Dagur - 07.08.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 07.08.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 7. ágúst 1980 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Mikil fjölbreytni er í náttúrufari innan bæjarlands Akureyrar. M.a. er að finna þessa undarlegu plöntu, sem ber nafnið Lófótur. Mynd: H. Hg. Norræn nefnd um samgöngumál: Tilraunir til samgöngu- bóta í N-Þingeyjarsýslu Umhverfiskynn ing á Akureyri Fyrsta skoðunarferðin verður farin á laugardaginn upp Glerárgil Nú er unnið að því á vegum norrænnar embættismanna- nefndar um samgöngumál að finna leiðir til þess að bæta samgöngur á dreifbýlissvæðum á Norðurlöndunum fimm. Kann- aðar eru ólíkar samgöngulausn- ir í fyrirfram ákveðnu samfé- lagsformi og markmiðið er að reyna síðan lausnirnar á til- raunasvæðunum. Hér á landi varð Norður-Þingeyjarsýsla fyr- ir valinu og í síðustu viku tóku íbúar þar 16 ára og eldri þátt í Hægt miðar — í barnsfaðernis- málinu Það er ekki ofsögum sagt af kerfinu þegar það tekur sig til. Fyrir rösklega hálfu ári greindi Dagur frá því að rekið væri fyrir norðlenskum dómstóli mál, þar sem ung kona vildi fá mann dæmdan föður að barni sínu, en faðernisviðurkenning lá ekki fyrir þegar maðurinn lést. Barnið verður tveggja ára í okt- óber, það hefur enn ekki verið feðrað og þar sem ekkert faðernis- vottorð liggur fyrir fær móðirin ekki greitt meðlag með barninu. Móðirin fór suður til Reykjavíkur í blóðrannsókn í maí og átti að fá niðurstöður innan viku, en ekkert hefur enn gerst. Blóðsýni hafa verið tekin úr aðstandendum meints föð- urs. Svo virðist sem fremur lítið sé gert til að flýta málinu, bæði hjá Rannsóknastofu Háskólans og em- bætti fógeta sem í hlut á. Vafalaust er málið erfitt viður- eignar og þess eðlis, að það verði ekki leyst með blaðaskrifum, en alla varðar um seinagang í kerfinu og sleifarlag, ef um það er að ræða, og því mun Dagur áfram fylgjast með og greina frá gangi þessa máls. ferðakönnun, sem tengist þessu verkefni. Framundan er að velja þær samgöngulausnir, sem hæfa rann- sókninni eða tilrauninni á svæðinu og undirbúa og skipuleggja hana. Gert er ráð fyrir að tilraunin sjálf verði gerð á næsta ári, en áður þarf að afla upplýsinga um ferðaþarfir íbúa tilraunasvæðisins, þ.e. íbúa Norður-Þingeyjarsýslu. Því var öll- um heimilum í sýslunni sendir könnunarseðlar í formi ferðadag- bókar. Áttu menn að skrá niður ferðir sínar vikuna 27. júlí-2. ágústs og segja auk þess álit sitt á þeirri samgönguþjónustu, sem fyrir hendi er, bæði innan sýslunnar og til og frá svæðinu. Samgönguráðuneytið hefur beint þeim eindregnu tilmælum til íbúa Norður-Þingeyjarsýslu að þeir taki þátt í könnuninni, þar sem frekara starf íslenska starfshópsins að þessu norræna verkefni er að verulegu leyti háð niðurstöðum könnunarinnar. Til starfa að verk- efninu hér á landi voru ráðnir Halldór S. Kristjánsson, deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu, Sig- tryggur Þorláksson, bóndi að Sval- barði í Þistilfirði og formaður Þó að menn séu nú miklum mun bjartsýnni á að nægilegt vatn fáist fyrir hitaveitu Akureyrar, einkum eftir að nýja holan á Ytri-Tjarnar svæðinu var tekin í notkun með góðum árangri, er talið nauðsynlegt og að því stefnt, að koma upp kyndistöð í haust. Hún mun rísa vestan við dælustöðina í Þórunnarstræti. Kyndistöðin verður í 2700 rúm- metra húsi, sem þegar hefur verið grafið fyrir, auk þess sem þar verð- ur olíugeymir og all hár reykháfur. Gert er ráð fyrir að í kyndistöðinni verði hægt að hita um 50 sekúndu- lítra af 40 gráðu heitu affallsvatni í samgöngunefndar N.-Þingeyjar- sýslu, Tómas B. Sveinsson, við- skiptafræðingur, og Þórir Sveins- son, viðskiptafræðingur. Mestur samdráttur á Norðurlandi I máli Inga Tryggvasonar á al- mennum bændafundi í Frey- vangi á þriðjudagskvöld koma m.a. fram, að frá áramótum hefur orðið að meðaltali 1,9% samdráttur í mjólkurframleiðslu á öllu landinu. Hins vegar hefur samdrátturinn orðið mun meiri á Norðurlandi. Til dæmis varð 4,8% samdráttur í innveginni mjólk hjá Mjólkursam- lagi KEA, þ.e. hjá bændum á Eyjafjarðarsvæðinu, 10,7% sam- dráttur innveginnar mjólkur á Sauðárkróki, 5% á Blönduósi, 5,4% á Húsavík og 8,6% á Þórshöfn. Sumstaðar jókst innvegið mjólkur- magn á þessum tíma, t.d. sunnan- lands. Virðist samkvæmt þessu, sem bændur á Norðurlandi hafi aðlag- að sig kvótakerfinu mun fyrr en bændur annars staðar á landinu. 90 gráðu heitt vatn, sem verður því hrein viðbót við vatnsmagnið, sem nú er fyrir hendi. Síðustu dagana hefur vatnið úr nýju holunni á Ytri-Tjörnum verið notað eingöngu, en úr henni koma um 55 sekúndulítrar af tæplega 80 gráðu heitu vatni. Áður var dælt um 110 sekúndulítrum af Lauga- svæðinu og 15-17 lítrum á sekúndu af Ytri-Tjarnarsvæðinu. Aðsögn Inga Þórs Jóhannssonar, sem nú gegnir störfum hitaveitu- stjóra, er nú unnið að því að koma upp dælustöð i húsnæði gömlu dúkaverksmiðjunnar við Glerá til að dæla affallsvatni upp í kyndi- stöðina. Bæjarland Akureyrar og næsta nágrenni býður upp á meiri fjöl- breytni í náttúrufari en flesta grunar. Það er því engin brýn þörf að þeysa í önnur héruð til að skoða fagurt Iandslag, at- huga fuglalíf, grös eða steina. Þótt ýmsu hafi verið raskað í umhverfi bæjarins er enn til mikils að vinna, að vernda þær náttúruminjar sem enn eru heil- legar og beina byggðarþróun á heillavænlegar brautir. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum hefur Náttúrugripasafnið ákveðið að gangast fyrir skoðunar- ferðum um bæjarlandið og næsta nágrenni þess austan fjarðar. Verða þessar skoðunarferðir á laugardög- um um næstu helgar, og hefjast kl. 2 sd. Þetta eru að sjálfsögðu gönguferðir, og verða menn að notast við eigin bíla til að komast á staðinn eða frá honum. (Ef veður verður slæmt falla ferðirnar niður) Fyrsta ferðin verður laugardag- inn 9. ágúst, til alhliða náttúru- skoðunar 1 Glerárgili, og hefst kl. 2 við neðstu brúna á Glerá (á Hörg- árbraut). Þaðan verður gengið upp með ánni að norðan (vestan) og upp í mynni Glerárdals. Áætlaður tími er um 3 klst. I ferðinni gefst sérstakt tækifæri til að skoða fjölbreyttar jarðsögu- minjar, bergtegundir, grös og smá- dýr. Starfsmenn safnsins, þeir Helgi Hallgrímsson og Jóhann Pálsson munu leiðbeina um grein- ingu á jurtum og öðrum náttúru- fyrirbærum eftir því sem þekking þeirra leyfir. Laugardaginn 16. ágúst er svo áætluð skoðunarferð í Eyjafjarðar- hólma og Vaðlaskóg. Safnast verð- ur við Miðbrúna í Hólmunum og litið á jurtir þar, en síðan haldið að Veigastöðum og gengið þaðan nið- ur í skóginn. Auk náttúruskoðunar gefst tækifæri til að athuga fyrir- hugað vegstæði um Leirur og Vaðlareit. Laugardaginn 23. ágúst verður svo alhliða skoðunarferð um Ak- ureyrarland ognágrenni, í tengslum við aðalfund SUNN, sem fram fer í Menntaskólanum 23.-24. ágúst. Verður þá stuðst við rútubíl á milli staða og lagt upp frá M.A. um tvö- leitið. Síðasta ferðin verður svo vænt- anlega gönguferð um Krossanes- borgir, laugardaginn 30. ágúst. Hefst hún við Lónsbrú um kl. 2., og verður gengið niður með Lóninu að Djáknatjörn og til baka. 0 Mogginn og Geir Alveg er það hreint kostulegt að fyfgjast með Mogganum þessa dagana. Halda mætti að hann fylgdi leiðtoganum hvert á land sem er, því það líður varla svo vika, að ekki sé birt ræða sem Geir hefur haidið einhvers staðar úti á landi. Á fréttasíðu er svo vanalega langur úrdráttur úr ræðunni og leiðari blaðsins fjallar undantekningalaust um spakmælin sem féllu. Þetta er rétt eins og í fyrir- myndaríkinu fyrir vestan, þar sem fréttamenn fylgja forset- anum jafnan eftir, því aldrei er að vita nema hann segi eitthvað stefnumótandi, jafn- vel þó að um minniháttar kurteisisræður sé að tefla. Fyrst var það Bolungarvíkur- ræðan, síðan Hallorms- staðaræðan og þannig á það vafalaust eftir að ganga fram að landsfundi Sjálfstæðis- manna í haust. Þar er nefni- lega búist við miklum átökum og mikiivægt að svo líti út, sem Geir hafi heillað lands- byggðafólkið með snilli sinni og orðgnótt og að Albert komist ekki með tærnar þar sem Geir hafi hælana, jafnvel þótt Albert hafi hlotið allt þetta fylgi i forsetakosning- unum. % Geirog landsbyggðin f einni slíkri ræðu sagði Geir eitthvað á þá leið, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri best til þess fallinn, að jafna þann ágreining og þá togstreitu sem væri á milli landsbyggð- arinnar og höfuðborgar- svæðisins sökum þess, að þessi ágreiningur hefði end- urspeglast í Sjálfstæðis- flokknum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur því samkvæmt þessu bestan skilning á eigin klofningi og þar með tog- streitunni milii landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Það er svo hins vegar annað mál, hvort Geir og hans menn hafa skilning og getu til að jafna ágreininginn í flokknum. Margir efast um að svo verði og þar af leiðandi hafi þeir engar forsendur til að draga úr togstreitunni miili lands- byggðarinnar og höfuðborg- arsvæðisins. Miklu meiri lík- ur virðast á því, að Geir og hans mönnum tækist að kljúfa landsmenn í tvær hat- rammar fylkingar lands- byggðafólks og höfuðborg- arbúa, a.m.k. ef nota ætti sömu aðferðirnar til sátta og notaðar eru í flokksdeilunni í Sjálfstæðisflokknum. Þar er nefnilega ekki pláss fyrir nema annan deiluaðilann. Hitaveita Akureyrar: Kyndistöð í haust

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.