Dagur - 15.07.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 15.07.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Um markaðsmál sjávarútvegsins íslendingar standa nú frammi fyrir erfiðleikum í sölumálum frystra sjávarafurða. Sölutregða er á Banda- ríkjamarkaði og óðar fara birgðir að hrannast upp, bæði hjá sölufyrirtækj- um frystihúsanna í Bandaríkjunum og einnig hjá frystihúsunum hér heima. Vitað var um þessa birgðasöfnun þegar sl. vetur og er því ekki að undra, þó að sumir velti því fyrir sér, hvort ekki hafi allt of lítið verið aðhafst, þegar sýnt var hvert stefndi. Hefði t.d. ekki mátt gera átak í markaðsmálum í öðrum löndum miklu fyrr? Samning- arnir við Sovétmenn um aukin kaup þeirra á frystum sjávarafurðum sýna, að það eru aldrei fullkannaðir allir möguleikar á markaðsmálum. Þá væri ekki úr vegi að kanna hvað hæft er í þeim orðrómi, að fyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum kaupi fisk frá Kanada og selji hann síðan sem íslenska vöru. Þetta á meira að segja að hafa gerst á sama tíma og farið var að bera á birgðasöfnun hjá fyrirtækinu. Ef til vill kann að vera skynsamlegt, að kaupa ódýran fisk frá Kanada og nýta sölukerfið til að selja hann í Banda- ríkjunum með hagnaði. En varla getur það talist rétt stefna, að selja fisk frá Kanada sem íslenska vöru, á sama tíma og við státum af því, að lang- besta hráefnið komi úr hafinu við ís- land. Megináhersla hefur jafnan verið lögð á gæði fisksins frá íslandi og það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar, að blanda hann lakari fiski frá Kanada. Eins og allir vita, líður varla sá árs- fjórðungur, að ekki sé talað um erfið- leika hjá frystihúsunum. Rekstrar- grundvöllurinn er brostinn og fella verður gengið, því annars stöðvast allt og þá fyrst fer nú efnahagskerfið okkar í rúst, að sögn mætustu manna. Á sama tíma eiga þessi sömu frysti- hús stórfyrirtæki í Bandaríkjunum, sem skila hagnaði ár eftir ár. Þau geta hins vegar ekki komið eigendum sín- um á íslandi til neinnar hjálpar, því samkvæmt bandarískum lögum má ekki flytja hagnað úr landi. Nú er þeirri spurningu varpað fram, hvort ekki megi koma fyrstihúsunum hér heima til liðsinnis, t.d. með því að kaupa fiskinn áður en hann er fluttur vestur um haf og leigja síðan frysti- geymslur frystihúsanna, þar til af- skipun getur farið fram? Myndi þetta ekki stórlækka vaxtakostnað frysti- húsanna og annan kostnað því sam- fara, að þurfa að geyma fiskinn hér heima? Stjórnun fiskveiðanna er vafalaust mesta vandamálið í sjávarútvegsmál- um okkar almennt. Ef hún væru í lagi í dag, væri sjálfsagt engin birgðasöfn- un núna. Engu að síður má að ósekju velta því fyrir sér, hvort markaðs- og sölumálin megi ekki skipuleggja bet- ur, með meiri hagkvæmni fyrir fyrir- tækin hér heima að leiðarljósi. Öskukarl skrifar: Góðir bcejarbúar! Ég skrifaði ykkur opið bréf í vetur til að biðja ykkur ýmissa bóna um frágang sorpsins ykkar. Þetta bréf lásuð þið auðvitað öll, en líklega eruð þið búin að gleyma því. Það er svo margt mikilvægt að hugsa um nú um stundir, eins og forseta- kosningar, kjaraskerðingar og sumarfríið. Ég veit að margir voru afskaplega hrifnir af opna bréfinu mínu í vetur, en það er ekki nóg. Ég hugsa að það megi telja þá á fingr- um annarrar handar og tám annars fótar, sem gerðu eitthvað að ráði í málinu. En ég á von á því að ykkur finnist nú sámt sem áður dálítið skrítið að lesa hér „leiðbeiningar um notkun öskutunna“ eins og fólk kunni ekki á öskutunnurnar sínar sjálft! jú jú, margir gera það. En flestir kunna líka á símtækin sín. Þó finnst ritstjórum símskrárinnar full ástæða til að prenta í hverri síma- skrá nákvæmar leiðbeiningar um notkun símtækja. Flettið bara upp á bls. 10 í símaskránni! Þá hættið þið líka að vera hissa á mér. Tunnan Allir þurfa að eiga sorptunnu, nema þeir sem búa í blokkum og þeir sem geyma sorpið í litlum skápum utan í húsvegg eða bíl- skúrsvegg eða í steyptum sorp- skápum. Ýmsar gerðir eru til af sorpílátum. Tréskápar eru lélegir, því þeir riðlast í sundur og brotna eftir stuttan tíma. Trékistur reynast aðeins skár, en þær vilja líka losna fljótt í sundur á samskeytunum. Stálskápar eru heldur engin guðs- gjöf — þeir vindast og losna í sundur. Allir sorp skápar hafa einnig þann ókost að á vetrum frýs og skefur fyrir hurðirnar, svo að erfitt getur reynst að losa úr þeim án þess að skemma skápana. Þá er ekki nema eitt eftir, stáltunnurnar góðu. Þær eru traustar og sterkar. Sumum finnst þær ljótar, en það er ótrúlegt hversu miklum stakka- skiptum þær taka ef þær eru mál- aðar. Staðsetning Þegar tunnan er komin þarf að velja henni stað. Við öskukarlar (eða öskumenn, eins og dóttir mín gaf upp í skólanum) höfum lengi verið að bisa við að fá fólk til að hugsa til okkar, þegar það velur tunnum sínum stað. Hvernig fynd- ist ykkur að þurfa að brölta langar leiðir á bak við hús eða upp og niður 20-30 tröppur með einn, tvo eða þrjá sorppoka, sneisafulla af rusli? Það er lágmark að við kom- um vögnunum okkar alla leið að ástæða til þess, nefnilega ef ykkur er illa við rottur og mýs. Við höfum á óteljandi ferðum okkar um bæinn oft rekist á slík kvikindi hjá eða niðri í illa hirtum tunnum. Okkur er sjálfum svo illa við þessi litlu dýr að ef við sjáum þau í tunnum eða geymslum erum við óðara þotnir — án þess að losa sorpið. Stundum setjum við pokana ekki i grindurnar í tunnunum, heldur leggjum þá lausa undir lokið. Það er ábending frá okkur um að þið aukaþjónustu að við tökum það, verðið þið fyrst að leyfa . því að þoma á blettinum og setja það síð- an í poka við hlið tunnunnar og binda fyrir. Suma hluti eigum við alls ekki að taka, hvort sem þeir eru niðri í tunnunum, i pokum við hliðina á þeim eða lausir. Fyrir utan laust gler get ég nefnt mold, málningar- afganga, gólfdúka, veggflísar, sand, grjót, múrsteina, jurtaleifar, timb- ur, byggingarefni, garðarusl, torf, auðvitað ekki til lítils mælst að fólk þurfi að setja þessa tómu poka sjálft í tunnurnar. En þeir ganga ennþá lengra í öðrum bæjarfélög- um. í Vestmannaeyjum, Kópavogi, Þorlákshöfn, Selfossi og víðar koma sorphirðingarmenn sorp- pokunum aldrei fyrir í tunnunum, heldur stinga þeir þeim lausum undir lokið og fólk verður sjálft að koma þeim á sinn stað. Við erum ven julegir vinnandi menn Leiðbeiningar um notkun öskutunna og sorpgeymslna tunnunni, og ef þið hafið tunnurn- ar nálægt götu er styttri sú leið sem þið sjálf þurfið að halda opinni í vetrarófærð snjóa og ísa hér í Ak- ureyrarbæ — ekki satt? Umgengni Ef látið er of mikið í tunnurnar, veltur sorp oft út fyrir pokana og niður með þeim og sest í botninn. Þar fúlnar og myglar þetta og verður að daunillum óþverra, sem öllum er til ama, bæði ykkur, ná- grönnum ykkar og okkur ösku- körlum. Ef lyktin er svo stæk að við þurfum að halda um nefið, getið þið búist við að við förum að skilja ruslið ykkar eftir, — því að sjaldn- ast náum við því upp úr með ann- arri hendinni. Ef þið viljið hafa allt á hreinu og losna við og sitia uppi með ruslið ykkar, skuluð þið því leggja allt kapp á að halda tunn- unum hreinum. Það er líka önnur Akureyringar — Norðlendingar Stórglæsileg kínversk handunnin gólfteppi, 100% ull. Þið sem hafið parkett gólf ættuð að koma og líta á þessi teppi. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Og svo er það verðið. Vegna beinna innkaupa frá Kína er það lægra en annars staðar í Evrópu. Raftækni, Óseyri 6, Akureyri Sími 96-24223. Sumarhús umarhúsalönd Trésmiðjan Mógil Verslunarhúsnæði Höfum fengið til sölu verslunarhúsnæði á besta stað í miðbænum. Á götuhæð eru ca. 125 fm — stórir verslunargluggar. Þessum hluta má skipta. Á 2. hæð er ca. 75 fm. verslunarhúsnæði ásamt ca. 80 fm. lagerplássi og 80 fm. skrifstofuhúsnæði. Allt þetta húsnæði er nýlega endurnýjað og er í besta standi. Leitið upplýsinga. FASTEIGNA& M skipasalaSSI NORÐURLANDS (1 Hofnarítrati 94 Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri, Pétur Jósefs- son, er við á skrifstof- unni alla virka daga, kl. 16.30-18.30. Kvöld- og helgar 24485. bætið umgengnina við tunnurnar og hreinsið upp úr þeim óþverrann. Innihaldlð Niðri í tunnunum eru plastpokar. Þeir þola ekki allt. Til dæmis þola þeir ekki laust gler eða aðra odd- hvassa hluti. Það gerir heldur ekki skrápurinn á okkur. Allt of oft höfum við skorið okkur og stungið á slíku drasli. Það má heldur ekki láta of þungt í pokana, því að þá gerist annað tveggja eða hvort tveggja: botninn á pokunum brest- ur og við loftum pokunum ekki og náum þeim ekki upp úr tunnunum. Ónýtt kjöt úr frystikistum, slátur- úrgangur, bækur og blöð, fiskúr- gangur, blautar matarleifar o.þ.h. eru stórvarasamar í pokana. Látið lítið af slíku í poka við hlið tunn- unnar eða losið ykkur við slíka hluti á annan hátt. Nýslegið gras má ekki láta í tunnurnar. Ef þið viljið þiggja þá tijágreinar, jámarusl, húsgöng, vélar o.fl. Allt slíkt skiljum við eftir. Aukapokar Mörgum nægir ekki.einn poki í tunnuna sína, heldur þurfa að fá aukapoka. Þessa poka er hægt að kaupa í búðum, ef ekki næst í skottið á okkur, þegar við geysumst hjá. Við erum ekkert sparir á þá, því að við viljum heldur tvo með- færilega poka en einn sneisafullan og jötunþungan. Þeir sem þurfa alltaf að fá aukapoka geta notað það ráð að skrifa innan á tunnu- lokin skilaboð til okkar þaraðlút- andi. En hvernig sem menn nú út- vega sér aukapoka vil ég að marg- gefnu tilefni kenna ykkur að nota þá. Reglan er þessi: Þegar pokinn í tunnunni (eða grindinni) er orðinn fullur, takið hann þá upp úr, bindið vel fyrir hann og setjið hann við hlið tunnunnar. Setjið tóma auka- pokann síðan í tunnuna. Það er Frá Raftækni, Óseyri 6 Þvottavélarnar loksins komnar 1 5 kerfa þvottavélar fyrir heitt og kalt vatn og því sérlega hagkvæmar þar sem hitaveituvatn er fyrir hendi. Sérstakt kynningarverð, kr. 568.500 næstu daga. Raftækni, Óseyri 6, Akureyri, Sími 24223. Til sölu stálgrindarhús Tilboð óskast í stálgrindarhús, stærð 5.60 x 12.00 m. Þarf að fjarlægja strax. BÖRKUR S/F Óseyri 6, Akureyri, sími 21909. ÚTBOÐ Hitaveita Akureyrar auglýsir eftir tilboðum í bygg- ingu kyndistöðvar (fullfrágengin húsbygging 2.700 rúmmetrar að stærð). Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b, Akureyri, frá og með mánudeginum 14. júlí, gegn 100.000 króna skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð mánudaginn 28. júlí n.k. kl. 11 f.h. í fundarsal bæjarráðs að Geislagötu 9, Akur- eyri. HITAVEITA AKUREYRAR. Raðhús og blokkir Ein sérstök ábending til íbúa í rað- húsum: Það mundi muna okkur miklu en ykkur litlu ef allar tunn- umar væru hafðar saman á einum stað, helst sem næst götunni. Viljið þið athuga hvað þið getið og viljið gera í málinu? Blokkir eru sérstakur kapítuli. Ætli arkitektar sem teikna blokkir fái illa borgað fyrir það? Mér dettur það í hug, þegar ég sé hversu ámátlega og klaufalega sorp- geymslum er fyrir komið í ansi mörgum blokkum á Akureyri. Yf- irleitt er þetta niðri í niðurgröfnum kjöllurum, þangað sem engin leið er að komast með vagna. Og fyrir kjallarainngöngunum eru oftast svo há grindverk að það kostar okkur mikið erfiði og amstur að koma pokunum út á stétt. í nokkrum blokkum er staðsetn- ing sorpgeymslna þannig að það þarf að keyra sorpið úr geymslum á vögnum langar leiðir, því að bíl- amir komast hvergi nærri. Hvaða vit er nú í þessu? Ekki batnar það, þegar íbúar sumra blokka fást ekki til þess að binda fyrir pokana, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar okkar. Lausir opnir pokar í sorpgeymslunum geta verið smitberar, þeir lykta verr en lokaðir pokar og eru snöggtum verri í meðförum fyrir okkur ösku- karla. Það er auðvitað ekki gott að bæta fyrir afglöp arkitektanna eftir á. En sums staðar væri það nú hægt, t.d. með því að setja opnanleg hlið í grindverkin, leggja vegarspotta inn á lóðir nærri geymslum, hætta að nota sorpgeymslumar til síns brúks en nota í staðinn stórar sorpkistur úti o.s.frv. Mikið þætti okkur vænt um ef húsfélögin ræddu þetta og bættu úr eftir getu. Og gjarnan mætti byggingamefnd bæjarins fara að hugsa þessi mál, svo að hún samþykki ekki hvaða gloríur arki- tekta sem er, — en það virðist hún einmitt hafa gert Aðvaranir Nú er verið að taka í notkun sér- staka prentaða aðvörunarmiða frá okkur til íbúa um frágang sorps. Þessir miðar eru búnir til einkum í samráði við heilbrigðisfulltrúa bæjarins, en einnig byggingar- fulltrúa og yfirmenn okkar hjá bænum. Það er von okkar ösku- karla að þið takið þessum miðum ekki sem persónulegu níði heldur sem vinsamlegum ábendingum. Ef iið viljið fá nánari útskýringar á iví hvernig frágangur sorps á að vera t.d. samkvæmt reglugerð er ég viss um að heilbrigðisfulltrúi svarar því greiðlega, ef þið sláið á þráðinn til hans. Við öskukarlar erum vissulega fúsir til að taka fyllsta til- lit til aðstæðna fólks og til óska þess, en þá verðum við líka að sjá þess einhver merki að fólk taki tillit til þess að við erum venjulegir vinnandi menn, en ekki hugsunar- laus vélmenni með stálvöðva og klemmur fyrir nefi, augum og munni. Með bestu kveðjum og von um góð samskipti, 6. júlí 1980. Þór sigrar Fylki 2:1 Á föstudagskvöldið léku tvö af toppliðum annarrar deild- ar í knattspyrnu á Akureyr- arvelli, en það voru Þór og Fylkir. Fyrir þennan leik voru Fylkismenn I þriðja sæti deildarinnar, rétt á eftir Ak- ureyrarfélögunum. Margir vildu telja að Oddur hefði verið rangstæður, en línu- vörður var á öðru máli, og sagði annan bakvörð Fylkis hafa ver- ið töluvert innan við hann, þeg- ar boltinn var gefinn á Odd. Nokkrum mín. síðar bættu Þórsarar öðru marki við, en þá skallaði Óskar Gunnarsson í netið eftir fyrirgjöf utan af kanti. Fylkismenn sóttu nú án afláts að marki Þórs, án þess þó að skapa sér umtalsverð mark- tækifæri. Framan af síðari hálfleik sóttu Fylkismenn mun meir en þegar líða tók á hálfleikinn jafnaðist leikurinn og Þórsarar fóru að ógna Fylkismarkinu. Fylkismenn spiluðu mun betur í þessum leik, og oft á tíðum mjög vel, eða betur en flest önnur annarrardeildarlið gera. Bestur þeirra var leikmaður no. 11, Hilmar Sighvatsson. Þá er einnig ögmundur markmaður mjög góður. Fylkismenn verða að teljast hafa verið óheppnir að ná engu stigi á móti hvorki KA né Þór, en þeir áttu það svo sannarlega slcilið. Bestur hjá Þór var Oddur Óskarsson, en einnig var Árni Stefánsson öruggur í vöminni. Akureyrarliðin efst: KA sigraði Ármann KA lék á laugardaginn við Ármann og fór leikurinn fram á Laugardalsvellinum. KA gerði fljótt út um leikinn en Ármenningar áttu aldrei möguleika á að sigra KA lið- ið, sem í næst síðasta leikn- um gerði 11 mörk á móti Austra. Fyrsta mark leiksins gerði Gunnar Blöndal, og skömmu síðar bætti Elmar öðru við. Þannig var staðan í hálfleik. Óskar Ingimundarson bætti síðan þriðja markinu við í byrj- un síðari hálfleiks. Ármenning- ar náðu svo að pota boltanum einu sinni í markið en síðasta orðið átti Gunnar Gíslason en hann gerði síðasta markið með hörkuskoti af löngu færi, og innsiglaði KA sigur, fjögur mörk gegn einu. Akureyrarliðin Þór og KA hafa nú tekið örugga forustu í deildinni nokkrum stigum á undan næstu liðum. ■ ■ ■ ■ ■ NðBstu leikir Tveir hörkuleikir fara fram í kvöld, þriðjudag, í annarri deild i knatt- spymu. Á Akureyrarvclli kl. 20.00 leikur KA við Völsung, en þeir síðar- nefndu hafa mjög komið á óvart í deiidinni í ár og eru líklegir til að velgja KA mönnum undir uggunum. Þá má einnig búast við að fjölmennt klapplið fylgi þeim úr Þingeyjarsýslum, þannig að áhangendur KA verða að fjölmenna á völl- inn ef þeim á að takast að hafa yfirhöndina í hrópum og köllum. Þórsarar leika sama kvöld við ísfirðinga og fer sá leikur frani á ísafirði. ísfirðingar sigruðu KA sællar minningar á dögun- um, og vonandi tekst Þórs- urum að hefna fyrir þann ósigur. Á föstudagskvöldið verður svo „leikur leikj- anna“. Þá keppa á Akur- eyrarvelli Þór og KA, en sá lcikur er sá fyrsti í síðari umferð mótsins. Þá verður ekkert gefið eftir, en í fyrri leiknum urðu Þórsarar að lúta í lægra haldi, en hvað gera þeir á föstudagskvöldið? Oddur til Moskvu Oddur Sigurðsson, frjáls- íþróttamaðurinn fótfrái úr KA, hefur verið valinn til að keppa fyrir hönd fslands á Ólympíuleikunum, sem fram fara i Moskvu sfðar í þessum mánuði. Valið á Oddi kom engum á óvart, en hann skaust upp á stjörnuhimin- inn í spretthlaupum á síðasta ári. Oddur mun vera fyrsti Akureyringurinn sem keppir á sumarólympíuleikjum, en nokkrir hafa áður keppt á vetrarleikjum. Sjálfstæðishúsið auglýsir Fimmtudagur. Nýjar diskóteksplötur beint frá London. Brian í banastuði frá kl. 9-1. Föstudagur. Vegna fjölda áskorana verður opið til kl. 03. Finnur Eydal, Óli og Helena leika gömlu og nýju dansana. Brian kemur beint af vellinum og verður í svaka formi. Laugardagur frá kl. 8 til 03. Fjöldinn allur fer í betri gallann og jafnvel drífur sig í kvöldverð. Fjölbreyttur matseðill. Finnur Eydal og félagar selja plötu sína Kátir dagar áritaða. Brian í diskótekinu mun skjóta inn gömlum og góðum rokklögum og allir verða í ofsa stuði. Sunnudagur. Diskótek, þá dönsum við sveitt frá 9 til 1. Sá fyrsti verður ekki sá síðasti. Sjáumst hress. Brian Estcourt. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.