Dagur - 26.06.1980, Qupperneq 6
Brúarframkvæmdir við Hrúteyjarkvísl hjá Fosshóli.
Brn yfir Hrúteyjarkvísl
Nú er unnið að brúargerð yfir
Hrúteyjarkvísl. Áætlað er að
verkinu ljúki í ágúst. Þegar þessi
brú kemst i notkun er rutt úr
vegi síðustu hindruninni á veg-
Það er eiginlega sama hljóðið í
okkur hérna og víðast hvar ann-
ars staðar. Vorið hefur verið
óskaplega gott og sauðburður
gekk svona þokkalega. Spretta
lofar nokkuð góðu, nema hvað
kal er töluvert mikið. Víða í
Reykjadal og Laxárdal er það
óvenjumikið og margir bæir þar
hafa orðið illa úti.
Við vorum að gera okkur í hug-
arlund að sláttur gæti hafist um
mánaðamótin þ.e. ef tíðin batnar.
Veiði byrjaði í Reykjadalsá 14.
júní. Fyrstu dagana var reytingur
og veiðibændur út við Vestmanns-
vatn hafa fengið töluvert af laxi í
net svo hann virðist vera farinn að
ganga. Reykjadalsá er alveg þétt-
setin en það er Stangveiðiféiag
Húsavíkur sem hefur hana á leigu
og það er bókaður hver einasti
dagur í allt sumar.
Hótelið á Laugum er að komast á
skrið og það eru óvenjumargar
pantanir í sumar. Aðaistraumurinn
byrjar núna um mánaðamótin og
að sögn hótelstjórans Óskars
Ágústssonar hefur sjaldan verið
eins mikið bókað og nú í sumar.
Á Jaðri í Reykjadal er starfrækt
tamningastöð í sumar. Það eru þeir
Agnar Kristjánsson og Höskuldur
Veiðist vel
í Fnjóská
Laxveiði í Fnjóská hófst þetta
áríð 20. júní og er það töluvert
fyrr en undanfarín ár. Veiðin
fyrstu dagana lofar mjög góðu
um áframhaldið en 24. júní voru
komnir hátt í 30 laxar á land og
þar af veiddust 10 fyrsta daginn.
Sá stærsti sem veiðst hefur var
15 pund.
Veiðimenn hafa orðið varir á
efra svæði í Fnjóská en venju-
lega hefur ekkert veiðst þar fyrr
en komið er undir 20. júlí. En
enn sem komið er hefur þó
aðaliega verið veitt á neðri
svæðunum. Að sögn Gunnars
Ámasonar í Sportvöruverslun
Brynjólfs Sveinssonar eru menn
mjög bjartsýnir á góða veiði í
Fnjóská í sumar.
inum milli Fosshóls og Kross í
Kinn, en í sumar var lokiö veg-
arlagningu á kaflanum milli
umræddra bæja.
Þráinsson sem veita henni forstöðu.
Þeir skipta sumrinu í tvö tímabil og
nú á því fyrra eru þeir með 28
hesta. H. V.
Bjarni Pétursson á Fosshóli sagði
að gamla brúin hefði verið orðin
hættuleg umferð og væru heima-
menn ákaflega ánægðir að fá nýju
brúna, sem er rúmir 40 metrar á
lengd. Yfirsmiður við brúargerðina
er Guðmundur Sigurðsson frá
Hvammstanga.
„Nú erum við komin í gott veg-
arsamband við Kinnarvegamótin,"
sagði Bjarni. „Næsta stórverkefni á
þessum slóðum hlýtur að vera veg-
ur yfir Fljótsheiði en það er orðið
mjög aðkallandi. Ekki er að fullu
afráðið hvar nýi vegurinn kemur,
en hann verður nokkuð sunnar en
núverandi vegur yfir heiðina."
Eiginkona mí'n, móöir og dóttir
ÞÓRGUNNUR LÁRUSDÓTTIR,
Arnarfelli,
sem lést 19. júní síðastliðinn, verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju þriðjudaginn 1. júlí kl. 1,30 e.h.
Jón Eiríksson,
Sunna Vilborg Jónsdóttir,
Eiríkur Ingvi Jónsson,
Vilborg Pálmadóttir.
Auglýsing
um uppboð,
sem fram fer á Lögreglustöðinni á Akureyri.
Á lausafjáruppboði sem fram fer föstudaginn 4. júlí
n.k. að kröfu ýmissa lögmanna og annara aðila
verða eftirtaldir munirseldir:
Bifreiðarnar: A-462, A-4224, A-1314, A-3820,
A-5942, A-1622, A-5866, A-3440, A-3698, R-53287,
A-4913, A-5320, A-3141, A-5060, A-330, A-4224,
A-1314, A-696, A-3469, A-7358, Ó-236, A-6858,
A-4198, G-4246, A-6391, A-6187, A-29, A-2765,
A-4860, A-7028, dráttarvélin Ad-1333 ásamt loft-
pressu, Plymouth roadrunner árg. 76 óskráður, 1
kll. Rubber klotjes 18 kg., Grater drink spared 76
kg, 1 pll refractory bricks 427 kg, 1 cs Were term-
opane 125 kg og 1 cs sama 80,1 pack Garage door
parts 10 kg, 3 krt Ladies rubberboots 34 kg, 2 krt.
radiotortilbehör 13 kg, 1 frystikista, 1 kvikmynda-
tökuvél, 1 piano, 3ja sæta sófi, 2ja sæta sófi, hæg-
indastóll, borð, 4 stólar og skenkur. Rauðskjóttur
hestur (ca. 10 vetra). Þá verða einnig seldir óskila-
munir í vörslum lögreglunnar á Akureyri.
Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu emb-
ættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Vorið afskaplega gott
og spretta lofar góðu
Laugum, Reykjadal 24. júní
Frystihúsin
senda fólk í frí
Alvarlegt ástand að skapast
á Siglufirði
Kauptryggingarsamningi hjá
ísafold h.f. var sagt upp fyrir
skömmu og stöðvaðist vinna þar
að mestu í síðustu viku. Af Þor-
móði ramma er þá sögu að segja
að samningnum var sagt upp sl.
þriðjudag og vinna feilur niður
frá og með næsta þriðjudegi.
Vinna stöðvaðist um stundar-
sakir hjá Siglósíld, en vonir
standa til að vinna hefjist á ný
um mánaðamót.
Bogi Sigurbjörnsson, bæjarfull-
trúi á Siglufirði sagði að með þess-
um aðgerðum fyrirtækjanna hefði
skapast mjög alvarlegt ástand í at-
vinnumálum á staðnum, þrátt fyrir
að fólkið sé sent heim í sumarfrí
eins og það er kallað.
t einu Reykjavikurblaðanna var
haft eftir Kolbeini Friðbjarnarsyni,
verkalýðsleiðtoga á Siglufirði, að
búið væri að vinna meira magn af
grálúðu og karfa, en sem svarar
gerðum samningum og bankar
lánuðu ekki lengur út á þá vinnslu.
Togarar Siglfirðinga hafa heimild
til að stunda þorskveiðar í 15 daga í
júlí og ágúst.
Ferðamanna-
straumurinn að
hefjast
Þrátt fyrir norðanátt er nokkuð um
ferðamenn á Norðurlandi. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem blað-
ið hefur aflað sér virðist vera minna
um gangandi bakpokamenn en t.d. í
fyrra.
Sólarlagsferðir
Flóabáturinn Drangur fer í
fyrstu sóiarlagsferðina á morg-
un. Lagt verður af stað frá
Akureyri klukkan 15 og tekur
siglingin um fimm og hálfan
tíma. Dvalist verður í Grímsey
um nóttina og þar geta menn
fengið svefnpokapláss. Siðan
verður lagt af stað frá Grímsey
um hádegisbilið á laugardag.
Næstkomandi þriðjudag fer
Drangur aftur til Grímseyjar með
ferðamenn, en þá verður komið til
Akureyrar samdægurs. Þá er farið
kl 8 að morgni, komið við í Hrísey,
stoppað um fjóra tíma í Grímsey og
komið aftur til Akureyrar um mið-
nætti. Hægt er að kaupa mat um
borð og kaffi og með því í félags-
heimilinu í Grímsey.
Ferðin kostar 12 þúsund krónur
fram og til baka og hálfvirði fyrir
böm 12 ára og yngri. Sólarlags-
ferðir Drangs verða út júlí, síðasta
ferðin 29. júlí.
Læknaritari
óskast á Handlækningadeild F.S.A. sem fyrst.
Góð vélritunar- og íslenskukunnátta skilyrði.
Reynsla af skrifstofustörfum æskileg.
Skriflegar umsóknir sendist til læknafulltrúa Hand-
lækningadeildar F.S.A., 600 Akureyri, sem einnig
veitir upplýsingar um starfið í síma 22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Góð laun
Óskum að ráða fyrir viöskiptavini vora starfsfólk í
eftirtalin störf:
Til skrifstofustarfa hjá fyrirtæki í byggingariðnaði.
9 Nokkur bókhaldskunnátta nauðsynleg.
% Sjálfstæð vinna.
% Bílpróf nauðsynlegt.
Til skrifstofustarfa hjá iönfyrirtæki.
£ Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
£ Kunnátta í meðferð reiknivéla æskileg.
0 Nokkur tungumálakunnátta æskileg.
Umsóknir liggja frammi á skrifstofu vorri.
Bókhalds- og
rekstrarráðgjöl
Strandgötu 7,
pósthólt 748,
s(ml 25455.
Atvinna
Vantar starfskraft hálfan eða allan daginn, þarf að
vera vanur reiknivélum og ritvél.
Uppl. í síma 21022, frá kl. 1.15 til 4.00 síðd.
6.DAGUR