Dagur - 24.07.1980, Side 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Milljónavirði
í ryki
Um þessar mundir er mesti
ferðatími ársins. Stórir fólks-
flutningabílar þeysa um landið
þvert og endilangt með út-
lenda ferðamenn og landinn
lætur ekki sitt eftir liggja. Við
eigum fallegt og furðulegt
land, sem við sýnum erlend-
um gestum með stolti; falleg
vatnsföll, sjóðandi hveri, tígu-
leg fjöll í margskonar litbrigð-
um og einstaka skógarrjóður.
Andstæðurnar í náttúrunni eru
stórfenglegar og vekja athygli
útlendinganna. En við sýnum
þeim einnig annars konar
andstæður. Við sýnum þeim
að við búum í nýtískulegum
húsum, ökum fallegum, nýjum
bílum og klæðumst tískuföt-
um á erlenda vísu. Við sýnum
erlendu gestunum á margvís-
legan máta, að hér býr menn-
ingarþjóð og að þetta er
tæknivætt þjóðfélag. And-
stæða þessa eru þjóðvegirnir.
Þeir benda ekki til þess, að
hér sé háþróað þjóðfélag. Ef
til vill finnst erlendum ferða-
mönnum það ævintýri líkast
að ferðast á þessum holóttu,
rykugu vegum. Þeir þekkja
þetta ekki og líta ef til vill á
þetta sem eitt af dásamlegum
furðum og sérkennum þessa
lands andstæðnanna. En Is-
lendingar eru annars sinnis.
Fyrir nokkrum áratugum var
vegalagning um strjálbýlar
sveitir og yfir öræfi ævintýri í
augum fslendinga. Þá voru
unnin kraftaverk með litlum
og lélegum tækjabúnaði. I' dag
er ekki hægt að tala um
kraftaverk í vegamálum, því
lítið hefur áunnist eins og raun
ber vitni. Það liggur við, að
líkja megi ástandinu við það,
þegar mokað er sandi í botn-
lausa tunnu. Hún fyllist aldrei
og það er sífellt verið að vinna
sama verkið. Á hverju ári fara
þúsundir tonna af vegunum í
formi ryks. Á hverju vori eru
sömu drullupyttirnir fylltir og
vegirnir eru vart orðnir færir,
þegar vetur gengur í garð.
Mikið hefur að vísu verið
unnið við að byggja upp veg-
ina á undanförnurfi árum, en
það er hins vegar til lítils, eitt
sér. Gera verður nú þegar
stórátak í lagningu bundins
slitlags á þá vegi, sem undir
það eru búnir. Gífurlegu fjár-
magni er nú kastað á glæ með
síendurteknum bráðabirgða-
viðgerðum á vegunum, svo
ekki sé talað um meðferðina á
bílaflota landsmanna, sem
ekki þyrfti að endurnýja eins
ört, ef þjóðvegirfíir væru betri.
Akureyringar hafa víst flestir
farið í kjörmarkað K.E.A. við
Hrísalund. í lok vikunnar er
það algeng sjón að sjá heilu
fjölskyldurnar koma út úr
versluninni, hlaðnar pinklum
og pokum, en það er orðin
nokkurskonar siður hjá mörg-
um fjölskyldum að fara út að
versla í vikulokin. Vöruverð í
Hrísalundi er nokkuð lægra en
í hinum hefðbundnu hverfa-
verslunum, enda er allur til-
kostnaður minni í Hrísalundi.
„Við erum stöðugt með vörur á
tilboðsverði. Þá er vöruverðið
mun lægra en venjulega og fólk
getur gert góð kaup“, sagði
Steingrímur Ragnarsson, deild-
arstjóri matvöruverslunarinnar í
Hrisalundi er hann gekk með tíð-
indamanni Dags um verslunina.
„Við erum allsendis óhræddir að
halda því fram að vöruverð hér er
með því lægsta sem þekkist á
Akureyri. Það sýna þærathuganir
sem við og aðrir hafa gert, en
bestu kannanirnar eru gerðar af
viðskiptavinum sjálfum. 1 þessu
sambandi má minnast á gos-
drykki sem Sana h/f flytur til
Akureyrar. Til þess að mæta
aukinni samkeppni hefur verið
ákveðið að sleppa flutnings-
kostnaði norður og því geta við-
skiptavinir keypt 7up, Pepsi og
Mirinda á sama verði hér og í
Reykjavík."
Alltaf öðru hverju eru vöru-
kynningar í kjörmarkaði K.E.A.
Síðast kom starfsmaður Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík og
kynnti osta og ostarétti í Kjör-
markaðinum og útibúi K.E.A. í
Höfðahlíð. Fleiri slíkar kynning-
ar eru fyrirhugaðar, enda njóta
þær sívaxandi vinsælda. Þegar
vöruúrvalið í verslunum er jafn
mikið og raun ber vitni er það vel
þegið af viðskiptavinum að geta
reynt ákveðna vöruflokka alla á
einu bretti.
Steingrímur sagði að í verslun
eins og í Hrísalundi væri nauð-
synlegt að hafa gott kjötborð —
það væri sjálfsögð þjónusta við
almenning — og að auki er Kjör-
markaðurinn sú verslun er fólk í
næstu húsum kemur daglega í.
„Við reynum að kappkosta að
hafa aðeins það besta fyrir við-
skiptavini okkar — á kjörmark-
aðsverði", sagði Steingrímur að
lokum.
„Hér á neðri hæðinni eru ýms-
ar breytingar fyrirhugaðar“,
sagði Jógvan Purkhus, deild-
arstjóri í sérvöruversluninni í
Hrísalundi, en þar má finna
ýmsar þær vörur, sem boðið er
upp á í Vöruhúsi K.E.A. við
Hafnarstræti.
Breytingarnar sem Jógvan
ræðir um eru aðallega fólgnar í
nýjum innréttingum, sem vænt-
anlega verða settar upp innan
fárra vikna. Hér er um að ræða
slár sem mynda hillur fyrir vörur
og hengi fyrir fatnað, en á því
sviði er hugmyndin að auka úr-
valið til muna. Einnig verður lögð
meiri áhersla á árstíðabundnar
vörur. „Nú vorum við til dæmis
að fá svefnpoka fyrir útileguna og
í haust verður áhersla lögð á
skólavörur af ýmsu tagi. Þegar
líður á veturinn getur fólk keypt
hér allar algengar skíðavörur."
Á neðri hæðinni er að finna
athyglisverð húsgögn sem bera
heitið Combiflex. Jógvan sagði
að þetta væru einingar sem seldar
eru í kössum, en settar saman
þegar heim kemur. Húsgögnin
eru ódýr enda er salan í samræmi
við það. „En ef þú vilt fá vandaðri
húsgögn t.d. í skrifstofuna fást
þau hér, því við höfum umboð
fyrir 3K húsgögn. Og íslensk eld-
húsborð og stólar eru hér einnig
til sölu.“
Það kom fram í viðtalinu við
Jógvan að neðri hæð Hrísalundar
gegndi miklu hlutverki sem
herfisverslun og því áhersla lögð
á að hafa sem fjölbreyttast úrval
vamings úr Vöruhúsinu. 1 því
sambandi gat Jógvan ýmiskonar
plastvara í eldhúsið, leikfanga og
fatnaðar, en einnig er hægt að fá
tölur og tvinna og fótboltaskó á
bömin svo eitthvað sé nefnt.
„Við höfum fullan hug á að
gera þessa hæð að skemmtilegri
verslun með fjölbreyttara úrvali
en nú er. Innréttingarnar eru að
koma og vöruúrvalið verður auk-
ið hægt og bítandi og þess má
geta að eftir 1. ágúst verður opið á
neðri hæðinni fyrir hádegi á
laugardögum.“
MJOLKURFRAMLEID-
ENDUR LAUNALAUSIR
Árið 1978 var mjólkurfram-
leiösla á félagsbúinu Einars-
stöðum, Sílastöðum, 290 þús.
lítrar. Síðan er dregið úr
framleiðslu niður í 230 þús.
lítra á árinu 1979 og stefnum
við að svipaðri framleiðslu í ár,
sem mun vera nálægt okkar
kvóta.
í okkar verðbólgudansi eru
allar tölur orðnar úreltar um leið
og maður hefur sleppt þeim en ef
við færum þetta til núverandi
verðlags, sem er um 300 kr. pr.
lítra, hefði framleiðsla ársins 1978
numið 87 milljónum króna.
Samdráttur vegna kvóta, þar sem
við fórum að lögum, mun nema
um 18 milljónum króna. Ef við
tökum síðan innvigtargjaldið,
sem er 28 kr. pr. lítra, þá gerir það
um 6 milljónir kr.
Síðan kemur hinn frægi kjarn-
fóðurskattur sém allan vanda á að
leysa en sjálfsagt leggur hann alla
mjólkurframleiðendur niður ef
hann fær að standa. Hjá okkur
má áætla hann um 12 milljónir,
sem ég tel vel sloppið þar eð við
höfum næga beit og mikil og góð
hey. Þá er komið að útborguninni
en samkvæmt skipun Fram-
leiðsluráðs skal hún vera 60% yfir
sumartímann, þegar megin fram-
leiðslumagn búanna verður til.
En við skulum setja meðalút-
borgun 70% yfir árið en 30%, sem
eftir standa, má reikna með að
rýrni að raungildi um 50%, þar
sem þessi 30% liggja að meðaltali
í eitt ár.
Við skulum nú gera dæmið
upp. Samdráttur vegna kvóta er
18 millj. af 87 millj., eftir standa
69 millj. Af því er greitt út 70%
sem gera 48 millj. 21 millj. rýrnar
því í verðbólgunni um 10 millj. á
næsta ári. Kjarnfóðurskattur
nemur 12 millj. af 48 millj., eftir
standa 36 millj., innvigtargjald 6
millj., eftir eru 30 millj.
Þá er komið að hinum fasta
rekstrarkostnaði og er hann sam-
kvæmt útreikningum búreikn-
ingastofu 65% af þeim 69 millj.
sem við áttum að fá, sem gera um
45 millj. og laun þá 35% eða 24
millj. Ég tel þetta bú um þrjú
ársverk svo útreikningar bú-
reikningastofu eru mjög nærri
lagi. En við 30 milljónirnar þarf
að bæta því sem við áttum eftir
ógreitt frá fyrra ári og samkvæmt
verðbólgustigi yrði rauntalan um
10 millj., eins og fyrr segir, og
vextir af eftirstöðvum um 3 millj.
samtals. Verðá þetta þá um 43
Eiríkur Sigfússon, bóndi á
Sflastöðum, lætur hér í Ijós álit
sitt á aðgerðum í landbúnaði.
millj. og vantar því 2 millj. upp á
fastakostnað og öll laun okkar
sem við þetta vinnum.
Hefði kjarnfóðurskatturinn
ekki komið til og útborgun verið
hækkuð í 90% hefði mjólkur-
framleiðslan skilað svo til fullum
launum. En eftir lækkun útborg-
unar og kjarnfóðurskatt verða
mjólkurframleiðendur að lifa á
skuldaaukningu og tel ég þó
hæpið að þeim gangi vel að fá
þau lán eða standa undir vöxtum
af þeim. Reikna ég því með að
mikil eftirspurn verði eftir líf-
lömbum í haust.
Það er sorglegt til að vita að
maður úr bændastétt sem nú
gegnir störfum landbúnaðarráð-
herra, skuli gera mjólkurfram-
leiðendur launalausa og mun það
verða honum til ævarandi hneisu.
Eiríkur Sigfússon.
Bann við veiði
göngusilungs
í Eyjafirði
Hjartagæska þeirra Eyfirðinga,
sem búa við sjó, vestan Eyjafjarðar,
gagnvart sportveiðimönnum, mun
vera einsdæmi í íslandssögunni,
þar sem þeir afhenda þeim hluta af
jarðareign sinni. Auglýsing sú sem
birtist í Degi 5. júní er mjög villandi
því þar er ekki verið að banna
nokkra silungsveiði heldur silungs-
netalagningu og á ekkert skylt við
neina vernd, heldur með hvaða
tækjum silungur skuli veiddur.
Það hefur aldrei þurft nein lög
um silungsveiði í sjó, vegna þess að
bændur hafa fullan rétt til þess að
banna óviðkomandi mönnum slíka
veiði í sinni landareign, hvort
heldur er með stöng eða í net. Það
sem hér hefur gerst er aðeins það,
að bændur við vestanverðan Eyja-
fjörð hafa afsalað sér þessum rétti.
Um netaveiði er það að segja að
það hefur heldur aldrei þurft nein
lög þar að lútandi. Veðurfarið
stjórnar því; netaveiði er ekki hægt
að stunda nema í kyrru veðri.
Mig hryllir við hve mikið er sært
og drepið af smáfiski með stang-
veiði í sjó og ef menn eru svo
áfjáðir í að banna eitthvað, ættu
þeir að athuga það mál.
Jónatan Bencdiktsson
Lofið þreyttum
að sofa
Tjaldstæði Akureyrar, „Hótel
jörð“. Margir hafa, í sannleika
sagt, notið lífsins hér, undanfarna
daga og nætur. Dásamlegt veð-
urfar, sólbað, sund og ilmur
grængresis um daga, kyrrð og
friður um bjartar nætur.
En í nótt brá illa út af: „Stjáni"
og tveir félagar hans voru hér á
ferð, með óhljóðum, bölvi og
ragni. Þeir spörkuðu í tjöldin, rifu
sum opin, köstuðu grjóti og veltu
tunnum um götuna m.m. Þessu
héldu þeir út 4 tíma næturinnar,
— um allt svæðið og vöktu íbú-
ana unga og aldraða. Þeir komu
,neðan úr bæ‘, „Bakkus“ farar-
stjóri, auðheyrilega Akureyring-
ar, líklega 15-17 ára.
: Það kom þarna einnig, líklega
um Þórunnarstrætið, ung stúlka,
klædd rauðum galla, á hjóla-
skautum. Hún virtist þekkja pilt-
ana og reyndi að fá a.m.k. einn
þeirra burt með sér, en tókst ekki.
Hér voru um 50 tjöld, íbúar
hátt á annaðhundrað, útlending-
ar í miklum meiri hluta, en þó
nokkrar íslenzkar fjölskyldur,
með 2-4 börn í tjaldi, sannarlega
friðsamt fólk og hvíldarþurfi.
Þessu lauk með því, að útlend-
ingur einn hljóp ofan í bæ í leit að
lögregluvernd. Þjónar réttvísinn-
ar birtust þarna nokkru síðar
e.t.v. á eftirlitsferð, en þeir náðu
aðeins einum þessara spellvirkja,
og ekki var það „Stjáni“. Sá sem
náðist fékk víst fría bílferð heim
til pabba og mömmu! En hvað
meira?
Einn af mörgum, sem sagði
mér frá heimsókn þessari, rólegur
landi, barmaði sér helzt yfir því,
að hafa ekki vitað um aðra Is-
lendinga í nálægu tjaldi, til
hjálpar sér að taka strákana, fletta
ofan um þá og rass-skella! Það
hefði verið verðskulduð refsing
— og skemmtiatriði fyrir ný-
vaknaða með stýrur í augum!
Þetta var áfall, álitshnekkir
fyrir Akureyri, og fyrir þennan
annars að mörgu leyti, ágæta
stað, „Hótel jörð“. Þetta er
auglýstur opinber gististaður,
meðal allra staða bæjarins fjöl-
sóttastur hluta úr sumrinu. Þar á
bæjarstjórn ábyrgðar að gæta, af
henni eru settar reglur handa
þeim, sem þar dvelja, lengi und-
irritaðar af bæjarstjóra. Skyldur
hljóta að fylgja.
„Hvar er lögreglan?" spurði
einhver. Hún er of fáliðuð á
þessum tíma árs til að geta fylgst
með öllu, svo sem þyrfti. En ég tel
að enginn staður í bæjarlandinu
þyrfti fremur örugga lögvernd.
Þjónar réttvísinnar fara þarna um
á hverri nóttu, og a.m.k. stundum,
ganga þeir um svæðið milli tjald-
anna, og svo var líka gert sl. nótt,
um tvö-leytið. Þá var þar friður
og ró eins og flestar nætur aðrar á
þessu sumri. En atvik sem þetta
mætti ekki endurtaka sig. Afgirt
svæði með vörzlu hverja nótt er
það sem koma skal. Of lengi hef-
ur dregist að ákveða og festa
þessum sumargestum okkar næt-
urdvalarstað síðan steinlíkanið
mikla lagði undir sig græna flöt-
inn sunnan við sundlaugina, illu
heilli. Sá kastali hefði átt að
standa uppi á gamla golfvellin-
um. Túnið við Húsmæðraskólann
(sem var) hefur mikla kosti sem
tjaldstæði Akureyrar til fram-
búðar, þarf bara ákvörðunar,
skipulagningar og nokkurra
framkvæmda til úrbóta.
Tjaldstæði Akureyrar,
10. júlí 1980.
Jónas Jónsson.
íþróttamót þroska-
heftra
Félagar úr Eik
fengu 9 verðlaun
Dagana 23-26. júní sl. dvöldu
8 manns úr íþróttafélaginu
Eik að Varmá, en þar voru
samtals 36 manns, sem undu
sér við íþróttir og leiki.
Ásamt félögum úr Eik voru
að Varmá íþróttamenn úr
Björk í Reykjavík, Hvöt
H.S.K. og nokkrir unglingar
frá Skálatúni í Mosfellssveit.
Félagar í Björk, Eik og Hvöt
tóku þátt í íþróttahátíð Í.S.Í., en
á hátíðinni var haldið sérstakt
íþróttamót þroskaheftra. Mótið
hófst með skrúðgöngu frá
Sunnuvegi á Laugardalsvöll
fimmtiidaginn 26. júní. Keppt
var í sundi í Sundlaug Árbæjar
daginn eftir. Tvær stúlkur úr
Eik kepptu í 25 metra bringu-
sundi og varð Anna Ragnars-
dóttir í þriðja sæti.
Laugardaginn 28. júní var
íþróttamótið haldið í K.R.-hús-
inu. Keppendur voru alls 25, 10
stúlkur og 15 piltar. Úti var
keppt í köstum og hlaupi, en
inni í hástökki og langstökki.
Fer árangur þriggja efstu í
hverri grein hér á eftir, en sam-
tals unnu félagar úr Eik 9 verð-
Anna Ragnarsdóttir, sigurvegari i hástökki.
launapeninga. Mjög ánægjulegt
var að taka þátt í þessum mót-
um og færum við í Eik öllum
þeim, sem studdu okkur fjár-
hagslega og á annan hátt, kærar
þakkir fyrir. (Fréttatilkynning).
Boltakast
1. Ragnar Ragnarsson, Björk 41,2
2. Margeir Vernharðsson, Eik 37,4
3. Steingrímur Friðfinsson, Björk 35,2
Boltakast kvenna
1. Eygló E. Hreinsdóttir, Björk 19,2
2. Hanný Harðardóttir, Hvöt 17,7
3. Sigurbjörg Hákonardóttir, Eik 15,95
60 metra hlaup
1. Elva Björk Jónsdóttir, Hvöt 10,9
2. Ingibjörg Ármannsdóttir, Björk 11,4
3. Anna Ragnarsdóttir, Eik 11,8
Hástökk karla
1. Reynir Ingvar, Hvöt 1,15
2. Pétur Pétursson, Eik 1,10
3. ólafur Benediktsson, Hvöt 1;00
Hástökk kvenna
1. Anna Ragnarsdóttir, Eik 1,00
2. Aðalheiður Indriðad., Hvöt 1,00
3. Kristín Magnúsdóttir, Björk 0,90
Elfa Björk Jónsdóttir, Hvöt 0,90
Langstökk karla, án atrennu
1. Reynir Ingvars, Hvöt 2,20
2. Úlfar Ragnarsson, Eik 2,17
3. Pétur Pétursson, Eik 2,02
Langstökk kvenna, án atrennu
1. Anna Ragnarsdóttir, Eik 1,95
2. Ingibjörg Árnadóttir, Björk 1,88
3. Elfa Björk Jónsdóttir, Hvöt 1,68
60 metra hlaup karla
1. Kristján M. Ólafsson, Hvöt 9,5
2. Ragnar Ragnarsson, Björk 9,7
3. Reynir Ingvarsson, Hvöt 9,9
Urslit
Get-
rauna
Fyrir leik Þórs og KA á föstu-
dagskvöldið gátu vallargestir
getið sér til um úrslit leiksins.
Hann fór eins og menn muna
þrjú mörk gegn einu fyrir KA.
Sjö vallargestir gátu sér rétt
til um úrslit leiksins og geta
þeir sótt 1760 krónur til ör-
lygs ívarssonar formanns
knattspyrnudeildar KA.
Þau sem gátu rétt heita:
Bjöm Arason,
Einar P. Sigmundsson,
Björn Friðriksson, Blönduósi,
Harpa María Örlygsdóttir,
Lúðvík Áskelsson og
örvar örlygsson.
Getraunaseðlar K.A.
Næstu
leikir
Ellefta umferð annarrar deild-
ar verður leikin um næstu
helgi. Á föstudagskvöldið
leika á Akureyri, Þór og
Austri, og á laugardaginn fer
KA til Neskaupstaðar og leik-
ur við Þrótt. Sama dag leika
einnig saman Haukar og ís-
firðingar, Völsungar og Ár-
menningar og Fylkir og Sel-
foss.
Seinni umferð
er að hefjast
Síðari umferð KA getrauna
er nú að hefjast og er fyrsti
leikurinn á seðlinum á laug-
ardaginn þegar KA sækir
heim Þrótt frá Neskaupstað.
Þór-KA
-Þróttur
Um síðustu helgi var annar
flokkur Þróttar úr Reykjavík
hér á Akureyri og keppti við
Þór og KA i íslandsmótinu í
knattspyrnu. Þórsarar unnu
Þrótt með þremur mörkum
gegn engu en KA strákarnir
töpuðu með einu marki gegn
engu.
Siglfirðingar
og Breiðablik
Á þriðjudagskvöldið léku á
Siglufirði, K.S. og Breiðablik.
Þetta var bikarleikur í átta liða
úrslitunum og lauk leiknum
með sigri Breiðabliks, tvö mörk
gegn engú. Dómari var að
sunnan og voru Siglfirðingar
mjög óánægðir með hans þátt í
leiknum. Þeir höfðu átt von á
Rafni Hjaltalín, frá Akureyri,
en að þeirra dómi, svo og
margra annarra, er hann með
bestu dómurum landsins, sök-
um hlutleysis og röggsemi.
Þangað til verða seðlarnir til
sölu í Sport og Hljóð, Sport-
húsinu, Shell við Mýrarveg,
Glerárstöðinni og hjá ýmsum
forsvarsmönnum knattspyrnu-
deildarinnar. Seðlarnir kosta
þúsund krónur og er 25% greitt í
vinning þannig að sá sem getur
um tólf rétta, getur átt von á
umtalsverðum vinningi.
KA-getraunlr
*einnf umferð
þrAitur-KA 26. jó»
KA KR 28. júlf 2.11
KA-Haukar 8. áaúst
KA-Stjainan 14. óy. 2.ÍI.
Fiam-KA 16. ég. 2.11
Fylkif-KA IS.ésös;
KA-ÍBÍ 22. ógúst
KA- Þif 25. ág. Ak.mót
XA-So!ío$s 29. ágúst
Atislfi-KA 10. s«pt.
KA-Aímann 12. sept.
Völsunöur'KA 20. sápt,
Vetð kt. 1CÖ0
55
U.S.A.H.
Bikarkeppni
FRÍIII. deild
Bikarkeppni FRÍ í III. deild
verður háð á Blönduósi laugar-
daginn 16. ágúst n.k.
USAH annast alla fram-
kvæmd mótsins og auglýsir hér
með eftir þátttökutilkynningum
frá þeim liðum sem hyggja á
þátttöku. Þátttökutilkynningar
skal senda undirrituðum sem
fyrst og eigi síðar en 31. júlí.
Karl Lúðviksson, Húnavöllum,
541 Blönduós, sími 95-4416.
•%•••••••••••••*•*•**••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
4.DAGUR
DAGUR.5