Dagur - 08.07.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 08.07.1980, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 8. júlí 1980 48. tölublað Öllu starfsfólki L.A. sagt upp störfum frá 1. september L.A. á barmi gjaldþrots Innan skamms er von á fulltrú- um frá fjármála- og mennta- málaráðuneytinu norður til Ak- ureyrar, en hér munu þeir ræða við forráðamenn Leikfélags Ak- ureyrar og Akureyrarbæjar. Umræðuefnið verður fjárhagur félagsins, sem rambar nú á barmi gjaldþrots. Búið er að segja upp öllum starfsmönnum félagsins frá og með 1. septem- ber, en að óbreyttu ástandi telja forsvarsmenn L.A. ekki verjandi að hafa fólkið á launaskrá öllu lengur. Það er og þeirra álit að ríkinu beri að leggja meir af Hitaveitan: Gjalda- hækkanir „Við endurskoðun á Iangtíma- áætlun á fjárhagsafkomu Hita- veitu Akureyrar, þar sem tekið var tillit til þess stofnkostnaðar sem orðinn er og þeirra láns- kjara sem eru á erlendum fram- kvæmdalánum hitaveitunnar, kom f Ijós að grunnverð á vatnsgjöldum varð að hækka að minnsta kosti um 40%. Því var sótt um 40% grunnhækkun á vatnsgjöldum til iðnaðarráðu- neytis í febrúar,“ segir í grein- argerð sem samin var hjá Hita- veitu Akureyrar, en þangað hafa fjölmargir lagt leið sína og spurt um af hverju afnotagjöld H. A. hafi verið að hækka síðustu vik- ur. í greinargerðinni segir enn- fremur að vísitala byggingar- kostnaðar hafi hækkað 1. apríl úr 398 stigum í 435 stig, þ.e. um 9,3% og sótti H.A. um þessa hækkun í marslok með vísan í 11. grein H.A. Þann 16. maí tók gildi ný gjaldskrá, þar sem afnotagjöld hækkuðu um 53% (1,4x1,093 = 1,53), en heimtaugagjöld hækk- uðu um 9,3%. Eldra afnota- gjaldið var 9.517 krónur fyrir hvem mínútulítra á mánuði og gilti til 15. maí, en frá 16. maí sl. er afnotagjaldið 14.563 krónur fyrir mínútulítra á mánuði. Einingarverð á siðustu reikn- ingum H.A. þ.e. fyrir tímabilið 1. maí til 30. júní er fundið á eftirfarandi hátt: 9.517x0,5 = 4.758 14.563x1,5 = 21.844 Samtals fyrir tvo mánuði kr. 26.602 sem er 13.301 krónur fyrir hvern mínútulítra á mán- uði. mörkum til félagsins og án auk- innar aðstoðar frá hinu opinbera sjái L.A. sína sæng upp reidda. Guðmundur Magnússon, for- maður Leikfélags Akureyrar sagði, að staða félagsins hefði sjaldan verið erfiðari en einmitt nú. „Við höfum rætt það í gamni okkar í milli að réttast væri að leggja starf- semi L.A. niður í einn vetur“. Alls komu um 12 þúsund manns á sýningar L.A. á síðasta leikári. Það þykir allgóð aðsókn sé það haft í huga að aðsókn var ákaflega lítil að „Herbergi 213“ og „Beðið eftir Godot“. Hitt er svo aftur annað mál, að forráðamenn L.A. eru ekki alveg vissir hvers konar leiklistar- smekk Akureyringar hafa og eiga í vandræðum með að velja leikrit í samræmi við hann. Það sést e.t.v. best á því, að „Ofviti“ Leikfélags Reykjavíkur gekk aðeins 5 sinnum á Akureyri, en „Ofvitinn" hafði verið sýndur 95 sinnum í Reykjavík fyrir fullu húsi. Ekki var uppselt á neina sýningu á „Ofvitanum" á Akureyri. Guðmundur tók það fram að engar deilur af neinu tagi væru innan L.A. Þar væru allir sammála um aðgerðir sem sést t.d. á því að margir leikaranna eiga sæti í stjórn L.A. og því sögðu þeir sjálfum sér upp. Það eru fjármálin fyrst og fremst, sem allt strandar á og áður en þau verða leyst er t.d. ekki hægt að ráða nýjan leikhússtjóra og skipuleggja starfið næsta vetur, svo eitthvað sé nefnt. Sunnlensku full- trúarnir munu koma norður þegar reikningar félagsins liggja fyrir og aðalfundi er lokið. Verður starfsemi L.A. stokkuð upp? Ungmennafélag Svarfaðardals: SAFNA SORPI „Það var út úr fjárhagsvand- ræðum að Ungmennafélagið fór að safna sorpi á Dalvík og ná- grannabæjum. Félagar i Ung- mennafélaginu söfnuðu fyrst saman sorpi um hvítasunnuna og um hverja helgi síðan“, sagði Vilhjálmur Björnsson á Dalvík í samtali við Dag. Fyrstu tekjurnar af sorphirðunni munu hafa farið í að greiða gamlar skuldir, en í framtíðinni eiga þær að renna til starfsins. Vilhjálmur sagði að það tæki hálfan tug manna um 6 klukkustundir að hirða sorp- ið. Til þessa hefur gengið vel að fá mannskap, en aðalvandamálið er að félagið á engan bíl sem nota má til verksins og verður því að leigja þá eða fá lánaða í hvert sinn. Vilhjálmur sagði að ætlunin væri að ungmennafélagið annaðist sorphirðuna til áramóta. Þá verður litið tll baka og ákveðið hvert framhaldið verður. Ekki vildi Vil- hjálmur meina að Dalvíkingar gengju illa um sorptunnur sínar, en sagði þó, að það sakaði ekki þótt fólk bindi fyrir fulla poka. Eitt blað íviku Kaupendur Dags eru beðnir að athuga að næstu vikur kemur að- eins út eitt blað í viku - þ.e. þriðjudagsblaðið. Ástæðan er sumarfrí starsfólks. Auglýsendur eru beðnir að hafa í huga að aug- lýsingar þurfa að hafa borist auglýsingadeild blaðsins fyrir klukkan 19 á mánudagskvöldum. Olíumöl í fyrsta sinn Raufarhöfn 4. júlí I gærmorgun var hafist handa við útlagningu á olíumöl hér á Raufarhöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem varanlegt slitlag er lagt á veg í þorpinu. Það eru menn frá Akureyri sem annast útlagn- inguna og hafa þeir haft með sér tæki til hennar. Unnið er dag og nótt og sækist verkið vel. Olíumöl er m.a. lögð á aðalgöt- una, á Ásgötu og nokkur plön svo sem hjá bensínstöð og pósthúsi. Raufarhafnarbúar eru að vonum ánægðir með að fá olíumöl á vegi, enda er af því mikill þrifnaður. Þessi olíumöl er búin að vera hér á Raufarhöfn í mörg ár. Var hún geymd í haug og áttu margir von á að hún væri orðin ónýt, en svo reyndist ekki vera. G.Ö.R. Frá Ræktunar- félagi Norðurlands Bændur athugið að nýta súg- þurrkun til hins ýtrasta. Látið heyið ekki þorna of mikið á velli þó vel viðri. Með því vinnst margt og m.a. má nefna: Fljótari og ör- uggari heyskapur, meira hey kemst í hlöðuna og að síðustu er það mest og best trygging fyrir úrvals heyfóðri. Sífellt fleiri fá heitt vatn Unnið er að lögn bakrásar í Þór- unnarstræti, verktaki Norður- verk h.f. og Gunnar Birgisson. Unnið er að lagningu dreifikerfis í miðbæ (norðan Ráðhústorgs) og í Kaupvangsstræti og verður unnt að tengja hús við Hólabraut, norðan Gránufélagsgötu, Laxa- götu, Geislagötu og Gránufé- lagsgötu milli Glerárgötu og Brekkugötu eftir 20. júlí n.k. Verktaki í miðbæjarlögn er Norðurverk h.f. og Gunnar Birg- isson. Hafinn er undirbúningur að lagningu dreifikerfis í innbæ. Verktaki við lagnir í innbæ er Barð s.f. Nú standa yfir dæluprófanir í síðustu borholu að Ytri-Tjörnum (hola nr. 4) og lofa þær tilraunir góðu um holuna. Vinnuskóli Akureyrarbæjar (15 ára unglingar) vinna að snyrtingu og sáningu á virkjunar- svæðum H.A. og meðfram að- veituæð. Engar borunarfram- kvæmdir hafa verið frá 6. júní sl. Bakkus við stýrið Um helgina voru fjórir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. Nokkrir árekstrar urðu um helgina, en samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar var eng- inn þeirra alvarlegur. Að venju gistu fáeinir fangageymslur lög- reglunnar um helgina. Afkastamikil bruggtæki Á laugardagskvöldið fann lög- reglan á Akureyri afkastamikil bruggtæki f húsi einu í Glerár- þorpi. Málið hefur verið sent til ríkissaksóknara sem mun úr- skurða hvort bruggarinn verður sakfelldur. Sigurður Eiríksson, fulltrúi hjá bæjarfógeta syjði að lög- reglan hefði handsamað drukk- inn mann á laugardagkvöldið og í vasa hans fannst flaska með ókennilegum vökva. Farið var að athuga málið og við rann- sókn á heimili hins ölvaða fannst 180 lítra tæki, sem smíð- að er m.a. úr þvottapotti. Sig- urður sagði að tækið væri vel gert, en ekki er vitað hve mikið magn af vínanda má framleiða í því. Bruggarinn hefur harðlega mótmælt að hafa selt nokkuð af framleiðslu sinni, og sagði Sig- urður að ekkert benti til að bruggsala hefði áttsér stað. Hand- lækninga- deild FSA er lokuð Handlækningadeild sjúkra- hússins á Akureyri hefur nú verið lokuð um nokkurt ske- ið. Meginástæðan er sú, að verið er að gera við og lag- færa húsnæði og húsgögn deildarinnar. Tækifærið er notað til þessara hluta, þar sem takmarka þarf starfsem- ina af annarri ástæðu, þ.e. vegna þess að ekki er hlaupið að því, að fá sérfræðinga og annað starfsfólk til afleys- inga yfir sumarleyfistímabil- ið. Að sögn Guðfinns Magnús- sonar, fulltrúa framkvæmda- stjóra sjúkrahússins, mun þetta vera í fyrsta skipti sem gripið er til þess ráðs að loka deildinni hér á Akureyri af þessum ástæðum, en í Reykjavík er deildum spítalanna lokað, enda hægara um vik, þar sem hægt er að koma við verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna. Þessi lokun hefur þau áhrif, að ekki eru gerðar aðgerðir, sem má fresta. Bráðatilvik eru hins vegar leyst á öðrum deildum sjúkrahússins, en sjúklingar sendir suður, ef nauðsynlegt er talið. Mikið plássleysi er á sjúkrahúsinu á Akureyri, eins og kunnugt er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.