Dagur - 02.09.1980, Síða 4
DAGUM
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifsfofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Símí auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Aukin sjálfsstjórn
sveitarfélaga
Fjórðungsþing Norðlendinga var
haidið á Akureyri 31. ágúst til 2.
september. Rétt til þingsetu áttu
94 fulitrúar frá 66 sveitarfélögum
og 6 sýslufélögum á Norðurlandi.
Þátttaka var mjög góð á þinginu
og þar voru rædd hin ýmsu hags-
munamál fjórðungsins. Meðal
málefna sem rædd voru má nefna
iðnþróun og orkumál á Norður-
landi, framhaldsskólaskipan og
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga.
Oft heyrist því fleygt, að fundir
eins og fjórðungsþingið og aðal-
fundir samtaka sveitarfélaga í
fjórðungunum, séu til lítils gagns.
Þar sé fjasað um sömu mál ár eftir
ár og sífellt stækki pappírshlað-
inn, sem frá þessum samkomum
komi, og ávinningur sé lítill sem
enginn. Þetta er mikill misskiln-
ingur.
Það er að vísu rétt, að á sam-
komum samtaka sveitarfélaga eru
málin rædd fram og aftur og
ákvarðanataka getur verið nokkuð
seinvirk. Það er ekki óeðlilegt
þegar um svo fjölmennar sam-
komur er að ræða. Alþingi hefur
ekki heldur farið varhluta af gagn-
rýni á seinagangi í afgreiðslu
mála. Við verðum bara að bíta í
það súra epli, að lýðræðisskipu-
lagið býður ekki upp á annað og
segja má, að samtök sveitarfélaga
séu eins konar framlenging á lýð-
ræðisskipulaginu.
Hitt er miklu meira um vert og
mjög mikils virði, að framámenn í
sveitarstjórnamáium komi saman
til skrafs og ráðagerða um hags-
munamál heilla fjórðunga. Þannig
eykst skilningur og samstaða um
að koma góðum og mikilsverðum
málum til leiðar. Það er til dæmis
alveg Ijóst, að Fjórðungssamband
Norðlendinga hefur áorkað miklu
og ýmis mál hefðu ekki náð fram
að ganga nema fyrir tilstilli sam-
vinnu sveitarstjórnamanna á
Norðurlandi.
Orð eru til alls fyrst, en þau
mega ekki vera bæði fyrst og síð-
ust. Framkvæma þarf þær áætl-
anir sem gerðar eru. í skýrslu
sinni til fjórðungsþings sagði Ás-
kell Einarsson, framkvæmdastjóri
Fjórðungssambandsins, að lög
um Framkvæmdastofnun ríkisins
væru brotin við hverja áætlana-
gerð. Tii þess væri ætlast í lögum
stofnunarinnar, að hún lánaði í
samræmi við áætlanir, en reynsl-
an hefði sýnt að ekkert væri farið
eftir þessu atriði.
Þetta eru alvarlegar ásakanir og
full ástæða til að kanna það, hvort
embættismenn setji kjörnum full-
trúum stólinn fyrir dyrnar í þessum
efnum. Besta lausnin er vafalaust
sú, að auka sjálfstjórnarvald
sveitarfélaganna og samtaka
þeirra, eins og oft hefur verið bent á.
122. Fjórðungsþing
| Norðlendinga
Áskell Einarsson
I
j
II
I
I
I
I
I
I
I
I
■
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
si
ans,
sunnudag hófst hér á Akureyri í húsakynnum Menntaskól-
22. fjórðungsþing Norðlendinga og lýkur því í dag, þriðju-
dag. Þingið sóttu um 80 fulltrúar frá 66 sveitarfélögum og 6
sýslufélögum á Norðurlandi, auk alþingismanna, ráðherra og
annarra gesta. Mörg mái voru tekin til umfjöllunar svo sem
landbúnaðarmál, viðskipta- og þjónustumál, skólamál, iðnaðar-
og orkumál, og bar Blönduvirkjun þar hæst. Auk þess fóru fram
nefndastörf.
Formaður fjórðungssam-
bandsins, Valdimar Bragason,
bæjarstjóri á Daivík, setti þingið
og að því loknu flutti Áskell Ein-
arsson, framkvæmdastjóri skýrslu
um starfsemi fjórðungssam-
bandsins og hag þess. Þar drap
hann m.a. á breytingar á starfs-
háttum, ferðamálabækling sem
sambandið hefur nýlega gefið út,
fjárhag og fjárhagsáætlun og
stöðu byggðamála.
Á eftir skýrslu Áskels kynnti
Valdimar Bragason tillögur frá
fjórðungsráði um fjármál
fræðsluskrifstofa, sjávarútvegs-
mál, umdæmaskipulag og tekju-
stofna sveitarfélaga. Ennfremur
kynnti hann tillögur til breytinga
á lögum og þingsköpum sam-
bandsins.
Konráð Gíslason flutti nefnd-
arálit og tillögur fyrir hönd
Strjálbýlis- og vegamálanefndar,
Katrín Eymundsdóttir flutti
nefndarálit og tillögur þjónustu-
og þróunarmálanefndar og frá
Félags- og menningarmálanefnd
höfðu framsögu Kristinn G.
Jóhannsson, ritstjóri og Tryggvi
Gíslason, skólameistari, en Ing-
var Gíslason, menntamálaráð-
herra, hóf umræðuna og ræddi
um framhaldsmenntun.
Um iðnþróunar- og orkumál
hafði framsögu, Þorsteinn Þor-
steinsson, bæjarstjóri á Sauðár-
króki, en hann kynnti tillögur um
iðnþróunaráætlun Norðurlands,
um Blönduvirkjun og stóriðnað,
um orkumál og ráðstefnu og
orkubúskap og orkufrekan iðnað
á Norðurlandi.
Sigurður Guðmundsson og
Sigfús Jónsson, starfsmenn
Byggðadeildar Framkvæmda-
stofnunar ríkisins kynntu Iðn-
þróunaráætlun Norðurlands, en
hún er nú á lokastigi. Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráðherra
hafði framsögu um iðnþróun í
víðara samhengi.
Þá var fjallað um sveitastjórn-
armál og voru framsögumenn
Svavar Gestsson, félagsmálaráð-
herra, Hallgrímur Dalberg, ráðu-
neytisstjóri, og Jón G. Tómasson,
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Fjölmargar ályktanir um hin
fjölbreytilegustu málefni voru
samþykktar á þinginu og verða
þær birtar síðar.
%
I
I
I
Auka verður heima-
stjóru á landsbyggðinni j
— til mótvægis við breytta kjördæmaskipan
í skýrslu sinni á fjórðungs-
þinginu ræddi Áskell Einars-
son, framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Norðiendinga,-
meðal annars um áætlanagerð
m
og þá sjálfheldu, :.sem hann .ish
taldi að væri núl-í-varðandi.
klofningur væri í uppbyggingu
Framkvæmdastofnunar ríkisins.
Staðreyndin er sú að lög Fram-
kvæmdastofnunar eru í raun
irotin við hverja áætlanagerð,
Áskcll Einarsson ávarpar þingheim. Myndir: h.s.
Katrín Eymundsdóttir, bæjarfulltrúi á Húsavík:
■ Samræma samgöngur
ar sem til þess er ætlast í lögum
stofnunarinnar, að hún láni í
samræmi við áætlanir. Reynslan
framkvæmd áæt!ailaJai4ske«ell^ýnir að ekkert er farið eftir þessu.
sagði síðan m.a.: þeir sem ráða ferðinni í málefn-
„Á síðasta fjórðungsþingi.drhpiiu um Framkvæmdastofnunar rík-
ég á í skýrslú minriíi Já6 'mikillini isins vilja ekki b.nda hendur sinar
í lánveitingum, eftir megmlmum
1 markaðra áætlana. Það eru gerð-
ar atvinnumálaáætlanir fyrir af-
mörkuð svæði, þar sem lagt er til
að ákveðnum fjölda atvinnu-
tækifæra sé komið á fót í tiltekn-
um vanþróuðum atvinnugreinum
á svæðinu. Hins vegar er hvorki
lagt fram fé eða aðstoð við það
fólk. sem búa á við áætlunina, til
að hagnýta sér hana t.d. með
þjálfun starfsliðs og með ráðgjöf.
Þegar menn biðja um lán með
skírskotun til áætlunarsjónar-
miða er ekki heldur að finna, að
fjármagni sé haldið til þess í
samræmi við markmið áætlana-
aðgerða. Það er ekki að undra
þótt menn hætti að taka alvarlega
þessar svonefndu byggðaáætlan-
ir.
Þess vegna er að því stefnt í
sambandi við iðnþróunaráætlun
fyrir Norðurland að tekin verði
upp raunhæf vinnubrögð við
undirbúning og framkvæmd
áætlunarinnar. Gert er ráð fyrir
að áætlunargerðin lúti sjálfstæðri
stjórn, sem sé ábyrg gagnvart
þeim aðilum sem standa að áætl-
unargerðinni. Með þessum hætti
verður fjórðungssambandið í
raun virkur aðili að framkvæmd
áætlunarinnar sjálfrar. Þannig
gæti starfsemi sambandsins nálg-
ast sjálft verkefnið meir, en nú á
sér stað.“
II
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Katrín Eymundsdóttir, bæjar-
fulltrúi á Húsavik flutti fram-
sögu um viðskipti og þjónustu
og kynnti tillögur í því sam-
bandi. Þar lagði hún m.a.
áhersluáaðsamgönguþjónustan
verði endurskipulögð og sam-
ræmd m.a. með það í huga að
nýta betur núverandi sam-
göngukerfi með aukinni sam-
hæfingu, landflutninga, sjó-
flutninga, og flugsamgangna
þannig að flutningsleiðirnar
myndi sem heild samgöngunet
á milli landshluta og staða þar
sem í senn gæti hagkvæmni og
eðlilegrar ferðatíðni bæði að
því er varðar farþegaflutninga
og vöruflutninga. Ennfremur
lagði Katrín áherslu á að inn-
anhéraðssamgöngukerfi verði
endurskipulagt t.d. með því að
nýta betur þá samgönguþætti
sem fyrir eru, svo sem póst-
flutninga, vöruflutninga,
skólaflutninga, fólksflutninga
og fleira.
Blaðamaður Dags fór þess á
leit við Katrínu að hún skýrði það
nánar út hvað átt væri við með að
samræma þyrfti og endurskipu-
leggja samgönguþjónustuna.
Þetta þýðir einfaldlega það
að þurfi t.d. fyrirtæki á Akureyri
að koma framleiðslu sinni til ísa-
fjarðar eða bara Hólmavíkur þá
þurfi varan ekki fyrst að fara til
Reykjavíkur og sama má segja
um farþegaflutninga. Samgöngur
verði samræmdar á þann hátt að
sem beinust leið sé á viðkomandi
stað. Flutningamiðstöðvar þurfa
að vera staðsettar þar sem flutn-
ingaleiðir mætast og svo við
höldum nú áfram með dæmið
sem ég talaði um áðan að verði
flutningamiðstöð sett upp í
Hrútafirði þá fari varan eðaíar
þeginn þangað frá Akureyri:og
þaðan séu síðan áæthmaEbdiar.':
sem gangi milli Hrútafjarðarr.pg.':.'
Hólmavíkur.
— Með endurskipulagtnng'n:’1
innanhéraðssamgangnáienátCvióng"
að nýta megi betur-nþá' sajn
gönguþætti sem fyrir-erui Póst- ■
bíllinn, skólabíllinn og tánkbíljy ■ <
inn t.d. fara heim á aHk' bæi.' Það"
má nýta betur þessar-flutningá-'i
leiðir sem allir fara. Þjoiiustan viðád
fólkið verður með því,'betri'aúk |
þess sem þetta er orkuspafandi,
Námsskráin mikið spor
Næsta haust mun sama náms-
skrá gilda um ailt framhalds-
nám á Noröurlandi. Gefin
verður út samræmd námsskrá
sem afhent verður nemendum í
upphafi skólaárs 1980-81 og í
henni verður m.a. skrá yfir all-
ar námsbrautir, námsefni og
skólareglur. Auk þess mun
hver skóli kynna nemendum
sínum starf og skipan skólans
við innritun.
Sama námsefni verður kennt í
skólunum öllum á sömu brautum
og sömu reglur gilda um próf og
einkunnir.Nemendur fá nám sitt
metið að fullu við hvaða fram-
haldsskóla eða framhaldsdeildir
— segir Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra
grunnskóla á Norðurlandi sem er.
Framhaldsnám á fyrsta ári er ekki
greint á námsbrautir. Er þar um
almennt grunnnám að ræða sem
er fyrsti hluti framhaldsnáms á
hinum ýmsu brautum. Skólamir
munu starfa eftir þríþættu náms-
kerfi, einingakerfi, annakerfi og
áfangakerfi.
Ingvar Gíslason, menntamála-
ráðherra sagði í samtali við blað-
ið, að þetta væri í fyrsta skipti sem
námsskrá væri samræmd fyrir
heilan landsfjórðung. „Þessi
námsskrá er að sjálfsögðu undir-
orpin breytingum en hún er mjög
mikilvægt spor í þá átt að koma á
samræmdri námsskrá framhalds-
skóla fyrir landið allt,“ sagði
Ingvar. IngvarGíslason.
Staða byggðamála
Þá fjallaði Áskell m.a. um fjár-
hag og fjárhagsáætlun Fjórð-
ungssambandsins, en ræddi síðan
um stöðu byggðamála:
„Sú marktæka framleiðslu-
stefna í landbúnaði og sjávarút-
vegi, sem hefur verið kjarni
byggðastefnu síðustu árin virðist
hafa runnið sitt skeið. Þá verður
ekki hjá því komist, að takmörk-
un á landbúnaðarframleiðslu og
hömlur á fiskveiðar muni hafa
" tiltölulega meiri áhrif, þar sem
þessir atvinnuvegir eru undir-
staða velmegunar, fremur en á
þeim byggðasvæðum, þar sem
■ _ mest aukning er í þjónustugrein-
”um. Því orkar það ekki tvímælis
að búseturöskun getur hafist á ný,
ef ekki tekst að finna ný störf fyrir
þá sem verða að hverfa frá land-
búnaði og þá sem hljóta að yfir-
gefa fiskveiðarnar.
Nýlega hefur verið lokið við
áætlun á vegum Byggðadeildar
um smáiðnað í sveitum, þar sem
bent er á sérstök úrræði til að
koma upp nýjum atvinnutæki-
færum í sveitum fyrir það fólk,
sem verður að hverfa frá land-
búnaði. Það undarlega er að rík-
isstjórnin er ekki reiðubúin að
leggja blessun sína yfir þessa
áætlun. Hér er ekki um fjár-
magnsfrekar framkvæmdir að
ræða heldur um viljann í verki.
Menn gera sér miklar vonir um
iðnaðaruppbyggingu og þar á
meðal um iðnþróunaráætlun fyr-
ir Norðurland. Hér þarf meira til
Áhriff breyttrar
kjördæmaskipunar
Margir landsbyggðarmenn eru
haldnir þeirri blekkingu að til
lengdar sé hægt að mismuna fólki
um kosningarétt. Það má vafa-
laust færa rök fyrir því, að fólk
sem er búsett nærri höfuðstöðv-
um ríkisins eigi auðveldara með
að hafa áhrif á gang mála og því
þurfi þeir færri þingmenn að til-
tölu, en þeir sem þurfa lengra að
sækja. Hins vegar er ekki hægt að
sannfæra venjulegan borgara um
það, að atkvæði hans skuli hafa
mjög breytilegt vægi eftir búsetu.
Kosningaréttur verður jafnaður.
Það er markviss þróun, sem ekki
verður stöðvuð, þótt halda megi
henni með réttsýni innan marka
þjóðfélagslegra aðstæðna á
hverjum tíma. Hér verður að hafa
raunhæft mat á staðreyndum.
Spurningin er hvernig mögulegt
sé, að landshlutarnir fái aukna
meðferð á sínum málum, þrátt
(Framhald á bls. 6).
I
I
I
I
I
I
I
en að gera einfalda áætlun, það
þarf skipulegt átak með sama
hætti og gert var með uppbygg-
ingu sjávarútvegs í kjölfar út-
færslu landhelginnar. í þessu
sambandi hlýtur sú spurning að
vakna hvort ekki sé óhjákvæmi-
legt að miða orkustefnuna við
það, að orkuöflunin verði undir-
staða meiri háttar iðnaðar. Er
hægt að ná árangri um verulega
iðnþróun nema til komi orku-
frekur iðnaður eða stóriðnaður, I
sem veitir fjölda manns atvinnu? ■
Þessi spurning er brýnust fyrir
Norðlendinga einmitt nú. Verð-
um við ekki að byggja byggða-
stefnu okkar á því að nýta alla þá
landkosti, sem fjórðungurinn
hefur að bjóða?
Nú vill svo til að enginn getur
efast lengur um að þjóðinni er
hættulegt að eiga megin raf-
stöðvar landsins á sama eldvirka
svæðinu. Reynslan af síðasta
Heklugosi tekur af öll tvímæli um
að orkuverin á Þjórsársvæðinu
geta verið í mikilli hættu. Valið
stendur því um virkjunarstað
utan eldvirku svæðanna. Sá
virkjunarkostur sem álitlegastur
þykir, er Blönduvirkjun, sem er á
Norðurlandi. Það er engum vafa
bundið að missi Norðlendingar
nú af strætisvagninum, vegna
smásmugulegra deilna, er ljóst að
aðrir landshlutar geta fengið al-
gjöran forgang um nýtingu stærri
virkjunarkosta og þá um leið
staðsetningu stærri iðnfyrirtækja.
Það er fjarri mér að vilja æsa til
metings og hatrammra deilna á
milli landshluta um staðsetningu
orkuvera. Hitt verða Norðlend-
ingar að vera sér meðvitandi, að
ef þeir fylgja ekki eftir málstað
sínum, er taflið fyrirfram tapað.
Framundan er tímabil stórra
átaka í orkuöflun og með stór-
iðju. Takist Norðlendingum ekki
að tryggja sér hlut í þessari þróun
er ljóst að þeir verða ekki með í
þeirri framleiðslustefnu að
byggja hagsæld þjóðarinnar í
vaxandi mæli á nýtingu orku-
linda, sem hlýtur að verða undir-
staða nýrrar byggðastefnu. Þess
vegna hlýtur það að vera krafa
Norðlendinga að orkunýting og
tengdur iðnaður verði tekinn með
í áætlunum iðnþróun á Norður-
landi
I
I
■
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
■
I
j
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
■
I
I
I
I
I
J
KAAFTUR
Í1.DEILD!
Þrátt fyrir nokkra forustu í
annarri deild, þurfti KA bæði
stigin á móti Selfossi til að fyr-
irbyggja það að nokkurt annað
lið gæti stolið frá þeim fyrstu
deildar draumnum næsta
keppnistimabil, hvernig svo sem
aðrir leikir félagsins kunna að
fara.
Það fór því svo að bæði stigin
féllu KA í skaut, og þeir unnu
sannkallaðan stórsigur á and-
stæðingum sínum sem ekkert
svar áttu við leik KA manna. Á
118. afmælisdegi Akureyrar
þann 29. ágúst skoraði KA sex
mörk og fékk ekkert á sig.
Leikurinn var aðeins fimm
mínútna gamall þegar fyrsta
markið kom. Elmar Geirsson
lék upp hægri kantinn og plat-
aði í leiðinni tvo Selfyssinga og
gaf góðan bolta fyrir markið.
Þar voru nafnarnir Gunnar
Gíslason og Blöndal báðir í
dauðafæri, en það var Gíslason
sem endahnútinn rak á sóknina
og sendi boltann í netið.
Tveimur mín. síðar komst
Ásbjörn í gott færi. og hörku-
skot hans var varið í horn.
Annað markið kom á 30. min.
Tekin var hornspyrna vel fyrir
markið en boltinn barst úr
þvögunni til Óskars sem „vipp-
aði“ laglega innfyrir þvöguna
aftur, og Erlingur Kristjánsson
henti sér langt inn í markteiginn
og skallaði glæsilega í netið.
Fimm mín. síðar fengu KA
menn vítaspyrnu eftir að gróf-
lega hafði verið brotið á Óskari
ingimundarsyni. Eyjólfur tók
vítið, en markmaður Selfyss-
inga varði. Dómarinn taldi hins
vegar að markmaðurinn hefði
hreyft sig og lét endurtaka
spyrnuna. Þá skoraði Eyjólfur
hins vegar af öryggi. Þannig var
svo staðan í hálfleik þrjú mörk
gegn engu.
Fjórða markið kom strax á
annarri mín. síðari hálfleiks.
Elmar lék upp að endamörkum
og gaf „jarðarbolta" fyrir
markið, þar sem Óskar var
óvaldaður og skoraði viðstöðu-
laust. Á I5. mín átti Óskar siðan
hörkuskot í þverslána, og tveim
mín. síðar Gunnar Gíslason
einnig.
Fimmta markið kom á 22.
mín. en þá stóð allt í einu
Gunnar Gíslason í góðu færi
eftir góða sókn KA manna, og
Gunnar þakkaði fyrir sig með
skoti í bláhornið. Síðasta mark-
»ið gerði svo Gunnar Blöndal á
35. mín. eftir fyrirgjöf frá Elm-
ari. Leikur þessi var aldrei
spennandi því slíkir voru yfir-
burðir KA í leiknum. Verður
það að teljast furðulegt að Þór
hafi tapað fyrir Selfyssingum
um siðustu helgi. KA menn eru
nú efstir í deildinni með 25 stig,
og fyrstu deildar sætið gull-
tryggt. Þá eiga þeir mikla
möguleika á að verða efstir í
deildinni, en aðeins Þórsarar
geta ennþá ógnað þeim á
toppnum.
Leikinn dæmdi Sævar
Frímannsson og linuverðir voru
Steingrímur Björnsson og Arn-
ar Einarsson og skiluðu allir
hlutverki sinu óaðfinnanlega.
KA liðið ásamt þjálfara og formanni dcildarinnar. Mynd: Ó.Á.
.. og Þór með
annan fótinn
Þórsarar léku við Þrótt frá
Neskaupstað á laugardaginn,
en Þróttarar unnu KA fyrir
skömmu, og gátu þeir einir
liða komið í veg fyrir veru
Þórs í fyrstu deild á næsta
kcppnistímabili. Jafnræði var
með liðunum og skoruðu þau
sitt markið hvort.
Þróttarar voru fyrri til að
skora, og gerðu þeir sitt mark í
fyrri hálfleik. Óskar Gunnars-
son jafnaði síðan í síðari hálf-
leik. Þórsarar voru ekkert yfir
sig hrifnir af dómgæslunni í
leiknum og töldu dómarann
hafa sleppt tveimur vítaspyrn-
um á Þrótt.
Fjögurra stiga munur er nú á
þessum liðum í deildinni og
þrjár umferðir eftir þannig að
ennþá geta Þróttarar komist yfir
Þórsara, en til þess verður Þór
að tapa sínum leikjum sem eftir
eru og Þrótlur að vinna sína, en
verður það að teljast ólíklegt.
Vonandi verður hægt að bjóða
Þór velkominn í hóp fyrstu
deildar liða eftir næstu umferð.
Ráða þjálfara
Akureyrarfélögin Þór og KA
hafa nú gengið frá ráðningu
þjálfara í handbolta fyrir
meistaraflokka sína.
Hreiðar Jónsson mun þjálfa
Þór, en hann náði góðum ár-
angri með Þórsara fyrir
nokkrum árum og kom þeim
m.a. í fyrstu deild.
Birgir Björnsson sem und-
anfarin tvö ár hefur þjálfað
hjá KA mun verða þar áfram,
en hann hefur náð ágætum
árangri með lið sitt.
Þá hefur heyrst að um ein-
hver mannaskipti munu verða
milli félaga hér á Akureyri, en
ekkert mun þó afráðið í þeim
efnum.
Næstu leikir
Næstu leikir í deildinni verða
um næstu heigi. Á föstudags-
kvöldið leikur Þór við Hauka
hér á Akureyrarvelli.
Á laugardaginn leikur KA
við Austra á Eskifirði.
Fyrri leik þessara liða lauk
með stórsigri KA 11 mörkum
gegn einu.
Völsungar fá Fylki í heim-
sókn, og þar verður um hörku-
leik að ræða í fallbaráttunni.
Þróttarar leika við Selfoss á
Selfossi, og Ármenningar við
ísfirðinga.
4.DAGUR
DAGUR.5