Dagur - 24.06.1980, Side 5

Dagur - 24.06.1980, Side 5
Þór og K.A. í gærkvölcfi: ir Thorsteinsson í san 1. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum hefur Pétur Thor- steinsson mesta reynslu og þekk- ingu á forsetaembættinu — bæði af lærdómi og starfi sínu í utan- ríkisþjónustunni. Hann er gagn- menntaður og sannur íslendingur — hógvær og fumlaus maður óháður stjórnmálaflokkum og því vel þeim vanda vaxinn að þurfa á óróleikatímum að kljást við erfið verkefni sem bíða forseta íslands nú. Hann er verðugur arftaki nú- verandi forseta sem treystandi er til þess að taka af festu en fyrir- hyggju á erfiðum stjórnarmynd- unum. Þær hafa verið erfiðar og ekki útlit fyrir að úr rætist. Nauðsynlegt er að forsetinn hafi til að bera reynslu og þekkingu á þjóðmálum og stjórnmálamönn- um. Yfirleitt ber mönnum saman um að Pétur hafi yfirburði í em- bættið — en bæta því svo við, að hann hafi ekki nóg fylgi. Síðustu vikur hefur hann stöðugt sótt á. Sennilegt má telja að nú — viku fyrir kjördag — hafi bilið stytzt milli allra frambjóðenda. Það væri í fyllsta máta óeðlilegt með þjóð, sem á öllum sviðum vill það bezta — ef hún nú þegar hún velur sér forseta, ætlar að lúta að einhverju öðru en því sem hún telur bezt. Mönnum verður það æ ljósara með hverjum degi, að í embættið þarf fastmótaðan mann, lífsreyndan og iaginn — sannmenntaðan og stjórnvísan — mann sem treystandi er til þess að vera í senn ráðgjafi ríkisstjórnum, röggsamur við stjórnarmyndanir og sannur faðir þjóðarinnar á ólgutímum. Þennan mann hefur Pétur Thorsteinsson að geyma. 2. Kosningabaráttan er rekin í sjálfboðavinnu og með frjálsum framlögum stuðningsmanna. Það gefur auga leið að mikið fé fer til auglýsinga, blaðaútgáfu og ferðalaga. Þessar forsetakosning- ar eru án nokkurs vafa hinar kostnaðarsömustu í sögu lýð- veldisins. Kemur það til meðal annars af mjög lélegri frammi- stöðu ríkisfjölmiðla — útvarps og sjónvarps — sem hafa nánast lát- ið sem þessar kosningar væru hvergi í nánd. Framlög til kosningabarátt- unnar hér norðanlands hafa nær eingöngu borizt frá stuðnings- mönnum Péturs hér. 3. Svo virðist sem allir stjórn- málaflokkar hafi skipzt í þessum kosningum og flokksiínur er erfitt að greina. Stuðningsmenn Péturs eru hvað sem öðru líður úr öllum flokkum — af öllum stéttum á ýmsum aldri og af báðum kynj- um. 4. Kosningabarátta okkar hefur einkennzt af því að Pétur Thorsteinsson var ekki eins kunnur úr fjölmiðlum og aðrir frambjóðendur. Hann hefur þvi lagt á sig mikil ferðalög og fundahöld til þess að kynna sig þjóðinni. Hvarvetna hefur það svo gerzt, að hann hefur jafnt og þétt sótt á, og er það trú okkar að munur á fylgi frambjóðenda sé orðinn sáralítill og miklu minni en svonefndar „skoðanakannan- ir“ gefa til kynna. Við höfum alla tíð verið þess fullviss að þegar þjóðin eigi kost á þeim hæfasta — þá kjósi hún hann. Annað væri í algerri mótsögn við fólk, sem alla tíð hefur stefnt að því hæsta, mesta og bezta. — SÍGANDI LUKKA ER BEZT — í þeirri trú hefur kosningabarátta okkar verið háð, IKJOR 1980 1. Vigdís Finnbogadóttir hefur alla þá kosti sem forseta mega prýða. Hún hefur kjark brautryðjandans ásamt víð- sýni og reynslu þess sem á vel unnin störf að baki. Hún gjörþekkir menningu þjóðar- innar að fornu og nýju, og hefur unnið merkt starf á þeim vettvangi. Menntun sína byggir hún á traustum grunni þjóðlegrar jafnt sem alþjóð- legrar menningar. Vigdís er af eigin reynd vel kunnug íslensku þjóðlífi og landsháttum og skilur vel lífs- kjör og vilja þjóðarinnar. Orðsnilld hennar á íslensku og fleiri þjóðtungum samfara djarflegri og virðulegri fram- komu gera hana sannan full- trúa íslenskrar þjóðar. Hún mun því skipa forsetaembætt- ið af þeim glæsileika og reisn sem því ber, og verða það sameiningartákn lands, þjóð- ar og tungu sem forseti Islands er. 2. Já, að sjálfsögðu er það fremur erfitt, þar sem viðeig- um enga stóra peningabrunna í að sækja. Þetta er líkt og í forsetakosningunum 1968 þegar alþýða manna flykkti sér um dr. Kristján Eldjárn, en allir toppar voru af skornir. Peningamálin leysum við í samræmi við máltækið: Margt smátt gerir eitt stórt. Alltaf berst töluvert af framlögum einstaklinga og á fundinum í íþróttaskemmunni á sunnu- dag voru menn örlátir og lögðu vel í kosningasjóðinn. Kostnaður reiknaður til og með 22. júní er um 1.500.000,- krónur — stærstur hluti þess vegna fundarins í íþrótta- skemmunni, auglýsinga- og símakostnaður. 3. Nei, það er af og frá, a.m.k. ekki hvað framboð Vigdísar áhrærir. 4. Hógværð, samhugur og baráttuvilji. Þá hefur Gróa á Leiti reynt að gera framboð Vigdísar tortryggilegt og ýmsir fleygt í hana bita með for- dómafullum viðhorfum. Slíkt er ljóður á þessari kosninga- baráttu. Finnbogadóttir K.A. tapar Á föstudagskvöldið léku á ísafirði heima- menn og KA í annarri deild í knattspyrnu. Leikið var á maiarvelli í roki og rigningu. í hálf- leik hafði báðum leið- um tekist að koma boltanum tvisvar í mark andstæðinganna, en seint í þeim síðari bættu ísfirðingar þriðja markinu við, og unnu með þremur mörkum gegn tveimur. Mörk KA gerðu Eyjólfur (úr víti) og Óskar. Enn sigrar Þór Á föstudagskvöldið léku á grasvellinum á Akureyri Þór og Selfyssingar í annarri deild. Leikið var í leiðinda veðri, rigningu og strekkings vindi. Framan af bar leikur- inn þess glöggt vitni að að- stæður væru erfiðar, og lauk fyrri hálfieik án þess að mark yrði skorað. Fljótlega í síðari hálfleik fóru síðan mörkin að koma. Fyrsta markið gerði Nói Björnsson. Þá sendi Óskar Gunnarsson góðan bolta út á hægri kantinn til Rúnars sem sendi boltann við- stöðulausl fyrir markið og þar kom Nói, tók boltann á bring- una, og síðan niður og skoraði af miklu öryggi. Glæsilegt mark. Annað markið kom úr víta- spyrnu, eftir að einn Selfyssing- urinn hafði handleikið boltann innan vítateigs. Nú brast Árna Stefánssyni ekki bogalistin og hann skoraði af öryggi. Tvö næstu mörk gerði síðan markaskorarinn mikli hjá Þór, Óskar Gunnarsson, en hann hefur verið drýgstur Þórs- ara að skora i sumar. Leiknum lauk því með sigri Þórs, fjögur mörk gegn engu. Þórsarar eru nú efstir í deild- inni eftir þennan leik með átta stig af jafnmörgum möguleg- um. Fyrra markið staðreynd. Eiríkur gerir árangurslausa tiiraun til að verja skot frá Jóhanni Jakobssyni og varnar- menn Þórs horfa ráðalausir á. KA LAGÐI ÞÓR 2:0 I SKEMMTILEGUM LEIK Þeir skoruðu mörk KA, Jóhann Jakobsson t.v. og Ásbjörn Björnsson t.h. í gærkveldi léku á grasvellinum Þór og KA. Liðin hafa tvisvar spilað saman í vor og sumar og unnið í sitt hvort skiptið. KA brást ekki vonum stuðnings- manna sinna í þessum leik og vann liðið sannfærandi sigur, tvö mörk gegn engu. Enda höfðu sumir stuðningsmanna liðsins hótað að flytja úr bænum ef leikurinn tapaðist. Staða Þórs og KA í deildinni er mjög góð eftir fyrstu fimm umferðirnar, og vonandi er fyrsta deildin framundan hjá þeim báðum. Fyrsta marktækifærið kom á 13. mín., en þá komst Gunnar Gíslason innfyrir vörn Þórs, en hörkuskot hans fór yfir. Næstu mín. einkenndust af miðjuþófi, en á 27. mín átti Guðmundur Skarphéðinsson hörkuskot að KA markinu, en Aðalsteinn varði með tilþrifum. Á 28. mín komst Óskar Ingi- mundarson innfyrir og renndi boltanum til Gunnars Gisla- sonar, en Eiríkur markmaður hjá Þór, varði vel. Fyrsta markið kom síðan á 35. mín. Dæmd var homspyrna á Þór og Elmar sendi vel fyrir markið og Jó- hann Jakobsson skallaði í netið. Eiríkur markvörður átti góða tilraun til að verja en tókst ekki. Á 43. mín komst Gunnar Blöndal í marktækifæri en skaut yfir. Strax í byrjun síðari hálfleiks fengu Þórsarar gullið tækifæri til að jafna þegar Óskar Gunn- arsson stóð fyrir opnu marki, en á óskiljanlegan hátt skaut hann framhjá. Það var síðan varamaðurinn Ásbjörn Björnsson sem var rétt kominn inná fyrir Óskar Ingi- mundarson, sem innsiglaði sig- ur KA með góðu skallamarki. Úrslit þessa leiks verða að teljast sanngjörn eftir gangi leiksins. Það var KA sem sótti meira og vörn liðsins var góð og Aðalsteinn markmaður átti mjög góðan leik. Sömu sögu er að segja um Eirík markmann Þórs, en hann átti ágætan leik. Leikinn dæmdi Magnús Theodórsson og línumenn voru Ómar Kristvinsson og Geir Guðsteinsson og áttu þeir allir góðan dag. Leikurinn var á köflum hart leikinn, eins og venjulega þegar þessir aðilar mætast, en eftir leikinn tókust allir í hendur eins og góðum íþróttamönnum sæmir. DAGUR.5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.