Dagur - 19.06.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Ávarp
forseta íslands
á 100 ára
afmæli M.A.
Menntaskólinn á Akureyri er 100 ára um
þessar mundir. í ávarpi sem forseti (s-
lands, dr. Kristján Eldjárn, flutti á minn-
ingarhátíð í Möðruvallakirkju í Hörgárdal
15. júní sagði hann meðal annars:
„Saga Möðruvallaskóla, sem síðar
nefndist Gagnfræðaskólinn á Akureyri og
loks með nýrri réttarstöðu Menntaskólinn
á Akureyri, varð ekki ýkja löng á þessum
stað, en nógu löng til þess að staður og
skóli næðu að setja svip hvor á annan, og
nógu löng til þess að hér hlyti skólinn sína
eldskírn, festi rætur í norðlenskri mold,
sannaði tilverurétt sinn sem mennta-
stofnun og áhrifamátt sinn til blessunar
fyrir Norðurland og raunar landið allt. Það
var hér sem skólinn stóðst það próf hvort
honum yrði þess lífs auðið sem forvígis-
menn hans vonuðu en sumir voru vantrú-
aðir á. Eftir að þessi frumraun var yfir-
stigin varð það Ijóst svo að engum fékk
dulist, að með tilkomu skólans hafði
Norðurland stækkað, það hafði risið og
endurheimt í nýrri mynd þann metnað
sem lægður hafði verið þegar hinn gamli
Hólaskóli var lagður niður um aldamótin
1800. Þess vegna eru fyrir því góð og gild
rök að nú á minningarári sé staldrað við í
annríki daganna og þeirra manna minnst
sem hér leiddu gott mál fram til sigurs, og
þeirra sem síðan fylgdu þeim sigri eftir
með þeirri reisn sem ætíð hefur verið í
heila öld. Þeir sem stjórnuðu skóianum
hér á Möðruvöllum voru eins konar land-
námsmenn, þeir þurftu að kynna sér
vandlega allar aðstæður, íhuga þær og
finna sér búskaparform, eins og allir
landnámsmenn gera, þeir voru braut-
ryðjendur sem veginn mörkuðu og ruddu
þá braut sem síðan hefur verið farin af
kennifeðrum allra þeirra mörgu, sem fram
á þennan dag hafa átt því láni að fagna að
stunda nám í hinum norðlenska skóla. Ég
tala hér sem einn úr þeim hópi.
Ég sagði, að saga Möðruvalla í Hörgár-
dal væri litrík. Saga skólans er það einnig.
Ef til vill á það við um alla skóla, öðrum
stofnunum fremur. Má vera að það liggi í
hlutarins eðli. Skóli vor er að vísu einn og
samur frá öndverðu, í senn gamall en þó
alltaf nýr. Ef til vill liggur einnig það í
hlutarins eðli. Hann er nýr af því að hann
hlýtur ávallt að leitast við að svara þeim
breyttu kröfum sem til hans eru gerðar á
hverri tíð. Hann er nýr af því að á hverju ári
koma nýir og nýir hópar æskumanna til að
fylla bekki hans.
En skólinn er meira en glæstar bygg-
ingar, gamlar og nýjar, og þeir menn sem
nú sinna þar sínum daglegu önnum,
skólameistari, kennarar og nemendur.
Hann er einnig í huga og minningum
þeirra mörgu, sem enn eru lífs og eitt sinn
voru þar nemendur. Áhrif hans lifa með
einhverjum hætti í gerð sjálfra vor, hvort
sem vér gerum oss þess skýra grein eða
ekki, og þau birtast í verkum vorum og
samskiptum við aðra menn. Sú er trú mín,
að þeir sem nú ráða ríkjum í Menntaskól-
anum á Akureyri muni verða þess varir á
þessum tímamótum, og það svo um mun-
ar, að skóli þeirra, skóli vor allra, með
sínar traustu gömlu rætur í norðlenskri
mold, á sér einnig lifandi frjókorn í þakk-
látum huga fjölmargra þeirra sem telja sig
hafa átt hamingju- og heillaríka æsku-
daga innan veggja hans.“
Mjólkursamlag KEA:
Mnirpeniiyar
mena vixoi i
Ávarp til nýstúdenta
Kæru nýstúdentar
Göngu ykkar er lokið í þessum
gamla skóla, gamla skólanum
ykkar. Þið eruð prúður hópur, þið
eigið, gleði og þor og þrótt og
mörg ykkar hafa unnið skólanum
vel, en mörgu er þó ólokið. Nú er
komið að kveðjustund. Það er oft
sárt að kveðjast, en af sársaukan-
um vitum við að við lifum. Jónas
Hallgrímsson gat orðað þetta svo
vel. Hann sá þetta með augum
skáldsins, sem sjá hina sömu hluti
og við en þó á annan hátt, raunar
sjá þau hlutina með öðrum aug-
um og í nýju ljósi og með því
kenna skáld okkur ný fræði. í
einu af eftirminnilegustu ljóðum
sínum segir Jónas:
„En heldur vil ég kenna til og lifa,
og þó að nokkurt andstreymi ég bíði.“
Þar sem gestir við skólaslitin voru óvenju margir var brugðið á það ráð að slíta Menntaskólanum i lþrótta-
skemmunni. Mynd: h.s.
Úr skólaslitaræðu Tryggva Gíslasonar:
,Að efla mannvirðingu,
góðan vilja og samstarf ‘
„Að kenna til og lifa. “
Ekki er ég að óska ykkur and-
streymis í lífinu, en of mikið
meðlæti getur skemmt okkur öll,
því „það þarf sterk bein til að
þola góða daga.“
Eitt sinn átti raunar sú kenning
franska heimspekingsins og
stjórnfræðingsins Montesquieus
mikil ítök í þjóðum Evrópu að
áhrif loftlags og landsgæða á
skapferli fólks réði úrslitum um
velgengni þjóðanna. I anda þess-
arar kenningar Montesquieus orti
Bjarni amtmaðurá Möðruvöllum
í Hörgárdal sum nafntoguðustu
kvæði sín, svo sem kvæðið ísland,
þar sem segir:
Fjör kenni’ oss eldurinn,
frostið oss herði
fjöll sýni torsóttum gæðum aö ná
bægi sem kerúb með sveipanda sverði
silfurblár Ægir oss kveifarskap frá.
Ég vil ekki vera í hópi þeirra
manna, sem stunda svartagalls-
raus og telja, að allt hefði annan
róm, áður í páfadóm, öllu fari
aftur og heimur versnandi.
Hvorttveggja er, að ég hef aldrei
haft þessa trú og hitt, að reynsla
' mín hefur kennt mér hið gagn-
stæða. Að vísu blandast þessi trú
mín nokkurri bjartsýni, sem ég
hef lengi ausið af, og allir vita, að
við sjáum aðeins það sem við
viljum sjá. En ég vona, kæru ný-
stúdentar, að þið með lífi ykkar
og starfi eigið eftir að auka
mörgum bjartsýni og ég vona, að
Menntaskólinn á Akureyri hafi
með starfi sínu sáð til hinna
þriggja fornu dygða í sálu ykkar:
vísdóms, hreysti og sjálfsaga. Að
svo mæltu kveð ég ykkur og óska
ykkur gæfu og gengis á vegferð
ykkar.
Menntaskólanum á Akureyri er
slitið í hundraðasta sinn.
í ræðu sinni við skólaslit
Menntaskólans á Akureyri 17.
júní rakti Tryggvi Gíslason,
skólameistari, sögu norðlenska
skólans. Hann sagði m.a., að
raunar tryðu menn því enn, eins
og menn hafi gert fyrir 100 árum,
að Möðruvallaskóli væri Hóla-
skóli endurreistur. Rakti hann
sögu Hólaskólans og sagði síðan:
„En því er á þetta minnst nú, að
Menntaskólinn á Akureyri vill
viðhalda fornri hefð og rækja
gamla menningu þjóðarinnar
jafnframt því sem hann vill koma
til móts við nýjar og breyttar
þarfir i menningu og menntun
þjóðarinnar. Þetta tvennt vill
skólinn reyna að sameina, hið
gamla og hið nýja, fornar dygðir
og ný viðhorf. Stundum hefur
verið sagt, að Menntaskólinn á
Akureyri legði sérstaka rækt við
tvennt: íslenska tungu eða nátt-
úruvísindi nema hvort tveggja
væri.“
Skólameistari fór síðan nokkr-
um orðum um baráttu Eyfirðinga
fyrir endurreisn hins norðlenska
skóla, ræddi um skólameistara
hans frá upphafi, en þeir eru Jón
A. Hjaltalín, Stefán Stefánsson,
Sigurður Guðmundsson, Þórar-
inn Björnsson og Steindór Stein-
dórsson. Síðan sagði Tryggvi:
„Ef litið er til þessara eitt
hundrað ára, þykist ég geta leyft
mér að segja, að skólinn hefur
verið lánsamur af því hversu
margir mætir menn hafa til hans
ráðist, og þótt segja megi, að
skólinn hafi herst bæði í eldi og
frosti, eins og íslensk þjóð, hefur
hann lifað af og borið margan
fagran ávöxt. En orð mega sín
lítils og þótt orð sé til alls fyrst,
verður það starfið og hin daglega
vinna, sem árangur ber, vinnan
sem með sanni má kallast guðs
gJöf-
Frá fyrstu tíð hefur við hinn
norðlenska skóla verið leitast við
að efla mannvirðingu, góðan vilja
og samstarf.”
Undir lok ræðu sinnar sagði
Tryggvi Gíslason, skólameistari:
„Ég held því að skólinn, skóla-
meistarar hans og kennarar hafi
allir leitast við að gera Mennta-
skólann á Akureyri að góðum
skóla og kenna nemendum að
virða hinar þrjár ævafornu
dyggðir mannsins: vísdóm, hreysti
og sjálfsaga. Persónuleg sam-
skipti manna urðu einnig
snemma mikil í þessum skóla, og
það er trú mín og von, að með því
að þekkja sjálfan sig og þekkja
aðra, getum við þokað á veg
skilningi fólks á gildi kærleikans,
sem er ofar öllu öðru.“
Hæstu einkunnir í M.A. 1979/1980
Hœsta stúdentseinkunn: Árni Sveinn Sigurðsson.................. 9,01.
3. bekkur Ásrún Ýr Kristmundsdóttir.............................. 8,9
4. bekkur máladeild Selma Hauksdóttir ........................... 9,2
4. bekkur félagsfrœðideild Kristín Sóley Sigursveinsdóttir ...... 7,7
4. bekkur stœrðfrœðideild Ágúst Ómar Ágústsson .................. 8,5
Freygarður Þorsteinsson.................. 8,5
5. bekkur máladeild Erlendur Steinþórsson........................ 8,6
5. bekkur félagsfrœðideild Ármann Sigurðsson..................... 8,1
5. bekkur náttúrufrœðideild Álma Möller ......................... 9,0
5. bekkur eðlisfrœðideild Sólveig Ingólfsdóttir.................. 8,7
6. bekkur máladeild Matthías Ægisson............................. 9,3
6. bekkur félagsfrœðideild Jón Hjaltason ........................ 8,4
6. bckkur náttúrufrœðideild Auður Ingimarsdóttir................. 8,4
6. bekkur eðlisfrœðideild Alexander Kristinn Smárason ........... 9,1
Árni Sveinn Sigurðsson.................... 9,1
6. bekkur verslunardeild Laufey Lena Árnadóttir.................. 7,6
3. bekkur Ásrún Ýr Kristmundsdóttir.............................. 8,9
4. bekkur Selma Hauksdóttir...................................... 9,2
5. bekkur Alma Möller ........................................... 9,0
6. bekkur Matthias Ægisson....................................... 9,3
Tryggvi Gislason, skólameistari, ávarpar gesti við skólaslitin. Mynd: h.s.
Agrip af framkvæmdasögu nýju
mjólkurstöðvarinnar
Gröftur fyrir kjallara nýju
mjólkurstöðvarinnar hófst í júní
1965 ásamt up.pbyggingu vega-
kerfis á lóðinni. Sumarið 1966 var
steyptur upp 1800 m2 kjallari og
honum lokað. Þá stöðvuðust fram-
kvæmdir af utanaðkomandi
ástæðum og lágu niðri þar til í ágúst
1973 að hafist var handa aftur. Áð-
ur en vinna hófst að nýju voru allar
teikningar endurskoðaðar og að-
hæfðar nýrri og enn fullkomnari
tækni í mjólkurvinnslunni. Við
þessar aðgerðir var húsið einnig
stækkað talsvert. Síðan 1974 hefir
framkvæmdum verið haldið áfram
óslitið, misjafnlega hratt þó eftir
því sem fjárhagur og aðrar aðstæð-
ur hafa leyft. Nú má heita að
framkvæmdum sé lokið, bæði
utanhúss og innan og keppt verður
að því að frágangi á lóð ljúki fyrri-
hluta sumars.
Kostnaðarverð mjólkurstöðvar-
innar var um síðustu áramót
2.147,0 MKr. og eru þá taldir vextir
og gengismunur að upphæð 119,9
MKr. Á síðasta ári var varið til
hennar 1.058,5 MKr. og fjárfest-
ingar í ár verða u.þ.b. 300 MKr.
Framreiknað kostnaðarverð, í
samræmi við reglur skattalaga, var
umsíðustu áramót 3.696,1 MKr.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga í
samráði við Mjólkursamlagsráð
hefir ákveðið að láta gera listaverk,
sem sett verður upp á lóð mjólkur-
samlagsins norðan aðalhúss. Verk-
ið er höggmynd eftir Ragnar
Kjartansson, myndlistamann, af
mjólkurkú og mjaltakonu að störf-
um. Myndin verður steypt í brons
og reist að því loknu, en líkan af
henni var sýnt við vígslu stöðvar-
innar.
Hönnun og teikningar bygginga
voru unnar af fyrirtækinu Svenska
Mejeriernas Rigsförening í Stokk-
hólmi, en þegar byggingafram-
kvæmdir hófust að nýju 1973 var
Teiknistofa Sambandsins fengin til
liðs við sænska fyrirtækið.
Byggingarstjóri, frá upphafi,
hefir verið Gísli Magnússon. Burð-
arþolsteikningar gerði Birgir
Ágústsson, byggingarverkfræðing-
ur. Hann teiknaði einnig aðkomu-
leiðir, bílastæði og frárennslislagnir
utanhúss.
Rafmagnsverkfræðingur var
Aðalgeir Pálsson. Hann gerði
vinnuteikningar af lýsingu inni og
úti.
Pétur Valdimarsson, tæknifræð-
ingur, gerði vinnuteikningar af
lögnum fyrir neysluvatn, hita, gufu
og frárennsli innanhúss. Einnig
teiknaði hann kerfi fyrir loftræst-
ingu og kælingu og hafði eftirlit
með lögnum þessum.
Trésmíði annaðist Reynir s/f.
Trésmíðameistari Ingólfur Jónsson
og verkstjóri Guðmundur Valde-
marsson.
Skipasmíðastöð KEA smíðaði
hluta af innréttingum. Múrara-
meistari var Hannes Pálmason.
Einnig önnuðust múrverk og flísa-
lögn Gunnar Óskarsson og Magnús
Gíslason. Ljósgjafinn h/f sá um
raflagnir. Rafvirkjameistari Ólafur
Jónsson. Pípulagningameistari
Óskar Ásgeirsson. Málarameistari
Stefán Jónsson.
Vélsmiðjan Oddi h/f hefir ann-
ast framkvæmdir við loftræsti-,
kæli- og þrýstiloftsbúnað ásamt
gufulögnum og víðari vatnslögn-
um. Einnig hefir Oddi annast alla
jám- og málmsmíði.
Flutning á vélum og geynium úr
eldra samlagi, og tengingu þeirra í
nýju stöðinni, hafa starfsmenn
mjólkursamlagsins annast með
hjálp manna frá Odda.
Gluggar og málmhurðir >voru
smíðaðar hjá verkstæðinu Plast- og
stálgluggar á Dalvík og starfsmenn
þaðan sáu um uppsetningu.
Garðyrkjustjóri Akureyrarbæj-
ar, Árni Steinar Jóhannsson, hefir
verið til ráðuneytis um ræktun lóð-
arinnar og gerir tillögur um plönt-
un trjágróðurs.
HRÍSALUNDI 5
Weetabix 200 g......................... Kr. 540,-
All Bran 285 g......................... Kr 700,-
Trix 340 g............................. Kr 585,-
Rise Krispies 190 g.................... Kr. 861,-
Hafrafras 380 g........................ Kr. 934,-
Alpen340g Kr. 1094,-
Ónnur deild
Þór eina
taplausa
liðið í annarri deild
Á mánudagskvöldið fóru
Þórsarar tii Eskifjarðar og
léku þar við Austra. Var þetta
leikur úr fyrstu umferð Ís-
landsmótsins í knattspyrnu
sem var frestað þegar Þórs-
arar komust ekki austur.
Þórsarar unnu þennan leik
auðveldlega, en þeir gerðu þrjú
mörk gegn einu. Mörk Þórs
gerðu Óskar Gunnarsson tvö,
og Guðmundur Skarphéðins-
son eitt.
Þórsarar hafa nú leikið þrjá
leiki og unnið þá alla og er eina
liðið í deildinni sem ekki hefur
tapað stigi.
Sigur á síðustu
stundu hjá K.A,
Á föstudagskvöldið léku í
annarri deild í knattspyrnu,
KA og Fylkir og fór leikurinn
fram í góðu veðri á grasvell-
inum. KA byrjaði leikinn af
fullum krafti og segja má að
þeir hafi haidið stanslausri
pressu á Fylkismarkið allan
fyrri hálfleikinn.
Þrátt fyrir nokkur marktæki-
færi, vildi boltinn ekki í netið en
markmaður Fylkis stóð sig eins
og hetja og stjómaði vörninni af
mikilli einurð. Eitt sinn munaði
þó aðeins hársbreidd að einn
Fylkisleikmaðurinn skoraði
sjálfsmark, er hann ætlaði að
hreinsa frá marki sínu með
miklum tilþrifum, en boltinn
fór í öfuga átt og rétt slapp yfir
Golf-
kennsla
Dagana 20. til 30. þ.m.
mun Þorvaldur Ás-
geirsson golfkennari
halda námskeið á
Golfvellinum á Akur-
eyri. Þar mun hann
kenna nýliðum og
einnig þeim er lengra
eru komnir. Upplýs-
ingar um námskeiðin
fást í Sport og hljóð-
færaversluninni við
Ráðhústorg.
þverslána. Gunnar Blöndal átti
góð skot að markinu, en mark-
maðurinn varði vel. Fylkir átti
ekkert umtalsvert marktækifæri
í fyrri hálfleik. í þeim síðari
byrjuðu KA menn vel en smám
saman náðu Fylkismenn betra
valdi á leiknum, og áttu nokkrar
hættulegar skyndisóknir, og
nokkrum sinnum skall hurð
nærri hælum við KA markið.
Þegar rúm mínúta var til leiks-
loka braust Gunnar Blöndal
upp hægri kantinn af miklu
harðfylgi og alveg upp að
markinu og skaut hörkuskoti,
og að þessu sinni hafði hann
heppnina með sér því boltinn
kom í einn varnarmann Fylkis
og í markið.
Þetta var kærkomið mark, og
gaf KA mönnum tvö stig úr
þessari viðureign og verður það
að teljast sanngjarnt eftir gangi
leiksins. Elmar Geirsson yljaði
áhorfendum með gömlum tökt-
um, en Fylkismönnum reyndist
ógerlegt að stöðva hann öðru-
vísi en að brjóta á mnum, og
fannst þeim er þetta skrifar að
leikmaður nr. 3 hjá Fylki hefði
mátt fara að sjá gula spjaldið
eftir margítrekuð brot á Elmari.
Dýrfinna Torfadóttir hefur dvalið í
Bandaríkjunum í vetur við æfingar.
Hún mun verða meðal keppenda í
öllum helstu frjálsiþróttamótum
sumarsins. Mynd: Ó. Á.
Af f rjáls-
íþrótta-
fólki
Frjálsíþróttafólk KA hefur nú
hafið keppni og rekur nú hvert
stórmótið annað. Oddur Sig-
urðsson og Dýrfinna Torfadótt-
ir kepptu á 17. júní mótinu í
Reykjavík, og margir munu
keppa á Reykjavíkurleikunum
á fimmtudaginn. Meðal kepp-
enda frá KA verða Oddur Sig-
urðsson, Hjörtur Gíslason, Að-
alsteinn Bernharðsson, Egill
Eiðsson og munu þeir keppa í
spretthlaupum.
Dýrfinna Torfadóttir og Ás-
gerður Ólafsdóttir munu keppa
í kastgreinum, og það mun Vé-
steinn Hafsteinsson einnig gera.
Steindór Tryggvason keppir i
lengri hlaupum.
Þór stöðvar Völsunga!
Þór og Völsungur léku í ann-
arri deild í knattspyrnu á
laugardaginn. Skömmu áður
höfðu þessi lið leikið saman í
bikarkeppninni, og þá vann
Þór eftir þrjár vítaspyrnu-
keppnir.
Vöslungar skoruðu fyrsta
markið í leiknum, en Óskar
Gunnarsson jafnaði fyrir Þór
skömmu síðar. Hafþór Helga-
son tryggði síðan Þór bæði stig-
in með góðu marki, og í hálfleik
var staðan tvö gegn einu fyrir
Þór. Hvorugu liðinu tókst að
skora í síðari hálfleik svo tvö-
eitt urðu lokatölur leiksins.
I Kjörmarkaði KEA Hrísalundi 5
MAARUD kartöfluflögur 100 g pokar
Aðe\n s
Kr
450,-
Matvoeudeild
4.DAGUR
DAGUR.5