk þess frá Akureyri og Eyjafirði. Undirbúningur hefur staðið nær Það var betra að hafa með sér regnhlif á hátiðarhöldin á íþróttaveilinum. Mynd: á.þ. Húsavík: Furðuleg tillaga eitt ár, en síðustu tvo mánuðina má segja að unnið hafi verið dag og nótt við undirbúning farartækjanna fyrir þessa sýn- ingu. Bilaklúbbsmenn hugsuðu einnig um að hafa ofan af fyrir yngstu sýningargestunum og notuðu til þess litla raf- drífna bíla. Mynd: á.þ. Sorpið flýtur um Sigluf jörð og fyllir f jörur „Við skrifuðum bæjarráði bréf, því okkur ofbauð ruslið í fjör- unum. í haust var gert mikið átak í hreinsun á fjörum en þeg- ar snjóa leysti blasti við fólki gífurlcgt ntagn af ýmiskonar rusli. Ástandið hefur oft verið slæmt, en nú keyrði um þverbak. í bréfinu bentum við bæjarráði á að til lítils væri að hreinsa fjör- urnar fyrr en búið væri að koma í veg fyrir uppspretturnar,“ sagði Örlygur Kristfinnsson, sem býr austan fjarðar í Siglufirði, and- spænis kaupstaðnum. Örlygur ritaði bæjarráði Siglufjarðar bréf fyrir skömmu þar sem hann og kona hans Valgerður Er- lendsdóttir vöktu athygli bæjar- ráðsmanna á sóðaskapnum. Örlygur sagði í samtali við Dag að ruslið bærist einkum frá öskuhaugum bæjarins, sem eru opnir. Þaðan hefur ruslið borist um fjörðinn og er víða ófagurt um að líta. í öðru lagi kemur brak úr lasburða bryggjum á fjörur og í þriðja lagi liggur grútur frá S.r. á fjörum í Siglu- firði. Nú er í ráði að byggja sorp- brennsluofn á Siglufirði og þá og því aðeins að tryggilega sé frá honum gengið, sagði Örlyg- ur að hættan yrði fyrir hendi. Grútarmengun lýkur vart í bráð ogspýtur úrónýtum bryggjum á Siglufirði munu eflaust „prýða" fjörur þangað til búið er að rífa þær bryggjur sem búið er að dæma ónýtar. NORÐURLANDSMÓT Á MELGERÐISMELUM: NÝR BÆJAR- FÓGETI Á AKUREYRI Dómsmálaráðherra hefur nú ákveðið hver verður sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri og Dalvík. Það var Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Siglufirði, sem ráðinn var til starfans. Elías hefur gegnt starfi bæjarfógeta á Siglufirði um árabil. Kaupfélag Skagfirðinga: Halla- rekstur Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga var haldinn á Sauðár- króki 6. júní sl. Rétt til setu á fundinum áttu 80 manns að þessu sinni. í upphafi fundar minntist formaður félagsins, Jóhann Salberg Guðmundsson, þeirra félagsmanna, er látist höfðu frá því síðasti aðalfundur var haldinn, og vottuðu fundar- menn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. í skýrslu formanns félagsins kom m.a. fram, að félagsmenn voru í árslok 1979 jafnmargir og í árs- byrjun, eða 1447. Starfsmenn er voru fastráðnir í árslok voru alls 290. Heildarlaunagreiðslur kaup- félagsins og fyrirtækja þess námu alls tæpum 1700 millj. króna. Fjár- festingar á árinu urðu alls um 168 millj. króna. I skýrslu kaupfélagsstjórans, Helga Rafns Traustasonar kom m.a. fram, að heildarvelta kaupfé- lagsins og fyrirtækja þess varð alls rúml. 10 milljarðar króna, og hafði aukist um 53% frá 1978. Eftir að eignir félagsins höfðu verið af- skrifaðar um 230,4 millj. króna sýnir rekstursreikningur halla, sem nemur um 68 millj. króna. Skv. nýjum skattalögum hækkuðu fyrn- ingar verulega, eða um 383% frá fyrra ári. Verðbreytingatekjur skv. 53. grein skattalaga námu um 75 millj. króna. Eigið fé félagsins í árslok nam um 2,7 milljörðum króna. Jón Matthíasson var stigahæstur Um helgina fór fram Norður- landsmót í hestaíþróttum á Mclgerðismelum. Þátttakendur voru um 100, frá hestamannafé- lögum á Norðurlandi. Mótið tókst vel, enda var veður hið ákjósanlegasta. Stigahæsti knapi mótsins varð Jón Matt- híasson og stigahæsti ungling- urinn varð Ásgeir Herbertsson. Sigurvegari í olympískri tví- keppni varð Jón Matthíasson, en sigurvegari í íslenskri tví- keppni varð Albert Jónsson. Islandsmeistarinn í hestaíþrótt- um, Sigurbjörn Bárðarson sem var á mótinu, sagði að skipulagning og framkvæmd mótsins hefði verið með ágætum og allar aðstæður eins og best verður á kosið. „Keppnis- svæðið er með því besta hér á landi og í stöðugri framför," sagði Sigur- bjöm. Helstu úrslit eru sem hér segir: Töltkeppni: Gylfi Gunnarsson Létti, fjórgangur: Albert Jónsson Hnng,fimmgangur: Albert Jónsson Hring, gæöingaskeið: Ingimar Ingimarsson Léttfeta, hiýðnikeppni unglinga: Sonja Björk Grant Létti, töhkeppni unglinga: Ásgeir Her- bertsson Létti og fjórgangur ung- linga: Matthías Jónsson Funa. Jón Matthiasson á Gráskegg varð hlut- skarpastur á mótinu. Hér má sjá Jón i víðavangshlaupinu, þvf fvrsta sem haldið er á landinu. Mynd: Jón G. Águstsson. Ásgeir Herbertsson, sigurvegari í tví- keppni unglinga. Mynd: Jón G. Ágústs son. Aðalfundur Mjólkursamlags Skagfirðinga var haldinn að Ketil- ási 29. maí sl. Innmæld mjólk hjá samlaginu varð 1979 rúml. 8,8 millj. lítra og hafði dregist saman um 5,55% frá fyrra ári. Meðalfita mjólkurinnar varð 3,839% eða 0,092% rninna en árið á undan. Neyslumjólkursala nam tæpl. einni millj. lítra en afgangurinn fór til vinnslu, og voru framleidd um 670 tonn af ostum og 112 tonn af smjöri auk annarra vinnsluvara. Heildar- greiðsla fyrir mjólkurlítra innlagð- an hjá samlaginu á árinu varð 195,1060 krónur en meðalgrund- vallarverð samlagsins var kr. 195,1016, þannig að grundvallar- verð náðist hjá samlaginu. Er hér meðtalin greiðsla i útflutningssjóð kr. 5,00 á mjólkurlítra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.