Dagur - 07.08.1980, Blaðsíða 2

Dagur - 07.08.1980, Blaðsíða 2
Smáauglýsingar wHúsnæðii Ung stúlka óskar eftir herbergi eða lítilli íbúð á leigu frá 1. september n.k. Helst sem næst sjúkrahúsinu. Upplýsingar í síma 21487. Ný mjög stór 3ja herbergja íbúð til leigu frá 1. sept. Hálfs ársfyrirframgreiðsla. Tilboð um leiguupphæð í síma 91-54294 Hafnarfirði. Herbergi óskast til leigu, með eldunaraðstöðu. Uppl. í síma 63164. 4ra herb. íbúð til sölu með góðum kjörum. Uppl. í símum 23282 og 22676. Tvö systkini úr sveit óska eftir lítilli íbúð á leigu frá 1. sept. Hringið í síma 24908. Hafsteinn Sigfússon, Sigrún H. Sigfús- dóttir. Til leigu er fjögurra herbergja íbúð í blokk frá 15. september. Tilboð óskast send á afgreiðslu Dags fyrir 15. ágúst n.k. merkt ,,15. ágúst." Einbýlishús í nágrenni Akur- eyrar til leigu, laust strax. Uppl. í síma 21718 á kvöldin. íbúð óskast til leigu. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 23379. Til leigu er 2ja herbergja íbúð við Skarðshlíð ca 55 ferm. Til- boð merkt reglusemi 100% sendist afgr. Dags fyrir n.k. þriðjudagskvöld 12-8. Húsnæði óskast. Tvær menntaskólastúlkur óska eftir lítilli íbúð til leigu í vetur. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. Algjör reglusemi. Uppl. hjá Guðlaugi Jakobssyni, Munkaþverár- stræti 23, sími 24163. Tvær menntaskólastúlkur óska eftir lítilli íbúð n.k. vetur, helst í grennd við M.A., en allt kemur til greina. Fyrirfram- greiósla ef óskað er. Reglusemi heitið. Svar óskast sem fyrst í síma 61157 eftir kl. 19. 3ja-4ra herbergja íbúð óskast á leigu. Uppl. í síma 21184. Barnagæsla Stúlka óskast til barnagæslu. Upplýsingar í síma 25946 eftir kl.6. Barngóð kona óskast til að gæta 2ja ára drengs hálfan daginn í vetur í Lundshverfi, er gæti hugsanlega komið heim til okkar. Upplýsingar í síma 25946 eftir kl. 6. Ellefu til tólf ára, stelpa óskast, að gæta 3ja ára drengs 3 kvöld í viku. Uppl. (síma 23808, eftir kl. 18.00. Barngóð kona óskast til þess að gæta 16 mánaða drengs frá 1. sept. n.k. Uppl. í síma 22581, eftír kl. 19.00 á kvöldin. Atvinna Vantar stúlku til starfa viö efnagreiningu, frá 1. sept. til áramóta. Uppl. ísíma 21088. Ráðskona óskast í sveit í næsta nágrenni Akureyrar. Aö- eins í stuttan tíma. Uppl. í síma 24167. Tækniteiknari með starfs- reynslu óskar eftir starfi 1/2 daginn. Upplýsingar í síma 24706. fBjfreiðjr 9 manna Vólkswagen Micro- bus til sölu. Bíllinn er í mjög góðu lagi. Árg. 1974. Uppl í síma 21296. Til sölu Lada 1500 árg. 1979, ekinn 18.000 km. Vel með far- inn og góður bíll. Uppl. í síma 24149 frá kl. 16 daglega. Á sama stað óskast fólksbíla- kerra. Til sölu Austin Mini, árg. 1974. Ný sprautaður, vel með farinn bíll. Uppl. í síma 21212, eftir kl. 17.00. Til sölu Mazda 818 árg. 1974, nýupptekin vél. Upplýsingar í síma 61117. Chevrolet Nova árg. '78 til sölu. Ekinn 30.000 km. Góður bíll og fallegur. Upplýsingar í síma 23100 (Skák Hreiðar Hreiðars- son). Til sölu er bifreiðin, A 7684, sem er Ford Cortína 1600. árgerð 1974. Nýsprautaður og yfirfarinn. Uppl. í síma 23000. Ymjslegt Hestaeigendur ath.: T ek hross ársgöngu, sept '80 til sept '81 Útigjöf í vetur og daglegt eftirlit Uppl. í síma 23435 á kvöldin. Þjónusta Tökum að okkur hreingerning- ar á íbúðum, stigahúsum, veit- ingahúsum og stofnunum. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitæki og sogkrafti. Sími 21719 og 22525. Stíflulosun. Losa stíflur úr vöskum og niðurfallsrörum, einnig baðkars- og WC-rörum. Nota snígla af fullkomnustu gerð, einnig loftbyssu. Upplýs- ingar í síma 25548. Kristinn Einarsson. Saia Hesthús til sölu. Sími 22525. Hestamenn. Til sölu 290 bagg- ar af vélbundinni töðu. Upp. gefur Halldór í Hrafnagilsskóla, sími 23100. Ferguson bensínvél árg. 1954 til sölu. í góðu lagi. Upp. gefur Geirmundur á skrifstofu kaup- félagsins á Sauðárkróki. Skoskir ánamaðkar til Uppl. í síma 22259. sölu. Barnastóll til sölu. Hægt aö hafa hann á sjö vegu. Uppl. í síma 22278. Yamaha M.R. árg. 1978, hvítt að lit, er til sölu. Uppl. í síma 24419, milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Vel með farið sófasett, til sölu. Uppl. í síma 21910. 3ja tonna trillubátur til sölu. 20 ára gamall í mjög góðu við- haldi. I bátnum er 16-24 ha Saab vél. Tvær talstöðvar. Tvær austurdælur. Tvær Electra færivindur. Simrad dýptarmælir. RFD gúmíbjörg- unarbátur. Bátur og búnaður í mjög góðu lagi. Uppl. gefur Sigurður í síma 41159 Húsavík. Barnavagn til sölu. Uppl. í síma 22452. Góð bújörð Jörð óskast (fjárjörð) við Eyjafjörð, óskast til kaups. Þarf að vera laus til ábúóar næsta vor. Mætti þarfnast einhverrar uppbyggingar. Tilboð sendist á afgreiðslu dags fyrir 1. sept. n.k. merkt Jörð 1981. Hross í óskilum I högum hestamannafélagsins Léttis eru í óskilum 2 hross. Rauður hestur ómarkaóur, járnaður. Grá-móálótt hryssa ca 4ra vetra, járnuó. Mark: Fjöður ofar, biti neðar aftan hægra, fjöður aftan vinstra. Réttir eigendur gefi sig fram við Jón Sigfússon, sími 23435, eða Björn Jónsson, sími 23489, fyrir 16. ágúst og greiói áfallinn kostnað annars verða hrossin seld sem óskilafé. Haganefnd Léttis. Khk innréttingaefni á sérstöku kynningarverði. Kynnið ykkur möguleika Ink kerfisins Sænsk trévara og borðbúnaður í miklu úrvali. IHANDVERK Strandgötu 23, sími25020 Nýtt símanúmer 25800 Kaupfélag Svalbarðseyrar Tilkynning frá Stofnlánadeild land- búnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1981 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veóbókarvottorð. Þá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegir fjár- mögnunarmöguleikar umsækjenda. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næst- komandi hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 5. ágúst 1980. Búnaðarbanki íslands, Stofnlánadeild landbúnaðarins. Hesta- menn Hestamannamót, Þjálfa og Grana, fer fram á Ein- arsstöðum, 22 og 23, ágúst n.k. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og unglinga- keppni. Kappreiðar. 250 m. unghrossahlaup 150 m. skeió 300 m. stökk 400 m. brokk. Unglingakeppnin hefst kl. 16.00, föstudaginn 22. ágúst, keppt verður í tveim flokkum, 12 ára og yngri og 13-15 ára. Athygli er sérstaklega vakin á því, að unglingakeppnin fer fram samkvæmt reglum L.H. Sjá nánar í Hestinum okkar 1. tölubl. 1980. Laugardaginn 23. ágúst kl. 8.30 hefst viljaprófun hrossa í A. flokki og strax á eftir í B. flokki. Fimm efstu hross í hvorum flokki, keppa til úrslita. Þátttökutilkynningar berist Pálma Pálmasyni í síma 41788 fyrir sunnudagskvöld 17. ágúst n.k. Hestamannafélagið Grani Húsavík. 2.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.