Dagur - 16.09.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 16.09.1980, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR í BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI mHSBBanHnB Byggingalánasjóður Akureyrar: Lánar nú fjármagn til gamalla húsa — Á að geta stuðlað að bættu viðhaldi gamalla húsa Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt ný reglugerð fyrir Byggingalánasjóð Akureyrar. Hin nýja reglugerð hefur í för með sér svo mikla breytingu á hlutverki sjóðsins, að segja megi að uin nýjan sjóð sé að ræða. í fyrri ákvæðum um úthlutun úr sjóðnum átti fyrst og fremst að lána Tímaritið Heima er bezt, sem Prentverk Odds Björnssonar gefur út, hefur nú í athugun möguleika á hljóðútgáfu blaðs- ins. Kynningarbréf hefur verið sent lánþegum hljóðbókasafns Tvær stöðvar lagðar niður Nú hefur verið ákveðið að leggja niður tvær símstöðvar í Skagafirði og tengja þær Sauðárkróksstöðinni. Við þetta fá 130 notendur hand- virkra síma sólarhringsþjón- ustu. Stöðvarnar sem um ræðireru að Mælifelli og Stóru-Ökrum. Að sögn Ársæls.Magnússonar. umdæmisstjóra Pósts og síma. erstefnt að því að koma þessum hreytingum á fyrir áramótin. Á Mælifelli var áður 8 tíma þjón- usta og á Stóru-Ökrum 6 tíma þjónusta á sólarhring. Kostnað- ur vegna þessara breytinga er ekki mikill. einstaklingum vegna nýrra íbúða- bygginga og var svo allt til ársins 1978. Eftir breytinguna segir svo: „Megintilgangur Byggingalána- sjóðs Akureyrar er að veita lán til kaupa, viðhalds og endurbóta á gömlum húsum á Akureyri. Að jafnaði skal ekki lána til yngri húsa en 35 ára. Bæjarráði er þó heimilt að veita lán til bygginga á vegum Borgarbókasafnsins í Reykja- vík, sem þjónar öllu landinu, til að athuga áhuga á áskrift að hljóðútgáfu tímaritsins. Framhald málsins mun ráðast af undirtektum lánþega hljóðbóka- safnsins en hljóðútgáfan er ekki talin fjárhagslega möguleg nema verulegur fjöldi áskrifenda fáist að henni. Ef af þessu verður yrði það í fyrsta sinn á íslandi sem blað kæmi út í hljóðritaðri útgáfu samhliða þeirri prentuðu. Má ætla að fleiri fylgi í kjölfarið ef vel tekst til. „Það hefur einkum verið rætt um þrjár leiðir varðandi fisk- vciðistcfnuna 1981, þ.e. þorsk- veiðitakmarkanir eins og nú eru með tilheyrandi skrapdögum, kvótakerfi á skip og kvótakerfi á landshluta. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin og hugs- einstaklinga og opinberra aðilja sem hafa sérstöku hlutverki að gegna.“ Þar mun einkum vera átt við íbúðir handa öldruðum og aðr- ar íbúðir á félagslegum grundvelli. Um lánveitingar segir svo í reglugerðinni: „Lánveitingar úr Byggingalánasjóði fara fram einu sinni á ári og skal þeim lokið í maí-mánuði.“ Skilyrði til þess að lánbeiðanda verði veitt lán úr sjóðnum eru þau, að hann hafi verið búsettur í bænum sl. þrjú ár, að uppdráttur að íbúð eða húsi hafi. verið samþykktur af bygginga- nefnd, að lánbeiðandi geti veðsett viðkomandi eign, að fyrir liggi umsögn býggingafulltrúa um ástand hússins og fylgja skal um- sókninni greinargerð um fyrirhug- aðar endurbætur og áætlaðan kostnað. Sjóðurinn var orðinn vanmegn- ugur að sinna hinni miklu lánaþörf til almennra bygginga, þar sent lánin skiptust í svo marga staði, og er það meginástæða fyrir þessari breytingu. Lánsupphæðirnar voru orðnar svo lágar að menn kölluðu þetta gardínulán. Vegna þess að engin úthlutun fór fram úr sjóðnum á síðasta ári eru horfur á að sjóðurinn geti farið myndarlega af stað næsta vor. anlegt er að blanda þessu eitt- hvað saman, en í sambamdi við kvóta á landshluta hefur m.a. verið rætt um að skipta landinu í 20 löndunarsvæði. Fyrir norðan hefur verið rætt um svæðin Drangsnes-Siglufjörður, Ólafs- fjörður-Grenivík, Húsavík og Raufarhöfn-Þórshöfn,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, m.a. á fundi mcð útvegsmönnum á Ak- ureyri á föstudag. Steingrímur tók skýrt fram. að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin í þessum efnum, en miðað við vitneskju okkar á þoli fiskistofnanna og mikilvægi sjáv- arútvegsins fyrir okkur væru allir sammála um að þörf væri á fisk- veiðistefnu sem yki hagkvæmni í sjávarútvegi og fiskverkun. Steingrímur sagði að fjögur grundvallarmarkmið væru varð- andi fiskveiðistefnuna, þ.e. að standa við ákvörðun um heildar- afla hverju sinni, samræma veiðar og vinnslu, tryggja ávallt eins góð- an afla og unnt væri og samræma veiðarnar og vinnsluna markaðs- málum. Fimmta alriðið sem hann teldi æskilegt að vinna að, væri að færa stjórnunina í vaxandi mæli til heimasvæðanna. (Framhald á bls. 6). í einu sunnanblaðanna var birt mynd af dávænni kartöflu, sem talin var sú stærsta sem hefði komið upp á landi hér í ár. Nánar tiltekið var sunnlcnska kartaflan 500 grömm. Bóndi einn á Svalbarðsströnd brá við hart, sendi vinnumann sinn á fund Dagsmanna nteð kartöflu þá er kom upp úr garð- inum. Strax og bóndi og lið hans í kartöfluupptektinni hafði gert sér grein fyrir hve stóran jarðávöxt var um að ræða var sent eftir vigt heim i eldhús. Moldin var hreinsuð af kartöflunni og vóg hún nákvæmlega 700 grömm. „Tegundin er KRONJA. Ekki veit ég hvort sunnlenskir geti skákað okkur Norðlendingum. Tel það ólíklcgt," sagði þessi bóndi, sem var Sveinberg Lax- dal, í bréfi er hann sendi vinnu- manninn með. „Heima er beztc< lesið á snældu? Fiskveiðistefnan á næsta ári Landinu skipt í 20 löndunarsvæði? Eitt þeirra húsa sem búið er að gera á gagngcrðar endurbætur er Tuliníusarhús við Hafnarstræti. Það og Höphnershús cru sannkallaðar „lnnbæjarperlur“. Mynd: á.þ. o % Undirskrifta- listi um skipaleiðina að Kristnesi Því er oft haldið fram, að hægt sé að fá fólk til að skrifa undir svo til hvað sem er. Sagan sem við heyrðum um undirskriftalista á Akureyri styður þessa skoðun, ef sönn er. Eins og menn muna skrif- uðu margir undir lista, þar sem farið var fram á að Torfunefsbryggju yrði ekki fargað og ekki lagður yfir hana vegur. Einhver gárungi mun hafa útbúið lista, sem tengdist þessu máli, að minnsta kosti í hugum fólks, en þar var hvatt til þess að Pollinum og nánasta um- hverfi yrði komið í sama horf og þegar fyrsti landnáms- maðurinn kom hingað til Eyjafjarðar. Þó nokkrir munu hafa ritað nöfn sín undir plaggið, en fæstir hafa lík- lega á þeirri stundu gert sér grein fyrir eða munað eftir því, að talið er að Helgi magri hafi siglt skipum sínum alla leið inn að Kristnesi. Það kostaði líklega eitthvað að gera Eyjafjörðinn skipgeng- an alla þessa leið. % Frábært skipulag Lokaathöfn Ólympíuleikanna var endurtekin í sjónvarpinu O sl. laugardag. Var það vel þess virði þvt' þefta var stór- kostlegt sjónarspil og skipu- lagningin með eindæmum. Gat vart hjá því farið, að menn fylltust hrifningu af Sovétmönnum. Næsti liður á dagskránni var hins vegar síður en svo til þess fallinn að vekja hrifningu á þjóðskipu- lagi þeirra þarna fyrir austan, en hann sýndi hörmungar Stalíntímans og (vel skipu- lagðar) ofsóknir og hreins- anir. Nú er hins vegar spurn- ingin sú, hvort það hafi verið tilviljun eða frábært skipulag hjá Lista- og skemmtideild sjónvarpsins að sýna Stalín strax í kjölfar lokaathafnar Ólympíuleikanna svona tii að halda jafnvæginu? Spyr sá sem ekki veit, en hafi það verið skipulagt, gefur það tít- ið eftir skipulagshæfileikum Sovétmanna. • Af reiðhjólum Hjóireiðar njóta nú sívaxandi vinsælda, en vissu menn að árið 1916 hjólaði Vilhjálmur Þór frá Akureyri tii Reykja- víkur? Hann var þá 17 ára gamall. Þegar haft er í huga hvernig ástand samgangna var á þessum tíma hlýtur þetta að teijast meiri háttar þrekvirki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.