Dagur - 15.07.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 15.07.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 15. júlí 1980 49. tölublað TVÆR AF RUMLEGA TUTTUGU í LAGI! „Niðurstaða Sigurðar er ákaf- lega einföld. Skolplagnir eru yfirleitt mjög ófullkomnar og ná ekki nógu langt út í sjó og upp- fylla því ekki þau skilyrði sem heilbrigðisreglugerð setur,“ sagði Valdimar Brynjólfsson, heilbrigðisfulltrúi á Akureyri um vettvangskönnun sem Sig- urður Bjarklind heilbrigðisfull- trúi framkvæmdi á endum skólplagna innan bæjarmarka. Á fjörusvæðinu frá Sandgerðis- bót og suður að flugvelli opnast rúmlega 20 skólplagnir fyrir utan lagnir frá einstökum fyrirtækjum. í vettvangskönnun Sigurðar, sem send var Guðmundi Guðlaugssyni, verkfræðingi hjá Akureyrarbæ, segir að aðeins tvær þessara lagna standist kröfur heilbrigðisreglu- gerðar, en ástand allra annarra lagna er algjörlega óviðunandi. Verst er ástandið á eftirtöldum stöðum: 1) I Sandgerðisbót. Lögnin brot- in og fjörumengun mjög mikil. 2) Sunnan við Reykmiðstöð. Lögnin Lausn ekki í sjónmáli Eins og kunnugt er hafa flug- umferðarstjórar á Akureyri átt í deilu við flugmáiayfirvöld. Flugumferðarstjórarnir vinna ekki meiri yfirvinnu, en sem nemur þriðjungi af vikulegum vinnutíma og er það samkvæmt samningum. Á Akureyri vinna aðeins þrír flugumferðarstjórar og skapast óneitanlega vand- ræði yfir sumarið þegar þeir fara í sumarleyfi. Eftir klukkan 8 á kvöldin er flugvélum ekki gefin leiðsögn til lendingar. Flugleiðir hafa á áætlun eina ferð eftir þann tíma og til þessa hefur tekist að halda áætlun, enda veður með eindæmum gott. Rætt hefur verið um að senda aðstoðarmenn flugumferðarstjóra norður, en enn hefur ekki tekist að fá neinn. Að auki sagði einn flug- umferðarstjóranna á Akureyri í samtali við Dag, að þeir myndu ekki sætta sig við að fá neina að- stoðarmenn norður, sem gengju í þeirra störf, en hins vegar mælti ekkert á móti því að aðstoðarmenn ynnu á daginn með flugumferðar- stjórum. Þegar blaðið ræddi við flugum- ferðarstjórann í gær var ekki, svo hann vissi, fyrirhugaður fundur með deiluaðilum. Gera má því ráð fyrir að flugumferðarstjóramir vinni ekki meiri yfirvinnu á næst- unni en þeim ber skylda til sam- kvæmt samningum. brotin upp við bakka og fjaran er þakin ullartæjum og öðrum óþverra. 3) Við Ú.A. Lagnir opnast undir togarabryggju og opinn stokkur við bryggjuenda. Mikil sjávarmengun. 4) Við Niðursuðu- verksmiðju K.J. lögnin er of stutt. 5) Við Strandgötu. 6 til 7 lagnir — allar of stuttar. 6) I Bótinni. Lögnin of stutt. Svæðið mjög mengað og á stundum gýs þar upp megn rotn- unarfýla. 7) Neðan við Bautann. Lögnin opnast við bakkann og er algjörlega óviðunandi. 8) í upp- fyllingunni er fátt að sjá, en íbúar i Hafnarstræti hafa kvartað um á- stand lagna frá húsum sínum. 9) Við Höphnersbryggju. Tvær lagnir, sem báðar eru of stuttar. Önnur mun vera m.a. frá F.S.A. 10) Við Krossanesklappirnar. Þar er opinn skólplækur sem rennur niður norðan við klappirnar. Sigurður minnir á að sl. haust var framkvæmd rannsókn á skólpi úr þremur stærstu lögnunum og fundust þá í því nokkrar tegundir af salmonella sýklum. „Einsýnt er að úrbóta er þörf“, segir Sigurður og lýsti þar með eftir fram- kvæmdaáætlun frá tæknideild Akureyrarbæjar. Valdimar Brynjólfsson sagði að þetta vandamál yrði að leysa á mörgum árum og ljóst væri að það kostaði gífurlegar fjárhæðir að koma skolpkerfi bæjarins í viðun- andi horf. „Bæjaryfirvöld verða að hefja skipulega vinnu í þessum málum. Ef lagfæring verður dregin von úr viti kann það ekki góðri lukku að stýra. Þetta yrði gífurlegt vandamál þegar þar að kernur", sagði Valdimar Brynjólfsson, að lokum. Þrjú hörmuleg slys um helgina Ubi helgina drukknuðu þrír menn er bátum þeirra hvolfdi, þar sem þeir voru við veiðar. Fyrra slysið varð i Másvatni, sem er upp af Reykjadal í Suð- ur-ÞingeyjarsýsIu. Þar voru þrír menn við veiðar á báti á laugar- dagsmorgun er bátnum hvolfdi. Tveir mannanna lögðu til sunds, en náðu ekki landi. Sá þriðji svamlaði með bátnum til lands. Þeir sem fórust voru báðir Ey- firðingar. Annar hét Valdimar Björnsson, til heimilis að Furu- lundi 6 á Akureyri, en hinn Halldór Sveinbjörnsson, frá Hrísum í Saur- bæjarhreppi. Valdimar var 27 ára, en Halldór 21 árs. Síðara slysið varð á Gíslholts- vatni í Holtahreppi í Rangárvalla- sýslu. Þar fóru einnig þrír menn til veiða á litlum báti milli klukkan eitt og tvö aðfaranótt sunnudags- ins. Bátnum hvolfdi skammt frá landi. Tveir mannanna komust í land, en þeir voru báðir í björgun- arvestum. Sá sem drukknaði var ekki í björgunarvesti. Kafarar voru fengnir frá Þorlákshöfn til leitar og fundu þeir lík mannsins á sunnu- dagsmorguninn. Hinn látni var 27 ára gamall. Hestamannamót á Melgerðismel- um 26. og 27. júlí n.k. Margir fljótustu hlaupagæðingar landsins munu mæta til leiks á hestamannamóti, sem verður haldið á Melgerðismelum dagana 26. og 27. júlí. Keppt verður í sex hlaupagreinum og að auki í gæð- ingakeppni og gæðingaskeiði. Skráningu hesta lýkur n.k. mánudag. Viðtalstímar alþingismanna Stefán Valgeirsson alþ.m. verður til viðtals á skrifstofu Framsókn- arflokksins í Hafnarstræti 90 Akureyri miðvikudaginn 16. júlí og fimmtudaginn 17. júlí frá kl. 16-19 báða dagana. Guðmundur Bjamason alþ.m. verður til viðtals í Görðum á Húsavík fimmtudaginn 17. júlí frákl. 16-19ogíHafnarstræti90á Akureyri þriðjudaginn 22. júlí frá kl. 16-19. Hönnun Bæjarráð hefur heimilað bæjar- stjóra að semja við Svan Eiríks- son, arkitekt, um hönnun skrif- stofuhúss fyrir Akureyrarbæ. Óðal feðranna í Borgarbíói í kvöid og næstu kvöld verður kvikmyndin Óðal feðranna sýnd í Borgarbíói. Sýningarnar verða klukkan 18, 21 og 23. Síðar er ætlunin að sýna myndina víðar á Norðurlandi. Hörður Svanbergsson við gáminn er geymdi nýju tækin. Mynd: á.þ. DAGUR fær tæki til litprentunar Um helgina komu til Akureyr- ar nýjar einingar í blaðaprent- vélina í Prentverki Odds Bjömssonar, en í henni er Dagur prentaður. Með til- komu eininganna verður hægt að stækka blaðið ef þörf krefur og einnig er hægt að nota fleiri liti en svartan. Fram til þessa hefur stærð Dags verið bundin við 8 síður, en eftir að nýju tækin hafa verið tekin i notkun er hægt að velja um 8, 12, 16, 20 eða 24 síður. Uppsetningu nýju eininganna á að vera lok- ið um mánaðaroötin. Hörður Svanbergsson, verk- stjóri í prentsal POB sagði að blaðaprentvélin yrði sú full- komnasta utan Reykjavíkur og sú nýjasta sem til er á landinu. Að auki er vélin sú eina utan Reykjavíkur sem prentar af rúll- um. Þess má og geta að afköst blaðaprentvélarinnar verða langt umfram það sem Dagur þarfnast og opnast því möguleikar á að taka ýmis verkefni í vélina. Nú er „Heima er bezt“ prentað í blaða- prentvélinni, en um aðra prentun utan Dags og H.E.B. er vart að ræða. Ú.A. og Hraðfrysti- hús Ólafsfjarðar: Fengu viður- kenningu Guðni K. Gunnarsson, verk- smiðjustjóri Coldwater Sea- food Corporation í Cam- bridge í Maryland afhenti sl. föstudag Útgerðarfélagi Ak- ureyringa viðurkenningar- skjal frá Coldwater fyrir vöruvöndun á sl. ári. Við- staddir afhendinguna voru forstjórar Ú.A. Gísli Kon- ráðsson og Vilhelm Þor- steinsson. í skjalinu segir að frystihúsið og starfsfólk þess hafi stuðlað að bættum hag íslensks fiskiðnaðar. Hrað- frystihús Óiafsfjarðar fékk einnig viðurkenningu og er ánægjulegt til þess að vita hve Eyfirðingar vanda til framleiðslunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.