Dagur - 07.08.1980, Side 6

Dagur - 07.08.1980, Side 6
Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Sálmar nr. 20, 35, 188, 238, 26. P.S. Lögmannshlíðarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmarnr. 20, 35, 188, 6, 26. Bílferð úr Glerárhverfi hálf- tíma fyrir messu. P.S. Ferðafélag Akureyrar. 9.-12. ágúst. Kverkfjöll. 15.-17. ágúst Þeistareykir. Brottför kl. 8 e.h. Ekið að Þeistareykjum gisj þar. Á laugardag gengið á Þeista- reykjahungu og að Vítum. Á sunnudag heim um Hóls- sand og Mývatnssveit. 23.-24. ágúst Haugsöræfi. 29.-31. ágúst Laugafell — Klakkur. Athugið að um takmarkaðan sætafjölda er að ræða í þessum ferðum. Skrifstofan er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 18.00-19.30 sími 22720. Kristilegt mót við Ástjörn. Dagana 16. til 19. ágúst verður haldið kristilegt mót. Aðstaða við Ástjörn er mjög góð. Þátttakendur verða frá Akureyri, Reykjavík og Færeyjum. Þar átt þú kost á að eiga góðar og uppbyggi- legar stundir um Guðs orð í fögru og friðsælu umhverfi. Nánari upplýsingar fást í símum 22733 og 22510. Sjónarhæðarsöfnuður. Fíladelfía Lundargötu 12, fimmtudaginn 7. samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Sunnudag 10. vakningar- samkoma kl. 20.30. Fórn tekin fyrir kristniboð. Söng- ur og mússík. Allir vel- komnir. Fjórðungssjúkrahúsinu var fært ágóða af hlutaveltu er Þórð- ur Sturluson, Anna Brynja Smáradóttir og Gerður Ólafsson héldu að upphæð kr. 17.500,-. Borgarbió sýnir kl. 9 Leyni- skyttan (næsta mynd) Dönsk sakamálamynd með ís- lensku leikkonunni Kristínu Bjarnadóttur í stóru hlut- verki. Kl. II. Vígamennirn- ir. Myndin er um bófaflokka í New York sem ætla að yf- irtaka stjórn borgarinnar. ^ Brynjólfur Sveinsson fyrrum hreppstjóri, Efstalandskoti F. 17. júní 1888 - D. 25. júlí 1980 Margar sveitir á íslandi eru inn til dala. Fyrir ofan ána eru sléttir bakkar, þá taka túnin við, sem fyrr voru venjulega þýfð og ill yfirferð- ar en stundum grösug. Efst er fjall- ið, bratt og grasbalarnir teygja sig inn á milli klettabelta og hamra- veggja. Á sumrin leitar sauðkindin hærra, teygir sig til efstu grastónna og á veturna þegar áin er í klaka- böndum og tún og engi hulin hjarni, þá standa grastopparnir milli kletta og steina ennþá upp úr gaddinum og seðja búsmalann. Úti fyrir dalsmynninu er sléttlendi og síðan fjörðurinn eða hafið. Þar stendur kaupstaðurinn, fyrst húsa- þyrping sem síðar varð að kauptúni eða bæ, þar sem býr fólk af öðrum stéttum og dalabóndinn sækir þangað nauðsynjar sínar. I sveit- unum áttu margir stólpar alda- mótakynslóðarinnar uppruna sinn. Sumir háðu lífsbaráttuna í heima- högunum en fyrir öðrum átti að liggja að flytjast í þéttbýlið, á möl- ina eins og það var gjarnan kallað. Þeir sem í átthögunum ílengdust hlutu það viðfangsefni að breyta aldagömlum búskaparháttum og færa til nýrri tíma. í hugum meiri- hluta landsmanna er sveitin ekki lengur vettvangur hinnar lifandi lífsbaráttu heldur landslag, breyt- ing frá götum, byggingum og um- ferðanið borgarlífsins, ævintýra- heimur kaupstaðarbarnsins. Þeim er tekið að fækka alda- mótamönnunum á meðal okkar. Fleiri og fleiri renna lífsskeið sitt á enda og hverfa á vit eilífðarinnar. í dag kveðjum við Brynjólf Sveins- son í Efstalandskoti, sem lést 25. júlí sl. á nítugasta og þriðja aldurs- ári. Löngum degi er lokið. Sólin sem á ævimorgninum kom upp yfir austurfjöllunum hefur nú sest bak- við Hraundranga. Það húmaði hægt að, að lokum fjaraði dagurinn út og næturkyrrðin ríkir cins og hún getur dýpst orðið í logni í framdalnum. Einn stólpi er fallinn. Það er eins og það sé einum hraundranganum færra, þessum sérkennilegu náttúrufyrirbærum Öxnadalsins. Svo sterk voru bönd Brynjólfs við sveit sína. Þannig geta rí)a0i)r*(og',yirphy5rfi myndað eina 6.DAGUR heild í hugum manns. Brynjólfur Sveinsson var fæddur á Vöglum á Þelamörk 17. júní I888. Foreldrar hans voru Sveinn Björnsson og Soffía Björnsdóttir. Brynjólfur ólst upp í foreldrahúsum á ýmsum bæjum á Þelamörk. Þann 10. ágúst ! 1910 kvæntist hann Laufeyju Jó- hannesdóttur frá Flugumýri í Skagafirði, en hún átti ættir í Eyja- fjörð. Árið I9ll flytjast þau að Steinstöðum í öxnadal og hefja þar búskap, en búa síðar I Efstalands- koti. Við upphaf búskaparins á Steinstöðum hefst hin eiginlega saga manns og dals. Leyfeyju og Brynjólfi varð alls 15 barna auðið. Þau eru: Stefanía, giftist Tryggva Bogasyni sem er látinn, býr á Ak- ureyri. Sveinbjörg, giftist Eðvald Eðvaldssyni sem er látinn, giftist síðar eftirlifandi manni sínum Ing- ólfi Árnasyni, bjó á Akureyri, lést 1976. Árni, ókvæntur, lést ungur. Ingimar, kvæntur Elínu Sigríði Axelsdóttur, býr á Ásláksstöðum í Eyjafirði. Anna, giftist Halli Bene- diktssyni, sem er látinn, býr á Ak- ureyri. Geirþrúður, giftist Birni Friðrikssyni, sem er látinn, býr á Akureyri. Björn, kvæntur Bíbí Blöndal, býr á Akureyri. Gunnar, kvæntur Þyrí Sigurbjörnsdóttur, býr á Akureyri. Þórdís, giftist Þór- arni Guðmundssyni sem er látinn, býr á Akureyri. Sveinn, kvæntur Kristrúnu Jónsdóttur, býr á Akur- eyri. Helga, lést barn að aldri. Helga, gift Einari Eggertssyni, býr á Akureyri. Kristín, gift Ingólfi Pét- urssyni, býr á Neðri Rauðalæk á Þelamörk. Árni, kvæntur Báru Magnúsdóttur, tók við búi af föður sínum, býr að Steinstöðum II Öxnadal. Þorbjörg, ógift bjó á Ak- ureyri, lést 1976. Alls mun afkom- endahópurinn telja urn 180 manns. Laufey lést 15. janúar 1950. Á krepputímum þegar þröngt er um aðdrætti og fátt til bjargar þá er það erfitt og áhyggjusamt að leiða stóran barnahóp til fullorðins. Hver munnur krafðist máls að morgni og sjálfsagt hefur óttinn læðst á næsta leiti að ekki væri nóg fyrir alla. Þá var ekki til annars að taka en treysta á sjálfan sig og að- laga lifsviðhorf sitt þeim aðstæðum sem skópust hverju sinni. Ætla má að hver einstaklingur hafi sitt sér- staka lífsviðhorf. Tilveran birtist engum tveimur sálum á sama hátt. Þess vegna á hver maður í raun og veru sinn heim, sína veröld. Hún skiptir litum, tekur breytingum eftir skini og skúrum. Eitt lítið atvik getur skipt sköpum eins manns án þess að það snerti annan sam- ferðanaut hans. Ég hygg að þau hjón Laufey og Brynjólfur hafi þannig hvort átt sinn heim, en í traustri samstöðu og trú á tilveruna og það góða í manninum gengu þau samhent sinn veg, tóku vanda- málum hversdagsins og leystu úr. Þótt Brynjólfur hafi kosið sér hlut- skipti bóndans, þó hygg ég að ytri aðstæður hafi þar frekar ráðið um heldur en eldheitur áhugi þótt löng lífsleið og umbótastörf hafi tengt hann heimasveitinni sterkum böndum. Brynjólfur var maður fróðleiks og mannlegra samskipta. Þau voru honum í blóð borin. Vegna fransýni hans og ekki síður greiðvikni varð hann vinsæll meðal sveitunga sinna og samferðamanna og félagsmál og trúnaðarstörf færðust á hendur hans. Þar naut hann sín best og vera má að greið- viknin í náungans garð hafi stund- um komið niður á fjölskyldunni en þá naut hann trausts og styrks lífs- förunautar sem skynjaði veröld hans, fann hvernig samskiptin við annað fólk fylltu hann krafti og að Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför BENJAMÍNS ÁRMANNSSONAR, rafvirkjameistara, Byggðavegi 143. Ebba G. Eggertsdóttir, Ármann Benjamínsson, Sigríður Benjamínsdóttir, Guðrún G. Benjamínsdóttir, Eggert Benjamínsson, Sævar I. Benjamínsson, Anna J. Benjamínsdóttir, Brynjar St. Jakobssen, Guðmundur R. Brynjarsson, Guðmundur Ármannsson, Jónína S. Benediktsdóttir. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar tengdaföður og afa, BRYNJÓLFS SVEINSSONAR, Efstalandskoti. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er heiðruðu minningu SVEINS ÞORSTEINSSONAR, Eyrarvegi 9, Akureyri, og auösýndu okkur hlýhug við andlát hans og útför. Þóra Sveinsdóttir, Skúli Flosason, Eiríkur Sveinsson, Rannveig Ingvarsdóttir, Björn Sveinsson, Sólrún Jónsdóttir, og barnabörnin. ' geta gert náungagreiða færðu hon- um lífshamingju. Við settumst stundum niður, yfir kaffibolla, stundum hjá honum í Efstalandskoti, stundum á kaffi- húsi, stundum heima hjá börnum hans þar sem hann dvaldi eða var gestkomandi. Það voru ætíð ánægjulegar samræður. Þótt þar mættust tvær kynslóðir sem kalla mætti hinn nýja og gamla tíma, var alltaf tóm fyrir umræðu. Hvers- dagsmál, þjóðmál, jafnvel dýpri þankagangur fengu umfjöllun en nærtækust voru honum þó alltaf málefni sveitarinnar og héraðsins. Hann var ungur í anda og það var eins og kynslóðabilið margumtal- aða týndist í samræðunum þrátt fyrir að sex áratugir, mesta breyt- ingaskeið í sögu þjóðarinnar að- skildu viðmælendurna. Saga sveit- arinnar átti djúpar rætur í huga Brynjólfs. Þegar árunum fjölgaði og tóm gafst frá hinni daglegu önn leitaði hugurinn til liðinna stunda, manna og athafna. Hlédrægni hélt honum frá því að flíka hugleiðing- um sínum á þessu sviði. Þó liggur eftir hann prentuð grein um heimasveit sína, Öxnadalinn í bók- inni Byggðir Eyjafjarðar, þar sem hann lýsir með glöggu auga náttúru hins norðlenska dals og rekur sögu búskapar og mannlífs. Með Brynjólfi er genginn einn af síðustu aldamótamönnunum. Einn stólpi er fallinn. Eftir stendur skarð í hugum samferðamanna, vina og vandamanna, þeirra sem til þekktu. 2. ágúst 1980, Þórður Ingimarsson. tBrynjólfur Sveinsson, Efstalandskoti, Öxnadal Kveðja frá barnabarni Það sœkja að mér minningar um löngu liðna daga. Sat lítil hnáta á afa hné, og blítt þá oft þú sagðir: „ Viltu heyra vísu, eða kvœði, eða varþað saga“, ogþýðu mjúku höndina þú létt á kollinn lagðir. Á sumrin heima í afa-Koti gott var þá að vera vaða þar í lœknum, bleyta sig og skjálfa, tina ber, byggja bú, já margt var hœgt að gera. Jafnvel ganga upp í hlíðina og horfa þar á álfa. Áttrœðan ég spurði þig hvort heilsan vœri fín, fjörlega þú svaraðir, og ekki var á þér raupið. Með glettni í augum leist á mig og sagðir: elskan mín þetta er engin heilsa, ég er hœttur að geta hlaupið. Nú ert þú að kveðja. Þitt langa líf er liðið, en látinn lifir, það vissir þú og horfðir fram á veginn. Ogþegar þú nú gengur í gegn um Gullna hliðið, gleðjast og taka á móti þér, ástvinir hinum megin. í fátœklegu Ijóði er fátt eitt hœgt að segja, sem ég vildi þakka og í minningunni geyma. En í kcera dalnum þínum blómin öll sig teygja til himins elsku afi, nú ertu aftur heima. L.B.E.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.