Dagur - 07.08.1980, Blaðsíða 3

Dagur - 07.08.1980, Blaðsíða 3
SÍMI 25566 Okkur vantar til sölu stærri eignir t.d. raðhús á tveimur hæðum með og án bílskúrs, og svo ein- býlishús, bæði tilbúin og í smíðum. Á sölu- skrá: LÆKJARGATA 2ja herb. íbúð. Þarfnast við- gerðar. Selst ódýrt. -- LANGAMÝRI 2ja herb. íbúð i tvíbýlishúsi 75 fm. Allt sér. TJARNARLUNDUR 2ja herb. íbúð. Laus fljót- lega. HRÍSALUNDUR 2ja herb. íbúð. Laus 1. sept- ember. ODDEYRARGAT A 2ja herb. efri hæð í tvíbýlis- húsi. Öll endurnýjuð. TJARNARLUNDUR 3ja herb. endaíbúð í fjölbýl- ishúsi. Laus strax. HRÍSALUNDUR 3ja herb. íbúö í fjölbýlishúsi. Laus fljótlega. TJARNARLUNDUR 4ra herb. íbúð í fjölbýlis- húsi. Laus fljótlega. TJARNARLUNDUR 4ra herb. íbúð í fjölbýlis- húsi. Stærð 108 fm. HAFNARSTRÆTI 4ra herb. hæð í timburhúsi. Selst ódýrt. LYNGHOLT 5-6 herb. neðri hæð í tvíbýl- ishúsi. Alltsér. Bílskúr. Lítil íbúð í kjallara fylgir. STRANDGATA 4ra herb. hæð í timburhúsi. Mikið endurnýjuð. VANABYGGÐ 5 herb. sérhæð í tvíbýlis- húsi. Stærð 146 fm. Leitið upplýsinga. Höfum ennfremur fleiri góð- ar eignir á skrá. Okkur vant- ar raðhús m. bílskúrum af öllum stærðum, þurfa ekki að vera fullgerðar. FASTEIGNA& fj SKIPASALA ZjSíZ NORÐURLANDS O Hafnarstræti 94 - Sími 25566 Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri, Pétur Jósefs- son, er við á skrifstof- unni alla virka daga, kl. 16.30-18.30. Kvöld- og helgar 24485. Við viljum versla í Hrísalundi í 51. tölublaði Dags er grein um markaðsverslunina Hrísalund og í 50. tölublaði Dags er grein undir fyrirsögninni „ódýrara í Hrísa- lundi“ heldur en í Hagkaup, skv. verðsamanburði 25. júní sl.“ Allt gott er um þetta að segja og ekki veitir af að hafa samkeppni, en ekki er nóg að lækka vöruverð til að samkeppni haldist, heldur verður einnig að vera góð þjónusta. Þjónustan í Hrísalundi sem er einnig hverfisverslun er með fá- dæmum léleg og það hvarflar oft að okkur hvort blóðið renni í æðum afgreiðslufólksins, svo hægar eru hreyfingar þess. Við skulum fara í innkaupaferð í Hrísalund. Þú tekur þér körfu (sem mætti vera búið að þurrka úr) og leggur af stað inn að þessu „góða kjötborði sem er sjálfsögð þjónusta við almenning" svo notuð séu orð Steingríms sjálfs birt í 51. tölublaði Dags. Heima er bezt Júní-hefti tímaritsins Heima er bezt er komið út og flytur það fjöl- breytt efni að venju. Forsíðuviðtal- ið er við Jón Nikódemusson þúsundþjalasmið á Sauðárkróki, en það er almannarómur að Jón sé fjölhæfasti iðnaðarmaður sem starfað hefur á Sauðárkróki. Þá er birtur kafli úr bókinni Darwin og Beagle, sem byggð er á dagbókum Darwins, náttúrufræðingsins heimskunna, þegar hann var við rannsóknir á seglskútunni Beagle. Fyrir skömmu var sýndur sjón- varpsmyndaflokkur um sama efni í sjónvarpinu. Úrslit í ritgerðasam- keppni Heima er bezt um dulræn fyrirbæri eru kunngjörð í heftinu og varð Petra Rögnvaldsdóttir hlutskörpust með frásögn sína Reimleikar á Kvíabekk. í heftinu er ný smásaga eftir Pétur Stein- grímsson járnsmið í Laxárnesi í Aðaldal og er hér á ferðinni frum- leg og kímin saga. Margt fleira efni mætti nefna, en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í ritinu. Bókatilboð mánaðarins hjá Bókaklúbbi Heima er bezt eru þrjár bækur: Upp á líf og dauða eftir Poul-Emil Victor, Á völtum fótum, sjálfsævisaga Árna Jakobs- sonar í Víðaseli og Læknaþing eftir Frank G. Slaughter. Þessar þrjár bækur eru boðnar á 5000 krónur saman. Útgefandi Heima er bezt er Bókaforlag Odds Björnssonar, rit- stjóri Steindór Steindórsson frá Hlöðum og blaðamaður Guð- brandur Magnússon. Það sem réttara reynist Það var haft eftir mér í Helgar- Degi fyrir skömmu, að ég hefði leikið knattspyrnu með Þór á Ak- ureyri um 1932. Þetta vilja eldri Þórsarar ekki viðurkenna, og ég ekki heldur. Á þeim árum vissi ég varla, að það fræga félag væri til, kom ekki til dvalar á Ak. fyrr en 1943, og þá vitanlega alltof hund- gamall til að leika — í alvöru — með köppunum i Þór! En með Laugaskólamönnum hafði ég leik- ið 10-11 árum fyrr, mér sællar Til sölu 4ra her- bergja íbúö í Lundahverfi. Góð íbúð með svalir móti suðri. Laus strax. Uppl. í síma 25845 á daginn og í 24849 á kvöldin. 26 manna Bens (ekki sendlabíll) með mjög góðri innréttingu og góóum lestum til sölu. Upplýsingar í síma 33134. Þar erum við ekki sammála honum hversu gott borðið er. I Kjörbúð K.E.A. Byggðavegi 98, er talsvert minna kjötborð en miklu meira úrval af kjöt og fiskréttum, og betri þjónusta. lnnan við borðið í Hrísalundi er oftast ein stúlka og framan við borðið til dæmis fjórar til fimm húsmæður. Þú ert ef til vill síðust og þarft að bíða meðan konurnar eru afgreiddar, þvi hinar afgreiðslu- stúlkurnar eru í kaffi eða „pásu“. Þá er það útvarpið, ekkert höfum við á móti góðri mússík, ef hún er hóflega stillt, en ef þú þarft að kallast á við afgreiðlufólkið þá er nokkuð langt gengið. Fáir þú það í matinn sem þú ætlaðir í upphafi úr „góða kjöt- borðinu" sem er mjög sjaldgæft, þá liggur leiðin þaðan fram að pen- ingakössum, sem eru fjórir en að- eins einn í notkun, nema á mesta annatíma. Þar er töf. Sért þú hins- vegar að flýta þér og ferð á kaffi- teríuna færð þú þau svör þar, þótt þú sért aðeins með ost og skyr, að þetta sé ekki afgreiit hér. Biðjir þú um stúlku á annan kassa kemur hún eftir stundarbið og sendir þér þá þvilíkt augnaráð að það getur ekki farið framhjá þér hversu slæm henni finnst þessi frekja í þér vera. Þurfir þú að nota kvöldsöluna, er verri sögu að segja um skerpu af- greiðslufólksins, auk þess sem þær virðast ekki eins kunnugar í búð- inni og viðskiptavinirnir sjálfir. Svo í lokin, hvernig væri að hafa búð- arfund og leyfa okkur að segja okkar álit, en ekki kveða okkur í kútinn eins og á búðarfundinum í des. í vetur. Við viljum versla í Hrísalundi. Við viljum fjölbreyttara FISK- og KJÖTBORÐ og betri þjónustu. Það yrði mikill gróði fyrir Kaupfé- lagið. Húsmœður í Lundahverfi. Leiðrétting í frétt í Degi sl. fimmtudag um stikun Gæsavatnaleiðar féll niður nafn Ferðamálaráðs fslands, en það tók einnig þátt í kostnaðinum við framkvæmdina. Er beðist vel- virðingar á því. minningar, en þeim til vafasamrar frægðar. í öðru lagi: I smágrein minni, „Lofið þreyttum að sofa“ í Degi þ. 24. f.m. hefur tapast einn punktur (við prófarkalestur?), sem endilega þarf að komast til skila! Þar stend- ur: „Þessu héldu þeir út 4 tíma næturinnar" En sitt er hvað fjóra og fjórða, — 4 eða 4. . Vinsamlegast bætið punktinum við. Jónas Jónsson. Toppurinn í dag Fimmtudagur: Pálmi Gunnarsson og hljómsveitin Frið- ryk með enn eitt toppkvöldið frá kl. 9-2 Föstudagur: K.A. Haukar kl. 20 á íþróttavellinum. Á eftir er tilvalið að fara í Sjálfstæðishúsið. Steingrímur Stefánsson og hljómsveit skemmta gestum kvöldsins. Diskótek á þriðjuhæöinni. Opió frá kl. 8-3. Laugardagur: Opiö frá kl. 8-3. Tilvalið að bjóða konunni í góðan kvöldverð. Steingrímur Stefánsson meö gömlu og nýju dansana. Diskótek á III hæð. Sunnudagur: Hljómsveitin Utangarðsmenn og Bubbi Morteins. Barnaskemmtun frá kl. 5-7, dansleikur frá kl. 10-2. Sjálfstæðishúsið Akureyri DAGUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.